Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 44
4 ■■■■ { landbúnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Útlit er fyrir að útflutningur á lambakjöti til Bandaríkjanna og annarra erlendra markaða drag- ist saman á árinu. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og markaðsráðs kindakjöts, segir að búist sé við því að útflutningur á lambakjöti á komandi sláturtíð verði rétt um 700 tonn. Þetta er um 400-500 tonnum minna en á síðasta ári. Özur segir að á hverju ári sé tekin ákvörðun um hversu mikið magn lambakjöts þurfi að flytja út til að koma í veg fyrir að kjötfjöll hrúgist upp hér á landi líkt og gerðist á árum áður. „Undanfarin sex ár hefur útflutn- ingsskylda bænda verið á bilinu 25 prósent á ári hverju að undanskild- um árunum 2003 og 2004 en þá sátu sauðfjárbændur uppi með það að þurfa að flytja út meira en aðrir bændur,“ segir Özur. Hafi sauðfjár- bændur þurft að flytja út meira af lambakjöti en áður eða á bilinu 36-38 prósent af heildarframleiðslu lambakjöts. Özur segir útflutning lambakjöts ætíð hafa verið mikla kvöð á bænd- um. „Þeir markaðir sem borga best eru þeir þar sem síst skortir mat. Þeir eru sjálfir sér nógir um sína fram- leiðslu og hafa ýmsar takmarkanir á því að fluttar séu inn landbúnað- arvörur,“ segir Özur. Hann bendir hins vegar á að sauðfjárbændur hafi á síðustu árum náð góðum árangri í útflutningi lambakjöts á Bandaríkjamarkaði. Það sé í litlum mæli en útflutningur á lambakjöti á beini hafi numið liðlega 100 tonn- um til Bandaríkjanna á síðasta ári. Kjötið er allt unnið hér á landi og flutt ferskt að lokinni sláturtíð til Bandaríkjanna þar sem það er m.a. selt í verslunum Whole Food Mark- ets. „Þar er lambakjötið selt sem hágæðavara og hefur það gengið miklu betur en við spáðum,“ segir Özur en stærstu kaupendur íslenska lambakjötsins eru m.a. í Danmörku og Færeyjum. Þá er ákveðið magn lambakjöts einnig flutt út til Noregs og Bretlands. Framleiðsla á lambakjöti hér á landi hefur staðið í stað í allmörg ár. Á sama tíma hefur salan stóraukist innanlands en ársneysla lambakjöts hér á landi nam 7.340 tonnum á síðasta ári. Þetta gerir það að verk- um að bændur geta ekki annað eftirspurn eftir lambakjöti á þeim mörkuðum sem búið er að byggja upp erlendis. „Okkur ber skylda til að anna innanlandsmarkaði þannig að íslenskir neytendur fái nóg af góðu kjöti. Við látum íslenska neyt- endur ekki líða fyrir útflutning,“ segir Özur Lárusson. Útflutningur á lambakjöti kvöð á sauðfjárbændum Íslenskt kjöt í verslun Whole Food Markets í Bandaríkjunum. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og markaðsráðs kindakjöts. Neysla á lambakjöti hefur aukist mikið á innanlandsmark- aði síðastliðin ár. Bændur anna vart eftirpurn og hafa dregið úr útflutningi á lambakjöti vegna þessa. Jón Aðal- steinn Bergsveinsson kannaði útflutning á lambakjöti. Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss tengigrind • Auðveld • Örugg • Fyrirferðalítil Danfoss hf Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi Sérhannaðar tengigrindur fyrir íslenskar aðstæður Vönduð vara úr ryðfríu efni Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita- og snjóbræðslukerfi og fl. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.