Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 44
4 ■■■■ { landbúnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Útlit er fyrir að útflutningur á
lambakjöti til Bandaríkjanna og
annarra erlendra markaða drag-
ist saman á árinu. Özur Lárusson,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda og markaðsráðs
kindakjöts, segir að búist sé við
því að útflutningur á lambakjöti á
komandi sláturtíð verði rétt um 700
tonn. Þetta er um 400-500 tonnum
minna en á síðasta ári. Özur segir
að á hverju ári sé tekin ákvörðun
um hversu mikið magn lambakjöts
þurfi að flytja út til að koma í veg
fyrir að kjötfjöll hrúgist upp hér á
landi líkt og gerðist á árum áður.
„Undanfarin sex ár hefur útflutn-
ingsskylda bænda verið á bilinu 25
prósent á ári hverju að undanskild-
um árunum 2003 og 2004 en þá
sátu sauðfjárbændur uppi með það
að þurfa að flytja út meira en aðrir
bændur,“ segir Özur. Hafi sauðfjár-
bændur þurft að flytja út meira af
lambakjöti en áður eða á bilinu
36-38 prósent af heildarframleiðslu
lambakjöts.
Özur segir útflutning lambakjöts
ætíð hafa verið mikla kvöð á bænd-
um. „Þeir markaðir sem borga best
eru þeir þar sem síst skortir mat. Þeir
eru sjálfir sér nógir um sína fram-
leiðslu og hafa ýmsar takmarkanir
á því að fluttar séu inn landbúnað-
arvörur,“ segir Özur. Hann bendir
hins vegar á að sauðfjárbændur
hafi á síðustu árum náð góðum
árangri í útflutningi lambakjöts á
Bandaríkjamarkaði. Það sé í litlum
mæli en útflutningur á lambakjöti á
beini hafi numið liðlega 100 tonn-
um til Bandaríkjanna á síðasta ári.
Kjötið er allt unnið hér á landi og
flutt ferskt að lokinni sláturtíð til
Bandaríkjanna þar sem það er m.a.
selt í verslunum Whole Food Mark-
ets. „Þar er lambakjötið selt sem
hágæðavara og hefur það gengið
miklu betur en við spáðum,“ segir
Özur en stærstu kaupendur íslenska
lambakjötsins eru m.a. í Danmörku
og Færeyjum. Þá er ákveðið magn
lambakjöts einnig flutt út til Noregs
og Bretlands.
Framleiðsla á lambakjöti hér á
landi hefur staðið í stað í allmörg ár.
Á sama tíma hefur salan stóraukist
innanlands en ársneysla lambakjöts
hér á landi nam 7.340 tonnum á
síðasta ári. Þetta gerir það að verk-
um að bændur geta ekki annað
eftirspurn eftir lambakjöti á þeim
mörkuðum sem búið er að byggja
upp erlendis. „Okkur ber skylda til
að anna innanlandsmarkaði þannig
að íslenskir neytendur fái nóg af
góðu kjöti. Við látum íslenska neyt-
endur ekki líða fyrir útflutning,“
segir Özur Lárusson.
Útflutningur á lambakjöti kvöð á sauðfjárbændum
Íslenskt kjöt í verslun Whole Food Markets í Bandaríkjunum.
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda og markaðsráðs kindakjöts.
Neysla á lambakjöti hefur aukist mikið á innanlandsmark-
aði síðastliðin ár. Bændur anna vart eftirpurn og hafa
dregið úr útflutningi á lambakjöti vegna þessa. Jón Aðal-
steinn Bergsveinsson kannaði útflutning á lambakjöti.
Skútuvogi 6 104 Reykjavík
Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Danfoss tengigrind • Auðveld • Örugg • Fyrirferðalítil
Danfoss hf
Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi
Sérhannaðar tengigrindur fyrir íslenskar aðstæður
Vönduð vara úr ryðfríu efni
Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita- og snjóbræðslukerfi og fl.
Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður