Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 53
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { landbúnaður } ■■■■ 13
Sæti Nafn Fjöldi
1. Branda 785
2. Huppa 553
3. Kola 551
4. Stjarna 535
5. Skjalda 517
6. Skrauta 503
7. Búkolla 493
8. Dimma 481
9. Rauðka 442
10. Búbót 425
11. Sokka 420
12. Lukka 417
13. Hyrna 368
14. Gæfa 324
15. Laufa 288
16. Rós 285
17. Tinna 283
18. Nótt 281
19. Blesa 275
20. Skessa 272
20 vinsælustu
beljunöfnin
Nýborinn kálfur í fjósinu í Húsdýragarð-
inum.
Verð á kjarnfóðri hefur verið á
hraðri uppleið að undanförnu, að
því er fram kemur á vef Landssam-
bands kúabænda. Kjarnfóðurfyrir-
tækin segja að veiking krónunnar
sé helsta ástæða hækkunarinnar.
Á þriðjudag hækkaði til að
mynda Lífland verðskrá sína um
sex prósent. Þar hækkaði fóðurverð
síðast í byrjun mars um fjögur pró-
sent og dreifingin um fimm prósent.
Þá bendir Landssambandið á að 10.
þessa mánaðar hafi verð hjá Fóður-
blöndunni hækkað um sex prósent.
Kjarnfóður
hækkar í verði
Kjarnfóður í Bandaríkjunum.
Mjólka, sem stendur utan hins hefð-
bundna landbúnaðarkerfis, hyggst
fjölga vöruflokkum sínum. „Við
erum þegar farin að framleiða sýrð-
an rjóma fyrir stóreldhús og stutt
í að hann fari á neytendamarkað,“
segir Ólafur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Neyt-
endur munu á næstu vikum sjá frá
okkur nýjar afurðir. Á teikniborðinu
eru núna fjórar nýjar afurðir sem er
stutt í að fari á markað.“
Mjólka hóf sölu á ostinum Létt-
feta síðastliðið haust og hafa við-
tökur verið afar góðar. „Viðtökurnar
fóru langt fram úr okkar björtustu
vonum,“ segir Ólafur. „Það sem
hefur verið skemmtilegast í þessu
er hvað stóreldhúsmarkaðurinn og
verslanir hafa tekið okkur vel. Við
erum auðvitað neytendum þakklátir
fyrir þennan góða stuðning.“ Hann
segir að erfiðlega hafi gengið að
anna eftirspurn framan af ári. „Svo
hefur Léttfeti fengið góða dóma
erlendis meðal annars á ostasýn-
ingu í Danmörku, en Ólafur segir
það ekki spurningu að stuðningur
við vöruna sé einnig vegna viðhorfa
almennings. „Það er ekki spurn-
ing að neytendur senda ákveðin
skilaboð því viðtökurnar eru langt
umfram það sem við bjuggumst við.
Við höfum náð að gera réttu hlutina
og fengið athygli fyrir bæði vöruna
og markaðsstarfið.“
Ólafur segir að unnið sé að frá-
gangi samninga við framleiðendur,
því ljóst sé að fyrirtækið þurfi meira
hráefni á næstunni. „Bændur hafa
verið okkur mjög þakklátir fyrir
þetta framtak og hafa séð viðbrögð
við þessu frá einokunarfyrirtækjum
að þau taki á þessu með þeim.“
Framleiðslan sem fer til Mjólku er
utan styrkja- og kvótakerfis mjólk-
urframleiðslunnar. Ólafur hefur
skýra sýn á framtíð slíks fyrirkomu-
lags. „Það á að minnka landbúnað-
arstyrki í áföngum og gera landbún-
aðinn sjálfbæran svo hann geti farið
að keppa á erlendum mörkuðum.
Þetta eru frábærar vörur sem eiga
að vera útflutningsvörur.“
Nýjar vörur frá Mjólku á leið á markað
Léttfeti frá Mjólku hefur fengið góðar viðtökur og samkvæmt Ólafi Magnússyni, fram-
kvæmdastjóra Mjólku, er von á fleiri vörum frá fyrirtækinu.