Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 69
Eitt af megingildum í merkri starfsemi Íþrótta- og tómstunda- ráðs er barnalýðræði. Við starf á frístundaheimilum og í félags- miðstöðvum er leitast við að börn- in geti haft áhrif á það sem þau fást við frá degi til dags. Haldnir eru fundir með krökkunum og leitað ráða hjá þeim sem og hvatt til frumkvæðis og hugmynda. Starfsfólk ÍTR hefur þó ávallt að leiðarljósi að börnin beri ekki meiri ábyrgð en þroski þeirri og færni ræður við miðað við hvert aldursskeið. Þetta er til fyrir- myndar finnst okkur hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Í stefnumótun okkar í aðdrag- anda þessara kosninga leggum við áherslu á lýðræði og aðkomu sem flestra að ákvarðanatöku og stefnumótun. Að okkar mati er í því sambandi sérstaklega spenn- andi og áhugavert að huga að sýn og sjónarmiðum barna í öllum málaflokkum. Allt of oft er litið á börn sem viðfangsefni eða nokk- uð til að bregðast við en of sjald- an sem þátttakendur í samfélag- inu. Hlustum eftir röddum barna „Ekkert um okkur án okkar“ hefur verið kjörorð Öryrkja- bandalags Íslands og er ekki bara grípandi heldur kjarni í samfé- lagssýn sem gerir kröfu um rétt allra til þátttöku í mótun samfé- lagsins. Rétt eins og á við um öryrkja og aldraða þurfum við að auka aðkomu barna og ungmenna að umræðu og stefnumótun. Miklu oftar þarf að hlusta sér- staklega eftir röddum barna og ungmenna í málefnum sem þau varða og raunar í fleiri mála- flokkum. Það er afar frjótt og áhugavert að skoða sem flest mál út frá sjónarhóli barna, hvort sem eru skipulagsmál, umhverfismál, menningarmál eða skólamál. Uppbygging grunnskólans í Reykjavík hefur verið gríðarstórt verkefni þar sem lyft hefur verið grettistaki með einsetningu skól- anna á undanförnum áratug en skólalóðirnar eru næstar á dag- skrá. Á þriggja ára áætlun borg- arinnar nú eru töluverðar upp- hæðir sem eru ætlaðar í málaflokkinn. Tillaga okkar vinstri grænna er að stofna til barnalýðræðisverkefnis í borg- inni þar sem börn og ungmenni koma að hugmyndavinnu í aðdrag- anda endurbóta skólalóðanna með aðkomu foreldrasamtaka, skóla, frístundaheimila og þjónustumið- stöðvanna í skipulagningu vinn- unnar. Skólarnir væru vettvang- ur verkefnisins líkt og gert hefur verið í sambærilegu verkefni í ungmennalýðræði í Helsinki. Samfélag þátttöku Afar mikilvægt er að lýðræðis- og þátttökumál séu til sífelldrar skoðunar í frjóu samfélagi og að leita nýrra leiða fyrir þátttöku og aðkomu almennings að mótun og forgangsröðun í samfélaginu. Sú hugmynd sem hér er sett fram lýtur að aðkomu barna að mótun skólalóðanna í nafni barnalýð- ræðis, þátttöku og virkni. Slíka sýn höfum við vinstri græn og viljum innleiða í sífellt fleiri málaflokkum. Höfundur skipar 1. sæti V-lista vinstri grænna í komandi borgar- stjórnarkosningunum. Barnalýðræði í borginni UMRÆÐAN BÖRN SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT ALLT er n‡ vöru- og fljónustu- skrá á visir.is. ALLT er líka í síma 1850 og í vor ver›ur ALLT bók- inni dreift til landsmanna. n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is FIMMTUDAGUR 27. apríl 2006 33 VORIÐ GENGUR Í GARÐ Reykjavíkurborg Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á ferðinni á tímabilinu og fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett út fyrir lóðarmörk. Athugið að garðaúrgang má ekki setja í sorptunnur. • Garðaúrgang skal setja í poka • Greinaafklippur skal binda í knippi • Ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar Nánari upplýsingar í síma 4 11 11 11 LÓÐAHREINSUN Í REYKJAVÍK 2006 21.–29. APRÍL www.reykjavik.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Svona, svona Fjölmiðlamenn telja margir að þeir eigi meiri rétt en aðrir á að gægjast inn um skráargöt hjá fólki og vaða á skítugum skónum inn um allt með hljóðnema og myndavélar. Ef þeir fá ekki allt sem þeir vilja er það fyrsta frétt hjá þeim sjálfum að þeir hafi óskað eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga en ekki fengið. Er að undra þótt stjórnlyndir stjórnmála- menn telji nauðsynlegt að setja sérstök lög um þennan „hornstein lýðræðisins“. Vefþjóðviljinn á andriki.is Hvernig vindurinn blæs Það þekkja allir umræðuna um eign- arhald á kvóta og er rétt í ljósi þeirrar umræðu sem nú er uppi að stjórnarand- staðan svari því nú til hvort eignarhald ríkisins sé eignarhald fárra eða fjöldans. Þeir hljóta í ljósi yfirlýsinga um útvarpið og fjölmiðlalögin undanfarna daga að þurfa að svara þessarri grundvallarspurn- ingu. Telur Ögmundur Jónasson að eign- arhald fyrirtækjanna sé betra en eignar- hald ríkisins eða telur hann það ekki? Er Ingibjörg Sólrún á því að eignarhald ríkis- ins sé ekki dreift eignarhald og ætlar hún þá samkvæmt því að breyta um áherslur í sjávarútvegsmálum? Eða er bara valin sú stefna sem fellur í kramið hverju sinni eða eftir því hvernig vindurinn blæs? G. Valdimar Valdemarsson á timinn.is Veit hvað hann syngur Pétur H. Blöndal réði sér varla fyrir kæti þegar hann sagði með sigurbros á vör við afgreiðslu frumvarps um háeffun RÚV við aðra umræðu á Alþingi í gær, að hann liti svo á að háeffun RÚV væri fyrsta skref- ið að einkavæðingu og sölu. Ég skildi sigurgleði hans þegar ég las nýja fjöl- miðlafrumvarpið. Þá rann upp fyrir mér að Pétur Blöndal veit hvað hann syng- ur. Hann hefur einfaldlega rétt fyrir sér. Sameiginlega munu frumvörpin tvö um háeffun RÚV og nýja fjölmiðlafrumvarpið leiða til þess að Ríkisútvarpið verður að lokum einkavætt. Össur Skarphéðinsson á hexia.net/roll- er/page/ossur/ AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.