Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 82
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR46 bio@frettabladid.is Sálfræðingnum Lisu Metzger gengur allt í haginn. Hún er vel gift, sonur hennar er á framabraut og stofan gengur sem skyldi. Lífið er þó óútreiknalegt eins og Lisa á eftir komast í raun um þegar Rafi Gardet kemur í tíma til hennar. Gardet er bráðhugguleg kona á besta aldri sem leitar að ástinni. Dag einn greinir Gardet Lisu frá ungum manni sem hún er að hitta og Lisa ráðleggur henni að láta slag standa þrátt fyrir tíu ára ald- ursmun. Gardet verður hamingjusamari með hverjum deginum og Metzger samgleðst sjúklingnum sínum þar til hún uppgötvar hver ungi mað- urinn í lífi sjúklingsins er; sonur hennar David. Líf Metzger flækist því enn frekar þegar hún þarf að reyna tvinna saman hlutverk móð- urinnar sem vill vernda son sinn frá öllu illu og sálfræðingsins sem vill allt það besta fyrir sjúklinginn sinn. Þær Meryl Streep og Uma Thurman fara með aðalhlutverkin í þessari gamanmynd sem leik- stýrt er af Ben Younger. Enginn hefur hlotið jafnmargar óskars- verðlaunatilnefningar og Streep en vegur Thurman hefur vaxið jafnt og þétt, ekki síst eftir miklar vinsældir Kill Bill-mynda Tar- antinos en hún átti einmitt hug- myndina að hinni morðóðu Beat- rix Kiddo. ÞITT ER VALIÐ Ummmm ... BAGUETTE Nýtt og brakandi ferskt! SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI N ÝT T E N N E M M / S ÍA / N M 2 13 3 5 Aðdáendur Spike Lee eru væntanlega hálf ringlað- ir þessa dagana. Nýjasta afurð leikstjórans er nánast í engu samræmi við það sem Lee er hvað þekktastur fyrir; hröð hasarmynd um bankarán og gíslatöku. Dalton Russell er fluggáfaður og yfirvegaður glæpamaður sem ætlar að fremja hið fullkomna rán. Hann brýst ásamt fjórum sam- starfsmönnum sínum inn í fjár- málafyrirtækið Manhattan Trust og tekur alla viðstadda í gíslingu. Lögreglan telur sig eiga í höggi við „hefðbundna“ gíslatöku og kallar til samningamennina Keith Frazier og Bill Mitchell til að greiða úr flækjunni. Lögreglufor- inginn John Darius vonast til að allt fari vel að lokum enda fylgjast fjölmiðlar með hverri hreyfingu og almenningur hefur mikinn áhuga á hvernig lögreglunni tekst til. Þrýstingur frá yfirvöldum í New York er einnig mikill enda væri það mikill álitshnekkir fyrir borgina ef allt færi á versta veg. Russell virðist hins vegar hafa séð fyrir hverja hreyfingu lög- reglunnar og hefur fullkomna stjórn á aðstæðunum. Þrátt fyrir síendurteknar tilraunir Fraziers gefur ræninginn ekkert eftir og yfirvöld efast um hæfni samn- ingamannsins til að leysa málið. Frazier grunar fljótlega að ekki sé um venjulegt rán að ræða og kenn- ing hans fær byr undir báða vængi þegar öryggisfulltrúinn Madeline White mætir á svæðið og óskar eftir einkafundi með ræningjan- um. Auðkýfingurinn Arthur Case sýnir málinu einnig mikinn áhuga enda er viðkvæmt leyndarmál hans geymt í öryggishólfi á stofn- uninni. Frazier verður því ljóst að það eru önnur og valdameiri öfl sem stjórna samningaviðræðun- um og hann hefur lítið sem ekkert um málið að segja. Spike Lee og Brian Grazer hafa lengi ætlað að vinna saman. Þeir hittust fyrst á óskarsverðlaunahá- tíðinni árið 1990 þegar Lee var til- nefndur fyrir handritið að kvik- myndinni Do the Right Thing en Grazer hafði hlotið sömu tilnefn- ingu fimm árum áður. Þrátt fyrir mikinn vinskap þá gafst þeim ekki tækifæri til að láta drauminn ræt- ast fyrr en fimmtán árum síðar. Grazer er meðal fremstu fram- leiðanda í kvikmyndaborginni en sest einnig stundum í leikstjóra- stólinn með góðum árangri. Hann hafði nýverið fest kaup á handriti eftir nýgræðinginn Russell Gewirtz og leitaði að hentugum leikstjóra fyrir myndina. „Þegar við hittumst sagði ég við Lee að þrátt fyrir nokkra misheppnaðar tilraunir þá tækist okkur þetta núna,“ svaraði Grazer, spurður hvort hann hefði ekki verið hrædd- ur um að þeim myndi ekki takast að stilla saman strengi sína. Margir aðdáendur leikstjórans Spike Lee ráku upp stór augu þegar fréttist af næsta verkefni hans. Hasarmynd, hvergi neinar tilvísanir í fátæklegan raunveru- leika svartra. Það eina sem benti til þess að myndin væri eftir Spike Lee var að hún gerðist í New York. Þetta hliðarspor Lees er þó af mörgum talið ákaflega velheppn- að. Hann lagði traust sitt á sinn gamla félaga Denzel Washington sem var ekki lengi að svara kall- inu enda á Lee stóran hluta í vel- gengni Washingtons. Sannkallað stórskotalið er í öðrum hlutverkum og nægir þar að nefna Jodie Foster og Clive Owen en í öðrum hlutverkum eru þeir Christopher Plummer og Will- em Dafoe. Fullkomið rán í New York FRAZIER OG RUSSELL Gíslatakan í fjármálafyrirtækinu Manhattan Trust er ekki öll sem hún sýnist enda virðast peningar ekki vera aðalatriðið. Sáli og sjúklingurinn Scary Movie-myndirnar hafa notið fádæma vinsælda meðal kvik- myndahúsagesta enda hefur rætið grín að öðrum kvikmyndum alltaf verið vinsælt á hvíta tjaldinu. Kvikmyndir á borð við Saw og War of the Worlds eru skotmarkið að þessu sinni í fjórðu myndinni auk þess sem þjóðþekktar persón- ur á borð við Dr. Phil og körfu- knattleikskappann Shaq fá á bauk- inn. Cindy Campbell flytur í gamalt hús úti á landi í von um að ná að slappa af eftir síðustu mynd. Tom er að sjálfsögðu með í för en þegar mikið óveður skellur á kemur í ljós að ekki er allt með felldu. Látinn drengur býr í húsinu og Tri-Pod geimverur hafa ráðist á jörðina. Þessari vitleysu er síðan blandað saman við tilvísanir úr hinum og þessum kvikmyndum. Meðal þeirra sem koma við sögu má nefna Car- men Elektra auk þess sem Anna Faris fer með hlutverk Cindy. Vitleysan heldur áfram SHAQ OG DR. PHIL Er haldið föstum í kjallara sem minnir óneitanlega á umhverfi hryllingsmyndarinnar Saw. Leikhæfileikarnir eru kannski ekki þeir mestu í Holly- wood og sumir fá jafnvel hroll þegar nafn leikarans er á leikaralistanum. Leslie Nielsen er engu að síður konung- ur skopmyndanna og hefur gert grín að annarri fram- leiðslu í nærri þrjá áratugi. Nielsen kemur frá Kanada líkt og margir af fremstu gamanleikurum kvikmyndaborgarinnar. Faðir hans var ákaflega strangur og neyddist leikarinn til að ljúga um starf sitt á yngri árum til þess að komast hjá refsingu. Ferillinn hófst fyrst í sjónvarpi þar sem Nielson brá sér í allra kvikinda líki og kom hann meðal annars fram þátt- unum The Untouchables sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Milli þess að birtast á skjá Bandaríkjamanna tók Nielsen að sér hlutverk í kvikmyndum sem fáir kann- ast við. Þær voru flestar í alvarlegum dúr en þegar Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker báðu hann um að taka að sér hlutverkið í gamanmyndinni Airplane lét Nielsen slag standa. Hlutverk hans sem Dr. Rumack var upphafið að leið hans til konungdóms í svokölluðum „spoof“-myndum. Nielsen skemmti sér það vel við gerð myndarinnar að hann tók að sér hlutverk í sjónvarpsþáttunum Police Squad sem síðar urðu að kvikmyndunum um Frank Drebin í Naked Gun-myndunum þremur. Persónur Nielsens eru yfirleitt ákaflega traustar en um leið naut- heimskar og hafa einstakt lag á því að leysa málin með fáranlegum tilburðum. Dellukóngurinn frá Kanada LESLIE NIELSEN Hefur kitlað hláturtaugar kvikmynda- húsagesta í fjölda dellumynda undanfarna þrjá áratugi. Harry, you’re gonna have to move back to New Jersey because you’ve slept with everybody in New York and I don’t see that turning Helen into a faint memory for you. Besides, I will make love to somebody when it is making love. Not the way you do it like you’re out for revenge or something. Sally Albright hefur lífið sitt alveg á hreinu og reynir að sanna fyrir Harry Burns að hún sé ekki lengur í ástarsorg í kvikmyndinni When Harry Met Sally. STREEP OG THURMAN Líf sálfræðingsins Metzger flækist til muna þegar sjúklingurinn Gardet byrjar með syni hennar. Nýjasta kvikmynd Michael Douglas, The Sentinel, fær ekki góða dóma hjá fyrrverandi leyni- þjónustumanninum Tim McCarthy en sá bjargaði lífi Ronalds Reagan þegar reynt var að drepa hann árið 1981. „Dóttir mín sá myndina og fékk sting fyrir hjartað. Hún segir að þetta sé augljóslega ég,“ sagði Tim við veftímaritið PageSix.com en í myndinni bjargar persóna Douglas einnig lífi forsetans og heldur auk þess við forsetafrúna. Handritshöfundurinn George Nolfi vísar þessum ásökunum algjörlega bug og segir myndina skáldskap að mestum hluta. Ekki sáttur MICHAEL DOUGLAS Nýjasta kvikmynd hans, The Sentinel, fær ekki góða dóma hjá leyniþjónustumanninum fyrrverandi, Tim McCarthy. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES > Ekki missa af... Arrested Development á DVD. Það er glapræði að láta þessa frábæru gamanþætti fram hjá sér fara. Feyki- lega vel skrifað grín sem kostulegir leikarar koma frá sér í fyndnustu grínþáttum síðustu ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.