Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 84
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR48 Tónlistarhátíðin Vorblót hefst í kvöld á skemmtistaðnum Nasa og stendur til sunnudags. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin, en ætlunin er að hún verði fastur viðburður í tónlistarlífi höfuð- borgarinnar. Hún ber nafnið Rite of Spring á alþjóðlegum vettvangi, en bæði blaðamenn og almennir hátíðargestir eru væntanlegir erlendis frá. Meðal annars koma hingað blaðamenn frá tímaritunum Mojo og Songlines og breska ríkis- útvarpinu, BBC. Á hátíðinni ægir saman ýmsum tónlistarstefnum og straumum eins og djassi, fönk, salsa, blús og heimstónlist. Þar koma fram tónlistarmenn frá ýmsum heims- hornum, Salsa Celtica frá Edin- borg, bossanova listamaðurinn Ife Tolentino frá Brasilíu og Mezzoforte ásamt fleirum. Hið virta plötumerki Soul Jazz Records mætir á Vorblótið með klúbbinn sinn 100% Dynamite sem framreiðir fönkaða reggí-, dub- og ska-tónlist. Petter úr reggísveitinni Hjálmum kynnir til leiks nýtt sóló- verkefni, en hann er þessa dagana að ljúka við sína fyrstu breiðskífu sem hlotið hefur nafnið Easily Tricked. Flís og Bogomil Font bjóða einnig upp á nýjungar á Vorblótinu í formi nýs samstarfsverkefnis sem þeir eru að sjóða saman og byggist á calypso-tónlist frá Trinidad og Tobago og klúrum íslenskum textum og fréttaskýringum. KK verður jafnframt á blúsnótunum á Vorblótinu með hljómsveit sinni Blue Truck. Sígaunabandið frá Serbíu og Svartfjallalandi, Kal, mun spila á laugardagskvöld ásamt stórsveit Nix Noltes. „Við hlökkum mikið til. Þetta er mjög framandi staður fyrir okkur því við höfum aldrei komið til Íslands og vitum ekkert um landið. Þess vegna erum við mjög spenntir fyrir því að koma þangað og spila,“ segir Dragan Risitc úr Kal, sem er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir. Kal var stofnuð árið 2000 en byrjaði ekki að spila opinberlega fyrr en þremur árum síðar. Eina plata sveitarinnar til þessa, sem er samnefnd henni, hefur fengið mjög góðar viðtökur síðan hún kom út fyrr á þessu ári. Fór hún meðal annars beint í annað sæti á heim- stónlistarlista Evrópu. Dragan seg- ist að sjálfsögðu vera hæstánægður með árangurinn. „Ég er mjög hissa og ánægður. Loksins eftir 33 ár er ég orðinn fyrstur í einhverju,“ segir hann. Miðasala á hátíðina fer fram í verslunum Skífunnar og BT og á midi.is. Einnig verða seldir miðar á tónleikadag á NASA. Miðaverð er 2.900 kr, auk 225 kr. miðagjalds, á hverja tónleika. Einnig verður hægt að kaupa miða sem gilda á alla hátíðina sem kostar 5.900 kr, auk 400 kr. miðagjalds. � ���������������� ������� ����� ��������� � �� �������� �������� � �� �� �� �� �� � �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� ��� ��� � �� �� �� �� �� ���������������������������� ������� ��������������������������������������������������� Birgitta Haukdal talar og syngur fyrir Rauðhettu í teiknimyndinni Hoodwinked sem verður frum- sýnd um land allt bæði með íslensku og ensku tali á föstudag- inn. Hoodwinked er ekki hefðbundin Rauðhettusaga heldur fjallar hún á nýstárlegan hátt um það hvernig ævintýrið er krufið í sakamála- stíl. Auk Birgittu syngja í myndinni Selma Björnsdóttir, sem talar fyrir ömmuna, Magni Ásgeirsson, Örn Árnason og Kristinn Sigurpáll Sturluson. Birgitta segist hlakka mikið til að sjá myndina í bíó með frænkum sínum. „Þessi mynd kom mér mikið á óvart. Hún er jafnmikið fyrir fullorðna og fyrir krakkana og minnir svolítið á Shrek. Það var virkilega gaman að fá leika Rauð- hettu og þarna fékk ég líka tæki- færi til að leika venjulega stelpu,“ segir Birgitta. Birgitta hefur verið að lesa inn fyrir Glómögnuðu í Ríkis- sjónvarpinu og er því ekki ókunn lestri inn á teiknimyndir. Hún hefur aftur á móti aldrei leikið og sungið í teiknimynd í fullri lengd og vonast til að gera meira af því í framtíðinni. Hljómsveitin Írafár hefur verið í hléi frá áramótum á meðan hljómborðsleikarinn Andri hefur verið í námi. Ekki hefur verið ákveðið hvort sveitin komi aftur saman í sumar en Birgitta hefur engu að síður nóg að gera. „Ég hef verið að syngja með Stuð- mönnum og verð með þeim á Broadway um næstu helgi. Þetta er rosalega ólík tónlist og Írafár spilar og böllin eru líka ólík eins og félagsskapurinn. En það er gaman að prófa eitthvað nýtt og Stuðmenn eru yndislegir,“ segir Birgitta sem spilaði fyrst með þeim á balli í Danmörku á dögunum. Talar fyrir Rauð- hettu í teiknimynd BIRGITTA HAUKDAL Söngkonan geðþekka talar og syngur fyrir Rauðhettu í teikni- myndinni Hoodwinked. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Vorblót að hefjastDAGSKRÁ VORBLÓTS Fimmtudagurinn 27. apríl 20.00 - Húsið opnar 21.00 - Ife Tolentino og Mezzoforte 00.00 - Áætluð dagskrárlok Föstudagurinn 28. apríl 20.00 - Húsið opnar 21.00 - Petter Winnberg og Flís & Bogomil Font 00.00 - Soul Jazz Records: 100% Dynamite 04.00 - Áætluð dagskrárlok Laugardagurinn 29. apríl 20.00 - Húsið opnar 21.00 - Stórsveit Nix Noltes og KAL 00.00 - Áætluð dagskrárlok Sunnudagurinn 30. apríl 20.00 - Húsið opnar 21.00 - KK og Blue Truck og Salsa Celtica 00.00 - Áætluð dagskrárlok KAL Sígaunahljómsveitin Kal spilar á laugardagskvöld á Nasa ásamt Stórsveit Nix Noltes. „Barnlaus helgi í sumarbústað með humar á grillinu og hvítvínsglas í hendi er hugmynd mín um fullkomna helgi,“ segir Auðunn Helgason þegar hann er spurður um uppskrift að fullkominni helgi. Auðunn stendur í stórframkvæmdum þessa dagana en hann er nýfluttur í ný húsakynni í Hafnarfirðinum en þau hjónin keyptu nýverið 300 fermetra einbýlishús með stórum garði í Norðurbænum. „Við höfum verið að gera upp húsið síðustu mánuði sem hefur verið gífurleg vinna en húsið er nokkuð gamalt og innréttingarnar voru hálfhallærislegar. Við sáum að mestu leyti um framkvæmdirnar sjálf, lögðum parketið og máluðum en hvað stærri mál varðar fengum við til þess gerða iðnaðarmenn“. Þegar Auðunn er spurður um plön helgarinnar kvaðst hann hafa lýst því yfir við konu sína að garðyrkjustörf yrðu verkefni þessarar helgar. „Garðurinn er í algerri órækt enda hefur honum ekki verið sinnt í fjölda ára. Við ætlum að fá til okkar garðyrkjusérfræðing sem sér um að hreinsa garðinn, höggva nokkur ofvaxin tré og leggja nokkur beð kannski. Þar fyrir utan leggjum við fjölskyldan eflaust leið okkar til Hveragerðis, það er ef veðurguðirnir gæla við okkur, og skellum okkur í sund í gömlu lauginni á staðnum.“ Það er algjör snilld, heldur Auðunn áfram og brosir út í kampinn. En eru grænar hendur og svaml í laugum hugmyndin að fullkominni helgi í huga Auðuns? „Nei, ekki get ég nú alveg sagt það þótt margt sé auðvitað verra. Ætli sveitasælan með konuna mína mér við hlið heilli ekki mest, humar á grillinu og hvítvín og kampavín.“ FULLKOMIN HELGI: AUÐUNN HELGASON KNATTSPYRNUMAÐUR Barnlaus í sumarbústað með humar á grillinu AUÐUNN HELGASON Ætlar að nota helgina í garðyrkjustörf enda segir hann að fyrir löngu sé kominn tími til að taka til hendinni þar. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.