Fréttablaðið - 10.05.2006, Page 18
10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Fj
öl
di
Refurinn var eina landspendýrið sem hafði
búsetu hér á landi fyrir landnám og hefur verið
hluti af íslenskri náttúru í meira en 10 þúsund
ár en talið er að hann hafi komið hingað til
lands með hafís.
Hvernig hefur íslenski ref-
urinn lifað af við íslenskar
aðstæður svo lengi?
Íslenski refurinn telst
til tegundar er nefnist
heimskautarefur eða
fjallarefur. Ekkert dýr
hefur þéttari feld en
heimskautarefurinn
en því hefur verið
haldið fram að
hann þoli allt í
70 gráðu frost í stilltu veðri. Stofnstærð íslenska
stofnsins er talin vera um það bil þrjú til fjögur
þúsund dýr. Aðlögunarhæfni refsins felst meðal
annars í því hversu gott þol gagnvart
köldu veðri hann hefur. Auk þess
er refurinn afar klókur og snjall og
tekst oftar en ekki að komast yfir
þá fæðu sem hann hefur hug á að
komast yfir.
Hvernig gengur að halda refnum
í skefjum?
Aðalóvinur refsins hér á landi er
maðurinn. Veiðar á ref eru stund-
aðar allt árið um kring vegna þess
hversu miklum skaða refurinn getur
valdið með veiðum sínum og fæðu-
öflun. Sérstaklega hefur maðurinn
reynt lengi að halda aftur af refnum þegar
hann gerir vart við sig í æðarvarpi en lengi
hefur refurinn valdið þar miklum skaða.
Refurinn hefur það gott á Íslandi. Hér er
næga fæðu fyrir hann að hafa, til dæmis fuglar,
egg, fjörudýr, hrognkelsi og og ber. Eftir land-
nám lifði refurinn mikið á músum, hænsnum,
sauðfé og jafnvel hreindýrum.
Afkvæmi refa
Afkvæmi refa kallast yrðlingar og vega að með-
altali um 70 grömm við got. Eftir 15 til 20 daga
fara þeir að opna augun en fyrstu þrjár vikurn-
ar nærast þeir eingöngu á móðurmjólkinni.
Foreldrar yrðlingsins fara svo að færa honum
kjöt eftir þrjár vikur en eftir fjóra mánuði er
yrðlingurinn orðinn sjálfbjarga og tilbúinn til
þess að takast á við lífið í íslenskri náttúru.
FBL-GREINING: ÍSLENSKI REFURINN
Refurinn lifir góðu lífi á Íslandi
14.900
TRAMPÓLÍN 3,65 M
ÓDÝRT FYRIR ALLA!
VERÐLEIÐRÉTTING
Tilkynning um verðleiðréttingu
vegna prentvillu í bæklingi Europris
sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Rétt verð er kr. 14.900.
Bush Bandaríkjaforseti læt-
ur sem vind um eyrun þjóta
þótt nokkrir flokksbræður
hans séu afar óánægðir með
valið á næsta yfirmanni
leyniþjónustunnar CIA.
Búast má við harkalegum
deilum um tilnefninguna á
næstu vikum.
Fái George W. Bush Bandaríkja-
forseti vilja sínum framgengt
verður Michael Hayden, herfor-
ingi í bandaríska flughernum og
yfirmaður bandaríska Þjóðarör-
yggisráðsins, næsti yfirmaður
leyniþjónustunnar CIA. Hann
tekur við af Porter Goss, sem
óvænt sagði af sér á föstudaginn
eftir að hafa gegnt starfinu í innan
við tvö ár.
Tilnefningin hefur þegar vakið
gagnrýni, ekki aðeins frá andstæð-
ingum forsetans heldur einnig frá
samherjum hans í Repúblikana-
flokknum. Það sem einna helst
virðist fara fyrir brjóstið á þeim
er að foringi í bandaríska flugher-
num verði yfirmaður leyniþjón-
ustunnar, sem er borgaraleg stofn-
un. Hayden yrði þó engan veginn
fyrsti herforinginn sem valinn er
til að stjórna CIA því frá því leyni-
þjónustan var stofnuð árið 1947
hafa sex herforingjar verið yfir-
menn hennar.
Núna stendur hins vegar þannig
á að margir bandarískir þing-
menn, bæði repúblikanar og demó-
kratar, hafa töluverðar áhyggjur
af áhrifum varnarmálaráðherrans
Donalds H. Rumsfeld. Hreppi
Hayden embættið þá verða her-
foringjar orðnir yfirmenn allra
helstu leyniþjónustustofnana
Bandaríkjanna, en þær eru býsna
margar þó CIA sé kannski einna
mest áberandi af þeim.
Ber ábyrgð á hlerunum
Valið á Hayden hefur einnig verið
gagnrýnt vegna þess að hann
tengist leynilegum hlerunum,
sem stundaðar hafa verið síðustu
árin á vegum Þjóðaröryggisráðs
Bandaríkjanna. Hayden hefur
verið yfirmaður Þjóðaröryggis-
ráðsins frá árinu 1999 og ber því
höfuðábyrgð á framkvæmd og
skipulagningu þessara hlerana,
sem urðu tilefni til harðra orða-
skipta í bandarískum stjórnmál-
um og fjölmiðlum í vetur eftir að
dagblaðið Washington Post
greindi fyrst frá þeim.
Skömmu eftir árásirnar 11.
september gaf Bush forseti Þjóð-
aröryggisráðinu heimild til þess
að hlera bandaríska þegna án
þess að fá til þess dómsúrskurð,
svo framarlega sem þeir eru
grunaðir um að skipuleggja
hryðjuverk. Þetta telja margir,
þar á meðal háttsettir repúblikan-
ar á Bandaríkjaþingi, í senn vera
lögbrot og mannréttindabrot.
Þótt Bush hafi tilnefnt Hayden
í embættið á hann enn eftir að fá
staðfestingu þingsins, og áður en
þingið gefur grænt ljós þarf hann
að mæta fyrir þingnefnd þar sem
hann verður spurður út í feril
sinn. Þær yfirheyrslur verða
mörgum kærkomið tilefni til þess
að endurvekja gagnrýni á hleran-
irnar.
Skyndileg afsögn Goss
Hin skyndilega afsögn Porters
Goss á föstudaginn hefur einnig
orðið tilefni til vangaveltna.
Goss tók við yfirmannsstarf-
inu árið 2004 af George Tenet,
sem hafði sagt af sér í kjölfar
harðrar gagnrýni á leyniþjónust-
una. Sú gagnrýni snerist meðal
annars um það að starfsmönnum
CIA hefði ekki tekist að afla nógu
áreiðanlegra upplýsinga til þess
að koma í veg fyrir hryðjuverkin
11. september árið 2001. Einnig
hafði stofnunin verið gagnrýnd
harkalega fyrir að veita banda-
rískum stjórnvöldum býsna vafa-
samar upplýsingar til þess að
auðvelda þeim að réttlætta árás-
ina á Írak fyrir umheiminum.
Goss átti heldur betur að taka
til hendinni, bæta bæði starf
leyniþjónustunnar inn á við og
ímynd hennar út á við.
Tengsl við mútumál
Ýmsir vilja telja að afsögnin teng-
ist rannsókn á öðrum háttsettum
yfirmanni CIA, Kyle Foggo, sem
hefur verið framkvæmdastjóri
leyniþjónustunnar. Bandaríska
alríkislögreglan FBI hefur kann-
að hvort vináttutengsl Foggos við
kaupsýslumann í San Diego,
Brent Wilkes að nafni, hafi orðið
til þess að Foggo hafi tengst mútu-
greiðslum til þingmanns Rep-
úblikanaflokksins, Randys Cunn-
ingham.
Cunningham afplánar nú fang-
elsisdóm fyrir að hafa þegið stór-
fé frá verktökum í staðinn fyrir
að tryggja þeim verkefni hjá rík-
inu. Wilkes er talinn hafa útvegað
Cunningham vændiskonur, glæsi-
bifreiðar og hótelherbergi, þar
sem meðal annars var efnt til
pókerkvölda.
Foggo tengist málinu þannig,
að hann sótti sum þessara spila-
kvölda, en segist eingöngu hafa
gert það til þess að spila póker,
sem hann hefur óskaplega gaman
af.
Ekki er vitað hvort Goss teng-
ist þessu á nokkurn hátt, en ósvar-
að er þeirri spurningu hvort hann
hafi vitað af vináttu Foggs við
Wilkes, sem þá sætti rannsókn í
tengslum við mútugreiðslurnar
til Cunninghams.
Í það minnsta sagði Foggo af
sér embætti framkvæmdastjóra
CIA núna í beinu framhaldi af
afsögn Goss, yfirmanns síns, en
reyndar mun það hafa tíðkast að
nýr yfirmaður CIA velji sér jafn-
an nýjan framkvæmdastjóra.
Bush hunsar andstöðu
BUSH HLÝÐIR Á HAYDEN Á mánudaginn var skýrt frá því að Bsh vildi fá Michael Hayden í
staðinn fyrir Goss. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
TEKUR Í HÖNDINA Á BUSH Í KVEÐJUSKYNI Porter Goss og George W. Bush boðuðu í skyndi til blaðamannafundar í Hvíta húsinu á föstu-
daginn til þess að skýra frá afsögn Goss.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ein vinsæl-
asta íþrótt
landsmanna
er golfíþróttin
en fjöldi þeirra
sem hana
stundar hefur
farið hratt vax-
andi hin síðari
ár. Þeir fylgjast
eðlilega vel
með ástandi
golfvalla og
geta nú að sögn Harðar Þorsteins-
sonar, framkvæmdastjóra Golfsam-
bands Íslands, farið að dusta rykið
af kylfum sínum og pokum.
Hvernig koma vellirnir undan
vetri? Í heild má segja að þeir
séu betri en á sama tíma síðasta
ár sem var þó gott. Nokkrir vellir
hafa opnað nú þegar þó spilað sé
á vetrargrínum á þeim flestum.
Verst er ástandið fyrir norðan þar
sem miklar rigningar hafa sett strik í
reikninginn en segja má að í næstu
eða þarnæstu viku ætti golfsumarið
að byrja fyrir alvöru hjá flestum
landsmönnum.
Veldur aukinn fjöldi áhugasamra
vandamálum? Stærstu klúbbarnir
hafa leyst það mál nokkuð vel.
Auðvitað þarf að fjölga völlum
hér á suðvesturhorninu en það er
langtímamarkmið. Í millitíðinni hafa
stóru klúbbarnir gert samninga við
jaðarvelli, eða þá sem eru eilítið
lengra í burtu, um að félagsmenn
þeirra spili þar án endurgjalds og
það hefur borið ávöxt.
Eru líkur á áframhaldandi fjölg-
un spilara? Félagafjöldi jókst um
tíu prósent á síðasta ári og áfram
verður einhver fjölgun. Sérstaklega
í ljósi þess að aðstaðan í Básum
hefur eflaust orðið til þess að fleiri
hafa fengið bakteríuna. Klúbbarnir
geta tekið eitthvað á sig en að mínu
viti leitar fólk í ríkara mæli á þá velli
sem lengra eru í burtu frá borginni.
SPURT & SVARAÐ
ÁSTAND GOLFVALLA
HÖRÐUR ÞORSTEINS-
SON, framkvæmda-
stjóri GSÍ
Betri en í
fyrra
BAKSVIÐ
GUÐSTEINN BJARNASON
gudsteinn@frettabladid.is
Svona erum við
> Fjöldi geita á Íslandi
41
6
36
1
41
1
2000
2002
2004
Heimild Hagstofa Íslands