Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 23

Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2006 Samkvæmt lögum um olíugjald mun lítri af díselolíu hækka að óbreyttu um 5 krónur 1. júlí næst- komandi. Samtök verslunar og þjón- ustu hafa óskað eftir því við fjár- málaráðherra að þessari hækkun verði frestað. Í bréfi samtakanna til ráðherr- ans er bent á að hækkun á olíuverði að undanförnu hafi meðal annars leitt til stórversnandi afkomu flutn- ingafyrirtækja. Verði ný lög ekki sett fyrir þinglok sem koma í veg fyrir þessa hækkun, muni það hafa veruleg áhrif á verðlag og flutn- ingskostnað og leiða þannig beint og óbeint til aukinnar verðbólgu. Frá því ný lög um olíugjald og þungaskatt tóku gildi þann 1. júlí 2005 hefur verð á díselolíu hækkað hratt. Fyrir stóran flutningabíl hefur samanlagður kostnaður við þungaskatt og olíu fyrir hvern ekinn kílómetra hækkað um 10 prósent á þessu tímabili. Svipað gildir fyrir aðra notendur díselbifreiða. Þessar breytingar ásamt þróun launa og lækkun á gengi íslensku krónunnar hafa breytt rekstrarumhverfi land- flutninga mjög til hins verra. (Af www.billinn.is) Hækkun verði frestað Afkoma flutningsfyrirtækja hefur stórversnað undanfarið. Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á það við fjármálaráðherra að fresta hækkun á olíugjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ICE-númer hjálpa sjúkra- flutningamönnum og öðrum þeim sem koma til aðstoðar þegar slys ber að garði að ná sambandi við nánustu ættingja. Eftir að hafa æ ofan í æ lent í vandræðum með að finna símanúmer nánustu aðstandenda þeirra sem lent höfðu í slysum eða skyndilegum veikindum fékk breskur sjúkraflutn- ingamaður þá hugmynd að gott væri að fólk setti síma- númer einhvers sinna nán- ustu í símaskrá GSM-sím- ans undir nafninu ICE en það er skammstöfun fyrir „In Case of Emergency“. Sjúkraflutn- ingamaðurinn kom þessari hug- mynd strax á framfæri og nú breiðist hún út um heiminn með örskotshraða og er á góðri leið með að verða almenningseign. Talsmaður sænsku neyðarlínunnar sagði í viðtali við Auto Motor & Sport í Svíþjóð að hug- myndin væri frábær enda getur það skipt sköpum að samband náist sem fyrst við nán- ustu aðstandendur. www.fib.is ICE-númer til bjargar ICE-númer í farsímanum skiptir sköpum ef menn lenda í slysum. Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.