Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 34
MARKAÐURINN 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext hefur staðfest að hún eigi í samruna- viðræðum við eigendur þýsku kauphallarinnar Deutsche Börse AG. Viðræðurnar eru skammt á veg komnar, að sögn Euronext. Stjórnir kauphallanna áttu í samrunaviðræðum á síðasta ári en þær runnu út í sandinn þegar Reto Francioni, forstjóri Deutsche Börse, gerði það að skilyrði að höfuðstöðvar Euronext í París, sem hefur útibú í Brussel í Belgíu, Lissabon í Portúgal og Amsterdam í Hollandi, yrðu fluttar til Frankfurt í Þýskalandi. Þessi krafa er ekki uppi á borðinu í viðræðunum sem nú standa yfir, að sögn fréttavefs breska ríkisútvarpsins, BBC. Samrunatilraunir kauphalla eiga sér stað í fleiri löndum, en Nasdaq hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum greindi frá því í síðustu viku að hann hefði aukið hlut sinn í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) úr fimmtán prósent- um í 18,7. Nasdaq keypti fimmtán prósent í LSE fyrir 447,7 milljónir punda, jafnvirði 61,2 milljarða íslenskra króna, fyrr á árinu og gerði í kjölfarið yfirtökutilboð í markaðinn upp á 9,50 pund á hlut. Meirihluti hluthafa í LSE hafnaði því í mars síðast- liðnum og í kjölfarið dró Nasdaq tilboðið til baka. Markaðurinn hélt áfram kaupum í LSE og varði í síðustu viku jafnvirði 16,2 milljarða íslenskra króna til að auka hlut sinn í bresku kauphöllinni í 18,7 prósent. Fjármálastofnanir víða um heim hafa lengi haft augastað á LSE en ástralski bankinn Macquarie gerði yfirtökutilboð í kauphöllina í febrúar síðast- liðnum. Meirihluti hluthafa LSE samþykkti það hins vegar ekki. Þá mun Euronext einnig hafa haft áhuga á yfirtöku í LSE. Gengi hlutabréfa í LSE hækkaði gríðarlega á síðasta ári vegna aukins áhuga erlendra markaða á kauphöllinni og hækkaði það úr 458,25 pensum í 12,47 pund á hlut. Eftir aukningu Nasdaq í síðustu viku hækkaði gengi LSE um þrjú prósent og stóð það í 12,59 pundum við vikulokin. Að sögn BBC horfa kauphallir til þess að með samruna takist þeim að lækka ýmsan aukakostnað í viðskiptum með hlutabréf. Samruni kaup- halla í vændum? Möguleiki er á að kauphallir í Evrópu og Bandaríkjunum sameinist í nánustu framtíð. DEUTSCHE BÖRSE OG EURONEXT Stjórnir kauphallanna eiga í samrunaviðræðum og gæti svo farið að þær renni saman í eina. Þá hefur Nasdaq aukið hlut sinn í LSE. Stjórn bandaríska útgáfuris- ans Hollinger International, sem gefur út fjölda dagblaða í Bandaríkjunum, vill breyta nafni fyrirtækisins og heita fram- vegis Sun-Times Media Group Inc. Kosið verður um breyting- una á árlegum hluthafafundi útgáfufyrirtækisins í New York í Bandaríkjunum 13. júní næst- komandi. Nokkuð hefur hallað undan fæti hjá Hollinger International síðustu misserin en það hefur selt dagblöð í Kanada, Bretlandi og Ísrael undan fyrirtækjahatti sínum. Með breytingunni horfa stjórnendur fyrirtækisins til þess að hreinsa slyðruorðið sem fylgt hefur fyrirtækinu eftir að Conrad Black, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður þess, var ákærður ásamt þremur fyrr- verandi framkvæmdastjórum fyrirtækisins fyrir fjársvik og misnotkun á fríðindum. Eru svikin talin nema 2,1 milljarði Bandaríkjadala. Þeir hafa allir lýst yfir sakleysi í málinu. - jab Útgáfufélag vill nýtt nafn CONRAD BLACK, FYRRUM FORSTJÓRI HOLLINGER INTERNATIONAL Fyrirtækið vill breyta um nafn til að hreinsa slyðru- orðið af því eftir að Black var kærður fyrir fjársvik og misnotkun fríðinda. Danskir húsgagnaframleiðendur eru uggandi um hag sinn vegna áætlana nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) sem vilja láta setja takmarkanir á inn- flutning á húsgögnum frá Kína til sambandsins. Telja þeir að innflutningshömlur geti hamlað framleiðslu þeirra þar sem þeir fá smáhluti til húsgagnafram- leiðslu sinnar að langstærstum hluta frá Kína. Þvert á vonir danskra hús- gagnaframleiðenda hafa starfs- bræður þeirra í Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu farið fram á að dregið verði úr innflutn- ingi Kínverja á húsgögnum og munum til ESB, sem jókst um helming á síðasta ári. Keld Korsager, formaður samtaka danskra húsgagnafram- leiðenda, segir að danskir hús- gagnaframleiðendur reiði sig að miklu leyti á innflutning frá Kína og hafi verið undir það búnir að hann myndi aukast. Muni aðgerðir kollega þeirra í öðrum aðildarríkjum ESB því koma harðast niður á dönskum húsgagnaframleiðendum, að hans mati. - jab KÍNVERSKUR VERKAMAÐUR Nokkur aðildarríki Evrópusambandsins krefjast þess að hömlur verði settar á innflutning kínverskra húsgagna til ESB-landa. Danir uggandi Hafa áhyggjur af innflutningshömlum. Bill Gates, stofnandi og stjórnar- formaður bandaríska hugbúnað- arrisans Microsoft, segir að hann vildi óska þess að hann væri ekki ríkasti maður í heimi. „Ég vildi að ég væri ekki sá ríkasti því það skilur ekkert eftir sig,“ sagði hann í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNBC og bætti við að honum líkaði ekki öll athyglin sem hann fengi vegna ríkidæmisins. Þá sagðist Gates hafa lært mest um viðskipti af landa sínum, auð- kýfingnum Warren Buffett, sem um áraraðir hefur verið ofarlega á lista yfir ríkustu menn í heimi. Sér í lagi hafi hann lært að vera heiðarlegur. „Hann hefur ferska og einfalda sýn á hlutina og þess vegna set ég hann ofarlega á lista,“ sagði Bill Gates. - jab BILL GATES Stjórnarformaður Microsoft hefur um árabil verið á meðal ríkustu manna í heimi. Vill ekki ríkidæmi L A U N A H Æ S T U F O R S T J Ó R A R S T Ó R F Y R I R T Æ K J A Nafn Fyrirtæki Laun 2005* Ray Irani Occidental Petroleum 4.630 Lee Raymond Exxon Mobil 3.520 Lew Frankfort Coach 3.319 Terry Semel Yahoo 3.154 Bruce Karatz KB Home 3.110 * Laun, bónusar og áunnir kaupréttir árið 2005 Verðmæti olíufyrirtækja hefur rokið upp úr öllu valdi og njóta forstjórar félaganna góðs af því. Fimm forstjórar olíu- og orkufyrirtækja eru í hópi sex- tán launahæstu forstjóra þeirra 492 bandarísku félaga sem eru yfir þrír milljarðar dala að markaðsvirði. Þetta kemur fram í athug- un Graefs Crystal, dálkahöfundar hjá Bloomberg News. Efst á listanum situr Ray Irani, forstjóri Occidental Petroleum Corporation, sem fékk 64 milljónir dala (4,6 milljarða króna) á síðasta ári auk bónusa og kauprétta á árinu, en næstur er Lee Raymond, fyrrver- andi forstjóri Exxon Mobil, stærsta olíufyrirtækis heims, með 49 milljónir dala. Laun forstjóra þessara fyrir- tækja hækkuðu að meðaltali um 9,9 prósent á milli áranna 2004 og 2005, sem er töluvert meiri launahækkun en hjá hinum venjulega launamanni. Crystal bendir þó á að verulega hafi dregið úr launaskriði for- stjóra. Meðallaun for- stjóra í hópi þessara verðmætu fyrirtækja voru sex milljónir dala á síðasta ári, 430 milljónir króna. Rannsókn Crystals sýndi einnig að fyrir- tækin 492 skiluðu að jafnaði þrettán pró- sentum betri ávöxtun árið 2005 en S&P 500 vísitalan. - eþa RAY IRANI, LAUNA- HÆSTI FORSTJÓRINN Olíuforstjórar eru ofar- lega á lista yfir launa- hæstu forstjóra. Irani leiðir lista ofurforstjóranna Ríkissjónvarpið hefur sýningar á tólf þátta seríu um ævintýri Tonys Soprano og vandamanna hans 28. september næstkom- andi. Þeir sem vart geta haldið vatni af spenningi geta slegið á eftirvæntinguna með því að spila tölvuleik um fjölskyld- una, sem væntanlegur er í verslanir í sumar. Sýningar á þáttunum hófust í Bandaríkjunum í mars. Bandaríski tölvu- leikjaframleiðandinn THQ vinnur að hönn- un leiks eftir þáttunum til að slá á óþreyju aðdáenda. Leikarar þáttanna ljá persónum leiksins raddir sínar, sem verður fyrir PlayStation 2 leikjatölv- ur frá Sony og Xbox 360 frá Microsoft. Í leiknum getur viðkomandi sett sig í spor nokkurra persóna þáttanna og verður að hafa sig allan við að berja á öðrum mafíufjölskyld- um, verja yfirráðasvæði sitt og græða fúlgur fjár til að eygja von um að klífa valdastigann. - jab JAMES GANDOLFINI Í hlut- verki Tonys Soprano. Í skóm Sopranos
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.