Fréttablaðið - 10.05.2006, Page 36
MARKAÐURINN 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR8
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Breska sjónvarpsstöðin Sky
ætlar að hefja útsendingar með
háskerputækni (HDTV) 22. maí
næstkomandi. Frumsýningar-
myndin verður lokamyndin í
Stjörnustríðsbálkinum, Return of
the Sith. Bæði mynd og hljóð
mynda sem sendar eru út með
HDTV-tækni eru sögð mun betri
en nú þekkist og því ættu sjón-
varpsáhorfendur að geta notið
Stjörnustríðsmyndarinnar til
hins ýtrasta. Sjónvörp áhorfenda
þurfa hins vegar að styðja tækn-
ina auk þess sem sérstök mót-
tökubox þarf til að ná útsending-
unum. Bretar hafa sýnt þessari
nýju tækni mikinn áhuga en
40.000 manns hafa þegar skráð
sig fyrir móttökutækjunum.
Hægt verður að nálgast tækin
sama dag og útsendingar hefjast,
að sögn breska ríkisútvarpsins.
Sjónvarpsstöðin Sky er ekki
sú eina sem sendir út efni með
þessum nýju gæðum en þjón-
ustuveitan Telewest býður við-
skiptavinum sínum einnig sjón-
varpsefni á HDTV-gæðum í
áskrift á kapalkerfi sínu. - jab
Boltinn með HDTV-tækni
Fastlega er búist við að árið 2010
verði búið að selja 286 milljónir
ferðaspilara sem geyma tónlist
á Mp3-formi, samkvæmt upplýs-
ingum bandaríska mark-
aðsrannsóknafyrirtækis-
ins In-Stat. Þetta er tæp
tvöföldun á fjögurra ára
tímabili. Aukið framboð á
stafrænni tónlist og lægra
verð spilaranna eru helstu
ástæður aukningarinnar.
Í nýlegri skýrslu fyrir-
tækisins kemur fram að
iPod-spilarinn frá Apple
er með mesta markaðshlutdeild.
Hún nemur 49 prósentum og býst
In-Stat við að Apple haldi mark-
aðshlutdeild sinni næstu fjögur
árin, sér í lagi í Bandaríkjunum.
Apple mun hins vegar eiga í
harðri samkeppni við önnur
fyrirtæki sem hafa lækkað
verð á spilurunum mikið
og bjóða þá á allt að 25
dollara, jafnvirði tæplega
1.900 íslenskra króna. - jab
Ferðaspilurum fjölgar
IPOD-SPILARI FRÁ APPLE
Bandarískt markaðsrannsóknafyrir-
tæki býst við að sala á spilurunum muni
tæplega tvöfaldast á næstu fjórum árum.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Tveir vísindamenn frá Bandaríkjunum og Ástralíu
segjast vissir um að felubúnaður, sem fram til
þessa hefur einungis verið til í skáldskap og not-
aður til að fela geimskip á braut um ormagöng og
stjörnuþokur í sjónvarpsþáttunum Star Trek, geti
orðið að veruleika í framtíðinni.
Vísindamennirnir hafa gert grein fyrir hug-
myndum sínum í nýjasta tölublaði breska vís-
indatímaritsins Proceedings of the Royal Society
en þeir telja sig hafa lagt grunninn að því að láta
hluti sýnast sem þeir hverfi með svipuðum hætti
og gerist í Star Trek.
Mennirnir heita Nicolae Nicorovici og Graeme
Milton og eru báðir stærðfræðingar. Samkvæmt
kenningu þeirra er nóg að setja hluti nálægt svo-
kallaðri ofurlinsu en afbrigðilegt endurvarp ljóss
verður til þess að svo virðist sem hlutirnir hverfi.
Það er hins vegar ofsögum sagt að huliðshjálmur-
inn sé til í raun og veru því félagarnir hafa fram
til þessa einungis getað látið sýnast sem rykagnir
hverfi og sett fram fræðilegar kenningar um
það hvernig hægt sé að láta stærri hluti hverfa
sjónum fólks. Vísindamennirnir segja að slíkt sé
einungis hægt með notkun nýrra efna sem láti ljós
haga sér á einkennilegan hátt.
Fréttavefur breska ríkisútvarpsins hefur eftir
vísindamönnunum að verði ráðist í smíði raun-
verulegs felubúnaðar á borð við þann sem fram
til þessa hefur einungis sést í Star Trek verði það
krefjandi verkefni.
Ryk virðist hverfa
Vísindamenn telja sig geta gert skáldskap að veruleika
og látið hluti hverfa fyrir sjónum fólks.
GEIMSKIP ÚR STAR TREK Vísindamenn hafa lagt grunninn að
felubúnaði líkt og notaður er í sjónvarpsþáttunum.
Hátæknifyrirtækið Sony hefur
frestað útgáfu fyrstu kvikmynd-
anna sem koma út á blágeisla-
diskum (Blu-ray diskum). Átta
kvikmyndir áttu að koma út 23.
maí næstkomandi og sjö til við-
bótar 13. júní. Útgáfa fyrstu disk-
anna hefur nú verið frestað til 20.
júní en ekkert hefur verið gefið
upp hvenær hinir diskarnir koma
út. Þá hefur einn nýr diskur bæst
í hópinn.
Ákvörðunin ætti varla að koma
tækni- og kvikmyndaáhugafólki
illa því bæði Samsung og Sony
hafa fært útgáfudag Blu-ray
spilara aftur til 25. júní, fimm
dögum eftir útgáfu fyrstu kvik-
myndanna.
Fyrstu kvikmyndirnar á Blu-
ray formi, sem koma út 20. júní
næstkomandi, eru af mörgum
toga. Eru það myndirnar 50
First Dates, The Fifth Element,
Hitch, House of Flying Daggers,
A Knight’s Tale, The Last Waltz,
Resident Evil Apocalypse og
XXX. Níunda kvikmyndin er
Underworld: Evolution en hún
var í flokki þeirra mynda sem
áttu að koma síðar út.
Samkeppnisaðilar Sony, með
Toshiba í fararbroddi, settu fyrstu
HD DVD spilarana á markað í
Japan í mars og í Bandaríkjunum
í síðasta mánuði. - jab
Blágeisli
í sumar
BLU-RAY DISKAR OG SPILARAR FRÁ
SONY Sony hefur seinkað útgáfu kvik-
mynda á Blu-ray diskum fram í júní.
Vagnhöfða 8
(sama gata og Bílabúð Benna)www.slattuvel.is
25% afsláttur
Verð kr. 29.900.-
Verð áður kr. 34.900.-
Rafmagns vélsög
Verð 7.900.-
Bensín vélsög
Verð kr. 14.900.-
18 Hö Briggs & Stratton
Besta verðið í bænum kr. 249.000.-
Fylgir grassafnari
Bestu verðin í bænum Vorti
lboð
12” án blaðs, verð 74.900.-
14” án blaðs, verð 76.900.-
Steinsagir
fyrir atvinnumenn
ótrúlegt verð
NÝTT
Briggs & Stratton orf
4 gengis (þarf ekki að blanda
olíu við bensín - minni hávaði)
Verð nú 26.900.-
Verð áður 37.900.-
Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir sláttuvélar og reiðhjól
Opið 10 -14 laugardaga
15% afsláttur af annarri vöru í verslun (nema sláttutraktorum)
4,75 Hö án drifs
með safnara
Verð nú kr. 29.900.-
Verð áður kr. 34.900.-
Flymo loftpúðavél
25% afsláttur
Verð frá 14.990.-
Á TILBOÐI
Nokkur eintök eftir af gamla verðinu4 Hö án drifs
með safnara
Verð nú kr. 27.900.-
Verð áður kr. 34.900.-