Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN
Fjármálaeftirlitið kann við fyrstu sýn að
virðast þunglamaleg stofnun, leynd hvílir
yfir starfseminni og rík trúnaðarskylda við
fyrirtækin sem stofnunin hefur eftirlit með.
Innandyra er hins vegar unnið að framþró-
un í lifandi umhverfi alþjóðafjármála þar
sem hægt þarf að vera að bregðast hratt við
breytingum. Stofnunin vinnur markvisst að
því að bæta starfsemi sína með innleiðingu
nýrra mælikvarða á árangur og með því að
nýta sér nýjustu tækni í rafrænum skilum á
þúsundum skýrslueintaka sem eftirlitsskyld
fyrirtæki þurfa að koma til hennar á ári
hverju. Stofnunin kallar líka til sín stjórn-
endur fjármálaþjónustufyrirtækja í sérstakt
hæfismat, en hingað til hefur enginn fengið
falleinkunn.
„Ég held að fyrirkomulagið sem við höfum
valið okkur varðandi eftirlit með fjármála-
þjónustu sé mjög gott,“ segir Jónas Fr.
Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
en heyrst hafa þær raddir að ef til
vill færi betur að sameina starfsemi
stofnunarinnar og Seðlabankans.
„Þessi grunngerð hefur átt sinn
þátt í því að hér hefur á skömmum
tíma byggst upp alþjóðleg fjár-
málastarfsemi og vert að athuga
að ekki er langt síðan fjármála-
starfsemi hér var einvörðungu inn-
anlands. Núna er hún bæði þróuð
og alþjóðleg. Þá er þetta sama
fyrirkomulag og löndin í kringum
okkur hafa valið og íslensku útrás-
arfyrirtækin starfa í,“ segir hann og
kveðst hafa fundið fyrir sátt og skiln-
ingi á því að búa þurfi vel að starfsemi
Fjármálaeftirlitsins, bæði fjár-
hagslega og varðandi
valdheimildir.
„Þetta eru
líka for-
sendur þess að hér verði komið á alþjóðlegri
fjármálamiðstöð líkt og stjórnvöld stefna að.“
Hann segir viðbúið að aukið umfang eftirlits-
skyldrar starfsemi kalli á aukningu í fjár-
heimildum á næsta ári líkt og veittar voru í
fyrra. „Eignir bankannna uxu til dæmis um
áttatíu prósent árið 2005 og eftirlitsstofnanir
vaxa eðli máls samkvæmt aðeins á eftir.“
ÁHERSLAN Á FRAMKVÆMDINA
„Fjármálaeftirlitið höfum við til að tryggja
öryggi og stöðugleika í rekstri fyrirtækja
í fjármálaþjónustu, svo sem fjármálafyrir-
tækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða.
Við skoðum hvernig einstök fyrirtæki standa
og reynum líka að tryggja öryggi viðskipta-
manna og jafnræði fjárfesta á innlenda mark-
aðnum,“ segir Jónas og bendir á
að með þessari starfsemi
sé komin forsenda
þeirrar miklu útrás-
ar sem íslensk
fyrirtæki hafi
staðið í allra
síðustu ár.
„ F y r i r -
tækin sem
hér eru með
starfsleyfi ,
svo sem bank-
ar og trygg-
ingafélög, geta
byggt á því til
að koma á starf-
semi í öðrum
ríkjum Evrópu.
Þetta tengir
okkur náttúrlega
við erlend eftir-
lit og hefur á
síðasta
eina og hálfa ári gert starfsemina mjög alþjóð-
lega,” segir hann og vísar til aukinnar sam-
vinnu við erlend eftirlit þar sem íslensku fyr-
irtækin starfa. Þá á Fjármálaeftirlitið einnig
í samstarfi á Evrópuvettvangi með sambæri-
legum eftirlitsstofnunum. „Meðal annars eru
skýr skilaboð frá Evrópusambandinu um að
þunginn verði minni á reglusmíðinni en meiri
á framkvæmd reglnanna og eftirlitið. Mikil
áhersla er lögð á að það sé samræmt, en það
gerist ekki nema með mikilli samvinnu á milli
ríkjanna, þau skiptist á skoðunum og upplýs-
ingum um mál sem í gangi eru.“ Jónas segir
fyrstu stóru skrefin í útrásinni hafa verið
tekin um mitt ár 2004 þegar Kaupþing keypti
FIH banka í Danmörku og þegar Íslandsbanki
keypti í Noregi undir lok sama árs.
„Árið 2005 er svo stóra útrásarárið þar
sem verið er að kaupa Singer og Friedlander
og fleiri fjármálafyrirtæki. Við leggjum því
síaukna áherslu á alþjóðavæðingu, bæði með
þátttöku í Evrópunefndum og í samstarfinu
við erlendu eftirlitin, og horfum meðal ann-
ars til framkvæmdar erlendis þegar við túlk-
um reglur hér.“ Þá hefur stofnunin tekið þátt
í úttektum erlendra eftirlita á dótturfélögum
íslensku fyrirtækjanna og eins heimsótt þau
sjálf og kallað eftir upplýsingum. „Það er
þá gert í samstarfi við eftirlitin úti, en þótt
dótturfélögin heyri undir eftirlitið í viðkom-
andi landi er samstæðan eftir sem áður undir
okkar eftirliti.“
STÖK GAGNRÝNISRÖDD
Jónas segir að ekki megi gleymast að eftirlit
eitt og sér tryggi ekki að hlutir sem ekki eigi
að gerast gerist ekki. „Ábyrgðin á skynsam-
legum rekstri er fyrst og síðast hjá stjórn-
endum sem fyrirtækin reka. Eftirlitið veit-
ir hins vegar aðhald og setur starfseminni
ákveðinn ramma og til þess líta meðal annars
alþjóðlegu matsfyrirtækin þegar þau koma
og gefa bönkunum sitt lánshæfismat.“ Hann
segir þá aðila sem hingað hafi komið og
metið Fjármálaeftirlitið, matsfyrirtækin
og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hafa gefið
því góða einkunn.
„Svo er kannski rétt að hafa
líka í huga að alla jafna er ekki
mikið verið að hrósa eftirlits-
aðilum. Þeirra árangur er
oft ekki sýnilegur þó að
hann geti skipt verulegu
máli.“ Í síðasta mán-
uði kom út skýrsla
frá greiningar-
deild breska
b a n k a n s
JÓNAS FR. JÓNSSON Jónas, sem
er forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir
að hjá stofnuninni séu í gangi
verkefni sem bæta eigi starfsem-
ina. Unnið er að stefnumiðuðu
árangursmati og innan tveggja
ára eiga rafræn skil að vera
komin í þann farveg að
miklu fljótlegra verði
að vinna úr gögn-
um.
Markaðurinn/GVA
10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR12
Ú T T E K T
Með nútímavæðingu og skilvirkni að leiðarljósi
Fjármálaeftirlitið hefur að markmiði að tryggja öryggi og stöðugleika í rekstri einstakra fjármálaþjónustufyrirtækja. Í kjölfar útrásar íslenskra fjármálafyrirtækja hefur erlent samstarf stór-
aukist, unnið er að innleiðingu samhæfðs árangursmats og verið er að koma upp nýju úrvinnslukerfi fyrir rafræn skil á gögnum. Óli Kristján Ármannsson hitti Jónas Fr. Jónsson að máli.
Síðan ég kom
höfum við verið
að klára þessa
stefnumótun og
markmiðasetn-
ingu, en í henni
höfum við sett
niður megin-
stefnu okkar,
að stuðla hér
að traustri fjár-
málastarfsemi
og síðan fram-
tíðarsýnina um
að hafa jákvæð
áhrif á þróun
markaðarins. Við
skilgreinum svo
sextán markmið
í mismunandi
víddum og setj-
um einn til tvo
mælikvarða fyrir
hvert markmið.
Viðskiptabankar og sparisjóðir
Glitnir banki
Kaupþing banki
Landsbanki Íslands
Sparisjóðabanki Íslands
nb.is-sparisjóður
Sparisjóður Bolungarvíkur
Sparisjóður Hafnarfjarðar
Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis
Sparisjóður Húnaþings og Stranda
Sparisjóður Höfðhverfinga
Sparisjóður Kaupþings
Sparisjóður Kópavogs
Sparisjóður Mýrasýslu
Sparisjóður Norðfjarðar
Sparisjóður Norðlendinga
Sparisjóður Ólafsfjarðar
Sparisjóður Ólafsvíkur
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis
Sparisjóður Siglufjarðar
Sparisjóður Skagafjarðar
Sparisjóður Strandamanna
Sparisjóður Suður-Þingeyinga
Sparisjóður Svarfdæla
Sparisjóður Vestfirðinga
Sparisjóður Vestmannaeyja
Sparisjóður vélstjóra
Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis
Sparisjóðurinn í Keflavík
Lánafyrirtæki
Byggðastofnun
Frjálsi fjárfestingarbankinn
Greiðslumiðlun hf. - VISA Ísland
Kreditkort hf.- EUROPAY Ísland
Lánasjóður sveitarfélaga
Lýsing
MP Fjárfestingarbanki
Sjóvá fjármögnun
SP-Fjármögnun
Straumur - Burðarás fjárfestingarbanki
VBS fjárfestingarbanki
Innlánsdeildir samvinnufélaga
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Kaupfélag Skagfirðinga
Verðbréfafyrirtæki og -miðlanir
Arion verðbréfavarsla
A.R.E.V.
Íslensk verðbréf
Jöklar - Verðbréf
NordVest Verðbréf
SPRON Verðbréf
Verðbréfaþjónusta Sparisjóðanna
Virðing
H.F. Verðbréf
Íslenskir fjárfestar
Vaxta verðbréfamiðlun
Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Landsvaki
Rekstrarfélag ÍSB
Rekstrarfélag Kaupþings banka
Rekstrarfélag Sparisjóðsins
Rekstrarfélag SPRON
Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV
Kauphallir og verðbréfamiðstöðvar
Kauphöll Íslands
Verðbréfaskráning Íslands
Lífeyrissjóðir
Almenni Lífeyrissjóðurinn
Eftirl.sjóður F.Í.A.
Eftirl.sjóður Reykjanesbæjar
Eftirl.sjóður Sláturfélags Suðurlands
Eftirl.sjóður starfsm. Hafnarfjarðar
Eftirl.sjóður starfsm. Íslandsbanka
Eftirl.sjóður starfsm. Olíuverslunar Ísl.
Eftirl.sjóður starfsm. Útvegsbanka Ísl.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn
Gildi - Lífeyrissjóður
Íslenski lífeyrissjóðurinn
Lífeyrissj. Akraneskaupstaðar
Lífeyrissj. Austurlands
Lífeyrissj. bankamanna
Lífeyrissj. Bolungarvíkur
Lífeyrissj. bænda
Lífeyrissj. Flugvirkjafélags Ísl.
Lífeyrissj. Hf. Eimskipafélags Íslands
Lífeyrissj. hjúkrunarfræðinga
Lífeyrissj. Mjólkursamsölunnar
Lífeyrissj. Neskaupstaðar
Lífeyrissj. Norðurlands
Lífeyrissj. Rangæinga
Lífeyrissj. starfsm. Akureyrarbæjar
Lífeyrissj. starfsm. Áburðarverksmiðjunnar
Lífeyrissj. starfsm. Búnaðarbanka Íslands
Lífeyrissj. starfsm. Húsavíkurkaupstaðar
Lífeyrissj. starfsm. Kópavogsbæjar
Lífeyrissj. starfsm. Reykjavíkurapóteks
Lífeyrissj. starfsm. Reykjavíkurborgar
Lífeyrissj. starfsm. ríkisins
Lífeyrissj. starfsm. sveitarfélaga
Lífeyrissj. starfsm. Vestmannaeyjabæjar
Lífeyrissj. Suðurlands
Lífeyrissj. Tannlæknafélags Ísl.
Lífeyrissj. verkfræðinga
Lífeyrissj. verslunarmanna
Lífeyrissj. Vestfirðinga
Lífeyrissj. Vestmannaeyja
Lífeyrissj. Vesturlands
Lífeyrissj.inn Lífiðn
Lífeyrissj.inn Skjöldur
Sameinaði Lífeyrissjóðurinn
SamvinnuLífeyrissjóðurinn
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Vátryggingafélög
European Risk Insurance Company (ERIC)
Íslensk endurtrygging
KB líftryggingar
Líftryggingafélag Íslands
Líftryggingamiðstöðin
Sjóvá-Almennar líftryggingar
Sjóvá-Almennar tryggingar
Trygging hf.
Tryggingamiðstöðin
Vátryggingafélag Íslands
Viðlagatrygging Íslands
Vörður-Íslandstrygging
Vátryggingamiðlarar
Árni Reynisson
DDF Vátryggingamiðlun
Fjárfestingamiðlun Íslands
Nýja vátryggingaþjónustan
Olaf Forberg
Tryggingamiðlun Íslands
Tryggingamiðlun Reykjavíkur
Tryggingar og ráðgjöf
Aðrir eftirlitsskyldir
Íbúðalánasjóður
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta
Tryggingasjóður sparisjóða
M E Ð Þ E S S U M H E F U R F J Á R M Á L A E F T I R I L I T I Ð E F T I R L I T :