Fréttablaðið - 10.05.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 10.05.2006, Síða 61
MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2006 Þetta var seint á haustdögum 1972. Ég gáði í sparisjóðsbókina okkar, vildi vita hvort við ættum nú nóg fyrir draumaíbúðinni sem við ætl- uðum að kaupa, en hún kostaði 7,3 milljónir (gamlar krónur gkr.) og fékkst aðeins gegn staðgreiðslu. En æ, í bókinni voru aðeins tæpar 7 milljónir eftir margra ára sparn- að, alltaf vantaði herslumuninn á að við ættum nóg fyrir íbúðinni. Samt voru vextirnir í bókinni 7 prósent á ári. Jæja, best að bíða og vona að verðið yrði svipað næsta ár og þá væri innstæðan í bókinni komin upp í 7,4 milljónir sem gæti dugað. 1. janúar 1973 voru gkr. 7.413.150 í bókinni, en þá kostaði íbúðin 8,2 milljónir. Við höfðum ekki getað lagt neitt inn í bókina síðan sumarið 1972. Í byrjun árs 1974 voru gkr. 8.030.912 í sparisjóðsbókinni enda höfðu vextir hækkað vorið 1973 úr 7% í 9%. Okkur til skelfingar upp- götvuðum við að íbúðin kostaði nú 11,3 milljónir. Hvernig gat þetta verið? Var verðbólgan orðin svona mikil? Jú, hún var reyndar 32,37% árið 1973. Innstæðan í bókinni, gkr. 8.030.912 jafngilti því gkr. 6.067.018 á verðlagi 1. janúar 1973. Við höfð- um á einu ári tapað gkr. 1.346.132 á verðlagi 1. janúar 1973. Hvorki var lagt inn né tekið út úr bókinni eftir sumarið 1972 fyrr en árið 1979, nema vextir sem bankinn bætti við árlega. Í útvarpinu var viðtal við Lúð- rík ráðherra. Fréttamaðurinn spurði Lúðrík hvort ekki þyrfti að hækka vexti því að verðbólgan væri miklu hærri en hæstu vextir. Lúðríkur ráðherra, sem stjórnaði landinu af mikilli visku samkvæmt óskeikulli tilfinningu sinni og skoð- anabræðra sinna sóvéskra, hugs- aði sig um andartak og svaraði: „Ég sé nú enga ástæðu til þess að láta vextina elta verðbólguna.“ Lúðríkur þurfti enga hagfræðinga til að stjórna efnahagsmálunum. 1. janúar 1975 voru gkr. 8.900.927 í bókinni, enda hafði Lúð- ríkur af rausn sinni hækkað árs- vextina úr 9% í 13% á árinu 1974 þegar verðbólgan var bara 53,72%. Innstæðan í bókinni, gkr. 8.900.927, jafngilti gkr. 4.374.368 á verðlagi 1. janúar 1973. Tap á tveim árum: gkr. 3.038.782 á verðlagi 1. janúar 1973. Og íbúðin? Hún kostaði nú 15,5 milljónir. 1. janúar 1976 var innstæðan gkr. 10.058.048. Verð- bólga 1975: 36,29%. Innstæðan í bókinni jafngilti gkr. 3.626.851 á verðlagi 1. janúar 1973. Tap: kr. 3.786.299 á verðlagi 1. janúar 1973. Meira en helmingurinn hafði tap- ast á þrem árum. 1. janúar 1977 voru gkr. 11.365.594 í bókinni. Verðbólga 1976: 34,52%. Jafngildi innstæðu: gkr. 3.046.641 á verðlagi 1. janúar 1973. Tap gkr. 4.366.509 á verðlagi 1. janúar 1973. Í byrjun árs 1978 voru gkr. 12.881.006 í bókinni. Verðbólga 1977: 37,24%. Innstæðan jafngilti gkr. 2.515.928 á verðlagi 1. janúar 1973. Tap: gkr. 4.897.222 á verðlagi 1. janúar 1973. 1. janúar 1979 var innstæðan gkr. 15.274.726. Verðbólga 1978: 38,03%. Innstæðan jafngilti gkr. 2.161.466 á verðlagi 1. janúar 1973. Þetta var það eina sem við áttum eftir af gkr. 7.413.150 sem við áttum í bókinni 1. janúar 1973 þótt við tækjum aldrei neitt út úr bók- inni fyrr en um vorið 1979. Á 6 árum hafði verið stolið af okkur gkr. 5.251.684 á verðlagi 1. janúar 1973. Þessi glötuðu verðmæti jafn- giltu gkr. 37.112.788 á verðlagi 1. janúar 1979, því að verðlag rúm- lega sjöfaldaðist á þessu sex ára tímabili eins og verðbólgutölurnar sýna. Á þessum sex árum og einnig á næstu tólf árum þar á undan var vaxtaprósenta útlánsvaxta oft með ákveðið hámark skv. lögum en þó langt undir verðbólgu. Vextir yfir löglega hámarkinu voru samt kall- aðir okurvextir og menn dæmdir fyrir slík lán. Verðtrygging var engin. Fólk tók lán hver sem betur gat bara til að hagnast. Vörur voru keyptar og seldar síðar með stór- gróða. Þeir sem voru í áhrifastöð- um reyndu auðvitað að auka verð- bólguna til að hagnast sem mest. Þeir höfðu líka greiðastan aðgang að bankalánum sem oft var erfitt að fá. Í júní 1979 var loksins tekin upp verðtrygging á Íslandi sem batt enda á þessa sér-íslensku spill- ingu sem sumir vilja nú fá aftur. Íbúðakaup okkar voru ekki lengur á dagskrá. Við keyptum bókaskáp og fáein húsgögn o.fl. fyrir það sparifé sem eftir var. Áðurnefnt tap okkar, gkr. 5.251.684 á verðlagi 1. janúar 1973 jafngildir nýkr. 21.181.411, rúmlega 21 millj- ón nýkróna á verðlagi í aprílbyrj- un 2006. Eitt íbúðarverð. Fyrir 60 þúsund fjölskyldur sem hefðu lent í svona hremmingum næmi verð- bólguþjófnaðurinn á sex árum nýkr. 1.270.884.660.000 = einni billjón 270 milljörðum 884 milljón- um og 660 þúsund nýkrónum á verðlagi í dag. Þetta teldist vænt- anlega mesti þjófnaður Íslands- sögunnar. Glataður var geymdur eyrir UMRÆÐAN LÁNAKJÖR CARL EIRÍKSSON Þriðja íslenska söguþingið verður haldið í Reykjavík dagana 18.-21. maí 2006. Söguþing var fyrst hald- ið árið 1997 og í annað sinn árið 2002. Er það einn helsti viðburður á vettvangi innlendrar sagnfræði. Þeir sem standa að Söguþinginu 2006 eru: Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sögufélag, Félag sögu- kennara og ReykjavíkurAkademí- an. Frá upphafi hefur það verið markmið þeirra sem að þinginu standa að gefa fræðimönnum tæki- færi til þess að kynna sínar nýj- ustu rannsóknir og leiða saman sagnfræðinga, og aðra áhugamenn um sögu, til þess að ræða það sem hæst ber í faginu. Dagskrá þings- ins verður í Öskju - náttúrufræði- húsi Háskóla Íslands, Hátíðarsal Háskóla Íslands og í húsi Íslenskr- ar erfðagreiningar við Sturlugötu. Að þessu sinni flytur Liz Stanley, prófessor við Háskólann í Edin- borg, minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar, en rannsóknir henn- ar standa á mótum félagsfræði, sagnfræði, bókmennta og heim- speki. Framlag innlendra sagnfræð- inga er mjög fjölbreytt og verða erindin bæði flutt í málstofum og í formi stakra fyrirlestra, auk þess sem pallborðsumræður fara fram um einstaka málefni. Nánari upp- lýsingar um fjölbreytileikann er að finna á heimasíðu þingsins, kistan. is/soguthing. Aðalstyrktaraðili þingsins, Landsbanki Íslands, býður almenn- ingi á fyrirlestra eftir hádegi sunnudaginn 21. maí. Enn hvílir nokkur leynd yfir þeim framsögu- mönnum sem þar munu stíga á svið en ljóst er að þar verða saman- komnir sex þjóðþekktir sagnfræð- ingar sem munu fjalla um umdeild og spennandi efni sem ættu að vekja áhuga allra þeirra sem láta sig íslenska sagnfræði í samtíman- um varða. Söguþing 2006 UMRÆÐAN SAGNFRÆÐI HILMA GUNNARSDÓTTIR SAGNFRÆÐINGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.