Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 62
 10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR22 Laugavegurinn er sú gata sem ég vil ganga á góðum sumardegi og njóta mannlífs, sólar og menningar. Við Laugaveginn dafnar fjölskrúð- ug list og menning, sambland mann- fólksins, skapandi verslanir hönn- unar og lista, kaffihús og veitingastaðir sem örva matar- lystina og ef við erum heppin yljar sólin okkur þar sem hún skín á milli húsanna. Laugavegurinn er líka sú gata sem ég kýs að ganga á vetrar- dögum, og ástæðan er sú sama. Það sem gerir Laugaveginn sér- stæðan og aðlaðandi er bæði útlit hans og andrúmsloft. Neðsti hluti Laugavegarins eins og hann er í dag gefur góða hugmynd um gamla bæinn og upphaf Laugavegarins í 19. aldar smábænum Reykjavík. Kristín Þorleifsdóttir landslags- arkitekt gerði litla viðhorfskönnun á meðal borgarbúa þar sem hún bað fólk að nefna tvo staði í miðborg Reykjavíkur sem hefðu jákvæð áhrif á þeirra líðan og aðra tvo sem hefðu neikvæð áhrif. Á meðal þeirra staða sem oftast voru nefnd- ir á meðal þeirra jákvæðu var neðri hluti Laugavegar á meðan efri hlut- inn lenti í flokki þeirra staða sem hvað oftast voru tengdir neikvæð- um áhrifum. Það sem skilur á milli efri og neðri hluta Laugavegar er að miklu leyti byggingarstíllinn, sem á neðri hlutanum auðgar mann- lífið og veitir hlýju, en nýrri og háreistari hús ofar á Laugarvegi varpa skugga, eru grá og svæðið allt mun kaldara. F-listinn leggur nú sem áður áherslu á verndun menningarsögu- legra minja og sérstaklega leggjum við áherslu á að varðveita eldri götumyndir svo sem við Laugaveg- inn. Við viljum stefna að viðhaldi, uppbyggingu eða endurgerð á svip- aðan hátt og gert hefur verið í Aðal- stræti til að viðhalda þeirri stemn- ingu sem gamli bærinn í menningar- og ferðamannaborg- inni Reykjavík hefur, en ekki fórna henni fyrir stóran steypuklump sem veitir skugga þar sem annars fengi að skína sól. Slíkt yrði síst til að auðga og auka lífið á Laugavegi. Verndun húsa við Laugaveg er ekki síður mikilvæg fyrir Reykja- vík sem ferðamannastað, en Lauga- vegurinn hefur aðdráttarafl fyrir ferðamenn vegna þessara gömlu húsa, því líkt og í öðrum borgum laðar gamli bærinn til sín fólk. Mörg húsanna á Laugavegi eru eld- gömul á íslenskan mælikvarða og sumir hafa sagt að þau séu ekki samstæð. En það er einmitt það sem gerir Laugaveginn að því sem hann er - lítil og stór hús, hvert og eitt með sínum sérkennum og sögu. Víða í Evrópu hefur verið farin sú leið að viðhalda eða endurbyggja fremstu húsaraðir eldri hverfa en leyft að byggja stærri og nýtísku- legri byggingar á bakvið. Þannig mætti bæta við íbúðar- og verslun- arhúsnæði og endurskipuleggja baklóðir við Laugaveg án þess að tapa sérkennunum. Gangi hugmyndir um niðurrif eftir glatast tækifæri til að skapa sögulegt umhverfi með mikið menningarlegt verðmæti og gott vistvænt umhverfi, með húsagerð sem tilheyrir séríslenskri og reyk- vískri menningar- og byggingar- sögu. Nítjándu aldar hús eru fágæt í Reykjavík og ávinningur af niður- rifi þeirra er mjög takmarkaður. Tækifærin að byggja upp fallega og lifandi borg eru í höndum yfir- valda í borginni. Þess vegna vill F- listinn leggja áherslu á verndun húsa og endurreisn í stað friðunar- stefnu og viðhalda þannig 19. aldar götumynd Laugavegarins. Höfundur skipar 5. sæti á F- lista til borgarstjórnarkosninga. Varðveitum götumynd Laugavegarins UMRÆÐAN LAUGAVEGURINN ANNA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐINGUR FRÁ LAUGAVEGI Greinarhöfundur segir neðsta hluta hans gefa góða hugmynd um gamla bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Miklar breytingar hafa átt sér stað í búferlaflutningum lands- manna á síðustu árum. Fjölgun er að verða mest í nágrannabyggðar- lögum Reykjavíkur og eru helstu vaxtarsprotarnir Reykjanesbær, Akranes og Árborg. Þessi þrjú svæði eiga nú í sam- keppni og hefur Árborg mikla möguleika ef rétt er á spilum hald- ið. Fólkið sem býr í Árborg gerir réttmæta kröfu um fullnægjandi þjónustu sem gefur öðrum sveit- arfélögum ekkert eftir. Þetta á við um leikskólana, en þar verður að vera nægt og fullnægjandi rými fyrir öll börn á leikskólaaldri. Þetta á við um grunnskólana og gæði þeirra. Þetta á við um rekstr- arumhverfi fyrirtækja, bæði álög- ur og framboð lóða. Þetta á við um skipulag sem tekur tillit til raun- verulegs vaxtar og fjölgunar. Og þetta á ekki síst við um álögur sem verða að vera sanngjarnar og sam- keppnishæfar við hin sveitarfé- lögin. Stærsti og umfangsmesti þátt- ur í rekstri sveitarfélaganna er rekstur grunnskólanna og leik- skólans. Í dag er í vaxandi mæli litið á þessi tvö skólastig sem eina heild og viljum við sem skipum D- listann í Árborg efla skólastarf með auknu sjálfstæði skóla og auka á samvinnu milli skólastiga. Þá viljum við huga sérstaklega að nemendum í efstu bekkjum svo tenging við framhaldsskóla sé sem best og brottfall sé sem minnst. Skólahúsnæði þarf alls staðar að vera í takt við kröfur nútímans og tryggja þarf eðlileg- an vöxt í byggðakjörnunum þrem- ur; Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Þá viljum við tryggja öllum börnum leikskólavist frá 18 mánaða aldri og miða framboð við þá fjölgun sem fyrirsjáanleg er. Málefni eldri borgara verða sífellt mikilvægari, enda er þjóðin að eldast. Óljós skil á milli sveitar- félaga og ríkisins hafa verið mikið til umræðu, auk þess sem óhófleg skattlagning á lífeyrisþega hefur verið í brennidepli. D-listinn í Árborg leggur áherslu á lausnir sem eru á valdi sveitarfélagsins og hvetur jafnframt til þess að mál eldri borgara færist til sveit- arfélagsins frá ríkinu. Við viljum tryggja mannsæmandi hjúkrunar- og dvalarrými í héraði. Enn frem- ur viljum við bæta heimaþjónustu eins og kostur er. Þá höfum við komið með nýmæli sem felst í afnámi fasteignaskatts á íbúðar- húsnæði 70 ára og eldri. Ýmis rök eru fyrir þessari ráðstöfun, enda er það mannúðlegt að styðja þá sem hafa heilsu til að vera sem lengst í eigin húsnæði. Þá er hag- kvæmt fyrir samfélagið að fólk fái að vera áfram í eigin húsnæði ef það hefur kost á því, auk þess sem það stuðlar að minni biðlist- um. Okkar útspil í málefnum eldri borgara hafa vakið athygli og er fagnaðarefni að nú hefur D-listinn í Garðabæ tekið þetta mál upp fyrir kosningarnar í vor. Við teljum að raunhæfar lausn- ir sem eru á færi sveitarfélagana séu það besta sem við getum lagt áherslu á, enda fæst lítið upp úr því að munnhöggvast við ríkið eða kenna öðrum um. Sveitarfélögin hafa skyldum að gegna gagnvart eldri borgurum og ýmis úrræði til að bæta hag þeirra ef viljinn er fyrir hendi. Höfundur skipar 1. sæti D-list- ans í Árborg. Sóknarfæri fyrir Árborg UMRÆÐAN SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR EYÞÓR ARNALDS FRAMBJÓÐANDI Í október 2002 var mér boðið að vera gestur sjónvarpsþáttarins Ísland í bítið á Stöð 2. Ég þáði boðið enda átti þarna að ræða um mál sem mér hefur verið hugleik- ið til fjölda ára. Verð á matvöru hér á landi. Sérstaklega átti að fjalla um álagningu í matvöru- verslunum Bónuss, Hagkaups og 10-11. Tveir stjórnendur morgun- sjónvarpsins spurðu mig m.a. út í innkaupafyrirtækið Aðföng og hver meðaltalsálagningin væri í verslunum okkar. Ég svaraði því til að hún væri frá 15 prósentum í Bónus og svo aðeins hærri eftir því sem þjónustustigið í verslun- um hækkaði. En viti menn. Þegar ég var búinn að lýsa þessu, eins og það var í raunveruleikanum, brugðu stjórnendurnir á það ráð að birta mér einhverja skýrslu frá manni í Bandaríkjunum. Hann hafði allt aðra sögu að segja en ég um álagn- ingu á matvöru. Hann hafði afhent stjórnendum þáttarins skýrslu með verði á um 500 matvöruteg- undum þar sem í ljós kom að álagningin í verslunum okkar væri á bilinu 42 til 78 prósent! Sér- staklega voru tínd til dæmi um óheyrilegt okur okkar á spagettí- sósu sem hefði allt að 87 prósenta álagningu og annað þaðan af verra! Ég benti á að þetta væri ekki satt enda hefur það komið í ljós nú síðast í lok síðasta árs í skýrslu norrænu samkeppniseftirlitanna. Þau staðfestu að álagning hér á landi væri sambærileg og lægri á við nágrannalöndin en ég hygg að meðaltalsálagning í verslunum okkar sé í kringum 20 prósent. Hins vegar kom fram í þeirri skýrslu að innflutningshindranir og óhagstætt skattaumhverfi eru helsta ástæðan fyrir hærra mat- vöruverði hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. En hver var maðurinn í Banda- ríkjunum sem lét þáttastjórnend- ur fá þessar upplýsingar? Og hverjir voru þáttastjórnendurn- ir? Kæmi það einhverjum á óvart ef ég nefndi nöfn Jóns Geralds Sullenberger, Jóhönnu Vilhjálms- dóttur og Þórhalls Gunnarsson- ar?? Um trúverðugleika Kastljóssins UMRÆÐAN BAUGSMÁLIÐ JÓHANNES JÓNSSON STOFNANDI BÓNUSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.