Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 70
10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR30
Hlíðar Esjunnar eru eitt vin-sælasta útivistarsvæði höfuðborgarinnar og á
góðviðrisdögum eru þar hundruð
göngumanna. Um helgina lagði
fjöldi fólks leið sína á fjallið enda
viðraði afar vel til gönguferða,
bæði á laugardag og sunnudag.
Ferðafélag Íslands hefur verið
duglegt við að laga aðstöðu fyrir
göngumenn á fjallinu bæði með
því að bæta göngustíga og merk-
ingar á leiðinni. Að sögn Páls Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
félagsins gengu um sjö þúsund
manns á Esjuna frá júní til sept-
ember í fyrra en sennilega eru það
um 10.000 manns sem ganga á
fjallið á hverju ári.
„Ástandið á stígunum yfir
höfuð er viðunandi en þó mætti
vissulega laga göngustíginn á
ákveðnum hluta leiðarinnar,“
segir Páll og bætir við að Ferðafé-
lagið hafi áhuga á því að koma upp
aðstöðu við bílaplanið þar sem
fólk getur gert teygjuæfingar að
gönguferð lokinni. Í fyrra stóð
Ferðafélagið fyrir Esjuhappdrætti
þar sem allir þeir sem skrifuðu
nafn sitt í gestabók félagsins við
útsýnisskífuna á Þverfellshorni
gátu átt von á veglegum göngu-
skóm í vinning. Happdrættið held-
ur áfram í sumar en þess má geta
að Ferðafélagið mun einnig standa
fyrir göngutúrum á Esjuna á
fimmtudagskvöldum frá og með
júní. - snæ
Esjan – alltaf jafn vinsæl
RUSL Á BÍLASTÆÐINU Það er skrítið hversu
fáa rusladalla er að finna við rætur Esjunn-
ar. Rusladallarnir, sem eru pínulitlir, eru
alltaf fullir og vellur ruslið úr þeim og fýkur
um svæðið.
GÖNGUFÓLK Á ESJUNNI Esjan er ein vin-
sælasta gönguleiðin í nágrenni Reykjavíkur
og ganga að jafnaði hundruð manna á
fjallið í hverri viku yfir sumartímann.
VINSÆL MEÐAL HUNDAEIGANDA Hundar
eru afar hrifnir af Esjunni og eru þeir ófáir
sem hafa klifið hana, m.a. þessi ungverski
vizla sem heitir Hugo.
FEÐGAR Á FERÐ Feðgarnir Auðunn Hálfdánarson og Hlynur Þór Auðunsson kvittuðu sam-
viskusamlega í gestabókina á toppnum en 140 manns höfðu þá skráð sig í bókina þann
daginn og fleiri voru á leiðinni upp.
GÓÐUR DAGUR Skotinn Struan Grant og þjóðverjinn Birgit Splitt, sem hafa verið búsett á Íslandi í nokkur ár, nutu sumarblíðunnar á toppi
Esjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SNÆFRÍÐUR
ÞYNNKUBANI Vinkonurnar Nanna María
Elvarsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir og
Jóhanna Kolbrún Sigurjónsdóttir æfa fót-
bolta saman. Þær segja að það sé gott að
skella sér á Esjuna daginn eftir tjútt.
Stökktu til
Rimini
17. eða 24. maí frá kr. 29.995
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til
Rimini í maí. Njóttu lífsins á þessum
vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu.
Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Verð kr. 29.995 í viku
Netverð á mann, m.v. hjón með 2
börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Verð kr. 39.990 í viku
Netverð á mann, m.v. 2 í
herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Aukavika kr. 10.000.
Síðustu sætin
rifka, Make-Up School,
Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi
Hafðu samband í síma 565-2300, sendu póst á:
skoli@rifka.is eða skráðu þig á www.rifka.is
Spennandi
förðunarnám
Skráning er hafin á sumar- og
haustnámskeið Förðunarskóla rifka.
L
jó
sm
. B
al
du
r K
ris
tjá
ns
so
n
Fö
rð
un
:M
ar
ía
S
ve
in
s
Fö
rð
un
:H
ei
ðd
ís
R
ós
R
ey
ni
sd
ót
tir
Fö
rð
un
:G
uð
la
ug
B
jö
rg
Þ
ór
ar
in
sd
ót
tir
Veldu nám við þitt hæfi:
• Tísku- og ljósmyndaförðun 6 eða 14 vikur
• Kvikmynda- og leikhúsförðun
• Úðaförðun/brúnkumeðferðir
• Kvöldnámskeið í dag- og kvöldförðun
Afar lifandi og áhugavert nám sem býður upp á mörg spennandi atvinnutækifæri.
Förðunarskóli rifka var áður þekktur undir nafninu Förðunarskóli NO NAME, hefur
nú starfað óslitið í 10 ár. Á þessum tíma hefur skólinn útskrifað yfir 1000 förðunar-
fræðinga sem margir eru starfandi við fagið og allan þennan tíma hefur skólinn
verið í fararbroddi í förðunarkennslu.
Tísku- og ljósmyndaförðun, 14 vikur.
Sumarnámskeið 15. maí 2006. Morguntímar eingöngu.
Haustnámskeið 11. september 2006. Morgun- og kvöldtímar.
Útlitsnámskeið fyrir 13-16 ára.
Á vefnum Silvianight.com er greint
frá því að formleg kvörtun hafi borist
Silvíu um að breyti hún ekki textanum
og sleppi því að nefna orðið fuck verði
henni vikið úr keppni. Á vefsíðunni er
hægt að lesa afrit af bréfinu.
Viðbrögð Silvíu eru á einn veg. Hún
svarar hástöfum: „Fucking say what I
fucking want,“ sem útleggst á íslensku,
segi bara það sem ég vil, skreytt með
dónalegum orðum.
Lögfræðingar Silvíu Nætur fara yfir
skjalið. Silvía er komin til landsins eftir
gríðarlega annasama ferð til Evrópu.
Hún heldur svo af stað til Aþenu á
morgun, fimmtudag. Þeir sem vilja
berja stjörnuna augum fyrir þann tíma
ættu að fylgjast með því hún gefur
eiginhandaráritanir í dag.
Á morgun hefjast æfingar í
Ólympíuhöllinni í Aþenu. Þá æfir fyrsti
hópurinn úr undankeppninni. Fyrsta
æfing Silvíu á sviðinu er á föstudaginn.
Þá verða hljóðprufur gerðar og fleira.
Keppendurnir týnast til Aþenu á
síðustu stundu. Strákabandið Cosmos
þarf svo sem ekki að flýta sér. Þeir eiga
sitt sæti í aðalkeppninni. Þeir sungu
opnunarlag á svona míni-heimsmeist-
aramóti í íshokký í borginni Riga í gær.
Cosmos flytur lag sem er eingöngu
sungið.
En að allt öðru. Eurovision-kepp-
andinn Steve Bender lést á sunnu-
daginn. Hann var 59 ára og lést úr
krabbameini. Steve kom fram með
hjómsveitinni Dschinghis Khan sem
keppti fyrir Þýskaland árið 1979 og
varð í fjórða sæti. Hann lætur eftir sig
konu og dóttur, samkvæmt síðunni
oikotimes.com.
Dóttir hans, Melanie, keppti fyrir
Þýskaland árið 1995 með stúlkna-
bandinu Mekado. Þær sungu lagið Wir
geben ‚ne Party.
EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA
Silvíu hótað brottrekstri úr keppninni