Fréttablaðið - 10.05.2006, Page 71
MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2006 31
Kvikmyndafyrirtækið Warner
Brothers ætlar að selja myndir og
sjónvarpsþætti sína á netinu og
mun fólk geta hlaðið þeim niður í
tölvur sínar.
Notuð verður sama tækni og fólk
hefur notað til að hlaða niður mynd-
um á ólöglegan hátt. Talsmenn
Warner segja að hægt verði að
kaupa myndirnar og þættina sama
dag og þeir koma út á DVD. Verðið
verður álíka hátt og á DVD-mynd.
Myndir í tölvuna
HARRY POTTER Hægt verður að kaupa kvikmyndir á borð við Harry Potter í gegnum Warner
Brothers á næstunni.
Sjónhverfingamanninum David
Blaine tókst ekki að bæta heims-
metið í því að halda niðri í sér
andanum í kafi.
Blaine var dreginn upp úr kúlu
fullri af vatni eftir að hafa haldið
niðri í sér andanum í sjö mínútur
og átta sekúndur en heimsmetið
er átta mínútur og 58 sekúndur. Á
sama tíma hafði Blaine náð að losa
hendur sínar sem höfðu verið
hlekkjaðar en átti í erfiðleikum
með að losa fætur sína.
Blaine hafði dvalið í kúlunni í
New York í heila viku og fékk
hann næringu og loft í gegnum
pípur. Fjöldi borgarbúa fylgdist
með honum alla vikuna, auk þess
sem milljónir fylgdust með björg-
un hans í sjónvarpi.
„Þetta var mjög erfið vika en
þið hjálpuðuð mér mikið með orku
ykkar og stuðningi. Takk kærlega
fyrir, sagði Blaine áður en hann
var fluttur á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar.
Læknar höfðu áhyggjur af
heilsu Blaines og töldu hættu á að
hann fengi heilaskemmdir og
taugaskaða. Hendur hans höfðu
bólgnað upp auk þess sem húðin
var tekin að flagna af.
Áður en Blaine hóf þrekraun
sína létti hann sig um 23 kíló til
þess að líkaminn gæti nýtt súrefn-
ið betur.
Blaine, sem er 33 ára Banda-
ríkjamaður, hefur staðið fyrir
hinum ýmsu uppátækjum. Hann
eyddi 61 klukkustund inni í
ísklumpi og var í 44 daga í gler-
kassa yfir ánni Thames í London.
Metið stendur enn
UPP ÚR VATNINU Sjónhverfingamaðurinn
þekkti dvaldi í eina viku inni í kúlu fullri af
vatni. MYND/AP
FRÉTTIR AF FÓLKI
Loksins hefur Britney Spears sett stopp á peningaúttekt eiginmanns
sins, Kevins Federline. Hefur hún fengið
nóg af glaumgosaferðum og partístandi
hans á hennar kostnað.
Þessari nýju reglu fékk
Federline að kynnast
þegar hann var að
plana helgarferð
til Las Vegas með
félögum sínum.
Þessi glaumgosi
er vanur að láta
frúna borga allar
sínar skemmti-
ferðir um heiminn en verður nú að
fara að punga úr eigin vasa. Spears á
samkvæmt blaðinu InTouch að hafa
ráðið manneskju til að fylgjast með
hennar heittelskaða á meðan hann er
að ferðast.
Leikkonan og fyrirsæt-an Denise Richards
hefur bannað foreldrum
fyrrverandi eiginmanns
síns, Charlies Sheen,
að hitta barnabörn
sín. Fyrrverandi
tengdaforeldrar
hennar eru ekki af
verri endanum en
það er leikarinn Mart-
in Sheen, sem bregð-
ur sér í hlutverk for-
seta Bandaríkjanna
í sjónvarpsþáttaröð-
inni West Wing, og kona
hans Janet. Samkvæmt
blaðinu New York Post
eru hjónin mjög svekkt
yfir því að fá ekki að hitta
barnabörn sín og vonast
til að Richards nái sáttum
við son þeirra sem fyrst.
Nicole Kidman viðurkenndi í blaðinu Ladies Home Journal að hún
elskaði ennþá fyrrverandi eigin-
mann sinn
Tom Cruise.
Hjónaband
þeirra stóð
yfir í tíu
ár en þau
skildu árið
2002 sem
kom mörgum
mjög á óvart.
„Tom er
mjög stór
stjarna en fyrir
mér var hann
bara Tom. Þetta
er yndislegur
maður sem var
mjög góður
við mig.
Ég elskaði
hann og geri
enn¿ sagði
Nicole. Tom Cruise
gengur upp að altarinu með
kærustu sinni Katie Holmes, en
þau eignuðust dótturina Suri fyrir ekki
margt löngu, en hann hafði áður verið
í tygjum við spænsku þokkadísina
Penelope Cruz.
��������������
�������
����������
����
����������������
��������������
������