Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 78
10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR38
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólaf-
ur Jóhannesson er staddur í Nor-
egi um þessar mundir þar sem
hann kynnir mynd sína Africa
United sem frumsýnd verður í
kvikmyndahúsum þar í landi á
föstudag. Kvikmyndin hlaut Eddu-
verðlaunin sem besta íslenska
heimildarmyndin á síðasta ári og
er framleidd af Poppoli kvik-
myndafélagi og Zik Zak. Blíðskap-
arveður hefur verið í höfuðborg
Noregs, Ósló, síðustu daga og
þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til
Ólafs var hann léttklæddur á rölti
í 25 stiga hita í Rauða hverfi borg-
arinnar. Ólafur hefur þó ekki bara
verið að sóla sig í borginni því fyr-
irtækið Fidalgo sem dreifir mynd-
inni í Noregi hefur verið duglegt
við að bóka hann í alls konar viðtöl
til að kynna myndina. Til að mynda
fór Ólafur í viðtal hjá God morgen
Norge á TV2 sem er Ísland í bítið
þeirra Norðmanna en það gekk
nokkuð brösulega
„Rétt áður en ég fór í loftið var
mér sagt að ég ætti að tala norsku
í viðtalinu. Ég tala hins vegar enga
norsku en reyndi eftir bestu getu.
Eftir tvær mínútur sáu þátta-
stjórnendurnir að þetta var ekki
alveg að ganga og skiptu yfir í
ensku,“ segir Ólafur og hlær að
því hversu duglegt dreifingarfyr-
irtækið úti hefur verið að ljúga
hann í viðtöl sem altalandi á
norsku. „Líklega er þetta ágætt í
kynningarskyni fyrir myndina að
Norðmenn geti vælt af hlátri yfir
þessum Íslendingi sem reynir að
stama fornmálinu upp úr sér. Ann-
ars verður spennandi að sjá hvað
Norðmönnunum finnst um mynd-
ina en það verður forsýning í kvöld
og fyrstu dómar birtast líklega í
hérlendum blöðum á fimmtudag,“
segir Ólafur sem þarf að vera
kominn heim til Íslands áður en af
frumsýningu verður þar sem það
er í nógu að snúast hjá kvikmynda-
fyrirtæki hans Poppoli. Í haust
verður kvikmyndin Act normal til-
búin til sýningar en hún segir frá
lífi búddamúnks. Síðustu tökur
standa svo yfir á The amazing
truth about queen Raquela og á
þeim að vera lokið fyrir mánaða-
mótin en sú mynd fjallar um fil-
ippínskan „ladyboy“ sem dreymir
um betra líf í París en endar í
frystihúsi á Íslandi. Í janúar hefj-
ast svo tökur á myndinni Við fót-
skör meistarans sem er leikin
kvikmynd en handritið er byggt á
bók eftir Þorvald Þorsteinsson.
Seinnipart næsta árs hefjast svo
tökur á mynd um hálfbróður Shar-
on Stone, Mike Stone, sem á litrík-
an feril að baki sem karatehetja og
lífvörður fræga fólksins en hefur
síðustu 20 árin búið í Asíu. - snæ
ÓLAFUR JÓHANNESSON: KYNNIR FÓTBOLTAKAPPA SÍNA Í ÓSLÓ
Neyddur til að tala
norsku í sjónvarpi
KOMINN TIL NOREGS Ólafur hengir upp norskt auglýsingaspjald með Africa United en myndin verður frumsýnd í Ósló á föstudaginn.
NÝR STÓR
HUMAR
GRILLPINNAR
SIGIN GRÁSLEPPA
Tilbreyting að vera í
fyrstu deild
„Ég fer á völlinn í sumar
eins og ég get. Það er
alltaf ákveðin tilbreyting
að vera í fyrstu deild,
maður þekkir það.
Maður getur skoðað
landið betur og fær að
sjá staði sem maður
hefði annars ekki farið
á eins og Ólafsvík.
Maður stendur með
sínum mönnum og fyrsti
leikurinn er úti á móti
Haukum, sem mér skilst
að verði gervigrasleikur.“
JÓN ÓLAFSSON
tónlistarmaður og stuðningsmaður Þróttar.
Með fimm stórutær
Nei, boltaíþróttir af þessu
tagi heilla mig ekki. Ég
get horft á úrslitaleiki en
aðdragandi og þekking á
leikmönnum og eitthvað
varðandi uppbyggingu
leiksins... þú getur alveg
eins talað við mig á
kínversku. Ég hef enga
þekkingu á þessari íþrótt
og gapi af undrun þegar
fólk tjáir sig um leikmenn
og þjálfara og allt það. Ég
er með fimm stórutær á
hvorum fæti.“
ÖRN ÁRNASON
leikari.
Horfir á KR og FH
Já, ég fer á alla heima-
leiki KR og líka á flesta
heimaleiki FH. Hann
tengdapabbi er fanat-
ískur FH-ingur og við
hittumst oft fyrir leiki og
fáum okkur bjór saman.
FH-ingar hafa spilað
skemmtilegasta boltann
undanfarin ár og svo er
umgjörðin líka orðin svo
góð.“
GÍSLI MARTEINN BALDURSSON
stjórnmálamaður.
ÞRÍR SPURÐIR ÍSLENSKI BOLTINN BYRJAR AÐ RÚLLA UM HELGINA
Ætlar þú á völlinn í sumar?
Leiksýningunni 100 ára hús eftir
Jón Atla Jónasson hefur verið boðið
að taka þátt í alþjóðlegu leiklistar-
hátíðinni „Midwinters Night´s
Dream“ sem borgarleikhúsið í Tall-
in í Eistlandi heldur 27.-30. desem-
ber annað hvert ár. Leikhópurinn
Frú Emilía frumsýndi verkið 30.
apríl síðastliðinn í gömlu hersjúkrat-
jaldi á ylströndinni í Nauthólsvík.
Sýningin hlaut mikið lof leiklistar-
gagnrýnenda og var útsendari frá
hátíðinni staddur hér á landi í síð-
ustu viku og óskaði eftir að sýningin
kæmi á hátíðina. Einnig var Vest-
urporti boðið að taka þátt í hátíðinni
og sýna Brim, en það verk er líka
eftir Jón Atla og hefur sú sýning
farið víða og var hún tilnefnd til
leiklistarverðlauna
Norðurlandaráðs.
Að því er höfundurinn segir er
hátíðin mjög virt og eru það aðal-
lega sýningar frá Eystrasaltslönd-
unum sem taka þátt og er þetta því
mikill heiður fyrir leikhópinn en
heimsfrægir leikhúsmenn á borð
við Frank Casdorf frá Þýskalandi,
Anatoly Vassilyev og Kamas Ginkas
frá Rússlandi hafa allir heiðrað
hátíðina með nærveru sinni. Það er
dýrt að ferðast með heila sýningu
milli landa og því eru Jón Atli og
hans fólk að athuga hvort þeim tak-
ist að útvega fjármagn til ferða-
rinnar en það er ekki enn komið í
ljós hvernig það mun ganga. Jón
Atli segir að líklegast verði leitað
til styrktaraðila í þessum efnum og
að þau séu staðráðin í að koma sýn-
ingunni út. Sýningar eru enn í full-
um gangi en næsta sýning er í kvöld
klukkan 10 og er hægt að nálgast
miða á 100arahus@blogspot.com.
Boðið á erlenda hátíð í Tallinn
JÓN ATLI JÓNASSON Er vonandi á leiðinni
til Tallin með sýningu sína 100 ára hús.
HRÓSIÐ
...fær hljómsveitin Ampop sem
hitar upp fyrir bresku hljómsveit-
ina The Zutons á tvennum
tónleikum í Sviss í byrjun júní.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kosningabaráttan fyrir sveitastjórn-arkosningarnar er komin á fullt og
frambjóðendur flokkanna eru óþreyt-
andi við að koma málefnum sínum á
framfæri í blaða- og sjónvarpsauglýs-
ingum. Baráttan í Reykjavík er ákaflega
hörð og nú hafa Sjálfstæðisflokkurinn,
vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn
tekið nýjustu tækni í sína þjónustu. Á
heimasíðu OgVodafone má nú nálgast
raddir þeirra Gísla Marteins Baldursson-
ar, Ólafs F. Magnússonar og Svandísar
Svavarsdóttur í líki hringitóns þar
sem þau hvetja kjósendur til að svara
en á eftir fylgir stutt ræða um hvaða
stefnumál eru flokkunum efst í huga.
Varla þarf að taka það fram að Ísland er
í hópi þeirra þjóða sem nota farsímann
af hvað mestum þrótti og borgin gæti
því fyllst af fólki með kosningaáróður í
símunum sínum.
Annars vekur það athygli að hvorki Björn Ingi Hrafnsson né Dagur B.
Eggertsson taka þátt í þessu uppátæki
en leiðtogar Framsóknarflokksins og
Samfylkingarinnar eru báðir af yngri
kynslóðinni og ættu því að þekkja
áhrifamátt farsímanna í þessu nútíma-
þjóðfélagi. Þá er einnig
athyglisvert að Gísli
Marteinn er notaður
sem rödd Sjálf-
stæðisflokksins og
spurning hvort ung-
gæðislegt fas þessa
fyrrum sjónvarps-
manns á eftir að virka
hvetjandi á yngri
kjósendur þegar
gengið verður að
kjörborði 27.maí.
Fréttablaðið hefur að undanförnu birt spár veðbanka um gengi Silvíu
Nætur í Eurovsion keppninni sem fram
18. og 20.maí á Grikklandi. Silvía hefur
verið á flakki um Evrópu og spilað fyrir
forvitna Eurovision-aðdáendur sem
flestir reka upp stór augu þegar hin
hrokafulla og sigurvissa sjónvarpsdrottn-
ing stígur á stokk. Breska sjónvarpsstöð-
in Sky hefur um árabil rekið veðbanka
um gengi landanna í þessari „merki-
legu“ söngvakeppni og þokast Silvía
hægt og bítandi upp listann.
Enn sem fyrr er reiknað
með því að Grikkir
og Svíar berjist
um sigurinn en
líkurnar á því að
Silvía komi með
keppnina heim
eru taldar 33 á
móti einum.
-fgg
LÁRÉTT
2 óskiptu 6 hæð 8 sægur 9 yfir rúm
11 frú 12 flott 14 smápeningar 16
nafnorð 17 fjór 18 tunnu 20 golf
áhald 21 gort.
LÓÐRÉTT
1 líkamshluti 3 í röð 4 sendir 5 dýra-
hljóð 7 skemmtun 10 frostskemmdir
13 bein 15 eyja 16 lík 19 tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 öllu, 6 ás, 8 mor, 9 lak, 11
fr, 12 smart, 14 klink, 16 no, 17 fer, 18
ámu, 20 tí, 21 raup.
LÓÐRÉTT: 1 háls, 3 lm, 4 loftnet, 5 urr,
7 samkoma, 10 kal, 13 rif, 15 krít, 16
nár, 19 uu.
1 George W. Bush
2 Michael Hayden
3 Danmörku
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum bls. 8