Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 7. júll 1977 Samskipti Islend- inga og S-Kóreu- manna vaxandi — segir sendiherra þeirra Sang Kook Han SJ-Reykjavík — Ef viö þurfum aö velja á milli þess aö Suöur-og Noröur Kórea veröi sameinuö meö strlöi og blóösúthellingum, eöa landiö veröi áfram tviskipt til frambúöar og friöur rlki, þá veljum viö siöari kost- inn, sagöi Sang Kook Han, sendiherra Suöur Kóreu á tslandi, á fundi meö fréttamönnum fyrir fáum dögum, en hann var staddur hér til skrafs og ráöageröa viö islenzka embættismenn. Hann talaöi fyrir hönd þess hluta þjóöar sinnar, sem byggir Suöur Kóreu, en það eru 35 milljónir manna. Suöur Kóreu- menn hafa búið viö miklar styrj- aldir og eyöileggingu, og þangaö til fyrir tiu árum urðu hungurs- neyöir i landinu á hverju vori. Nú hefur hins vegar oröiö mikil upp- bygging i landinu og hafa erlendir aðilar, einkum Bandarikjamenn og Japanir, fjárfest i fyrirtækjum þar. t fylgd með sendiherranum var Joo Whan Moon sendiráðsritari, en aösetur þeirra Hans og Moons er i Osló. Ræöismaöur Suöur Kóreu á tslandi er Haraldur ólafsson forstjóri Fálkans. Han sendiherra kvaðst búast við að koma i fleiri heimsóknir til tslands á næstunni, en samskipti landanna eru vaxandi. tslending- ar keyptu vörur af S-Kóreumönn- um fyrir um 150 milljónir króna á sl. ári, veiöarfæri, kaöla, og vefnaðarvörur. S-Kóreumenn keyptu litilsháttar af þorskalýsi og grásleppuhrognum af okkur. Suður Kóreumenn hafa nýlega byrjað fjórðu 5 ára efnahagsáætl- un sina, og er lögð áherzla á þungavinnuvélaiðnaö og efnaiðn- aö. Skipasmiðar eru aö verða einn mikilvægasti iönaðurinn og eru nú byggð i S-Kóreu skip upp i eina milljón lestir aö stærö. Vinnulaun i S-Kóreu eru lægri en I Japan og hafa S-Kóreumenn þvi orðið samkeppnisfærari við Japani i skipasmföum og öðrum greinum. Togarar byggðir i S-Kóreu yröu um 20% ódýrari þar en þeir skuttogarar, sem við höf- um keypt frá Japan. Um 6% vinnuaflsins starfar að fiskveiðum og fiskvinnslu. Ársaflinn 1975 var rúmlega 2,1 milljón lestir. bar af voru 565.000 lestir veiddar á fjarlægum mið- um, 865.000 á nálægum miðum, 353.000 á heimamiðum og 351 þúsund lestir var framleiðsla sjávarbúskaps, svo sem þör- ungarækt, rækja, krabbi o.fl. S-Kóreumenn hafa enn 12 milna landhelgi en útfærsla Sovét- manna og Bandarikjamanna á Hópur Vestur-islendinga hefur veriö hér á landi aö undanförnu, en flýgur aftur heim í dag. Um miðjan júlí kemur svo annar hópur. Myndin að ofan er tekin af Vestur-islendingum á Akureyri, og Þórhalli Jónssyni og f jölskyldu hans, sem voru gestgjafar þeirra þar. — Tímamynd: Karl. ,*«*->*» ’■ ,*»*•*»*« Frá Seoul .; . . mm itMZSs* * *• “ fiskveiðilögsögu sinni hafði al- varleg áhrif fyrir fiskveiðar S-Kóreu. Suður Kóreustjórn er andvig brottflutningi herafla Banda- rikjamanna, en 33.000 bandarlsk- ir hermenn eru I landinu auk 600.000 manna innlends hers. Han sendiherra sagði að fyrst þyrfti spennunni milli stórveldanna að létta áður en hægt væri að fara að tala um brottflutning bandariska hersins frá S-Kóreu. Seoul höfuö- borg landsins er aðeins 25 milur frá landamærum N-Kóreu og þar er miðstöð stjórnar og efnahags- lifs. S-Kóreumenn eru nú farnir aö huga að menningararfleifð sinni, en I sviptingum siðustu áratuga hefur ýmislegt glatazt, sem eft- irsjá er i, svo sem fornir trémunir forlátafagrir, sem til voru á nær hverju heimili. Kóreumenn ástunda bæði þjóðlega list og nútimalega. Leirmunir þeirra eru ódýrir og eftirsóttir. 120 þús. manns sáu sýningar Þjóðleikhússins MCL-Reykjavik — Rúmlega 120 þúsund áhorfendur sáu hinar 316 sýningar bjóðleikhússins á slð- asta starfsári, sem lauk nú um mánaðamótin. Dýrin i Hálsaskógi var sýnt oftast, eða I 51 skipti, en nýtt islenzkt leikrit, Sólarferö eft- ir Guðmund Steinsson, hlaut óvenjulegar vinsældir. Var það sýnt 48 sinnum. bessi atriði komu m.a. fram i nýútkomnu fréttabréfi bjóðleik- hússins, en i þvi segir einnig að sýningar á Gullna hliðinu og Dýr- unum i Hálsaskógi verði teknar upp að nýju I haust, en þá er einn- ig gert ráð fyrir að fara I leikför um landið meö Nótt ástmeyj- anna. A árinu voru frumflutt þrjú verk, auk Sólarferðar Guömund- ar Steinssonar. Voru það Meist- arinn eftir Odd Björnsson og Ys og þys út af engu, sem Nathalie Conus samdi fyrir íslenzka dans- flokkinn. I fyrsta skipti i íslenzkri leiklistasögu var islenzkum leik- flokki boðið I Leikhús þjóðanna, en það er almennt talin mesta virðing, sem leikhúsi getur hlotn- azt. Að þessu sinni var leiklistar- hátíðin haldin i Belgrad og var þaö sýning bjóöleikhússins á Inúk, sem þar var sýnd viö mjög góðarundirtektir. Inúk vareinnig sýndur á listahátiðinni i B jörgvin, en i allt var hann sýndur 11 sinn- um erlendis. bjóðleikhúsið hefur starfsemi sina að nýju i september. Forsætis- ráðherra Sviþjóðar í heimsókn KEJ-Reykjavik — í september n.k. koma hingað tillands I opin- bera heimsókn, Thorbjörn Fálldin og eiginkona hans Solveig Falldin. Munu þau dvelj- ast hér dagana 4.-7. september, segir I frétt frá forsætisráðuneyt- inu. veiðihornið Kortsnoj með tvo vinninga — eftir tvær skákir Gsal-Reykjavík — Vitkor Kortsnoj, hinn landflótta Sovétmaður hefur nú tekið örugga forystu í skákein- víginu við fyrrum landa sinn, Lew Polugajevskí. Kortsnoj hef ur unnið báðar skákirnar, sem tefldar hafa verið í einvígi þeirra í Frakklandi. 1 Sviss þar sem hitt einvigið i keppninni um réttinn til að skora á heimsmeistarann er haldið, eru keppendurnir Spassky og Portisch, jafnir að tveimur skák- um loknum, báðar skákirnar hafa endað með jafntefli. Almennt mun Kortsnoj vera spáð sigri I einviginu við Polugajevski, en erfiðara er að spá fyrir um úrslit I hinu einvig- inu. Mjög góö veiöi í Laxá á Ásum Veiðin hefur veriö mjög góö i Laxá á Asum og hafa þar veiðzt á fjórða hundraö laxar, að sögn Kristjáns Sigfússonar á Húns- stöðum. Fremur kalt hefur þó verið við ána undanfarna daga og það getur hamlað veiöinni eitthvað. betta er þó miklum mun betri veiði en á sama tima i fyrra, en samkvæmt bókum Veiðihornsins voru þann 9. júli i fyrra, alls komnir um 260 laxar á land, en eru nú yfir 300 eins og áður segir. Erfitt er aö fá nákvæmar töl- ur um laxveiöina i ánni, og staf-. ar þaö af þvi, að laxveiöimenn trassa að útfylla veiðiskýrslur sinar. Að sögn Kristjáns Sigfús- sonar, þá eru það sérstaklega laxveiðimenn, sem voru við veiðar i ánni fyrstu dagana, sem enn eiga eftir að skila skýrslum af sér. Biður hann þá um að senda sér veiðiskýrslurnar sem fyrst að Húnsstöðum. Eftir að nýja veiðihúsið var tekiö i notk- un, hafa laxveiðimenn sem þar búa útfyllt skýrslur sinar, en þeir sem búa ekki i húsinu, er bent á að þeir verða aö koma þar viö að lokinni veiöi og gefa skýrslu um veiðina. Laxveiðin glæðist í Grímsá. — Laxveiðin hefur gengið mjög vel siðustu daga og er öll að glæðast. Júnimánuður var heldur tregur til veiða, en aö venju glæðist veiðin strax og fram kemur i júlimánuö, sagði Siguröur Fjelsted veiöivörður i gær. Kvað hann bæði stórar og góðar göngur hafa verið i ána að undanförnu og áin væri i raun full af laxi. bessa dagana eru erlendir laxveiðimenn við veiöar i ánni og veiöa eingöngu á flugu. 1 gærmorgun fengu þeir alls 9 laxa en algengt er að veiöin sé um tuttugu laxar eftir daginn. A hádegi i gær höfðu alls veiðzt 164 laxar frá byrjun veiðinnar 15. júni og samkvæmt bókum veiði- hornsins er það nokkru betri veiði en á sama tima I fyrra, en þann 7. júli i fyrra voru rúmlega 150 laxar komnir á land. Vatnið i Grimsá er mjög hæfi- legt þessa dagana og algjörlega tært. bað litur þvi mjög vel út með laxveiðina þar i sumar. Ágæt veiði í Laxá í Leir- ársveit — Laxveiðin hefur verið all- sæmileg i Laxá og nú er gott vatn i ánni, en fremur er hún köld. Fram að siöustu helgi var veitt á fimm stangir, en þá var þeim fjölgað i sjö, sagði Sigurður Sigurðsson að Stóra- Lambhaga i gær. Hann kvaö um 150-160 laxa vera komna á land, og að meðalþyngd þeirra væri enn góð eða yfir tiu pund. Nokkrir 18 og 19 punda laxar hafa einnig fengizt. begar liður fram i júlimánuð, fer smálaxinn að gera meira vart við sig. Kalt við Gljúfurá — Laxveiðin hefur heldur ver- ið treg hér, enda kalt i veðri og hefur það sin áhrif á veiðina. Vatnið i ánni er hins vegar ágætt eins og er, sagði Sigurður Tómasson i Sólheimatungu i gær. Laxveiðimennirnir sjá lax viöast hvar um alla ána, en hann er tregur að taka og er kuldunum þar um kennt. Um fjörutiu laxar hafa veiðzt þaö sem af er sumri og er það álika, ef til vill heldur lakara, en i fyrrasumar á sama tima, skv. bókum Veiðihornsins. Meðal- þyngd laxanna er um 5-7 pund. Veiði hafin í Laxá í Döl- um Eins og kunnugt er, eru það bandariskir laxveiðimenn, sem hafa Laxá i Dölum á leigu. Leyfilegt er að hefja þar veiði þann 20. júni, en ekki hófst hún þó fyrr en 3. júli s.l. bá er einnig leyfilegt að veiða þar á sjö stangir, en aðeins hefur verið veitt á þrjár enn sem komið er. — beir taka þessu mjög rólega og fara hægt af stað. baö er ekki fyrr en um næstu mánaðarmót að farið er að veiða hér fyrir al- vöru og allar stangirnar verða i notkun, sagði Gunnar mat- sveinn i veiðihúsinu i gær. Bandarikjamennirnir taka lax- veiðina greinilega ekki eins al- varlega og Islendingarnir gera. beir eyða ekki hverjum leyfi- legum klukkutima við ána eins og landinn gerir. Aö sögn Gunnars höföu veiðzt 10-11 laxar siðan veiðin hófst s.l. sunnudag, en hann tók einnig fram að laxveiðimennirnir hefðu misst þá marga. Ain er með skásta móti, en fremur köld, enda hefur verið kalt i veðri við ána að undanförnu. Um næstu helgi er væntanlegur einhver hópur af Bandarikja- mönnum til að veiða i ánni. —gébé—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.