Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. júll 1977 17 Staðan er nú þessi I 1. deildar- keppninni I knattspyrnu, eftir ieikina i gærkvöldi: Vestm.ey.-Fram .................3:1 FH-Vikingur................... 1:4 KR-Akranes......................0:2 Akran.............12 8 1 3 20:10 17 Vikingur......... 12 6 5 1 16:10 17 Valur............11 7 2 2 19:9 16 Keflav............12 6 3 3 18:11 15 Vestm.ey..........12 6 2 4 16:10 14 Breiðabl......... 11 4 2 5 14:15 10 FH................12 4 1 7 17:21 9 Fram ............ 12 2 4 6 13:21 8 KR............... 12 2 2 8 17:24 6 Þór.............. 12 2 2 8 14:26 6 Markhæstu menn: Sigurlás Þorleifss., Vestm.ey. ..9 Ingi Björn Albertss., Val..;......7 Pétur Péturss., Akran.............7 Kristinn Björnss., Akran..........6 Sumarliði Guðbjartss., Fram ...6 ... og hér sést Kari skora siðara markið. Litia myndin sýnir aödragandann að markinu en þá urðu KR-ingum á mistök. Tlmamyndir Gunnar). . Hý'M ' ■ ■ ¥ WPtézWW "%/' . . KARL ÞÓRÐARSON... sést hér skora fyrra mark sitt gegn KR-ingum I gærkvöldi á Laugardalsveliinum. KR-ingar réðu ekki við Karl Þórðarsson — sem skoraði bæði mörk (2:0) Skagamanna gegn Vesturbæj arliðinu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi KR-ingar réðu ekkert við Skagamanninn Karl Þórðarson á Laugardals- vellinum í gærkvöldi, þar sem þeir máttu þola enn eitt tapið í 1. deildarkeppn- inni í knattspyrnu. Karl, sem skoraði bæði mörk (2:0) Skagamanna, iék varnarmenn KR-liðsins oft grátt með leikjni sinni og hraða. Vesturbæjarliðið á nú við mikla erfiðieika að stríða og eru markvarðar- vandræði hjá þeim — þeir reyndu sinn fjórða mark- vörð á keppnistímabilinu í gærkvöldi. Að þessu sinni stóð körfuknattleikskapp- inn Gísli Gíslason í marki þeirra. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Skagamönn- um og sóttu stift fyrstu min. leiks- ins. Sóknarlotúr þeirra voru þó ekki hættulegar, þar sem allan neista vantar i sóknarleik þeirra. örn Óskarsson er eini framherji þeirra, sem eitthvað lif er i — hann réði ekki einn viö fjóra varnarmenn Skagamanna. Staðan Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, fóru Skagamenn að ná góðum tökum á miöjunni — og fóru þeir þá að sækja. Karl Þórðarson skoraöi fyrra mark sitt á 28. min., eftir stórgóöan ein- leik. Karl fékk knöttinn á sinum vallarhelmingi og brunaöi upp völlinn —hann lék skemmtilega á tvo KR-inga og sendi knöttinn til Jóns Alfreðssonar, sem sendi knöttinn siðan aftur til Karls, sem batt endahnútinn á sóknina, með þvi aö leika á tvo varnarmenn KR-liðsins og skora örugglega af stuttu færi. Karl var svo aftur á feröinni 9 min. siðar, þegar hann nýtti sér varnarmistök KR-inga. Kristinn Björnsson átti þá sendingu inn i vitateig KR-liðsins, þar sem þrir leikmenn KR voru og virtist engin hætta vera á ferðinni. GIsli Gisla- son hugöist handsama knöttinn — en missti hann siöan frá sér, og kom Karl þá aðvifandi og skoraöi örugglega. Skagamenn voru þar meö bún- ir að gera út um leikinn — þeir léku stórgóða knattspyrnu á köfl- um, sérstaklega út á vellinum. KR-ingar unnu aftur á móti vel, en árangurinn var litill, þar sem Sigmundur Ó. St.einarsson langspyrnur og kýlingar Hkjum hjá þeim. réðu MAÐUR Þórðarson. LEIKSINS: Kari lás á skot- skónum — þegar Eyjamenn lögðu Framara 3:0 i Eyjum Sigurlás Þorleifsson, hinn mark- sækni leikmaður Vestmanna- eyjaliðsins, var á skotskónum I gærkvöldi i Eyjum, þar sem Eyjamenn unnu góðan sigur (3:0) yfir Fram-liðinu. Sigurlás skoraði tvö mörk og er hann nú orðinn markhæstur i 1. deildarkeppninn — og Eyjamenn eiga nú mögu- leika á að hljóta tslandsmeistara- titilinn, en framundan er geysi- lega hörðbarátta um titilinn, sem fimm lið taka þátt I. Leikurinn i Eyjum var jafn, Iþrátt fyrir stórsigur Eyjamanna, sem nýttu tækifærin sin fullkom- lega. Staöan var 0:0ihálfleik, en i byrjun siöari hálfleik eiga Fram- arar tv.ö stangarskot — Sigur- bergur Sigsteinsson og Pétur Ormslev. Eyjamenn skora sitt fyrsta mark á 65 min. — Tómas Pálsson, eftir hornspyrnu. Sigur- lás bætir siðan ööru marki viö með skalla á 80. min., eftir horn- I spyrnu og siðan skorar hann aftur — úr vitaspyrnu á 88. rriin. Sigurlás var beztur hjá Eyja- I mönnum, en Asgeir Eliasson átti | mjög góðan leik hjá Fram. MAÐUR LEIKSINS: Sigurlás Þorleifsson. Stórsigur Vík- ings í Kaplakrika þar sem þeir lögðu FH-inga 4:1 i fjörugum leik ÍÞRÓTTIR Vikingar fóru ánægðir frá Hafnarfirði i gærkvöldi, þar sem þeirunnu stórsigur (4:1) yfir FH- ingum á Kaplakrikavellinum. Leikurinn var mjög spennandi og vel leikinn af báðum liðum, sem léku góða sóknarknattspyrnu. Sigur Vikings var þó of stór eftir gangi leiksins — þeir höfðu heppnina með sér og gerði það baggamuninn. Þrátt fyrir stórgóöan sóknar- leik liðanna, kom fyrsta mark leiksins ekkifyrr en á 3. min. sið- ari hálfleiksins og voru það FH- ingar, sem skoruðu þaö. Ólafur Danivalson skoraði þá af stuttu færi, eftir aukaspyrnu. Vikingar jöfnuðu metin á 55. min. þegar Jóhannes Báröarson sendi knött- inn fyrir mark FH-inga, þar sem Eirikur Þorsteinsson tók viö knettinum — skot hans skall á stöng FH-marksins og fór þaöan i netið. Vikingartaka siöan forystuna á 69. min., þegar Hannes Lárusson skoraðiaf stuttu færi, eftir varna- rmistök FH-inga. Jóhannes gaf þáknöttinn fyrir markið, þar sem hann skoppaöi á milli FH-inga og lenti hjá Hannesi, sem átti I litl- um erfiðleikum með aö skora. 5 min. siðar skora Vikingar aft- ur og þá einnig eftir varnar- mistök hjá FH-vörninni, sem var oft illa á verði I gærkvöldi. Vik- ingar áttu þá langa spyrnu fram völlinn — og áttu sér þá stað ljót mistök á milli varnarmanna FH og markvaröar þeirra, Þorvaldar Þóröarsonar ' Mistökin leiddu til þess að tveir Vikingar stóðu meö knöttinn fyrir opnu marki og skoraði Hannes Lárus- son örugglega i mannlaust mark- iö. Hannes var siöan aftur á ferð- inni á 84. min., þegar hann braust upp að endamörkum með miklu harðfylgi — sendi knöttinn þaöan til Gunnars Arnar Kristjánsson- ar, sem sendi knöttinn meö góöu skoti i netið hjá FH-ingum. Eins og fyrr segir, þá var leik- urinn skemmtilegur og vel leik- inn. Diðrik Ólafsson markvörður Vikings, kom oft við sögu I leikn- um — þá fyrir utan vitateig, þar sem hann stöðvaði nokkrar sóknarlotur FH-inga, meö þvi að spyrna knettinum frá marki, og eitt sinn stökk hann upp og skallaöi frá, við mikinn fögnuð áhorfenda. Beztu menn Vikings voru Hannes Lárusson og Ragnar Gislason, en ólafur Danivalson átti beztan leik hjá FH-ingum. MAÐUR LEIKSINS: Lárusson. Hannes 1. deild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.