Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 7. júlí 1977
Til eflingar kirkju og kristni
— Fjölmenn prestastefna haldin að Eiöum
VS-Reykjavik.
Prestástefna Islands var
haldin á Eiöum dagana 28.-30.
júnl siðast liðinn. betta er fyrsta
prestastefna, sem haldin er á
Austurlandi og vakti þess vegna
mikla ánægju heimafólks. Gest-
ir prestastefnunnar voru vest-
ur-ísienzku hjónin sr. Eric H.
Sigmar og frú Svava. Sr. Eric
flutti tvo fyrirlestra um sál-
gæzlu, og á kvöldin sungu þau
hjónin einsöng og tvisöng.
Einnig voru gestir prestastefn-
unnar fyrrv. skólastjórahjónin á
Eiöum, Þórarinn Þórarinsson
og frú Sigrún. Þórarinn flutti
snjallt og skemmtilegt erindi
um Eiða, staðinn og sögu hans.
Prestastefnan hófst i Egils-
staöakirkju meö guösþjónustu,
þar sem sr. Eric H. Sigmar pre-
dikaöi. Sýslunefnd Suöur-Múla-
ýslu bauö siöan til hadegisverö-
ar I Valaskjálf, en að honum
loknum flutti biskup sina árlegu
skýrslu i Egilsstaðakirkju. Aö
ööru leyti fóru fundarstörf fram
á Eiöum, þar sem flestir prestar
og konur þeirra gistu, en presta-
stefnan var mjög fjölmenn.
var mjög fjölmenn.
Helzta mál prestastefnunnar
var álit starfsháttanefndar is-
lenzku þjóökirkjunnar, en sú
nefnd var skipuö i ágúst 1974 af
biskupi, samkvæmt ósk presta-
stefnunnar þaö ár. Almenn
ánægja var meö störf nefndar-
innar, og var um þaö mál sam-
þykkt eftirlarandi tillaga:
Prestastefna íslands, haldin
aö Eiðum 28-30. júni 1977, visar
álitsgjörð starfshífttanefndar til
biskups og kirkjuráös, er leggi
það fyrir næsta kirkjmng. Jafn-
framt veröi starfsháttanefnd
faliö aö annast kynningu þess
hjá stjórnvöldum, stjórnmála-
flokkum og hjá kirkjulegum aö-
ilum, svo sem sóknarnefndum,
héraðsfundum og deildarfund-
um Prestafélagsins. Umboö
starfsháttanefndar til þessarar
kynningar gildi til næsta kirkju-
þings. 1 beinu framhaldi þessa
voru eftirfarandi tillögur sam-
þykktar:
„Prestastefna Islands, haldin
aö Eiöum 28. -30. júni 1977, flyt-
ur starfsháttanefnd alúöar-
þakkir fyrir ágæt störf aö þvi
verkefni, sem henni var falið.”
„Prestastefna íslands, haldin
aðEiðum 28.-30. júni 1977, hvet-
ur til að geröar veröi sem viöast
tilraunir til aö framkvæma
ýmsa þá þætti, sem komiö er inn
á I áliti starfsháttanefndar, og
sem hægt er aö framkvæma án
beinnar lagasetningar”.
Prestastefna Islands, haldin
aöEiðum 28.-30. júni 1977, fagn-
ar hverjum þeim áhuga, sem
vaknar til eflingar kirkju og
kristni, sem m.a. kom fram i
flutningi frumvarps kirkju-
málaráöherraá Alþingi 1976 um
fjölgun biskupa. Prestastefnan
visartilálits starfsháttanefndar
um biskupsdæmi og samþykktir
kirkjuþings um sama efni. En
meöanþeirriskipcui veröur ekki
á komið, telur prestastefnan
nauösynlegt aö staöa vigliubisk-
upa verði styrkt meö löggjöf
þar aö lútandi.”
„Prestastefna Islands, haldin
aö Eiöum 28.-30. júni 1977 fagn-
ar þvi að ný námskrá i kristnum
fræöum fyrir grunnskóla hefur
veriö staöfest og námstjóri ráö-
inn til þess að stuöla að fram-
kvæmd hennar. Prestar vænta
góös samstarfsviöskólamenn á
þessu sviöi og vekja athygli á
nauösyn góörar grunnmenntun-
ar og endurmenntunar kennara
i kristnum fræöum, svo aö nám-
skráin komist farsællega til
framkvæmda”.
Þá samþykkti prestastefnan
einnig „að beina þeim tilmælum
til biskups, aö hann skipi nefnd,
sem veröi honum til aöstoðar
viö umsjón með prófun nýrra
helgisiöaforma, einkum þeirra)
sem koma fram i drögum bisk-
ups aö tillögu aö helgisiöabók og
safni gögnum þar aö lútandí”.
Enn fremur samþykkti
prestastefnan, aö óska eftir þvi
Eiöar
viö biskup, aö hann hafi for-
göngu um myndun samstarfs-
nefndar kristinna trúfélaga á
tslandi, sem verði vettvangur
umræöna og samvinnu þeirra á
milli”.
Álit starfsháttanefndar
Starfsháttanefnd varkjörin til
starfa íriö 1974 á prestastefnu,
og hefur nú lagt fram lokaálit
sitt. Helztu atriöi þess eru eftir-
farandi:
I almennum inngangi er fjall-
aö um kirkju Krists, eöli henn-
ar, einkenni og markmiö. Þar er
lögö áherzla á aö kirkjan sem
kirkja Krists eigi sin eigin lög-
mál og innri rök, og öll umræða
um starfshætti hennar veröi aö
taka miö af þvi, aö hún fái starf-
aö I samræmi viö grundvallar-
eöli sitt, einkenni og hlutverk i
heiminum. Jafnframt er bent á
órofa samfylgd kirkjunnar og
islenzku þjóöarinnar um alda-
raöir.sem taka veröi tillit til viö
umræöu um starfshætti hennar.
Rætt er um kirkjuna sem þjóð-
kirkju og byggir tillögugeröin á
þvi, aö sú skipan haldist i
meginatriðum, en lögð veröi
áherzla á eftirtalin atriöi:
1) Kirkjan fái aukið sjálfstæöi
gagnvart rikinu og hún fái
fullt frjálsræöi um ákvörðun
og skipulag innri mála sinna
og ytri mála, að svo miklu
leyti sem samrýmist sam-
bandi rikis og kirkju.
2) Fjárhagslegt sjálfstæði henn-
ar veröi aukiö.
3) Kirkjan taki upp virkari
starfseiningar til aö reyna aö
efla samstarf og auka
hreyfanleika kirkjuiegra em-
bætta.
4) Leikmannastarf veröi eflt og
leikmönnum gefin aukin aðild
aö stjórn kirkjunnar.
Reynt er aö byggja upp sam-
ræmt heildarskipulag kirkjunn-
ar sem sett erfram i formi laga-
greina til þess aö auðveldara sé
að átta sig á þeim og bera sam-
an viö gildandi lög. Reynt er aö
marka á sem eölilegastan hátt
innbyröis stööu kirkjulegra
stofnana og embætta. Allt
skipulag kirkjunnar er byggt
upp neöan frá og miöast viö
þarfir sóknanna i kirkjulegri
þjónustu.
Ein meginbreytingin er fólgin
i þvi, aö gera prófastdæmin aö
sjálfstæöum starfseiningum i
staö prestakallanna eins og nú
er. Prestarnir eru þá ekki leng-
ur ráðnir til ákveðinna presta-
kalla, heldur i ákveöin prófast-
dæmi. Hér er þó ekki um þaö aö
ræða aö draga prestana saman i
starfsmiöstöövar, heldur er gert
ráö fyrir aö hver prestur þjóni
áfram ákveðinni sókn eða sókn-
um sem sóknarprestur og sitji
hver á sinu prestssetri eins og
nú. Um leiö er þó gert ráö fyrir,
aö hverjum presti veröi faliö
ákveöiö þjónustusvið, er getur
tekiö til prófastdæmisins i heild.
Meö þessu er horft til aukins
samstarfs presta og annarra,
sem ráðnir kunna að veröa til
starfa i prófastdæmunum.
Þannig er ætlað aö betur nýtist
sérmenntun og hæfni þessara
starfsmanna. Einnig er lögö á-
herzla á réttarstööu sóknanna
og reynt aö tryggja þeim tekju-
stofna og samræmdar tillögur
geröar um kirkjur og kirkju-
byggingar.
Talið er æskilegt aö landinu
veröi skipt i þrjú biskupsdæmi,
þar sem biskup hvers þeirra fer
með yfirstjórn kirkjulegra
mála, en einn þeirra veröi
fremstur meöal jafningja og
hafi yfirumsjón vissra mála-
flokka, er varöa kirkjuna i
heild.
Lagt er til, að þetta skref
veröi stigið i áföngum og byggt
á núverandi skipan, þannig að
vigslubiskupum verði falin um-
sjón sjálfstæöra biskupsdæma,
þar sem þeir annist þó aöeins
sérmál biskupsdæma sinna, en
biskup Islands fari með öll sam-
eiginleg mál kirkjunnar.
Kirkjuþing veröur sú stofnun,
sem fer með æösta vald i mál-
efnum kirkjunnar.
Kaflar úr ræðu séra Jóns Einarssonar
í Saurbæ á prestastefnu að Eiðum
VS-Reykjavfk. A prestastefn-
unni, sem haldin var á Eiöum
dagana 28.-30. júni, og sagt er
frá hér I blaöinu I dag, flutti séra
Jón Einarsson i Saurbæ erindi,
og verða hér birtir kafiar úr þvi.
Hann hóf mál sitt á þessa leiö:
„Herra biskup. Viröulega
prestastefna.
Þjóöhátiöaráriö 1974 var
hamingjuár i lifi þjóöarinnar,
eöa svo hygg ég, aö veröi taliö,
þegarfram liöa stundir. Þá fóru
ferskir straumar um islenzku
þjóöina. Þjóöin vildi ihuga stööu
sina i nútiöinni, hyggja ab fortiö
sinni, en horfa þó fyrst og
fremst til framtiöarinnar
Það er þvi naumast tilviljun,
aö á þjóöhátiöarárinu skyldi
biskup tslands skipa nefnd, aö
undangenginni samþykkt
prestastefnu þaö ár, til ab fjalla
um kirkjuna og samtiöina og
gera tillögur um framtiöar-
starfshætti og starfsskipulag,
sem tæki miö af þörfum og þjón-
ustu kirkjunnar I nútiö og fram-
tiö, en stæöi þó föstum fótum i
fortiöinni og traustum rótum i
þeim eina og sanna grundvelli,
sem kirkjan ris á og hlýtur lif
sitt og næringu frá.
Eitthvaö I þessa veru hefur
Starfsháttanefnd þjóökirkjunn-
ar viljaö starfa. Hún hefur fyrst
og fremst viljaö vinna kirkju
Krists á Islandi gagn, auövelda
henni aö koma boöskap Jesú
Krists til fólksins, sem byggir
þetta land, og gera henni kleift
aö sinna betur síaukinni þörf
kirkjuleffrar þjónustu i sam-
félaginu.”
Séra Jón Einarsson
Þessu næst ræddi séra Jón
itarlega um Starfsháttenefnd og
sagöi meöal annars, aö hún
heföi I öndveröu gert sér ljóst,
aö hennar beiö umfangsmikiö
og vandasamt starf, sem ekki
yrði auöið aö gera viöhlitandi
skil, nema á löngum tima og
meö umfangsmiklum athugun-
um og mikilli vinnu. Þar næst
rakti hann margvislegar „at-
huganir og úttektir”, sem
nefndin geröi.
Séra Jón Einarsson lauk siðan
máli sinu á þessa leið:
„Svo sem fram kemur i
nefndarálitinu, þá gerum viö
ráö fyrir þvi, aö þjóökirkja
veröiáframá Islandi.aö þjóö og
kirkja eigi áfram eina leiö.
Tengsl þjóöar og kirkju hafa
verið náin og sterk allt frá upp-
hafi og svo er enn. Viö viljum
hins vegar efla og auka frum-
kvæöi og sjálfstæöi kirkjunnar á
öllum sviðum og gera henni
kleift aö þjóna betur þeirri þjóö,
sem hún ber ábyrö á og er köíluö
til aö flytja fagnaöarerindiö.
Viö núverandi aðstæður tekst
kirkjunni ekki ávallt sem skyldi
aö koma fram eðlilegum
breytingum á starfsháttum sin-
um. Og stundum hyllist lög-
gjafarvaldiö til aö taka
ákvaröanir, sem snerta störf
kirkjunnar, án þess aö tekiö sé
tillit til þarfa hennar sjálfrar.
Ef vel á aö fara, verður kirkj-
an ab ráöa málum sinum sjálf,
að svo miklu leyti, sem þaö get-
ur samrýmst þjóökirkjufyrir-
komulagi. Þaö er kir.kjunnar
sjálfrar aö meta þaö hverju
sinni, hvernig hún getur meö
starfsháttum sinum og skipu-
lagi mætt þvi köllunarhlutverki
sinu aö flytja fagnaöarerindiö
til fólksins, aö útbreiða Guös
riki meöal þjóðarinnar.
Kirkjan er ekki af heiminum,
en hún lifir og starfar i heimin-
um, meöal mannanna, meöal
mannlegrar skipunar og starfs-
hátta. Hún er kölluö til aö boöa
fagnaöarerindið öllum lýö,
skira menn og kenna þeim aö
halda allt þaö, sem Drottinn
hefur boöiö. Hún kallar menn til
fylgdar viö Krist og kærleiks-
þjónustu viö meöbræöurna i
heiminum, innan mannlegrar
skipunar og mannlegs sam-
félags. Hún væntir þess, aö lif
Krists, orö Krists um Guös riki
á jöröu geti oröið aö veruleika i
lifi nútimamannsins og I iifi
framtiöar. Hvernig má kirkj-
unni takast þetta. Þeirri spurn-
ingu þurfum viö aö reyna að
svara. Viö þurfum aö gjöra okk-
ur grein fyrir þvi, hvernig kirkj-
an á aö starfa i nútiö og framtiö
og láta til sin taka I samfélag-
inu, bæöi sem heildar og sem
smærri samfélagseininga.
Starfsháttanefnd hefur reynt
aö svara þessari spurningu aö
einhverju leyti, aö því er tekur
til þjóökirkju Islands. Vöxtur og
viögangur kirkjunnar er þó ekki
kominn undir starfsháttum og
skipulagi okkar, heidur Guði,
sem vöxtinn gefur.
Viö, starfsháttanefndarmenn,
sem nú höfum lokiö störfum
okkar samkvæmt þvi umboöi,
sem okkur var falið af presta-
stefnu, væntum þess, aö starf
okkar megi skoöa sem örlitiö
sáningarstarf, örlitla gróður-
setningu á akri Guös á tslandi.
Vib væntum þess einnig, aö þiö,
kæru bræöur, megið hver og
einn og allir sem heild veita
þessari gróöursetningu þá vökv-
un, sem hún þarf og sem þiö
megiö veita. En jáfnframt erum
viö minnugir þess, aö Guö gefur
vöxtinn, þvi aö hvorki er sá
neitt, er gróöursetur, né sá, er
vökvar, heldur Guö, sem vöxt-
inn gefur.
Megi góöur Guö gefa þessu
starfi vöxt til blessunar og far-
sældar fyrir kirkju okkar og
þjóö i nútiö og framtið.”