Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. júll 1977 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiitrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300,00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Frjáls félagas tarf s emi Fyrir skömmu efndi Samband ungra fram- sóknarmanna til athyglisverðrar ráðstefnu um frjálsa félagastarfsemi i landinu. Hér er um að ræða viðfangsefni sem miklu skiptir i frjálsu menningarþjóðfélagi, að framtak fólksins sjálfs fái notið sin sem best og búið sé i haginn fyrir frjálsa tómstundaiðju almennings i þágu menningar, samhjálpar og þjóðþrifa. Þvi er oft á loft haldið að íslendingar séu ein- staklingshyggjumenn og fálátir um annarra hagi. Þetta er missýning eins og sést ef höfð er i huga öll hin margháttaða félagastarfsemi sem á sér stað i landinu. Við hlið almannasamtaka svo sem verkalýðs- og samvinnufélaga, starfa i landinu fjölmenn félög sem sinna ótrúlega marg- háttuðum menningarlegum og félagslegum þörfum og áhugamálum þjóðarinnar. Það er hins vegar rétt að íslendingar vilja ekki fela félögum neitt forræði yfir lifi einstaklinganna, og er það vel. Hlutverk samtaka i frjálsu þjóðfélagi er ekki að sitja yfir hlut félagsmannanna, heldur að styðja þá og vera þeim vettvangur til sameigin- legra verka. Á ráðstefnu Sambands ungra framsóknar- manna kom fram að rikisvaldið hefur miklu hlut- verki að gegna i þessum efnum. Á hinn bóginn er það mikilvægt að rikið þekki takmörk sin og seilist ekki inn á svið hinna frjálsu félagasam- taka. Þáttur rikisvaldsins á að vera fólginn i örvun og hvatningu og þeirri fyrirgreiðslu sem óhjákvæmilega kann að verða þörf i einstökum atvikum. Aftur á móti ber að forðast þau mistök að rikisvaldið ætli sér að hlutast til um málefni félaganna i formi stjórnunar, óþarfa eftirlits eða ofskipulagningar. Á ráðstefnunni var bent á eitt svið sérstaklega þar sem eðlilegt má telja að rikisvaldið leggi félagastarfseminni sinn skerf. Félögin i landinu hafa mikla þörf fyrir fleiri og betur menntaða og þjálfaða leiðbeinendur en nú er völ á. Þetta hlut- verk er sjálfsagt að skólakerfið taki að sér, og ér timabært að minna á það nú þegar endurskoðun framhaldsskólakerfisins stendur yfir. Nú er það ljóst að félögin i landinu hafa þörf fyrir fjármuni til að standa straum af starfsemi sinni. Þörfin er mismikil eftir atvikum, en greini- legt er að t.d. iþrótta- og ungmennafélög þurfa á talsverðum fjármunum að halda til að geta sinnt hinu mikilvæga uppeldis- og menningarhlutverki sinu. Enn fremur má nefna þarfir slysavarna- og björgunarfélaganna sem starfa viðs vegar um landið og sinna brýnum þörfum af prýði. Hvað fjárhagsaðstæður félaganna i landinu snertir er i senn nauðsynlegt að rikisvaldið þekki sinn vitjunartima og að það kunni sér hóf. Vafa- mál er hvort farsælla er að framlag þess sé i mynd beinna fjárframlaga, þótt hjá þeim verði ekki með öllu komizt að sjálfsögðu, eða i mynd skattaafsláttar af framlögum einstaklinganna til félaga sinna, a.m.k. að þvi leyti sem viðurkennt er að félögin hafi tekið að sér þjóðþrifahlutverk. Þetta má þó ekki verða með þeim hætti að rikið taki til sin vald eða forræði i málefnum félag- anna. Það er brýnt að unnið verði gegn þeirri áleitnu skoðun að rikið eigi að taka að sér æ fleiri og fleiri verkefni af fólkinu og gina siðan yfir flestum þáttum þjóðlifsins. Leið frjálsrar félaga- starfsemi og félagshyggju er farsælli. JS. Herínn gerði byltmgu í Pákístan í gærmorgun Hvað verður um Bhutto? Aróöursplagg frá kosningunum I marz. Þaö á aO sýna, aö undir handleiöslu Bhuttos sé efnahagsmálum landsins bezt borgiö. Eins og lesendur sjá viö lestur greinarinnar, þá heföi hún , meö réttu átt aö birtast I gær, en vegna óviöráöanlegra ástæöna reyndist þaö ekki (unnt. I GÆRMORGUN bárust þær fréttir á öldum ljósvakans, aö herinn i Pakistan heföi gert byltingu og látiö fangelsa bæöi stjórnina og stjórnarandstöö- una. Þaö sem olli þvl, aö her- foringjarnir ákváöu loks aö skerast I leikinn, er sennileg- ast sú neitun stjórnarandstöö- unnar aö ganga ekki aö samriingnum, sem Bhutto, forsætisráöherra Pakistans, vildi gera viö stjórnarandstöö- una um nýjar kosningar. Á þessu stigi málsins er ekki vit- aö hvaö veröur um Bhutto eöa kosningarnar, sem átti aö halda I byrjun ágúst. ANDSTÆÐINGAR Bhuttos sökuöu hann um aö hafa falsaö úrslit kosninganna i marz s.l., og siöan hefur rikt ólguástand i landinu. I júnibyrjun hófust svo samningsviöræöur milli stjórnar Bhuttos og stjórnar- andstööunnar og eftir niu fundi var loks ákveöiö, aö þjóöin skyldi ganga til kosn- inga aö nýju. Meö þvi sam- komulagi þótti Bhutto hafa dregiö nokkuö úr yfirlýstum skoöunum sinum. Margt olli þvi og ber sennilega fyrst aö nefna, efnahagsástand þjóöarinnar, sem vægt sagt var oröiö bágborið eftir þriggja mánaða ólgu og mátti þó áöur við litlu. Þaö sem rak þó endahnútinn á þessa ákvöröun Bhuttos, var trúleg- ast ihlutun Khalids konungs i Saudi Arabiu, enda hefur Saudi Arabia efnahagslegra hagsmuna að gæta i Pakistan. Vitað er aö þessi ákvöröun Bhuttos hlaut stuöning bæöi innan flokks hans sem og hersins. Flokksmönnum sin- um gaf hann lika þá skýringu, aö hann heföi ævinlega leitt þá til sigurs og þaö sama myndi veröa upp á teningnum i næstu kosningum. V TIL AÐ BYRJA MEÐ virtist samkomulag stjórnarandstöö- unnar viö Bhutto hljóta fullan stuöning innan 9 flokka, sem mynduöu bandalag gegn hon- um. Aö visu drógu þeir til baka helztu kröfu sina, þ.e. aö Bhutto segöi af sér, en fyrstu fregnir af samkomulaginu hermdu, aö sú krafa væri orö- in minniháttar mál. En um siðustu helgi bárust þær fréttir, að búiö væri aö fella þetta samkomulag innan andstööubandalagsins, og þaö aftur hafði þau áhrif, aö her- inn lét til skarar skriöa gegn stjórnmálamönnunum. Þegar sagt var frá sam- komulaginu, lýstu stjórnar- andstæöingar þvi yfir, aö nú væri búiöaö klippa vængina af Bhutto. Þvi svöruöu stuön- ingsmenn Bhuttos á þann veg, aö hann heföi 3 mánuöi til aö láta nýja vaxa. En fréttin I gær bendir til þess, aö honum gefist aldrei tækifæri til þess. ZULFIKAR ALI BHUTTO er kominn af auöugum ættum og fór ungur að aldri til Banda- rikjanna, þar sem hann lauk BA prófi i stjórnmálafræöi frá háskólanum i Kaliforniu. I Ox- ford I Bretlandi tók hann MA próf i lögum og kenndi siðan alþjóöalög viö háskólann i Southampton áður en hann tók viö stööu hjá hæstarétti Pakistans. Bhutto var einungis þritug- ur að aldri, er hann var valinn i embætti verzlunarráðherra I stjórn Ayub Khans, hershöfö- ingja. Seinna varö hann upplýsingaráöherra, þá iönaöarráöherra og 1963 fékk hann stærstu stööu sina, er hann tók viö embætti utan- rikisráðherra. Bhutto átti þá mestan þátt i þvi aö taka upp vinsamleg samskipti viö Kina I stjórnartiö sinni. Ariö 1966 sagöi hann af sér I mótmælaskyni viö samkomu- lag, sem Khan gerði viö Ind- land eftir striö, sem varö milli rikjanna áriö áöur, en Sovét- menn stóöu bak viö þetta sam- komulag. Hann stofnaöi þá nýjan flokk, Alþýöuflokk Pakistans, sem fékk meiri- hluta I Vestur-Pakistan i kosn- ingunum 1970. Það var eftir þær kosningar, sem eystri hlutinn klauf sig frá hinum vestari og Bangladesh var stofnaö I marz 1971. Tveim vikum eftir aö Ind- land skarst i leikinn, varö Bhutto forseti Pakistans, sá fjóröi i sögu landsins og sá fyrsti sem ekki kom frá hern- um. Þá lýsti hann sjálfum sér sem lýðræðislegum sósialista aö brezkri fyrirmynd eöa i anda Willy Brandts, eins og hann orðaöi það þá. I ágúst 1973 lét Bhutto breyta stjórnarskránni á þann hátt, aö hann varö forsætis- ráðherra i hinni nýju stjórn sem þá var mynduö. ÞEGAR BHUTTO tók viö stjórn I Pakistan var efnahag- ur rikisins I rústum, enda haföi þjóöin þá staöiö I niu mánaöa borgarastriöi, sem kostaöi meir en milljón manns lifiö. Vegna aöskilnaöar Bangladesh haföi þjóöinni fækkaö um helming, þannig aö skuldabyrði Pakistans jókst hlutfallslega, svo ekki sé minnzt á landmissinn. En Bhutto virðist hafa tekizt furöulega vel aö glima viö efnahagslega vandamáliö. Þaö er þó ef til vill svo aöeins á yfirboröinu, þvi Pakistan hef- ur fengið mikla aöstoö erlendis frá. Miklu munar þar um lán og styrki, sem komu fra hin- um auöugu oliurikjum, sér- staklega tran og Saudi Arabiu. Þess veröur þó aö gæta, aö mikill hluti þess fjármagns hefur veriö notaöur til aö mæta auknum oliukostnaöi. Um fiórðungur útflutnings- tekna Pakistans mun fara i aö borga vexti og afborganir af lánum og munar um minna. En þrátt fyrir allt má ekki gleyma þvi sem Bhutto geröi Þarna faömar Bhutto aö sér einn af leiötogum stjórnarandstööunn- ar eftir aösamkomulag náöist milli þeirra fyrir skömmu. Þvi sam- komulagivar seinna hafnaö og þess vegna tók herinn völdin I sinar hendur. vel i efnahagsmálunum. Meö- al þess, sem hann lét fram- kvæma, var þjóönýting á flestum mikilvægustu iön- greinum áriö 1972, og svo á mörgum landbúnaöargreinum i júli I fyrra. EN OFBELDI og hryöjuverk hefur Bhutto ekki tekizt aö koma I veg fyrir. Hann reyndi aö handsama leiötoga stjórn- arandstööunnar, en þaö leiddi einungis til meiri mótstööu gegn honum. Eins og fyrr segir, er á huldu hvaö hershöföingjarnir ætla sér á næstunni. Ekki er þó óliklegt, aö þeir myndi stjórn skipaða foringjuin úr hernum og reyni siöan aö efna til frjálsra kosninga eftir aö and- rúmsloftiö hefur róazt. Spurningin er hvort Bhutto fær að taka þátt I þeim kosningum. MÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.