Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. jiilí 1977 15 Arnþrúður Gunnlaugs- dóttir Reynis F. 9. ágúst 1897 D. 25. júni 1977 i. Hin langa stund dauöastríðs þessarar dugmiklu og vel geröu húsfreyju er liðin. Fögnuðurinn yfir þvi, að hún er leyst frá þraut- um ólæknandi sjúkdóms, mildar og göfgar trega vina hennar. Fagur lifsdagur er setztur og þrestir hans dotta á laufgrænum meiðum umhverfis heimili hús- freyjunnar og biöa þess að nóttin liði og sólfagur ljómi nýs morguns breiðist aftur um himin- inn. Afram halda dagarnir, næturnarog lifðaðkoma ogfara. Er þetta endurnýjunarlögmál ekki dásamlegt, þrátt fyrir sárs- aukann? II. Arnþrúður Gunnlaugsdóttir var fædd aö Skógum i öxarfirði i Norður-Þingeyjarsýslu. Astin sem hún bar i brjósti alla ævi til æskustöðvanna, gerir eðlilegt að kenna hana við Skóga, þótt hún væri þaðan brottflutt fyrir löngu. Mikils er lika aö minnast um Skóga frá þeim tima, þvi þar var stórbýli, fjölmenni og rómað mannfólk. Foreldrar Arnþrúöar voru hjónin Anna Soffia Arnadóttir og maður hennar Gunnlaugur Björnsson bóndi i Skógum. Anna Soffia var fædd 19. júli 1869 að Ytra-Alandi i Þistilfirði, N-Þing. Foreldrar hennar voru Ami Björnsson frá Laxárdal i sömu sveitog Rannveig Gunnars- dóttir Sigurðssonar frá Skógum i öxarfirði. Arni og Rannveig fluttust snemma á búskaparárum sinum' vestur i Kelduhverfi, bjuggu þar á ýmsum bæjum i nokkur ár, unz þau 1884 byggðu upp jörðina Ytri- Bakka þar i sveit. Arni var annálaður dugnaðar og hagleiks- maður og á Ytri-Bakka reis fyrir- myndarheimili utan bæjar og innan. Börn Rannveigar og Arna voru umtöluð fyrir glæsi- mennsku. Þau voru sjö. Anna Soffia var sú þriðja i röðinni eftir aldri talið. Ólst hún upp i hópi systkina sinna viðmikla heimilis- menningu eftir þvi, sem þá var við komið þar i sveit. Hún var listvirk, bókelsk, fingerð en dug- leg, ósérhlifin og námfús. Hún giftist Gunnlaugi Björnssyni i Skógum 1. júli 1895. Hann var sonur Björns Gunnlaugssonar bónda þar, sem var sveitar- höfðingi. Gunnlaugur sonur hans, þótti mikill efnismaður. Anna Soffia og maður hennar áttu ætt saman (Dalsætt). Þeim fæddist dóttirin, Arnþrúður, 9. ágúst 1897. Ensá mikliharmur var að mæðg- unum kveðinn, að Gunnlaugur andaðist9. des. 1897,aðeins 23ára gamall. Þetta var örlagaviðburður. III. Anna Soffia héltáfram aö vera i Skógum um skeið með dóttur sina. Litla stúlkan skynjaði auð- vitað ekki fyrr en löngu siðar harmsefnið. Móðir hennar ól hana upp og veitti henni mikla umhyggju og ástúð. Arnþrúður var fallegt barn og vel gefið. Hún var fögur stúlka I sjón, eftirsótt og dáð. Heimafyrir og i nágrenni sinu lærði hún kvenlegar menntir til munns og handa eftir þvi, sem tilsögn var þar að fá. Tvisvar dvaldist hún i Reykjavik um tima, fyrst við hljóöfæraleiks- og músiknám, seinna við aö nema hússtjórn og listsaum. Fljótt verður yfir sögu að fara i stuttri dánarkveðju. Arið 1922, hinn 22. april, giftist Arnþníður — i óþökk ýmissa ungra manna — Einari J. Reynis eftirlifandi manni sinum, sem þá var einn af forystumönnum Ræktunarfélags Norðurlands. Kynni þeirra munu hafa orðið með fallegum rómantiskum hætti i sambandi við aöalfund Ræktunarfélagsins, sem þá var haldinn, sem iburðarmikil hátið i Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta var „ást við fyrstu sýn” og tryggðabönd ævilangt. Mannlifið sjálft getur stundum jafnvel farið fram úr beztu skáldum, er haft eftir Byron, ef ég man rétt. IV. Arnþrúður Gunnlaugsdóttir og Einar J. Reynis hófu sambúð sina á Akureyri. Þar áttu þau heima i 8 ár. Frá Akureyri fluttust þau búferlum til Húsavikur og bjuggu þar i 27 ár. Þaðan lögðu þau leið sina til Reykjavikur 1957 og hafa átt heima i höfuðborginni siöan. Þeim var f jögurra barna auðið, sem öll eru á lifi. Eru þau i aidursröð talin: 1. Anna Soffia, ekkja Benedikts Jónssonar, sem var endurskoö- andi hjá Samb. isl. samv.félaga. 2. Jósef arkitekt, kvæntur Astu Þórarinsdóttur. 3. Gunnlaug Majdis, gift Ölafi Sverrissyni útgeröarmanni i Grindavik. 4. Arnhildur Hólmfriður, giftist Hans E. Andersen skrifst.manni i Danmörku. Þau skildu. Hún er nú hjúkrunarkona i Reykjavik. Auk sinna barna ólu þau upp dótturdóttur sina Soffiu Ölafsdóttur. Tóku hana ársgamla i fóstur, vegna veikinda á heimiii hennar.Eru barnabörnin oröin 16 og þrjú barnabarnabörn. Niðj- arnir samtals 23. V. Ég hafði sama og engin kynni af Arnþrúði Gunnlaugsdóttur áður en hún tók sér bólfestu á Húsavik, og var orðin Arnþrúður Reynis, að visu heyrt hennar all- mikið getið og séð hana nokkrum sinnum. En á ekki fjölmennari stað en Húsavík var þá, fer ekki hjá þvi að fundum fólks beri saman. Við maður hennar, Einar J. Reynis, áttum allmikið saman að sælda, þurftum oft að hittast og komum þvi iðulega á heimili hvor annars. Við vorum að visu ekki flokksbræður i stjórnmálum. En vorum saman i sveitarstjórn, mörgum félagssamtökum og ótal nefndum. A heimilihans vargott að koma m.a. vegna viðmóts hús- móðurinnar, og framkomu við gesti. Ennfremur var heimilið aðlaðandi og menningarlegt að öllum búnaði. Meö konu minni og Arnþrúði tókst fljótt gott vináttu- samband, sem hélzt æ siðan. Nú, þegar ég leita orða til hinztu kveðju og lit yfir lifsferil þessarar úrvalskonu, finn ég ekki raunsannari likingarmynd til þess að túlka það, sem i huga minn kemur, heldur en hið marg- fræga erindi úr ljóði Bjarna skáldsThorarensens, — eftirmæli um látna höfðingskonu: „Þá eik I stormi hrynur háa hamra þvi beltin skýra frá, en þá fjólan fellur bláa falhð það engin heyra má, en angan horfin innir fyrst urtabyggðin hvers hefir misst.” Báðar aðalmyndirnar, sem skáldiö dregur á tjaldið: eikin sterka og fjólansmáa, litfagra og anganrika, — eiga að minu viti við, þegar Arnþrúöar Reynis er minnzt. Hún var hvort tveggja: eikin og fjólan blá. Hún veitti ást- vinum sinum staðfastan stuöning og óbrigðult skjól eins og stór- vaxin eik, — og umhverfi sinu fegurð og angan eins og fjólan. Svo mikil kona var hún. VI. Maður Arnþrúöar var oftlang- timum að heiman vegna atvinnu sinnar. Þá varð hún að vera bæði húsbóndinn og húsfreyjan. Henni varð ekki skotaskuld úr þvi. Heimilið var mikið sótt af gestum, þvi það var frændmargt og vinamargt. Þar voru lang- vistargestir, sem áttu dvalar- erindi til Húsavikur. Sama var uppi á teningnum, þegar Reynis- hjónin voru komin til Reykjavikur. Ekki mun alltaf hafa verið rúmt um hendur fjárhagslega, þvi misjafnlega áraöi. Þó var Einar jafnan úrræðagóður heimilisfaöir, — og stundum uppgripastór vegna verkhæfni sinnar og fjölvirkni. v A Húsavik voru umkomu- leysingar tiðir gestir i Reynishúsi og gerðust skjólstæðingar eikar- innar. Ekki spillti Einar fyrir þeim. Vinsældir Arnþrúðar urðu miklar á Húsavik. Sjaldan mun Arnþrúður hafa setið auðum höndum og það var eins og hún gæti alltaf á sig verkum bætt. Húsmóðurstörfin léku i höndum hennar. Hún var bæði mikilvirk og góðvirk. Auk þess var hún listvirk og skreytti heimili sitt eigin verkum og skartaöi þeim sjálf i klæöaburði. Ljúflyndi hennar og trygglyndi var þó hennar fegursta skart. Hún þotti fögur kona, og fegurð hennar var ekki yfirborðsleg. Einar J. Reynis var mikill hjálparmaður konu sinnar, þegar móöir hennar varö margra ára sárþjáður sjúklingur. Hann hefur mikla hæfileika til þess að hjúkra sjúkum og gerir ekkert enda- sleppt, sem hann tekst á hendur i þeim efnum. Sú umönnun, sem hann veitti tengdamóöur sinni, var frábær, og um leið var þetta konu hans, Arnþrúði, meiri og kærkomnari sambúðargjöf frá hans hendi en orð fá lýst. Um alltsemlaut að ræktarsemi við fjölskylduna voru þessi hjón samtaka i bezta lagi. Börn þeirra hafa margvislega notið þess. Fyrir nálega ári var Arnþrúöur skorinupp vegna innvortis meins. Eftir þaö kom hún ekki til heilsu. Var ýmist heima og naut nærfær- innar hjúkrunar manns sins eða hún var á sjúkrahúsum, þar sem hann vitjaðihennar. Sathjá henni löngum stundum og hélt i hönd hennar lengur en hún virtist skynja. Þannig eru þolgæöi hans. Þessi hálfniræði öldungur hefir með karlmennsku og hreysti staðiö af sér mörg áhlaup sjúk- dóma. Hann hefir ennþá fá- gætlega traust minni, kann vel að haga orðum i ræðu og riti, og horfir á mannlifið augum þess manns, sem a.m.k. seinnihluta ævinnar virðist hafa getað flest, sem hann reyndi, — ef ekki allt. Svo fjölhæfur er hann. Nú er hlutskipti hans sorgin eftir eikina og fjóluna, sem gæfan gaf honum eitt sinn og hann fékk ,að njóta i hálfan sjötta áratug — eða meira en hálfa öld. Hann er að visu alls ekki ein- stæðingur, en mikið er samt breytt — og misst. Ég og kona min þökkum Arn- þrúði Reynis fyrir samferðina. Við biðjum föður lifsins að blessa hina látnu konu og vera með ástvinum hennar. Við biðjum hann aö veita vini okkar, öldnu hetjunni Einari J. Reynis, sorgarþrek og endur- minningargleði. Karl Kristjánsson Hann fer á kostum sá blái Sterklegur á brún og brá öruggur traustur öflugur bQR f ÁRMÚLA 11 Traktorar Buvélar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.