Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. júlí 1977
13
hljóðvarp
Fimmtudagur
7. júlí
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
lO.OOtJ Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Árni Blandon les fram-
hald á „Staöföstum strák”,
sögu eftir Kormák Sigurös-
son (10). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriöa.
Viö sjóinnkl. 10.25: Guöjón
Armann Eyjólfsson kennari
talar um alþjóölegar sigl-
ingareglur: fyrri hluti. (Áö-
ur útv. i nóv. i fyrra). Tón-
leikar kl. 10.40Ú Morgun-
tónieikarkl. 11.00: Kenneth
Heath, John Churchill og St.
M artin-in-the-F ields-hl jóm -
sveitin leika Konsert i c-
moll fyrir selló, sembal og
strengjasveit eftir Vivaldi:
Neville Marriner
stj./Kammersveitin i Stutt-
gartleikur Concertino nr. 2 i
G-dúr eftir Ricciotti: Karl
Munchinger stj./Filhar-
móniusveitin i Vinarborg
leikur Ballettsvitu I fjórum
þáttum eftir Gluck: Rudolf
Kempe stj. /Eugene Ysaye
strengjasveitin leikur Con-
certo grosso fyrir tvær fiöl-
ur, viólu, selló, strengja-
sveit og fylgirödd nr. 12 I d-
moll „La Follia” eftir Gem-
iniani: Lola Bobesco stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar .
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Á frivaktinni
Margrét Guömundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miödegissagan: „Elen-
óra drottning” eftir Noru
Lofts Kolbrun Friðþjófs-
dóttir les þýöingu sina (16).
15.00 Miödegistónleikar Rom-
an Totenberg leikur meö
hljómsveit Rikisóperunnar i
Vin Rapsódiu nr. 1 fyrir
fiölu og hljómsveit eftir
Béla Bartók: Vladimir Gol-
schmann stj. Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins i
Moskvu leikur Sinfóniu nr. 1
I e-moll eftir Katsjatúrjan:
Alexander Gauk stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar
17.30 Lagiö mitt Sigrún Sig-
uröardóttir kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frettir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Fjöllin okkar Hjálmar
R. Bárðarson siglingamála-
stjóri talar um Drangajök-
ul.
20.10 Einsöngur i útvarpssal:
Ragnheiöur Guömundsdótt-
ir syngur lög eftir Sinding,
Sibelius, Cyril Scott og
Tsjaikovský. ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó.
20.35 Leikrit: „Snaran” eftir
Patrick Hamilton.býðandi:
Bjarni Guömundsson. Leik-
stjóri: Ævar R. Kvaran.
Persónur og leikendur:
Wyndham Brandon ... Er-
lingur Gislason, Rupert
Candell ... GIsli Alfreösson,
Kenneth Raglan ... Jón
Gunnarsson, Leila Arden ...
Margrét Guömundsdóttir,
Sir Johnstone Kentley ...
Steindór H jörleifsson,
Charles Granillo ... Hjalti
Rögnvaldsson, Sabot ... Jón
Aöils.
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöidsag-
an: „Sagan um San Mich-
ele” eftir Axel Munthe Þór-
arinn Guðnason les (7).
22.40 Hljóplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
23.30 Fréttir. Dagskrálok.
framhal’dssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
LÍKI OFAUKIÐ
— Þaö er undir ýmsu komið, sagði Milan.
— Hvar er Fran Riley?
Milan hlóð. — Ef ég vissi það, mundi ég að minnsta
kosti ekki segja þér það, Pug.
— Vinnurðu hjá Silone til að finna hana?
— Það hef ur Hiller greinilega sagt þér, svaraði Milan.
— Rétteinsog það að ég hafi verið hjá Kane í gærkvöldi.
Whiting neitaði því ekki, og Milan gerði sér grein fyrir
að Hiller var upplýsingalindin.
— Mér þykir ágætt að fá fréttir mínar staðfestar,
sagði Whiting.
— Já, viðurkenndi Milan. — Og nú langar mig til að
vita eitthvað um Polly Baird.
Whiting var þvi ekki mótfallinn. — Hún er dóttir Baird
gamla majórs og hún sér um vixlarastarfsemina í bæn-
um. Hún vinnur þar líka og mér skilst að hún sé hál í við-
skiptum.
— Sem sagt merkiskona, skaut Milan inn í....
— Að vissu leyti, leiðrétti Whiting. — Hún hefur nægan
tíma handa sjálf ri sér og notar hann til að komast að því,
hvaða skemmtun og ánægju hún getur fengið út úr líf inu.
Milan hafði lítil not fyrir konur, en hann minntist þess
ekki að hafa nokkurn tíma talað um neina þeirra í þess-
um tón. Hann sagði: — Hvaða ánægju?
Hann f ann að Whiting var á verði, þegar hann svaraði,
eins og hann hefði á tilfinningunni, að hafa gengið of
langt. — Ja, til dæmis að láta sjá sig með hnefaleikurum
og öðrum hörkutólum sagði hann.
Þetta nægði Milan ekki, en hann vissi að það var von-
laust að pressa Whiting. — Var hún ástfangin af Neil-
son? spurði hann.
— Ég býst við þvú Að minnsta kosti, þegar hún giftist
honum.
— Ég átti-við núna, sagði Milan óþolinmóður.
— Þaðefastég um, svaraði Whiting. Hann bætti við: —
Og að líkindum er hún heima við þessa stundina. Aðstoð-
armenn hennar geta séð um f yrirtækið og stundum sef ur
hún þó heima hjá sér. Hann hló lágt og Milan geðjaðist
alls ekki að hlátrinum. — Allt í lagi, sagði hann.
— Ekkert að þakka, sagði Whiting glettnislega. — Þú
þarft hvort sem er að borga f yrir það allt að lokum.
Baird-húsið var gamalt og stóð í svolítlum halla
við Washington-vatn. Milan ók upp afleggjarann, sem
var glæsilegur og hringdi dyrabjöllunni. Þjónn kom til
dyra og Milan rétti honum nafnspjald sitt.
Áþvístóð: Rick Milan, einkalögreglumaður. Sérgrein
tryggingakröfur. Hann komst inn.
Polly Baird tók á móti honum í litlu herbergi við skál-
ann á efri hæðinni. Hún var klædd öklasíðum morgun-
slopp, afar skrautlegum. Hún var smávaxin kona, dökk-
hærð og hrokkinhærð, og andlitið var slétt með stórum,
kringlóttum augum, sem gerðu það að verkum að hún
liktist helzt brúðu.
Hún sýndi svo sannarlega engin sorgarmerki, hugsaði
Milan. Ekki einu sinni merki um þetta venjulega áfall,
sem fólk verður fyrir, þegar það missir einhvern góð-
kunningja. Polly Baird vísaði honum á lítinn sófa, en
þaðan var útsýni yf ir vatniðog settistsíðan við hlið hans.
— Ég býst við að þú sért komin vegna gærkvöldsins?
— Ég er kominn vegna Neilsons. Hann var tryggður.
— Hjá hvaða félagi? Spurði hún hvasst.
Milan lét sem hann heyrði það ekki. — Veit ekki, ég
kom bara vegna Neilsons. Þú verður að svara spurning-
unum.
Hún hló og virtist skemmta sér. — Þú ert ekkert blá-
vatn verð ég að segja. Ég kann vel við svona menn og
líka harða menn,stóru augun stækkuðu enn. Hún hallaði
sér fram, svo sloppurinn féll þétt að henni og af hjúpaði
línurnar. Milan sá hvaða aðferð hún hugðist nota og
geðjaðist ekki að henni.
— Var Neilson harður? spurði hann. Hann kveikti í
sígarettu, meðan hann beið eftir viðbrögðum af ein-
hverju tagi.
— Nú ertu gróf ur, sagði hun og það vottaði f yrir reiði í
röddinni.
— Nei, sagði Milan. — Ég þarf bara að vita eitthvað
um hann.
— Og neyðist ég til að segja þér það?
Hún var á verði. Milan blés frá sér reykskýi. — Alls
ekki sagði hann. — En ég þarfnast upplýsinganna.
Hún hallaði sér afturábak. — Haltu áfram, sagði hún.
Milan velti fyrir sér, hvort þetta ætlaði að verða jafn
auðvelt og útlit var fyrir. Hún hafði veitt samþykki allt
of fljótt þegar hann hugsaði til þess að fyrir andartaki
hafði hún barizt gegn honum.
— Mig langar að vita eitthvað um f ortíð hans.
— Ja, svaraði hún. — Larry var bara náungi, býst ég
við. — Pabbi hans átti dálítið af peningum og það var
auðvelt fyrir hann að komast gegnum skólann og fá
starf hjá lögfræðifyrirtækinu. Einhverntíma á siðasta
ári hitti hann Fran Riley og fór að gera sig að fifli....
karlmenn gera það gagnvart konum er það ekki?
Stóru augun hlógu að honum. — Sumir gera það, sagði
hann. — Aðrir ekki. En það er ekki það sem ég hef áhuga
á að vita. Var hann sníkjudýr eða einn af þessum hetj-
um, sem aldrei beita minnsta ranglæti?
— Nú ertu að gera grín að mér, sagði hún ásakandi.
— Bara af því að þið voruð gift, þarf það ekki að þýða
að þið haf ið elskað hvort annað. Svona undir það síðasta,
bætti hann við.
Hún andaði djúpt og hægt að sér. —- Nei ekki í langan
tíma. Hún hallaði sér áfram og litla andlitið lýsti sterk-
um tilf inningum. — Hann var ágætis náungi, þangað til
hann fór að spila f járhættuspil.
— Var það þegar hann hitti Fran Riley?
— Það held ég ekki. Spilaf íknin á mikla sök á því, sagði
hún og virtist meina það.
— Já, en þú varst með honum f gærkvöldi, sagði Milan.
----Ég var ekki á höttunum ef tir honum, ef þú átt við
það, svaraði hún. Hún hallaði sér aftur á bak, róleg á
svip. — Við héldum áfram að vera vinir.
— Þú reyndir sem sagt ekki að fá hann aftur?
— Ég myríi hann ekki, sagði hún. — Það gerði Fran
Riley.
— Frammi fyrir vitnum, bætti Milan við. — Ég veit
það. Hvernig stóð hann f járhagslega?
— Hann virtist eiga nóga peninga, flýtti hún sér að
segja, ef til vill of mikið. — ÉG hélt ekki bókhaldið hans.
Milan lét sem hann heyrði ekki kaldhæðnina og beið
eftir að hún bætti einhverju við. — Hann átti prýðilega i-
búð, sagði hún.
— Átti hann nóg til að hætta í spilum?
— Á nokkur það?
Milan óskaði að hún vildi svara honum beint. Hann
sagði. — Spilaði hann alltaf í klúbbnum hjá Silone?
— Ekki alltaf, svaraði hún. — Hann umgekkst Roy
Hiller. Þeir komu líka til Max Kane.
— Hefur hann farið með þig þangað?
— Nokkrum sinnum svaraði hún. Hún var róleg núna
og Milan hafði á tilf inningunni, að hún væri örugg. Hann
velti fyrir sér, hvers vegna hún hefði verið óörugg áðan.
— Finnst þér ekki skrýtið, sagði hann, — að Neilson
skyldi spila hjá Kane, þegar vinkona hans starfaði fyrir
Silone?
„Þaö er sápubragö af öllu.”
„Gettu hver sagöi ljótt i
dag...”
DENNI
DÆMALAUSI