Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.07.1977, Blaðsíða 20
/fgga<$> í Nútima búskapur þarfnasf BHUER haugsugu^xjU („J jj IfcWWÍ V19S23 HREVFttl Fimmtudagur 7. júll 1977 Auglýsingadeild Tímans. Sími 8 55 22 Heildverilun Slðumúla J Slmar 85494 1 »5295 KEA yfirtekur rekstur Kaupfélags Vá c_p ovlr í a vít —— döfinni i mörs ár. Þa^s^n vnk- Kás-Reykjavik. Aðalfundurinn i vor var mjög fjölsóttur, og var samþykkt einróma með 138 atkvæðum, að óska eftir sameiningu við Kaupfélag Eyfirð- inga, eða nánara sam- starfi á annan hátt. Ég er mjög ánægður með þessa þróun, sagði Ármann Þórðarson kaupfélagsstjóri á ólafsfirði er Timinn átti tal við hann út af fyrirhugaðri samein- ingu kaupfélaganna. Nú eru i gangi samningaviö- ræður, og eru þær langt komn- ar. Þetta er svo sem ekki nýtt af nálinni, heldur hefur þaö veriö á mörg; ir fyrir okkur er aö skaffa félagsmönnum okkar betra vöruúrval og þjónustu, en KEA getur boðið hagstæðara verö en viö teljum okkur fært. Astæöan er sú, hve óhagstætt er fyrir svona litil félög aö liggja lengi meö miklar vörubirgöir. þegar hliösjón er höfö af rlkjandi vaxtakjörum. Verzlunin veröur aö geta oltiö hratt áfram. Þetta eraftur á móti hagstæðara fyrir stærri verzlunarheildir og þeir geta meö minni fyrirhöfn veitt svipaöa þjónustu og viö gerum nú. Þá er réttaö minnast á slátur- húsiö, sem viö höfum rekið und- anfarin ár á undanþágum, sem aö öllum likindum fæst ekki framlengd. Vinnsla mjólkur hefur dregizt saman hér á Ólafsfiröi þegar einn af aöal- framleiöendunum hætti meö kýr, en þá minnkaöi framleiösl- an um 1/4, þannig aö grundvöll- um mjólkurframleiöslunnar veiktist til muna. Aö auki er • Aðalgatan á Ólafsfiröi, til hægri má sjá hús kaupfélagsins. flutningskostnaður mikill. Aö lokum sagöi Armann, aö hann teldi aö byggöimar viö Eyjafjörö ættu aö standa sam- an, og mynda sterka heild en það kæmi ibúunum aftur til góöa. Mánadarlegt launauppgjör — aðalkrafa sjámanna KEJ-Reykjavík — Mér finnst hreint sjálfsagt að sjómenn eins og annað starfsfólk fái sín laun eða aflahlut gerðan upp mánaðarlega, sagði Öskar Vigfússon, formaður Sjó- mannafélagsins í viðtali við Tímann í gærkvöld. Hann var þá að fara á boðaðan sáttafund sem hófst kl. 9 í gærkvöldi, ásamt öðrum fulltrúum sjómanna og fulltrúum Landssambands íslenzkra útvegsmanna. í gær- morgun kl. hálf sex lauk öðrum sáttafundi, sem staðið hafði frá því kl. 2 daginn áður og er svo að sjá að einhver hreyfing sé komin á sjómanna- samningana. Sagöi Óskar að þessi krafa sjó- manna um mánaöarlegt uppgjör kauptryggingar eöa aflahluts sé önnur aðalkrafa sjómanna og framgangur hennar skilyröi þess aö samningar takist. Hann sagöi, aö raunar væri ekki enn fariö að ræöa önnur mál, en áleit aö samningar tækjust þegar þessi þröskuldur yröi yfirstiginn. Benti Óskar á, aö samkvæmt könnun Þjóöhagsstofnunar hafi þessi breyting mun minni útgjöld i för með sér fyrir útgeröina en reiknað heföi veriö meö, þar sem launagreiöslur mundu aöeins hækka um 2,8% að jafnaöi. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIO vildi ekki láta hafa neitt eftir sér I gær um samningana, annaö en þaö aö hann vonaði aö áframhaldandi fundarhöld mundu hafa einhverj- ar niöurstöður i för meö sér,en tók þaðfram aö alltaf geti hlaupiö einhver snuröa á þráöinn. Þannig veröur landinu skipt I björgunarumdæmi. Bj örgunarsveitir SVFÍ orðnar 88 — unnið að skiptingu lands- ins i björgunarumdæmi MÓL-Reykjavík. Björgunarsveitum Slysa- varnafélags íslands hef- ur f jölgað um 9 á s.l. ári og eru þær nú orðnar 88. Jafnframt hefur tækja- búnaður björgunarsveita félagsins verið aukinn og bættur. Þá hefur verið unnið að skiptingu lands- ins í björgunarumdæmi, en það mál hefur verið alllengi í undirbúningi hjá félaginu. Hafa þegar verið stofnuð nokkur um- dæmissamtök björgunar- sveita og umdæmisstjór- ar í þeim kjörnir. Þetta kom m.a. fram i skýrslu forseta félagsins, Gunnars Friörikssonar, á aöalfundi Slysavarnafélags Islands, sem var haldinn i Nesjaskóla i Hornafiröi helgina 25.-26. júni s.l. Þá kom einnig fram, aö nú eru þeir allir tryggöir sem skráöir eru meölimir björguna- sveita SVFI og aðrir sem skráöir eru og taka þátt I björgunarstörfum og æfingum á vegum þess. Nær tryggingin til slysa sem hinir tryggöu kunna aö veröa fyrir viö æfingar og björgunarstörf i þágu björgunarsveita sinna og SVFI. A fundinum fluttu einnig skýrslur þeir Hannes Þ. Haf- stein, framkvæmdastjóri félagsins og Óskar Þór Karls- son, erindreki þess. Þá voru og flutt erindi um ýmis slysavarna- og björgunarmál og fjölmargar ályktanir geröar. Þeir Þórður Jónsson hrepp- stjóri á Látrum og Bergur Arn- björnsson, fyrrverandi bifreiöa- eftirlitsmaöur á Akranesi, voru kjörnir heiöursfélagar SVFI á fundinum. Þóröur var i aöal- Framhald á bls.5 Bæjarstjórn Seyðisf jarðar: Mótmælir tilflutn- ingi umdæmisstjóra — Pósts- og sima yfir til Egilsstaða Gsal-Reykjavík — Bæjar- stjórn Seyðisfjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirhuguðum tilflutningi á stöðu umdæmisstjóra Pósts- og síma á Austur- landi. Umdæmisstjórinn hefur setið á Seyðisfirði, en samgönguráðherra hef- ur ákveðið að nú verði hann fluttur yfir til Egils- staða. Bæjarstjórnin mót- mælir ennfremur þeim starfsaðferðum, sem yfir- stjórn Pósts- og síma hefur viðhaft í þessu máli. 1 ályktuninni segir: — Þaö hljóta að teljast i hæsta máta ólýðræöisleg vinnubrögð, þegar tilflutningur rikisstofnana er ákveöinn án samráös eöa álits hagsmunaaöila eöa hagsmuna- samtaka, i þessu tilfelli Samband austfirzkra sveitarfélaga og Seyöisfjaröarkaupstaöar. Segir bæjarstjórnin aö ekkert þaö hafi nýlega gerzt i samgöngu — eöa tæknimálum Pósts- og sima, er réttlæti þá breytingu sem nú sé fyrirhuguð. Bæjarstjórnin varar siðan al- mennt viö þeirri „öfugþróun að ætla rikisstofnunum og embættis- mönnum aðsetur og starfsvett- vang i einu sveitarfélagi fremur en öðru”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.