Tíminn - 13.09.1977, Síða 8
8
Þriðjudagur 13. september 1977.
Tíminn heimsækir Hvammstanga
Miklar byggingarframkvæmdir standa núyfirá Hvammstanga. Hér má sjá nokkur af þeim nýju
ibúðarhúsum, sem þar eru I byggingu, enfyrir enda götunnar sést frystihús Kaupféiags Vestur-
Húnvetninga. Þaö hús verður tekið I notkun i haust en i framtfðinni er ráðgert að byggja slátur-
hús I tengslum við það.
Hestamennska er vinsæit sport á Hvammstanga, sem vfða ann-
ars staðar. Búiö er að skipuleggja hverfi fyrir hesthús fyrir ofan
þorpið og þar eru menn að byggja yfir reiðskjótana. Einnig eiga
nokkrir þorpsbúa kindur,
Nýlega var 13001estum af oliumöi skipað á land á Hvammstanga. Mölinni var I fyrstu ckiö i haug
á hlaði félagsheimilisins, en á næstu dögum verður oliumöiin lögð á götur þorpsins.
Veriðer að undirbyggja Hvammstangabrautina undir siitiag, en oliumöl verður lögð á Hvammstangabraut og Höfðabraut á
þessu hausti.
Svarta byltingin hafin
á Hvammstanga
MÓ-Sveinsstööum — A
Hvammstanga fjölgaði ibúum
um 10% á siðasta ári og átti
þorpiö þá landsmet i fólksfjölg
un. A þessu ári er enn útlit fyrir .
mikla fjölgun Ibúa.en 1. des. sl.
voru ibúar 465. Miklar
framkvæmdir standa yfir I
þorpinu. M.a. er unniö að þvi að
leggja bundið siitlag á götur og
byggja búningskiefa viö
væntanlega sundiaug og
Iþróttahús. Um 45 hús eru þar I
byggingu á ýmsum byggingar-
stigum, og áform eru um að
byggja heilsugæzlustöö. Þá er
þar að færast lif I útgerðarmál
eftir margra ára ördeyöu, og
þegar við vorum á ferð á
Hvammstanga nýlega var verið
að búa bátinn Glaö á neta-
veiðar. Sá bátur ásamt öðrum
hefur stundað færaveiöar á
HUnaflóa I sumar og aflaö all-
vel.
Það var því mikið um að vera
þennan dag sem við stönzuðum,
ogfáir, sem gáfu sér tima til aö
- íbúum f jölgaði um 10% sl.
ár f jölmargar framkvæmdir
eru þar í gangi. Knýjandi
nauösyn að byggja heilsu-
gæzlustöð og ýmis áform
um að efla atvinnulífið
helzta, og fyrst var farið niður á
bryggju og litið á hafnar-
framkvæmdir. — Þessar
framkvæmdir hafa tekizt mjög
vel, sagði Þórður, og höfum við
nú fengið ágæta höfn sem
fullnægir okkar þörfum. Hér
hefur á undanförnum árum ver-
ið framkvæmt fyrir um 80 millj.
kr. Að vísu er höfnin full grunn
og höfum við mikinn hug á að fá
dýpkunarskipiö Gretti til að
koma hér við i sumar og dýpka
meðfram gömlu bryggjunni.
Fimmtán ár á
undan áætlun
— Þær eru oft skrýtnar þess-
ar áætlanir, sem veriö er að
gera, sagði Þórður. T.d. var
áætlað árið 1971 að ibúar
Hvammstanga yrðu 465 áriö
1992. Þessi áætlun var byggð á
þeirri fólksfjölgun, sem hér
hafði orðið á næstu árum á und-
an. En nú er fbúafjöldinn
kominnupp i þessa tölu og enn
fjölgarhér fólki.Hingað vill fólk
fiytja viðs vegar að og hér er
nógatvinna fyrir alla. Húsbygg-
ingar eru miklar og mikil verk-
efni hjá sveitarfélaginu að gera
lóðir byggingarhæfar. Og við
Þórður ókum útínýja hverfið út
og upp af gamla þorpinu sem i
daglegu tali Hvammstangabúa
er kallað Breiöholt. Þar er hvert
nýja húsið að risa eftirannaðog
fjöldi manns var þar við vinnu,
ýmist við að byggja hús, leggja
rafmagn, eða annað sem ný
byggð þarfnast.
tþróttavöllur og
útivistarsvæði
Uppi i Kirkjuhvammi er verið
að byggja iþróttavöll. Vallar-
gerðinni miðar vel áfram og er
nú búið að undirbyggja völlinn
undir slitlag. Ekki er þó ljóst
hvort það verðurlagt á fyrren á
næsta ári.
I Kirkjuhvammi er ákjósan-
legt útivistarsvæði. Þar héldu
Húnvetningar þjóðhátið sina ár-
ið 1974 og var þar mikill fólks-
fjöldi. Hugmynd Hvamms-
tangabúa er að þar verði úti-
vistarsvæði i framtiðinni og nú
þegar er svæðið allmikið notað
fyrir tjaldstæði.
Miklir möguleikar
i útgerðinni
Eftir að hafa ekið um staðinn
með sveitarstjóra og tekið
myndir var haldið heim til
Brynjólfs Sveinbergssonar odd-
vita. Brynjólfur stjórnar
Mjólkursamlagi Kaupfélags
Vestur-HUnvetninga og Kaup-
félags Hrútfirðinga, en auk þess
er hann mjög virkur i útgerð
sveitarstjórinn, og við munum
halda áfram á næstu árum,
enda má segja að göturnar séu
hér oft á tiðum ófærar bílum
vegna þess hve holóttar þær
eru.
Þórður bauðst til að aka með
okkur i bæinn og sýna okkur það
'■: ':■ '
rabba við blaðamenn. Þó fór
ekki svo að einn og einn gæfi sér
ekki tima til að spjalla stutta
stund, en fyrstan manna rák-
umst við á sveitarstjórann,hann
Þórö Skúlason, sem stóð úti á
plani við félagsheimilið og virti
fyrir sér „fjall” eitt mikið, sem
verið var að gera á plani félags-
heimilisins. Nánar tiltekiö var
þetta „fjall” 1300 lestir af olíu-
möl, sem kom með skipi til
Hvammstanga og var ekiö i
haug á hlaði félagsheimilisins.
Þessa dagana er verið aö leggja
siðustu hönd á undirbyggingu
gatnanna og leggja á oliumölina
á tvær götur nú i sept.
Það er Hvammstangabrautin
og Höföabrautin, sem verða
lagðar slitlagi i þessum fyrsta
áfanga. — Já, svarta byltingin
hefur hafiö innreið sina, sagöi
Umsvif Vegagerðar rikisins á Hvammstanga hafa aukizt mjög siðustu árin. Þar hefur vegagerðin byggt yfir starfsemi sina og
þar eru margir menn I fastri vinnu árið um kring. t sumar vinnur brúavinnuflokkur frá Hvammstanga að þvi að bveeia brú vfir
Gljúfurá, sem er á sýslumörkum milli Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Yfirsmiður er Guðmundur Gislason. A vetrum vinna
menn undir hans stjórn að þvi að byggja vinnuskúra heima á Hvammstanga.