Tíminn - 13.09.1977, Side 10

Tíminn - 13.09.1977, Side 10
10 mmm Þriðjudagur 13. september 1977. Kristinn Björnsson sálfræB- ingur spyr þessarar spurningar ITimanum þann 30. júll sl. Þar sem þessi spurning hefur brunniö á vörum margra um skeiö, var ég aö vona, aö grein Kristins gæti oröiö upphaf aö skynsamlegri umræöu um launamál, en sú hefur ekki oröiö rauniná núl nærri hálfan annan mánuö, enginn hefur oröiö til þess aö gefa nokkur svör viö spurningu Kristins. Ég sé þvi ástæöu til þess aö gefa þau svör, sem ég veit sönnust og réttust, og vænti þess, aö aörir mér hæf- ari menn fylgi I kjölfariö. Kristinn segir I grein sinni: ,,Þaö er staöreynd aö laun flestra starfsstétta eru u.þ.b. helmingi lægri en á Noröurlönd- um” og réttilega finnst honum ástæöa til þess aö fá á þvi skýr- ingu, þar sem munur á þjóöar- tekjum hér og á Noröurlöndum ermiklu minnien þessunemur. Þessi staöreynd Kristins er byggö á tölum frá þvl fyrir slö- ustu kjarasamninga og mun ég þvi nota þá viömiöun hér á eftir, enda réttmætt. Hún er byggö á þvl aö almennasta timakaup verkafólkssé436krónureöa þar um bilogáþann mælikvaröa er það vissulega staöreyndaö laun á Noröurlöndum geta veriö allt að helmingi hærri eða jafnvel meira. En það eru til fleiri stað- reyndir. önnur staðreynd er til dæmis að á meðan laun- in voru 436 krónur skv. dag- vinnutaxta var meðal- greiðsla atvinnurekandans nálægt 830 krónum fyrir unna klst. Þessi mikli munur stafar af tvennu, annars vegar mikilli eftirvinnu, sem greidd er meö hærra kaupi og hins vegar af þróun, sem orðið hefur I gerð kjarasamninga, þeas. stöðugt aukinni áherzlu á sérkröfur. En sérkröfur er þaö kallaö þegar gerðar eru kröfur um laun fyrir eitthvaö allt annaö en vinnu. 1 öllum kjarasamningum undan- farinna ára hefur aöaltiminn farið I samninga um sérkröfur, stundum mánuöum saman. Þaö er þvi ljóst aö það er stefna aö taxtakaup skuli lækka sem hlut- fall af heildarlaunagreiðslum. Þriðja staöreyndin er svo sú að launakostnaður á framleidda einingu er sízt lægri á Islandi en á hinum Noröurlöndunum, t.d. var heildarlaunakostnaöur i færeyskum fiskiönaði áriö 1975 litils háttar lægri en i islenzkum fiskiönaöi, reiknaö sem hlutfall af framleiösluverömæti. Oft og tiöum er launakostnaöur á framleiöslueiningu mjög veru- lega hærri hér á landi en á Norðurlöndunum, en einnig er til dæmi um að hann sé lægri. Þessar staðreyndir má setja upp I hlutföll, en það ber aö hafa rikt I huga aö þaö er engan veg- inn vandalaust aö finna saman- buröargrundvöll, þar sem launakjör eru ákaflega misjöfn á Noröurlöndunum, bæöi á milli landa og innan einstakra landa, t.d. eru laun i Osló uþb. 10% hærri en annarsstaðar iNoregi. Munur er á launum karla og kvenna innan sömu starfsstétt- aro.s.frv.Spurning er hvernigá aö vega kjarasamninga saman til þess aö fá réttmeöaltal, á t.d. aö gera þaO meö tilliti til þess hve margir njóta hverra samn- inga, eöa á aö finna meðaltal i hverju landi og leggja meöaltöl- in saman og deila I meö fjölda landanna. Hvernig á að vega islenzka kauptaxtann, sem er þannig samsettur: Kauptaxtinn + 10% + 10% + 10% + 15%? Og margar fleiri spxirningar koma upp. Þær samanburöartölur, sem ég set upp hér eru byggöar á þvi efni, sem ég hef getað út- vegaö mér og lagt mat á. Samanburöurinn er þessi: Kauptaxtar á Islandi eru 45-60 á móti 100 á Norðurlöndum. Greidd vinnulaun á unna klst. ásamt sérkröfukostnaöi 60-130 á móti 100 á Noröurlöndunum. Viö þetta má svo bæta fjóröu staö- reyndinni: Heildarlaun meö launakostnaði og yfirvinnu er 60-120 á móti 100 á Norðurlönd- unum. 1 ofannefndum dæmum er einungisfjallaö um verkafólk og iðnaðarmenn og laun vegna ótímamældrar ákvæöisvinnu eru felld undan svo og laun fyrir timamælda ákvæöisvinnu umfram 100% afköst. Launa- greiðslum viö virkjunarfram- kvæmdir hér á landi er einnig sleppt, þar sem þær eru ofan viö minn skilning. Ég vona að þessi stutti samanburður nægi Kristni og öðrum þeim, sem áhuga kunna að hafa, til þess aö gera raun- hæfan samanburð á launum og þjóðartekjum Islands og Norðurlanda, aö svo miklu leyti, sem laun og þjóöartekjur veröa bornar saman. Þaö er að minnsta kosti þarflaust að gera þvi skóna aö meiri hagnaöar veröi eftir i fyrirtækjum hér á landi. Þvi er einmitt þveröfugt fariö, eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á, og er þaö til stórtjóns fyrir báöa aöila, fyrir- tækin og starfsfólk þeirra. Þóer það aö sjálfsögöu svo aö i þeirri veröbólgu, sem hér er, verður hagur fyrirtækja alltof misjafn og alltaf kunna aö verða ein- hverjir, sem ná til sin óeölilega góöum hlut, en þaö breytir ekki heildarmyndinni, þvl aö grund- völlur atvinnuveganna er ávallt reiknaöur á meðaltali. Þaö er ljóst aö ofannefndum staöreyndum aö þaö er löngu oröið timabært fyrir samtök vinnumarkaösins og raunar rikisvaldiö einnig aö taka vinnumálin til gagngerörar endurskoöunar. Þaö er ljóst aö það getur orðiö allt aö helm- ingsmunurá launatekjum innan sömu starfsgreinar, eftir þvi hvernig menn eru settir meö að ná sér i yfirvinnu og sérkröfu- tekjur. Þaö er ljóst aö stefna veröur aö þvi aö jafna þann mismun. Þaö er löngu orðið timabært aö taka þaö til athujg- unar hvort ekki sé rétt aö yfir- vinna hverfi úr sögunni, amk að mestu leyti, og aö tekjur manna innan hverrar starfsstéttar veröi sem jafnastar án tillits til þess á hvaöa tima sólarhrings unniö er. Þar sem unnið hefur verið af mestri alvöru að þvi að bæta efnaleg kjör manna hafa skap- azt ákveðnar verkreglar I gerð kjarasamninga. Þær verkregl ur hafa sannanlega ekki verið fólgnar i þvi aö ata visemjendur sina auri I fjölmiölum, heldur i hinu aö setzt hefur veriö niður og fjallaö um hvernig auka mætti framleiðni atvinnuveg- anna. Báöir aðilar samning- anna hafa I raun sama mark- mið: Hvernig greiöa megi sem hæst laun án þess að hag at- vinnufyrirtækjanna sé stefnt i voða. Vissulega eru oft deildar meiningar um þaö hvar þau mörk séu og utanaðkomandi breytingar á efnahagsskilyrð- um valda oft erfiöleikum, en það breytir ekki heildarmark- miðum. Smátt og smátt hafa skapazt reglur um hvað sé hæfilegt vinnuálag, sem báöir aðilar reyna að tryggja aö sé fylgt. Einnig hafa skapazt regl- ur um hvernig staöiö skuli aö rannsóknum á þvi hvernig af- köst skuli aukin án þess að vinnuálag aukist. Reglur um vinnuálag eru nokkuö mismunandi eftir lönd- um. T.d. er vinnuálag nokkru meira i Bandaríkjunum og Þýzkalandi en á Noröurlöndum að Sviþjóö frátalinni. En I Svi- þjóö getur vinnuálag veriö mis- munandi og er stundum samiö um þaö sérstaklega á vinnustað. 1 Bretlandi er vinnuálag hins vegar lægra en á Noröurlönd- um. Þegar Islendingar fóru að huga aö þessum málum fyrir tæpum tveimur áratugum varö þaö úr aö leita fyrirmynda i Noregi. 1 framhaldi af þvi fóru fram mjög umfangsmiklar vinnurannsóknir 1 frystiiönaðin- um og teknar voru upp bónus- greiðslur i nokkrum frystihús- um fvrir afköst umfram 100% á norskan mælikvaröa. Siðan hafa bónusmálin þróazt áfram og bónuskerfi veriö tekiö upp i æ fleiri frystihúsum og þaö hefur veriö samiö um aö bönus- greiðslur hefjist viö 67% afköst, eöa við tvo þriöju af normalaf- köstum. Þaö er margt sem bendir til aö þaö sé rétt mat á aðstæðum aö láta bónusgreiöslur hefjast viö svo litil afköst. Aö vinnuálag hér sé I raun ekki langt umfram tvo þriöju af norskum normal- afköstum. Þvi hefur raunar ver- ið haldið fram aö þaö sé eölilegt aö vinnuálagiö sé minna hér, þar sem þaö sé nauðsynlegt Arni Benediktsson. vegna hinslanga vinnutima. Ég vil nefna tvö dæmi sem viröast staöfesta aö vinnuálagið sé ein- hvers staöarum þetta bil. Fyrra dæmi: Fyrir alllöngu hófst I Þýzkalandi framleiösla á vél, sem hefur reynzt hiö mesta þarfaþing hér á landi. Þegar þessi vél kom á markaöinn var strax hafizt handa um aö fá hana hingaö til lands og voru sendir menn til Þýzkalands til þess aö kynna sér notkun henn- ar og einnig fylgdust þýzkir sér- fræöingar meö uppsetningu fyrstu vélanna hér og kenndu notkun hennar. í Þýzkalandi unnu þrir menn viö vélina og náöu hámarksafköstum út úr henni. Þaö varö strax ljóst hér að þaö þyrfti fjóra menn viö vél- ina og brátt kom þaö I ljós að til þess aö ná hámarksafköstum til langframa varö aö bæta fimmta manninum viö og þannig er þaö I dag. Seinna dæmiö: Akveöið var aö flytja verkefni, sem unn- iö hefur veriö i Bandarikjunum hingaö heim. Verkfræöingur, sérmenntaöur i vinnuskipu- lagningu, dvaldist um mánaöarskeiö i Bandarikjunum til þessaö kynna sér fyrirkomu- lag allt viö vinnsluna, vélanotk- un og afköst. Siöan voru keypt nákvæmlega sams konar tæki til vinnslunnar og þeim komiö fyrir á sambærilegan hátt hér. Þaö er skemmst frá að segja aö afköst hafa aldrei fariö upp fyr- ir 60% af þvi sem þau voru i Bandarikjunum. Við þetta má svo bæta þvi, sem alkunnugt er að hér eru gerðir kjarasamningar um að tveir menn skiptist á um að stjórna vélum, sem einn maður virðist geta stjórnað i öðrum löndum. Það staðfestir þetta ennfremur, að þegar ákvæðis- vinna er tekin upp á tslandi auk- ast afköstin á skömmum tima um 50-60% og þaðan af meira, en i Sviþjóð þar sem ákvæðis- vinna er mjög útbreidd, eru af- köst i ákvæðisvinnu 10-11% meiri en i timavinnu. Það fylgist jafnan að, að þar sem nýting vinnutima er bezt, þar eru greidd hæst laun. 1 þró- uðustu iðnaöarrikjunum er það svo aö starfsfólk er skil- yrðislaust tilbúið að hef ja vinnu um leið og vinnutimi hefst og enginn leggur frá sér verk fyrr en að vinnutima er að fullu iok- iö. Hér á landi hafa yfirleitt myndazt aörir siðir. Það er mjög algengt aö fólk fer ekki að búa sig til vinnu fyrr en vinnu- timi er hafinn, bætir nokkrum minútum viö kaffi- og matar- tima og leggur frá sér verk 10-15 mínútum áður en vinnuti'ma lýkur. Lausleg athugun, sem ég gerðiá þessu áriásamtfleirum, sýndi að mjög mikill mismunur er á notkun vinnutima eftir starfsgreinum. Meöaltal greiddra vinnustunda verka- fólks og iönaðarmanna er um 52 klst. á viku. Hins vegar viröist aö nýttar vinnustundir séu al- mennast á bilinu frá 42-45 klst. á viku, og eru þá kaffitimar ekki taldir til nýttra vinnustunda. 1 einstaka tilfellum virðist nýting vinnustunda vera miklu minni, allt niður i 30 klst. Af þvi sem hér aö framan hef- ur verið sagt má ætla að þaö sé engin goðgá aöláta það i ljós að hægt sé að ná þvi marki að launakjör hér á landi geti orðið svipuð og á hinum Norðurlönd- unum án teljandi yfirvinnu og að verð á þjónustu geti jafn- framt lækkað. Þaö hefur sýnt sig aö flestir þeir Islendingar, sem farið hafa til starfa á Norðurlöndunum hafa átt auð- velt með að aðlaga sig breyttri vinnutilhögun og auknu vinnu- álagi, þó að visu séu allmargar undantekningar frá þvf. Einnig hefur þaö sýnt sig aö þaö fólk, sem hefur unniö i bónus hér á landi, þolir yfirleitt vel að halda að staðaldri afköstum umfram 130%, þó aö frá þvi séu einnig undantekningar. Ég hygg þvi að ef við i raun viljum feta i fótspor annarra Norðurlandaþjóöa um vinnu- tima, afköst, laun og fram- leiöslukostnaö, þá sé það ekki margra ár verk aö koma þvi i kring. En til þess að svo megi verða þarf viötæka samstööu aðila vinnumarkaöarins og ef til vill einnig ríkisvaldsins. Það þarf nákvæma úttekt á þvi hvernig ástandið er i raun og veru og samstööu um þau markmið, sem að skuli keppt. En ég varö að játa það aö lokum að ég er ekki sannfærður um aö það sé almennur vilji aö færa vinnu- og launamál I sama horf og á hinum Norðurlöndunum. Ég er heldur ekki sannfæröur um að það sé að öllu leyti til góðs. Og varast ber aö fara út I þær öfgar að knýja fram hærra kaupgjald meö óhóflegu vinnu- álagi, eins og sums staðar hefur gerzt. Árni Benediktsson: „HVERS VEGNA ERU LAUN LÁGÁ ÍSLANDI?” Nýr ráðuneytis stjóri og skrif- stofustjóri Höskuldur Jónsson, skrifstofu- stjóri i fjármálaráöuneytinu, hef- ur veriö skipaöur ráöuneytisstjóri frá 1. nóvember næstkomandi. Hann var eini umsækjandinn um embættiö. Jafnframt hefur Þor- steinn Geirsson, deildarstjóri tolldeildar fjármálaráðuneytis- ins, veriö skipaöur skrifstofu- stjóri þess. Höskuldur Jónsson fæddist 9. á- gúst 1937. Hann brautskráöist sem viðskiptafræöingur frá Há- skóla Islands 1963, lauk prófi i framhaidsnámi i þjóöfélagsfræð- um frá tnstitute of Social Studies i Hollandi 1965. Hann hefur veriö starfsmaður fjármálaráöuneytis- ins frá 1. júni 1965, sem fulltrúi, deildarstjóri og skrifstofustjóri. Höskuldur Jónsson var settur ráöuneytisstjóri frá 1. ágúst 1974 til 1. nóvember 1976. Aö undan- förnu hefur hann veriö formaöur samninganefndar rikisins i launamálum. Þorsteinn Geirsson fæddist 15. febrúar 1941, cand. jur. frá Há- skóla tslands 1966, og hæstarétt- arlögmaður 1972. Hann hefur ver- ið starfsmaöur fjármálaráöu- neytisins frá 1. desember 1971 og varsetturskrifstofustjóri frá 1. á- gúst 1974 til 1. nóvember 1976.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.