Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 70
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR38 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1056 Fyrsti biskup Íslands, Ísleifur Gissurarson, er vígður. Hann sat í Skálholti. 1847 Jónas Hallgímsson skáld og náttúrufræðingur lést. 1889 Fyrsta lyfta Eiffelturnsins er opnuð almenningi. 1965 Ástralir senda átta hundruð hermenn til Víetnam þrátt fyrir hávær mótmæli almennings. 1983 Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tekur við völdum. 1986 Evrópubandalagið tekur upp Evrópufánann. 1999 Enska knattspyrnuliðið Manchester United vinnur meistaradeild Evrópu og þar með hina eftirsóttu „þrennu“. SAMUEL PEPYS (1633-1703), LÉST ÞENNAN DAG. „Furðulegt að sjá hvernig góður kvöldverð- ur og veisluhöld jafna allan ágreining.“ Bretinn Samuel Pepys hélt ítarlega dagbók sem gefin var út eftir dauða hans. Þennan dag árið 1963 mynduðu 32 Afríkuríki bandalag. Tilgangur þessa var að gefa mannréttinda- baráttu svartra í Afríku aukið vægi með sameinuðu átaki landanna. Meginmarkmið var að afnema stjórn hvítra víðs vegar um álfuna. Aðildarríki bandalagsins lögðust á eitt um að styðja með vopnum og fjármunum baráttu svartra fyrir frelsi og eðlilegum réttindum í allri álfunni. Haile Selassie Eþíópíukeisari var helsti hvatamaður að stofnun samtak- anna. „Megi þetta bandalag vaxa og dafna í þúsund ár,“ sagði Selassie við fundar- menn að loknum árangursríkum umræðum. Á stofnfundinum var einnig rætt um stöðu blökkumanna í Banda- ríkjunum og lýsti bandalagið yfir vonbrigðum með framgöngu lög- reglu og stjórnvalda þar í landi. Stofnun þessara samtaka skapaði mikla samstöðu meðal almenn- ings í Afríku, sem síðar leiddi til gríðarlegra breytinga á stjórn- skipan í allri álfunni. Angóla, Suður-Afríka og Mosambík þurftu sérstaklega á miklum umbót- um að halda. Höfuðstöðvar samtakanna voru í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, þar sem Haile Selassie, sem réttu nafni hét Ras Tafari Makonnen, sat á valdastóli og stjórnaði samtökunum. ÞETTA GERÐIST: 26. MAÍ 1963 Afríkuríki taka sig saman Á dögunum tók Ómar H. Kristmunds- son við stjórnartaumum hjá Rauða krossi Íslands. Ómar er ekki ókunnur starfi Rauða krossins og var meðal ann- ars í fjögur ár formaður Reykjavíkur- deildar Rauða krossins. „Verkefni Rauða kross Íslands eru ótrúlega fjölbreytt. Flestir þekkja alþjóðlegu verkefnin sem við tökum þátt í en minna ber ef til vill á starfinu innanlands þó það sé ekki síður mikil- vægt,“ segir Ómar. Verkefnin eru að sögn Ómars ekki af skornum skammti enda að mörgu að huga bæði hér á landi og annars staðar. „Rauði krossinn þarf alltaf að huga að tvennu. Hann er mál- svari þeirra sem höllum fæti standa og ætlað að vinna að verkefnum til að leysa úr vanda þess hóps. Auðvitað getum við ekki alltaf leyst vandann en þá er þeim mun mikilvægara að við sinnum vel málsvarahlutverkinu.“ Að sögn Ómars felst í hlutverki for- manns að leiða starf Rauða kross Íslands samkvæmt stefnu félagsins, samþykktum aðalfundar og ákvörðun- um stjórnar. „Formaður stýrir fundum stjórnar félagsins en henni er ætlað að taka á öllum þeim stefnumálum sem hreyfingin í heild vinnur að. Rauði kross Íslands starfar í 51 deild en stjórn og starfsfólk landsfélagsins sinnir sam- eiginlegum verkefnum félagsins og alþjóðastarfi.“ Ómar hefur starfað með Rauða krossinum í nokkur ár og segist sjálfur hálfpartinn hafa slysast inn í starfið. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þeim gildum sem Rauði krossinn stendur fyrir. Þetta byrjaði í rauninni á því að ég var beðinn um að starfa í nefnd á vegum Reykjavíkurdeildarinnar og þaðan varð ekki aftur snúið. Ég veit að þetta á við um marga sem hafa áhuga á þeim grundvallarmarkmiðum sem félagið stendur fyrir að þeir fá eigin- lega Rauðkrossbakteríuna. Menn losna ekki við hana þegar þeir eru komnir inn í hreyfinguna.“ Varla þarf að ítreka að Ómar er mjög ánægður með að fá að starfa með Rauða krossinum. „Bæði er gott fólk sem starfar innan hreyfingar- innar og svo eru verkefnin brýn og áhugaverð.“ ÓMAR H. KRISTMUNDSSON: NÝR FORMAÐUR RAUÐA KROSS ÍSLANDS Gott fólk og brýn verkefni ÓMAR H. KRISTMUNDSSON Að mati Ómars er hann einn þeirra sem fékk Rauðakrossbakteríuna sem fólk losna ekki við fyrr en það kemst inn í hreyfinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BER VEL Í VEIÐI Í ARGENTÍNU Margan Íslendinginn klæjar eflaust í veiðifingurna og hlakkar til að dusta rykið af flugustönginni þegar laxveiðitímabilið hefst á ný þann fyrsta júní. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í dag geta Seltirningar og aðrir velunnarar sundlaug- arinnar á Seltjarnarnesi tekið gleði sína á ný. Endur- bótum er lokið á sundlaug- inni og getur almenningur því stungið sér þar til sunds frá og með deginum í dag en laugin er búin að vera lokuð síðan í nóvember á síðasta ári. Breytingarnar eru bæði innan dyra sem úti í laug og felast meðal annars í nýjum búningsklefum og endurbót- um á þeim sem fyrir voru. Útiklefum var einnig breytt og nýjar flísar lagðar á sund- laugarker. Börnin eru heldur ekki látin afskipt því byggðir hafa verið nýir barnapottar auk þess sem ný rennibraut og leiktæki fyrir börnin verða tekin í notkun. Árrisult áhugafólk getur lagt leið sína í laugina strax klukkan 6.50 þegar fyrstu gestunum verður hleypt ofan í endurbætta laugina. Laugin er annars opin í dag, eins og alla virka daga, til klukkan 20.30 og um helgar stendur hún gestum opin frá klukkan átta til 17.30. Endurbætt laug á Nesinu SUNDLAUG SELTJARNARNESS Myndin er tekin fyrir breytingarnar JARÐARFARIR 10.30 Pálmi Guðmundsson kennari, Lerkigrund 3, Akra- nesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. 14.00 Hallgrímur Guðjón Sigurðsson, Bárugötu 22, Akranesi, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju. AFMÆLI Kristinn Björnsson skíðamaður er 34 ára. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er 38 ára. Jón Gunnarsson alþingismaður er 47 ára. Ragnhildur Helga- dóttir fyrrverandi þingmaður er 76 ára. Alþjóðleg ráðstefna um vöxt smásöluverslunar í alþjóðlegu samhengi verð- ur haldin í dag, föstudag, í Háskóla Íslands. Ráðstefn- an er samvinnuverkefni viðskipta- og hagfræði- deildar Háskóla Íslands og breskra háskóla og er styrkt af Bakkavör. Fyrirlesarar eru bæði frá Íslandi og Bretlandi. Ágúst Einarsson og Örn Daníel Jónsson prófessorar við við- skipta- og hagfræðideild halda fyrirlestra ásamt þeim Neil Wrigley og Mark Harvey sem einnig eru próf- essorar. Frekari upplýsing- ar um dagskrá má finna á heimasíðu viðskipta- og hag- fræðideildar. Ráðstefnan hefst klukkan 9.00 í Odda, stofu 101, og lýkur um klukkan tólf. Hún fer fram á ensku og er öllum opin. Ráðstefna um smávöruverslun VERSLUN Í dag verður haldin alþjóðleg ráðstefna um vöxt smávöruversl- unar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sædísar Sigurbjargar Karlsdóttur frá Bóndastöðum, Hjaltastaðarþinghá. Hörður Rögnvaldsson Katrín Rögn Harðardóttir Margrét Elísabet Harðardóttir Jón Þór Daníelsson Andrés Þórarinsson Ólafur Tryggvi Mathiesen Ingibjörg Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.