Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 74
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR42 menning@frettabladid.is ! Tilvalin bók fyrir konur á menntabraut Fyrir 100 árum þurfti leyfi hjá danska kónginum ef stúlka ætlaði í MR. Í dag eru fleiri stelpur við nám en strákar (þær eru að taka yfir skólana!). Frábær bók um grýtta leið kvenna til menntunar á Íslandi. Valborg Sigurðardóttir fyrrum skólastjóri Fósturskóla Íslands rekur sögu menntunar kvenna á einfaldan og læsilegan hátt. „Fróðleg bók sem snertir ýmsa þætti þeirrar jafnfréttisumræðu sem verið hefur ofarlega á baugi að undanförnu.“ Jón Þ. Þór Morgunblaðinu „Bókin er einstök heimild um menntunarsögu íslenkra kvenna og ekki spillir að Valborg hefur sjálf lifað þá sögu sem hún segir.“ Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Áhugaverð og skemmtileg bók fyrir alla háskólanema.“ Droplaug Margrét Jónsdóttir verðandi MA í mannfræði frá H. Í. „Bók Valborgar er vönduð og glæsileg í alla staði og prýdd fjölmörgum athyglisverðum og skemmtilegum myndum.“ Inga Dóra Sigfúsdóttir Þjóðmálum Tvær ungar konur úr Reykjavík ætla að leggja sitt af mörkum til að opna augu almennings fyrir jafn- réttismálum en þær munu bregða sig fyrir gleraugum femínista í sjónvarpsþætti á NFS, enda segjast þær líta á sig sem málsvara mark- miðsins að ná fram fullu jafnrétti kynjanna. Og enn verður baráttunni sinnt, launalaust. Auður Alfífa Ketilsdóttir og Kristín Tómasdóttir hafa báðar verið virkar í Femínistafélagi Íslands og oftar en einu sinni komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem varða jafn- rétti kynjanna. Stöllurnar eru því ekki ókunnar sviðsljósinu en þær eru umsjónarmenn nýs sjónvarps- þáttar sem hóf göngu sína á NFS um síðustu helgi. Þátturinn fjallar um konur og femínisma. „Það er náttúrulega frábært að stjórna þætti sem tekur á viðfangsefni sem lýtur að meginhugð- arefnum okkar,“ segir Kristín en bætir við að þær fái að vísu engin laun greidd fyrir þáttinn og verði því að reiða sig á frjáls framlög frá fyrirtækjum. „Við erum enn ekkert farnar af stað með þá vinnu að fá styrkveit- ingar frá fyrirtækjum en erum vongóðar um að okkur verði vel tekið. Langflest fyrirtæki í land- inu eru orðin meðvituð um hversu miklu þátttaka þeirra skiptir í umræðunni um kynjajafnrétti,“ heldur Kristín áfram. „Það eru svo mörg mál í kvenna- baráttunni sem enn eru óleyst en við ætlum okkur að fjalla um þau í þátt- unum með aðstoð sérfræðinga. Það verður að leggja áherslu á að femín- ismi kemur öllum við og á erindi inn í svo margt í þjóðfélagsumræðunni. Sumir líta þetta hugtak neikvæðum augum og það verður að leiðrétta,“ segir Kristín með áherslu. Aðspurð um titil þáttarins „Óþekkt“, segir Kristín að hann hafi verið hugsaður í þeirri tvíræðu merkingu að vísa ann- ars vegar í lýsingarorð- ið „óþekktur“ og hins vegar í nafnorðið „óþekkt“. Þegar Kristín er innt eftir því hvort þær stöllurn- ar telji sig vera óþekkar með því að fjalla um ýmis mál sem varða hags- muni kvenna, svarar hún því ját- andi. „Sérstaklega þar sem við verð- um aðallega með konur sem viðmælendur má segja að við séum í einhverjum skilningi óþekkar og án efa er það óþekkt fyrirbæri að tala eingöngu við konur þegar kemur að heitri samfélagsumræðu. Þetta er þáttur sem stjórnað er af konum og er um konur, en ætti að höfða til allra sem láta sig málefnið varða af einhverju viti,“ segir Kristín að lokum. Í fyrsta þættinum var talað við frambjóðendur frá öllum listum í Reykjavík um kynjapólitík í borg- inni og jafnréttismál en þátturinn verður framvegis á dagskrá NFS kl. 10 á laugardögum. - brb Óþekkir femínistar á NFS Kl. 20.00 Óperan La Pays eða Föðurlandið verður flutt í Hafnarhúsinu af Sin- fóníuhljómsveit Íslands og þremur af ástsælustu söngvurum landsins, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Bergþóri Pálssyni og Gunnari Guðbjörnssyni. Leikstjóri er Stefán Baldursson en hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. > Ekki missa af... groovebox-kvöldi á Pravda Bar, gestir kvöldsins verða Hunk of a Man, Shaft, Ingvi og slagverksmeistarinn Ýmir. Stuðið stendur frá 22-06. leikritinu Viltu finna milljón? í Borgarleikhús- inu. Farsi af bestu gerð og valinn grínari í hverju rúmi. meistaraverki Haydns, Sköpuninnni, sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur í Kirkju- og menningar- miðstöðinni á Eskifirði á annað kvöld kl. 20. Félagið IBBY á Íslandi hefur frá árinu 1987 veitt einstaklingum og stofnunum viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Fimmtíu aðilar hafa hlotið þessar viðurkenningar. Síðastlið- inn þriðjudag voru verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn en þau hlutu að þessu sinni myndlistar- konan og rithöfundurinn Sigrún Eldjárn, brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik og rithöfundurinn Björk Bjarkadóttir. Sigrún Eldjárn hefur gefið út 34 bækur og hlotið margvíslegar við- urkenningar fyrir störf sín, hún hefur meðal annars verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaun- anna og til H.C. Andersen verð- launanna. Bernd Ogrodnik hefur verið mjög afkastamikill í leiksýningum á Íslandi að undanförnu og gerði meðal annars hinar fjölmörgu brúður sem komu fram í sýning- unni Klaufar og kóngsdætur en hönnun þeirra og stjórnun var alfarið í höndum Bernds. Sýningin hlaut m.a. leiklistarverðlaun Íslands, Grímuna, sem barnaleik- sýning ársins 2005. Bernd býr til allar sínar brúður sjálfur og hefur heimsótt flesta leikskóla á Íslandi með leikbrúðusýningar en með því starfi telur hann að börnin fái að kynnast listinni nógu snemma og búi að því alla ævi. Rithöfundurinn Björk Bjarka- dóttir býr og starfar í Osló en hún hefur meðal annars gert fimm myndabækur fyrir yngstu börnin, til dæmis er hún höfundur bókar- innar Leyndarmálið hennar ömmu. Við sama tilefni var goðsagna- bókin „Heil brú“ kynnt en bókin sú var unnin með þeim óvenjulega hætti að fyrst voru myndirnar teiknaðar en sagan skrifuð á eftir. Myndlistarmenn völdu efni úr goðafræðinni og teiknuðu út frá því. Síðan fengu þeir rithöfunda í lið með sér til að ljúka verkinu. Bókin er gefin út í samvinnu IBBY á Íslandi og Eddu útgáfu en meðal höfunda bókarinnar eru Halldór Baldursson og Sjón og Sigrún og Þórarinn Eldjárn. - khh Verðlaunahafar IBBY ÞRÍR HLUTU VERÐLAUN FYRIR FRAMLAG SITT TIL BARNAMENNINGAR Á ÍSLANDI Harpa Þórsdóttir tók við verðlaunum fyrir hönd Bjarkar Bjarkadóttur, rithöfundurinn og myndlistar- konan Sigrún Eldjárn og Sigurður Skúlason sem tók við verðlaununum fyrir hönd Bernds Ogrodnik. Félagsheimili Kópavogs mun óma á sjálfan kosn- ingadaginn því skólakórar Kársness munu standa fyrir maraþonsöng frá morgni til kvölds. Þetta er í sjötta sinn sem kórarnir efna til slíkra tónleika og að sögn stjórnandans Þórunnar Björnsdóttur hefur fyrirkomulagið slegið í gegn hjá bæjarbúum og öðrum velunnurum kórsins. „Þetta eru afskaplega fjölskylduvænir tónleikar en 300 börn á aldrinum 8-16 ára koma fram og skipta með sér klukkutíma dagskrám. Fólk getur síðan komið og farið að vild en aðgöngumiðinn gildir allan daginn,“ útskýrir Þórunn. Meðal efnis á tónleikunum er dagskrá tileinkuð Halldóri Laxness en hana flytja elstu nemendurnir, vinningshafar úr söngva- keppnum grunnskólanna árið 1996 og 2006 taka lagið og Drengjakór Kárs- ness stígur á stokk en þess má geta að það er eini drengjakór landsins sem starfar við grunnskóla. Það mæðir mikið á kór- stjóranum og undirleikaran- um Marteini H. Friðrikssyni og Þórunn viðurkennir að þetta sé dálítið strembinn dagur enda er sungið frá klukkan níu um morg- uninn til fimm síðdegis. „Þetta eru milli 150-160 lög sem maður þarf að hafa á hreinu en við erum búin að undirbúa þetta vel,“ segir hún. Tónleikarnir marka lok afmælisárs kóranna í Kársnesi sem fagna 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Maraþonsöngur á afmælisári SUNGIÐ MEÐ HJARTANU Skólakórar Kársness syngja maraþonsöng á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nú stendur yfir samsýning leirlista- kvennanna Guðnýjar Magnúsdótt- ur, Koggu og Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg. Sýningin ber heitið „3X3“ en um er að ræða þriðju samsýningu þessara virtu lista- manna en þar gefur að líta bæði skrautmuni og nytjagripi. Kristín Sigfríður eða Subba lauk námi við Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands 1997. Hún nam síðan við Danmarks Design Skole í Kaupmannahöfn 1998-1999 með aðaláherslu á leir og gler. Hún rekur verslunina Kirsuberjatréð ásamt níu íslenskum hönnuðum, vinnustofuna Stúdíó Subbu í Kópa- vogi og einnig gallery r-21 í Kaup- mannahöfn ásamt listamönnum frá Norðurlöndunum. Kristín Sig- fríður hefur jafnframt kennt ker- amik við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík. Kolbrún Björgólfsdóttir, Kogga, á að baki fjölbreyttan feril í grein sinni, og notar helstu aðferðir sem nú tiðkast í leir- og postulíns- brennslu og eru verk hennar þekkt fyrir margslungnar skreytingar þeirra, Verk hennar, bæði ílát og skúlptúrar, virðast í senn efnismikil og lauflétt, virðuleg og gáskafull. Kogga rekur vinnustofu og verslun á Vesturgötu 5 í Reykjavík. Guðný hefur stundað nám og störf bæði hérlendis og í Finnlandi frá árinu 1970 og líkt og starfssyst- ur sínar hefur hún haldið fjölda sýn- inga og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar má sjá víða á opinber- um stöðum og á söfnum bæði hér heima og erlendis. Guðný rekur Studio Umbra í Reykjavík. Sýningin stendur til 18. júní. - khh KRISTÍN SIGFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR Subba sýnir í Hönnunarsafni Íslands með listakonunum Koggu og Guðnýju Magnús- dóttur.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leirlistakonur í Hönnunarsafni KRISTÍN TÓMASDÓTTIR OG AUÐUR ALFÍFA KETILSDÓTTIR Stjórnendur þáttarins Óþekkt á NFS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.