Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 87
26. maí 2006 FÖSTUDAGUR 55 5.799 1.299 1.299 Tveggja diska útgáfa! Tveggja diska útgáfa! PC 3799 kr. • PS2 & Xbox 5799 kr. • Xbox 360 5999 kr. PS2 verð 1.6 00 FYLGIR FÓTBOLTI Crystal Palace hefur sam- þykkt tvö tilboð í framherjann Andy Johnson. 8,5 milljónir punda hljóðar kaupverðið upp á en í fyrradag samþykkti liðið boð Wigan og í gær annað frá Bolton. Johnson mun hefja viðræður við bæði félög í dag, en hann er til taks í landsliðshópi Englendinga ef ske kynni að einhver meiddist. Everton hefur einnig sýnt Johnson áhuga en hann var meðal marka- hæstu manna í 1. deildinni í Eng- landi á nýafstöðnu tímabili. Fram- herjinn skrifaði undir fimm ára samning síðasta sumar en hann er talinn hafa mun meiri áhuga á því að fara til Bolton en Wigan. - hþh Bolton og Wigan: Berjast um Andy Johnson JOHNSON Var nálægt því að fara frá Palace í fyrra en ákvað að vera um kyrrt. Sú verður ekki raunin í sumar.NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Franski vængmaðurinn Robert Pires er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við spænska félagið Villarreal. Sex ára ferill hans hjá Arsenal er þar með á enda. „Ég hef ákveðið að taka þessari nýju áskorun og það verður mjög spennandi að spila með liðinu sem hefur verið á mikilli uppleið síð- ustu ár,“ sagði Pires sem var aðeins boðinn eins árs framleng- ing hjá Arsenal en hann vildi fá tveggja ára samning. Þar stóð hnífurinn í kúnni. - hbg Áfall fyrir Arsenal: Pires samdi við Villarreal ROBERT PIRES Spilar á Spáni næstu tvö árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FORMÚLA 1 Michael Schumacher segir að það sé áætlunin sem komi til með að skipta öllu máli í kapp- akstri helgarinnar sem fram fer í Mónakó. Framúrakstur er gríðar- lega erfiður á brautinni en Schum- acher á möguleika á því að jafna met goðsagnarinnar Ayrton Senna, sem vann sex sinnum í Mónakó. „Ef maður er ekki á ráspól getur maður áunnið margt með réttri áætlun og taktík. Maður á möguleika á að vinna þrátt fyrir að vera aðeins þriðji, fjórði eða fimmti í rásröðinni. Margir telja að maður þurfi að vera á ráspól til að sigra, en ég er ekki sammála,“ sagði Schumacher. - hþh Michael Schumacher: Taktíkin skiptir öllu FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson til- kynnti stjórn elsta félagsliðs í heimi í gær að hann væri hættur sem knattspyrnustjóri liðsins. „Ég tók þessa ákvörðun eftir að ég átti fund með stjórninni og sá þá stefnu sem hún tók. Ég taldi að við ættum ekki samleið lengur og taldi það ekki henta mínum metn- að að vera hérna áfram,“ sagði Guðjón við fréttastofu NFS í gær. Guðjón byrjaði mjög vel með liðið en fataðist svo flugið. Þegar tímabilið var á enda hafði Notts County rétt sloppið við að falla úr neðstu deild í Englandi. Guðjón lýsti því yfir fyrir skömmu að hann hygðist halda áfram með liðið, og ætlaði sér að koma því upp innan þriggja ára. Það breytt- ist þó eftir ákvarðanir forráða- manna klúbbsins. „Vonbrigðin felast fyrst og fremst í ákvörðun manna hjá félaginu en ekki hjá mér, ég hefði viljað rétta klúbbinn við. Það var til að mynda tekin ákvörðun um það að leggja niður unglingastarf- ið og eitt leiðir af öðru. Maður sér alveg í hvaða stöðu klúbburinn er,“ sagði Guðjón en félagið er mjög illa statt fjárhagslega. „Ég hef það í það minnsta alls ekki í hyggju að hætta í fótbolta, langt frá því. Ég veit ekkert hvað ég tek mér fyrir hendur. Þetta gerðist bara núna í þessari viku og ég sé hvernig málin þróast. Ég reikna með að koma heim fljót- lega en hef ekkert gert það upp við mig hvað ég geri,“ sagði Guð- jón og útilokaði ekki að koma heim til Íslands til að taka við liði hér, „ef rétt er staðið að málunum,“ eins og hann orðaði það. - hþh Guðjón Þórðarson er hættur með enska félagið Notts County eftir eins árs veru hjá elsta félagsliði heims: Starfið hefði ekki uppfyllt minn metnað GUÐJÓN Situr hér fyrir daginn sem hann tók við Notts County. Hann hefur ákveðið að halda ekki áfram með félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/TOM LOAKES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.