Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 88
26. maí 2006 FÖSTUDAGUR
Það er óhætt að segja að manni
fallist gjörsamlega hendur yfir
framkomu stjórnar handknatt-
leiksdeildar Fram í garð Sverris
Björnssonar. Sverrir gekk í raðir
Fram síðasta sumar eftir að hafa
svo gott sem ekki spilað neinn
handbolta í þrjú ár. Sverrir var
algjör himnasending fyrir Fram-
ara, sem vantaði sárlega mann til
að fylla það skarð í vörninni sem
Guðlaugur Arnarsson skildi eftir
er hann fór í Fylki. Sverrir fyllti í
það skarð og bætti um betur. Það
var fátt sem benti til þess að
Sverrir myndi spila eins vel og
raun bar vitni er hann byrjaði að
mæta á æfingar allt of þungur og í
engu formi. Enda fékk hann samn-
ing í samræmi við formið og að
hann hefði ekki spilað handbolta
lengi.
Hefði gert öll lið að meisturum
Með miklum dugnaði og elju
kom Sverrir sér í frábært form og
átti mjög stóran þátt í því að Fram
varð Íslandsmeistari eftir ára-
langa bið. Svo stórt var framlag
Sverris að þjálfari einn í deildinni
sagði að Sverrir hefði gert öll lið
að meisturum með frammistöðu
sinni. Það eitt og sér segir sína
sögu. Sverrir sankaði síðan að sér
verðlaunum í lok móts og stærsta
uppskeran var sæti í landsliðinu.
Ótrúleg endurkoma leikmanns
sem var í raun hættur í hand-
bolta.
Sverrir, sem orðinn er 29 ára,
fær síðan einstakt tækifæri til að
ganga í raðir eins besta liðs Þýska-
lands, Gummersbach. Slík tæki-
færi fá fáir menn sem spila ein-
göngu vörn í nútímahandbolta.
Sverrir taldi upphaflega að hann
gæti auðveldlega gengið í raðir
liðsins þar sem hann segist hafa
gert munnlegt samkomulag við
Kjartan Ragnarsson, formann
handknattleiksdeildar Fram.
Þegar á reyndi hélt þetta meinta
samkomulag ekki.
Bera sig ekki saman við önnur
íslensk félög
Gummersbach býður Fram
því tæpa milljón króna fyrir
Sverri en Framarar hafna boð-
inu og láta ekki svo lítið sem að
gera gagntilboð - þeir
vilja miklu meira og
segjast ekki einu
sinni geta borið
sig saman við
önnur íslensk
félög. Þvílíkur
hroki.
Hafa ber í
huga að hér er
ekki um að ræða
ungan og efnilegan
alhliða leikmann sem á
framtíðina fyrir sér held-
ur 29 ára leikmann sem
getur aðeins spilað vörn,
er búinn að spila í eitt ár
eftir þriggja ára fjarveru
og hefur aldrei sannað sig
á alþjóðavettvangi.
Það er fáranlegt að ætla
að gera fordæmi úr slíkum
leikmanni og þá sérstaklega
þar sem Fram á litla heimt-
ingu á því að mínu mati að
krefjast hárrar upphæð-
ar fyrir Sverri.
Á lúsarlaunum
Undirritaður hefur
heimildir fyrir því að
launin sem Sverrir
fær fyrir að spila
með Fram í ár sem og á næsta ári
nái ekki einu sinni upp í þessa
milljón sem búið er að bjóða Fram
þannig að Fram myndi alltaf
græða á honum. Svo má reyndar
ekki gleyma því að hann hefur
unnið fyrir mjög lágum launum
sínum, og vel það, með frammi-
stöðu sinni í vetur.
Þess utan getur Fram ekki
borið fyrir sig að hafa alið leik-
manninn upp og því beri liðinu að
fá uppeldisbætur. Sverrir hefur
spilað fyrir félagið í sjö mán-
uði og gert kraftaverk fyrir
liðið. Án hans væri liðið
ekki að spila í Meistara-
deildinni á næstu leiktíð og
heldur væri ekki sleg-
ist um að ganga í
raðir liðsins. Það
fullyrði ég.
Á betra skilið
Þeir sem
til þekkja
segja að
Sverrir sé
hvers manns hug-
ljúfi og traustur dreng-
ur. Framarar ættu að
vera honum þakklátir
fyrir risaframlag hans í
garð félagsins og það er
hneyksli ef Fram stend-
ur í vegi fyrir því að
Sverrir komist til
Gummersbach.
Þeir Kjartan og
Hjálmar, sem stýra deild-
inni, ættu frekar að
klappa Sverri á bakið,
þakka honum fyrir fram-
lagið sem og fyrir milljón-
ina sem er meira en hann
hefur kostað félagið.
Þessi framkoma er í
einu orði sagt ömurleg og
viðkomandi aðilum til
háborinnar skammar.
Ömurleg framkoma Framara
UTAN VALLAR
MÁL FRAM OG
SVERRIS BJÖRNS-
SONAR
HENRY BIRGIR GUNNARSSON
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR
NBA Franski framherjinn Boris
Diaw fór fyrir liði Phoenix Suns
sem gerði sér lítið fyrir og lagði
Dallas Mavericks á útivelli í
fyrsta leik liðanna í úrslitaein-
vígi Vesturdeildarinnar í fyrri-
nótt. Diaw tryggði liði sínu sigur
á lokasekúndunum þegar hann
setti niður tvö af 34 stigum sínum
í leiknum.
Þegar tæpar fjórar mínútur
voru eftir var Phoenix níu stigum
undir. Þá sagði Steve Nash hing-
að og ekki lengra, tók af skarið og
setti niður tíu stig í röð. Hinn fun-
heiti Nash átti að taka síðasta
skot leiksins, í þeirri von um að
tryggja Phoenix sigur eftir að
Devin Harris hafði komið Dallas
yfir þegar aðeins fjórar sekúnd-
ur lifðu leiks.
„Ég heyrði allt þjálfarateymið
hjá Dallas öskra inn á völlinn
hvernig leikkerfi okkar í lokinn
ætti að vera, þannig að þá var
ekkert annað að gera en að fara í
varaáætlunina þegar þetta gekk
ekki upp hjá mér. Boris náði að
klára þetta með stæl,“ sagði Nash
ánægður eftir leikinn, en bæði lið
urðu þó fyrir miklum áföllum í
nótt.
Josh Howard, leikmaður Dall-
as, sneri sig illa á ökkla í byrjun
leiks og þarf að fara í myndatöku
og varnarjaxlinn Raja Bell hjá
Phoenix virtist togna illa á kálfa
og gæti þáttöku hans í einvíginu
verið lokið ef allt fer á versta
veg. Hann verður örugglega ekki
með í næsta leik og er þetta enn
eitt áfallið fyrir meiðslum hrjáð
lið Phoenix.
Boris Diaw skoraði 34 stig
fyrir Phoenix, Steve Nash skor-
aði 27 stig og gaf 16 stoðsending-
ar. Devin Harris skoraði 30 stig
fyrir Dallas, Dirk Nowitzki skor-
aði 25 stig og hirti 19 fráköst.
- hþh
Úrslit Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta:
Diaw afgreiddi Dallas
BORIS DIAW Hefur spilað frábærlega með
Phoenix í vetur. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Skoska liðið Celtic gerði
sitt besta til að fá Henrik Larsson
aftur til liðs við sig, en varð ekki
að ósk sinni. Larsson er goðsögn
hjá Celtic eftir margra ára veru
hjá félaginu áður en hann gekk til
liðs við Barcelona, sem hann varð
Evrópumeistari með á dögunum.
Hann er nú á leið heim til Svíþjóð-
ar og ætlar að ljúka ferlinum hjá
Helsingborg.
„Ég talaði við Henrik og
umboðsmanninn hans, Rob Jansen,
en eftir að ég sagði þrjú orð voru
þeir búnir að segja þvert nei. Það
var ekki ástæða til að fara með
málið lengra og því fór sem fór,“
sagði Peter Lawwell, stjórnarfor-
maður Celtic. - hþh
Henrik Larsson:
Bauðst að fara
aftur til Celtic
MAGNAÐUR Larsson raðaði inn mörkunum
fyrir Celtic á sínum tíma. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Svo virðist sem stemn-
ingin í franska landsliðshópnum
fyrir HM í sumar sé ekki upp á sitt
besta. Gregory Coupet, varamark-
maður liðsins, reifst við Raymond
Domenech landsliðsþjálfara og
endaði það með því að markmað-
urinn gekk í burtu af hótelinu með
farangurinn sinn, en sneri við að
lokum eftir að honum snerist
hugur.
„Það er rétt að okkur lenti
saman en við erum búnir að leysa
þetta og gleyma atvikinu nú
þegar,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
- hþh
Franska landsliðið:
Coupet reifst
við Domenech