Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 1
SÍIVII 2 88 66 ■- 253. tölublað — Sunnudagur 13. nóvember — 61. árgangur í Fyrir 7^ vörubí'a ^ Sturtu- gríndur Siurtu dælur Sturtu---- drif Likt og ungi i hreiðri „Kuldinn bitur kinnar manns”, segir i gömlu visunni, sem oft var rauluð i eina tið. Það var garralegt undir vikulokin og gust- urinn napur, og nötnum m*ðrum, sem voru á ferli úti við með börn sin, fannst vissara að hlúa vel að þeim. Ljósmyndari Timans var á höttunum úti við á föstudaginn, og þá 1 tók hann þessa mynd, þar sem glaðleg móðir var að huga að þvi að barninu sinu væri ekki kalt á fótunum. A litlu myndinni em felld er inn i, sést afkvæmið gægjast út úr dúðunum eins og ungi i hreiðri. Tiinamynd: Róbert SKORTUR A NAUTA- KJÖTI í VETUR áþ-Reykjavik. Nautgripaslátrun stendur nú yfir i mörgum slátur- húsum, en hún er með minnsta móti, þannig að hætt er við að skortur verði á nautgripakjöti þegar kemur fram á veturinn. Birgðir af nautgripakjöti 1. september síðastliðinn voru með allra minnsta móti, eða aðeins 69 lestir. Á sama tima i fyrra voru þær 629 lestir. Miklu af ungkálf- um hefur verið slátrað i ár, og er þvi augljóst að ásetningur er með minna móti. Helzt eru það bænd- ur á Fljótsdalshéraði sem leggja stund á nautakjötsframleiðslu, og kaupa þeir þó nokkuð af ung- kálfum úr öðrum héruðum. Fyrstu niu mánuði ársins var slátrun nautgripa 14,5% minni en á sama tima i fyrra. Sala á naut- gripakjöti var mjög svipuð þessi timabil, en heildarsalan fyrstu niu mánuðina i ár var 1382 lestir. Gýs Katla fyrir 1980? Tvö Kötlugos á öld, og hið siðara aðeins einu sinni á níunda tugnum Sj-Reykjavik. — Nú fer að stytt- ast i Kötlugos, sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur Tim- anum við kynningu á rannsóknástarfsemi háskóla- kennara á dögunum. Katla hefur gosið tvisvar á öld, i kringum annan áratuginn og siðan aftur siðari hluta aidarinnar, og þá aðeins einu sinni á niunda ára- tugnum frá þvi sögur hófust, ann- ars alltaf fyrr. Að undanförnu hafa jarðfræð- ingarnir Sigurður Þórarinsson prófessor og Guðrún Larsen hjá Norrænu eldfjallastöðinni ásamt Einari H. Einarssyni bónda á Skammadalshóli i Mýrdal unnið að rannsóknum á gossögu Kötlu i þvi skyni að afla aukins fróðleiks um hana. Gossaga Heklu er þegar kunn og rnikill fróðleikur er til um öræfajökul og Grimsvötn, en minna vitað um Kötlu. Siðastliðin sumur hefur verið unnið að mælingum á gjóskulög um i jarðvegi á svæðum kringum Mýrdalsjökul. Kötlugjóskulög eru flest svipaðs útlits og erfiðara að átta sig á þeim i jarðvegssniðum, en t.d. Heklulögum. Nú hefur tek- iz^ að finna i Mýrdal gjóskuna ljdsu úr öræfajökulsgosinu 1362 og er þar með fengið öruggt ártal til að ganga út frá við aldurs- ákvörðun Kötlulaga. Leiddi þetta fljótt til þess að uppvist varð um stórgos i Kötlu á 6. tug 14. aldar, sem ekki var áður vitað um, og var lokið við að gera kort af út- breiöslu og þykkt gjóskulagsins úr þessu gosi sumarið 1976 i sam- vinnu við Einar Einarsson á Skammadalshóli. Hefur gjósku- fallið lagt byggð miðsvæðis i Mýrdal i eyði um skeið. Guðrún Larsen jarðfræðingur hefur unnið að töku og rannsókn jarðvegssniða á áðurnefndu svæði og hefur hún meðal annars tekið lengsta jarðvegssnið, sem tekið hefur verið, og er það 10 metrará dýpt. Þaðtók hún áEin- hyrningsflöt, norðvestan Mýr- dalsjökuls. Þessu tengjast rannsóknir á is- þykkt Mýrdalsjökuls og staðfest- ing eldstöðva og athugun á hvort vatn er komið undir eldstöðvar . Þá er unnið að gerð korta af Kötluhlaupum. 1 sumar er leið lauk Gisli Gests- son safnvörður við uppgröft mik- illar bæjarrústar á suðaustan- verðum Mýrdaissandi. Hefur sá bær farið i eyði i Kötluhlaupi og standa vonir til þess að hægt verði með gjóskulagaathugunum að skera úr um það i hvaða hlaupi það átti sér stað. Gjóskulagaathuganir varða einnig aldur hrauna á austan- verðum Mýrdalssandi, þ.á.m. hrauna Ur suðurhluta Eldgjár. Viöarkol hefur fundizt undir hrauni við Hrifuneshólma og er nybúið að aldursákvarða það i Stokkhólmi. Reyndist geislagos- aldur þess 800 e.K. með 80 ára fráviki. Þessi aldursákvörðun bendir til þess, að Eldgjár- hraunið stóra i Landbroti geti hafa myndazt eftir landnám. Þá látum við loks fylgja hér skrá yfir hvenær Kötlugos hafa orðiö siðustu aldirnar lesendum til glöggvunar: 1311 um 1357 1416 um 1485 uml520 um 1580 1625 um 1660 1721 1755 1823 1860 1918 19?? Gisli Hög’nason, bóndi á Læk, skrifar um göngur á öræfaleiðum bls. 26-27-28 Á Öskjuhlíð bls. 12-13 Ómetanleg þjónusta Sagt frá baráttu vöruflutninga- bílstjóra við hríðar og fann- fergi á fjallveg- um Vestfjarða bls. 4-5 Ræflarokk Nútíminn bis. 30 Ég hef aldrei misst móðinn Mikilvægt rithöfundarstarf séra Jóns Thorarensen Andrés Kristjánsson, skrifar um feril rithöfundarins bls. 14-15 VS ræðir við Jón Sigurðsson Úthlíð Biskups- tungum, sem áður var frækinn íþróttamaður, en slasaðist illa og berst nú við að ná bata með þjálfun og sjálfsaga BLS, 20-21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.