Tíminn - 13.11.1977, Page 4
mníidtÓKr!,rbeAeZerSSo0n lt:V )„0g Agnar Ebenezersson (t.h.) hjá bnunum „slnum”, sem þeir aka á
rnim tsafjarðar og Reykjavikur.Þetta eru stórir og miklir bllar, og ráma um tólf tonn af vörum
■ TimamyndGE.
VS-Reykjavik. Fyrir nokkrum
dögum bar svo til, að blaða-
maður á Tímanum hitti að máli
fjóra bllstjóra, sem aka vörum
á milli Vestfjarða og Reykja-
vikur. Þeir voru: Bræðurnir
Agnar og Halldór Ebenezersyn
ir, Hjörtur Friðriksson og Jakob
Þorsteinsson. Þrir hinir fyrst
töldu vinna hjá fyrirtækinu
Gunnar & Ebenezer á Isafirði,
en Jakob starfar hjá Pétri
Einarssyni I Bolungarvik. A
milliþessara tveggja fyrirtækja
hefurlengi veriö hin bezta sam-
vinna, og bilstjórarnir hyllast til
þess að hafa samflot, enda er
þaðoftnauðsynlegt, að minnsta
kosti þegar eitthvað bjátar á
með veður og færi.
Þeir fjórir bilstjórar sem hér
voru taldir, veittu allir ein-
hverjar upplýsingar, þegar
blaðamaður bar fram spurn-
ingar slnar, en hér veröur þess
ekki getið sérstaklega hvað
hver sagði, enda i rauninni
óþarft. — Og þeir félagar hafa
lika áreiðanlega oftleyst þyngri
vanda f sameiningu en að ræða
stundarkorn við blaðamann!
Ekki ætti að þurfa að fara um
það mörgum orðum, hvitik lifæð
slik flutningastarfsemi sem hér
er um að ræða, er fyrir hinar
dreifðu byggðir. Skipaferðir eru
sjaldnast eins tiðar og ferðir
bila, og ekki njóta allir lands-
menn sifelldra flugsamgangna,
sizt til vöruflutninga.
Og þá er bezt að vinda sér að
efninu og byrja á því að spyr ja:
— Komiö þið alla leið frá Isa-
firði I dag?
— Við lögðum á stað frá ísa-
firöi upp dr hádeginu i gærdag,
vorum komnir að Eyri I Kolla-
firði um klukkan tvö I nótt, og
gistum þar. Þaðan fórum viö
svo klukkan hálfsjö I morgun,
og vorum svo að koma hingað á
Vöruflutningamiðstöðina i
Reykjavik núna, klukkan rúm-
lega fimm síðdegis.
— Hvemig gekk ferðin?
— Agætlega, — i þetta skipti.
Það er búið að moka heiöarnar
fyrir vestan, Breiðadalsheiði,
og Rafnseyrarheiði. Dynjandis-
heiði hefur ekki verið mokuð,
hún er enn sæmilega fær svona
stórum bilum. Annars er kom-
inn talsverður snjór á heiðarn-
ar. En fram að þessu hafa þær
verið mokaðar jafnóðum. Háls-
arnir, Klettháls og Hjallháls eru
lika sæmilega færir enn.
Ekið um nætur, —
fermt og affermt um
daga
— Hvað er lengi ekið um há
sumarið, á milli ísafjarðar og
Reykjavíkur?
— Ef við miðum við þessa
leið, — vestari leiðina, — þá er
það svona fimmtán, sextán
klukkustunda ferð. En við get-
um líka farið Djúpið á sumrin,
og þá erum við heldur fljótari.
Það munar svona um það bil
tveim klukkustundum.
— Hversu stór er bilaflotinn
hjá Gunnari og Ebenezer?
— Það eru yfirleitt þrir bflar i
förum. Við erum i samfloti
núna, og erum það oftast á
haustin, — gjarnan fimm bliar
saman, en vorum ekki nema
fjórir núna i þessari ferð. Það
eru sem sagt þrlr bllar frá ísa-
firði og tveir frá Bolungarvlk.
— Það er auðvitað öryggi i þvl
fyrir ykkur að vera samferða,
eftir að veður og færi tekur að
spillast á haustin?
— Já, að sjálfsögðu, og svo er
það líka nauðsynlegt vegna að-
stoðarinnar frá vegagerðinni.
Okkur er ekki veitt hún, nema
við séum allir saman.
— Eru ekki talstöðvar I þess-
um bilum?
— Jú, jú, það eru talstöðvar i
þeim öllum. Við getum talað
saman innbyrðis á leiðinni og
lika látið vita af okkuri gegnum
loftskeytastöðvar. Við notum
mikið Þingeyrar-radió, Isa-
fjarðar-radiósömuleiðis, og svo
stöðina i Gufunesi, eftir að við
erum teknir að nálgast Reykja-
vik. Allar þessar stöðvar hafa
veitt okkur góða þjónustu.
— Er ekki þessi starfsemi
ykkar — vöruflutningarnir—
vinsæl og mikið notuð?
— Jú, þetta er ákaflega mikið
notað á meðan vegir eru opnir.
Við höfum varla undan að flytja
vörur. Að sumrinu förum við oft
þrjár ferðir i viku, tveir menn á
hver jum bil ökum á nóttunni og
skiptumst á, en i bilunum eru
ilistaverk
Ný plata meó vísum
úr Visnabókinni
VÍSNABÓKIN er nýkomin útí 6. útgáfu og hafa
þá verið prentuð af henni yfir fjörutíu þúsund
eintök, enda er þessi afar vinsaela bók löngu
orðin sjálfsögð eign á heimilum landsins.
Bræöraborgarstíg 16, Sími 12923-19156
Frábært framlag Gunnars Þórðarsonar, Björgvins Halldórssonar
og Tómasar Tómassonar. Vísurnar, þulurnar og þjóðkvæðin,
sem Vísnabókin geymir, eru löngu orðin alþjóðareign. Fyrri
platan með vísum úr Vísnabókinni, EINU SINNI VAR, naut
meiri vinsælda en dæmi eru til um íslenska hljómplötu. Óhætt
er að fullyrða, að nýja platan, ÚT UM GRÆNA GRUNDU, er
ekki síður líkleg til vinsælda og langlífis en hin fyrri.