Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 13. nóvember 1977 MYND OG MENNING R. Broby-Johansen: HEIMS- LIST — HEIMALIST. Yfirlit evrópskrar listasögu. Umsjón ogþýbing: Björn Th. Björnsson. Mái og menning. Reykjavik 1977. 200 bls. Oft er á oröi haft hve mynd- listaráhugi sé mikill meö lands- mönnum á vorri tiö. Til marks um þaö má telja tiöar mynd- listarsýningar hér og þar. En hitt hygg ég efalaust aö almenn þekking á myndlist, eöli hennar og sögu, sé á lágu stigi, enda hefur til skamms tima veriö unnt aö fikra sig upp allan skólastigann án þess aö fá nokkra nasasjón af slikum hlut- um. Þetta alþýðlega yfirlitsrit um evrópska listasögu er þvi góður fengur á islenzkum bóka- markaöi, og má ekki minna vera en athygli sé á þvi vakin. Þaö skal þegar fram tekiö aö sá sem þessi orö ritar hefurekki forsendur til aö leggja mat á bókina nema sem almennur les- andi. En þaö má einu gilda: bókinersannarlega ekki skrifuö fyrir sérfróöa menn. Og ég las hana meö athygliog hygg aö vel megi mæla meö henni sem undirstööulesningu um mynd- listarsögu, — aö visu meö fyrir- vara. 1 eftirmála segir Björn Th. Björnsson nokkuð frá höfundin- um, sem er danskur maöur, fæddur áriö 1900. Hann hefur um langan aldur veriö óþreyt- andi alþýöufræöari um mynd- list: Samiö sæg bóka og rit- geröa, haldiö fyrirlestra, talaö i útvarp og sjónvarp. Hann er ekki fræöimaður I þeim skiln- ingi aö hann hafi stundað undir- stöðurannsóknir aö marki. Um- fram allt er hann rithöfundur og „blaðamaður”, og rikan þátt hefur hann tekið I umræöu um þjóöfélagsmál. Skoðanir hans i þeim efnum fara ekki dult i þessari bók, Hverdagskunst — Verdenskunst, sem Björn Th. nefniö liölegu heiti: Heimslist — Heimalist. Höfundur byrjar á isaldar- myndum, rekursvo þráöinn um steinöld til Egypta, Mesó- pótama, Kritverja, Hellena og Rómverja. Siöan til miöalda, gotneskrar listarog endurreisn- ar. Þá eru kaflar um barokk, rókokó og klassisisma nitjándu aldar.og loks I stuttu máli fjall- að um helztu listastefnur okkar tima. Þaö liggur I augum uppi aö býsna hratt veröur aö fara yfir sögu i sliku riti. Þó ruglar hraö- inn lesanda tæpasti riminu, fyrr en kemur fram á nitjándu öld. Cr þvi fer höfundur á handa- hlaupum og alhæfingar veröa i umfangsmesta lagi. En þaö er aö sjálfsögöu eöli rita af þessu tagi aö þau veröa þvi hæpnari sem nær dregur nútimanum. Um leið veröur á hinn bóginn gleggra hvaöa söguskoöun höfundur aöhyllist. Nafn bókarinnar segir nokkuö til um hvernig á efninu er tekið. Höfundur fjallar jöfnum hönd- um um þaö sem viö hátiöleg tækifæri kallast myndlist, og mótaöa hversdagshluti, hús- byggingar og annaö sem myndar umgerö um mannlifiö, án þess aö menn gefi þvi aö jafnaöi gaum hvaða myndstil þaö túlk- ar. En i „Heimalistinni” birtist andi tiðarinnar engu siöur en hinu sem búinn r viröingarstaö- ur á listasafni. Aö þessu vikur höfundur i inngangsoröum, og segir sfðan: „Sé aöeins spurt um hagnýtiö, til hvers hluturinn sé, þá skiptir höndin engu, sé hún á annaö borö læsileg. En sé hinsvegar spurt frá fagurfræöilegu sjónar- miöi, hvernig hluturinn orki á okkurþá er það skriftin sem viö skoöum. Still er formskrift þjóö- ar og ti'ma. Þegar okkur tekst aö ráöa hana, fá hlutirnir mál. Stil- sagan er ekki þurr skrá um myndir og mynztur, heldur sag- an um hina sýnilegu tjáningu mannsandans, jafnt i hinu stærsta sem smæsta. Með til- hjálp hennar reynum viö að greina breytilegan hljóminn i rödd kynslóða og þjóöa og ráöa i rithönd hvers tima. Ekki f þvi skyni að herma eftir eöa slá um okkur meö nöfnum og ártölum, heldur til þess aö öðlast skyn á heiminn sem við höfum hlotiö i arf og hrærumst i. 1 þeirri veröld er talsvert meira um birtu og liti en marga moldvörpuna grunar. Og menn þurfa ekki aö ná upp til himins og tina úr honum stjörnurnar. Dropinn speglar þær.” Broby-Johansen fjallar um listasöguna frá sósfölskum sjónarhóli. Listin kviknar við árekstra þjóöfélagsafla, hún sprettur ekki fram úr höfði þeirra snillinga sem svokölluö listasaga hefur tekið á arma sina. Þvi er ekkert fjallaö um ævi og feril stórmenna i bók- inni: þeir veröa I mesta lagi nöfnin ein: Leonardo, Michel- angelo, Rembrandt, Goya. En þeir veröa gluggar inn I tiöina sem ól þá. Eftir þessum skiln- ingi er þaö fjarri lagi aö telja af- buröamenn skapendur sögunn- ar: sagan skapar þá. Hér má vikja aö hinum dansk- islenzka myndhöggvara, Thor- valdsen. Hann er fulltrúi ný- klassiska stilsins á öndveröri nitjándu öld: „Hann var túlkari hins milda virðuleiks og hinnar kyrru fegurðar, en aldrei hins sársaukafulla „striöandi lifs”. (Nokkuð oft laus greinir I ekki. lengri málsgrein). Kaflinn um Thorvaldsen heit- ir: „Hversvegna leiöist okkur li Thorvaldsensafni?” Slik fyrir- sögn gefur nokkra visbendingu um hvernig þessi myndlistar- saga er sögö: hún er afar per- sónulegt verk, huglægt mat hvarvetna nálægt, þótt jafnsatt sé h itt, aö höf undur hef ur lag á a í lýsa myndverkum á ljóslifandi hátt. En sem dæmi um þab hvernig tekiö er á hugmynda; sögunni má taka nokkrar linur úr kaflanum Skólaspéki túlkuö i stein: „Hin stórbrotna list got. neska timans var risavirki á fölskum grunni. Hún er sam- bærileg við skólaspekina, sem er vaxin úr sama grunni (!) og leiðir til sömu niöurstöðu. Hún býr yfir sama ótæmandi sanri- færingarkrafti og byggir á jafn fráleitum forsendum, sem sé þeim,aö hlutveruleiki sé aöeins hilling, en spegilmynd hans i mannshuganum, sálarlifiö, sé hinn eini sanni raunveruleiki. 1 augum skólaspekinnar er allt sem er efniskennt og áþreifan- legt eintóm blekking. Þvi er ekki nema hársbreidd á milli of- stækisfullrar kennitrúar skóla- spekinnar og yfirnáttúrlegra vitrana dulspekinnar. Og það voru dulspekingarnir sem ruddu siöaskiptunum veginn, með þvi aö telja trúarreynslu hvers einstaklings skipta máli. Lúter var siöasti dulspekingur miöaldanna.” Hér má sjá ■ „listpólitiska” stefnu höfundarins. Hann ætlast til að listamenn standi báöum fótum á jöröu og lýsi þvi sem þreifaö veröur á. I lokakaflan- um, um list okkar tima, lætur hann i ljós áhyggjur vegna þess aö listin sé að fjarlægjast al- menning, „allan þorra fólks”. Hér er Broby-Johansen sam- stiga ýmsum róttækum menn- ingarvitum siöustu ára. bókmenntir Gunnar Sveinsson: Fj ölbrautaskóli Suðurnesja Algj ör t öngþveiti blasir við í húsnæðis málum skólans næsta haust Algjört öngþveiti blasir viö i húsnæöismálum skólans næsta haust. Fjölbrautaskóli Suöumesja er ung skólastofnun. Skólinn hóf starfsemi sina haustiö 1976, og hefur þvi starfaö I rúmt ár. Aö skólanum standa öll sveitarfélög á Suöurnesjum, en þau eru Keflavikurkaupstaöur, Grindavikurkaupstaöur, Njarö- vikurkaupstaöur, Miðneshrepp- ur, Geröahreppur, Vatnsleysu- strandarhreppur og Hafna- hreppur. A þessu svæði búa nú um tólf þúsund manns. Starfsemi skólans hefur geng- iö mjög vel, og aðsóknin aö skól- anum sýnir hve þörfin fyrir þessa skólastofnun var mikil. A fyrsta starfsári hans voru nemendur rúmlega 200, og nú, á ööru skólaári, eru þeir um 430 á fyrstu önn. Fyrirsjáanlegt er aö á næsta ári mun nemendum fjölga um a.m.k. 150. Skólinn er stofnaöur i sam- ræmi viö lög um framhalds- skóla, sem lögö voru fyrir siö- asta alþingi. Þau eru nú mjög til umræöu meöal skólamanna og eiga aö taka gildi 1. júli 1980. Lokiö er undirbúningi viö aö setja bóklegt nám flugnáms inn I starfsemi Fjölbrautaskólans, og aöeins skortir formlegt leyfi mennta- og fjármálaráöuneytis til aö kennsla geti hafizt á þeirri braut nú um áramótin. Undan- farin 30 ár hefur kennsla i þessari grein fariö fram á kvöldnámskeiöum. A s.l. hausti voru stofnaöar tvær nýjar brautir viö skólann, trésmiöa- braut og hársnyrtibraut. Fjölbrautaskólinn hóf starf- semi sina i húsnæöi Iönskólans, sem var sameinaöur honum, en þar eru 7 kennslustofur og I Gagnfræðaskólanum i Kefla- vik, auk þess sem tekiö var á leigu húsnæöi hjá Skipasmiöa- stöð Njarövikur fyrir vélstjóra- og málmiönaöarbraut. Vegna hinnar miklu fjölgunar, er varö á nemendum á s.l. hausti, var enn bætt viö leiguhúsnæöi og tekiö á leigu húsnæöi fyrir tréiönaöarbraut i Njarövik og fyrir hárgreiöslubraut I Kefla- vik, einnig voru tækjageymslur innréttaöar I skólanum sem kennsluhúsnæöi. Kennt er þvi nú á fjórum stöö- um I Keflavik og Njarövik og munu röskir 2 kílómetrar milli þessara staöa. Veldur þetta ýmsu óhagræöi I sambandi við rekstur skólans. Einnig fer þó nokkur kennsla fram á laugar- dögum og eftir kl. 17 á kvöldin. Þaö er þvi fyrirsjáanlegt, aö ef ekki fæst úrlausn i húsnæöis- málum skólans fyrir næsta haust, verður skólinn varla starfhæfur I núverandi mynd, þegar 150 til 170 nemendur bæt- ast viö þann fjölda sem fyrir er. Skólanefnd og skólameistari hafa gert sér grein fyrir þessu ástandi og haldiö marga fundi um máliö. A fundi skólanefndar þann 4. mai s.l. var samþykkt aö sækja um fjárveitingu úr rikissjóöi aö upphæö 100 milljónir til aö byggja aöra hæö ofaná núverandi húsnæöi skólans. Framlag sveitarfélag- Gunnar Sveinsson anna yröi þá 66,7milljónir. I þvi húsnæöi mundi veröa 6 til 8 kennslustofur þannig aö sú bygging mundi leysa úr brýnustu þörf næsta skólaár. Þessi fundarsamþykkt hefur veriö kynnt sveitarstjórnum á svæðinu og eru þær reiðubúnar að leggja fram aö sinum hluta þaö fé sem vantar. Skólanefnd hefur farið á fund undirnefndar fjárveitinganefndar og kynnt henni máliö. Einnig hafa öll gögn varðandi máliö veriö lögð fyrir starfsmenn menntamála-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.