Tíminn - 13.11.1977, Qupperneq 21
Sunnudagur 13. nóvember 1977
21
framt þvi að styðjast við hana.
Á fjórðu myndinni hefur Jón
sleppt göngugrindinni og tekið
hækjurnar, en hann er nú
smám saman að ná valdi á
þeim. — Oghinn ágæti þjálfari
Jóns, Michel er auðvitað alls
staðar nálægur.
Timamyndir GE
Hann hefur nú fengið spelkur
til styrktar fótum sinum. A
þriðju myndinni hefur Jón náð
valdiá göngugrindinni og þok-
ar henni á undan sér jafn-
stólsins til þess að færa hann
úr stað, sagði Jón að hefði
styrkt hendur sinar bezt.
Á næstu mynd hjálpar þjáif-
arinn Jóni að risa á fætur.
ildreimisst móðinn”
Þar vil ég alveg sérstaklega
nefna læknana Kristin Guð-
mundsson og Bjarna Hannesson.
Þeir skáru mig upp og það verk
þeirra er undirstaðan að bata
mínum. Þeim á ég þvi mikiö að
þakka.
Ég var drifinn svo fljótt sem
unnt var í röntgenmyndatöku, og
fariö með mig af mikilli varúð og
gætnieins og sjálfsagt hefur verið
nauðsynlegt. Siðan var ég sendur
á gjörgæzludeild og bjóst nú við
uppskurði von bráðar.
En margt var að athuga og ég
held ég fari ekkert aö lýsa endur-
teknum skoðunum og athugunum
á skrokki minum, sem óhjá-
kvæmilega fylgdu i kjölfar slyss-
ins. — Það var á laugardegi fyrir
hádegi, sem ég slasaðist og á
þriðjudaginn tókst að ná nógu
glöggri mynd af hinum brotna
hálslið minum, og sex .dögum
eftir slysið var ég skorinn upp,
ekki aðeins þar sem ég var brot-
inn, heldur var ég llka skorinn
upp niðri I mjöðm, sagaö bein úr
mjaðmarkambi og grætt 1 skörðin
á hinum brotna hálslið eftir að
hreinsuö höfðu verið burtu þau
beinabrot sem stungust inn i
mænuna og lömuðu mig svona
gersamlega. Auk alls þessa voru
negldir saman þrir hálsliðir i mér
og það háði mér talsvert jafnvel
eftir að ég var kominn hingað á
Reykjalund. Það tók óþægilega i
þetta, þegar ég sneri höföinu.
Eftir aðgeröina var ég settur i
svokallaðan „strekk”, i þvi skyni
að teygja hæflilega á beininu, svo
aö það grói rétt saman og þetta
nægði til þess að ég losnaöi við
sársauka á meöan brotið var að
gróa. Tvisvar eða þrisvar
liðnaðist á „strekknum,” og þá
fékk ég ógurlegarkvalir I hálsinn.
Ég var einn mánuö I „strekkun-
um” og slapp vel eftir þvi sem
mér er sagt þvi að það mun vera
algengt að fólk þurfi á honum að
halda i sex vikur eða jafnvel tvo
mánuði.
— Hvað varst þú svo lengi á
Borgarspltalanum ?
— Ég kom þangað að kvöldi
fimmta febrúar og fór þaöan
aftur tólfta april. Þá var að koma
tilfinning i fæturna og ég var
byrjaöur að fá mátt I fingur og
hendur, þannig að ef ég náði I
grindumar á rúminu gat ég tekið
I þær og velt mér um eða dregið
mig yfir á aöra hliö en þá sem ég
lá á en annars hefði ég legið
ósjálfbjarga og ekkert getaö
hreyft mig úr stað.
Að Reykjalundi
— Komst þú svo hingað að
Reykjalundi i april?
— Já, ég kom hingaö tólfta april
og þá var svo ástatt um mig sem
ég var að lýsa aö ég gat aðeins
velt mér til i rúminu.
— Og siðan hefur þú æft þig af
kappi?
— Já, og nú er ég kominn á
hækjur — eða langleiðina þangað
að minnsta kosti með þvi' að nota
spelkur. Núna æfi ég mest I svo-
kallaöri hjólagrind, það er að
segja göngugrind með hjólum að
framan og fótum að aftan og
tveim góðum handföngum að
auki. Þessu tæki rúlla ég á undan
mér og eins og er, get ég hreyft
mig um báðar mjaðmir og komið
hvorum fæti um það bil fet fram
fyrir hinn. Þetta má vist heita
undraverður árangur, þegar þess
er gætt hve illa ég var kominn
eftir slysið en aðstaða til endur-
hæfingar er frábærlega góð hér á
Reykjalundi og starfsfólkiö fram-
úr skarandi. Ég vil nota tækifærið
til þess að færa þvi sérstakar
þakkir, þvi að þótt ég leggi mig
allan fram við að endurhæfa mig,
þá er árangurinn fyrst og fremst
þeim að þakka sem skipuleggja
æfingarnar og stjórna þeim.
Þvi má skjóta hér inn að sveit-
ungi minn, sá er fékk blóötappa I
fótinn og veiktist sama morgun-
inn og ég varð fyrir slysinu varö
að ganga undir aðgerð vegna
sjúkleika sins. Það var tekinn af
honum annar fóturinn og hann
kom hingað á Reykjalund til þess
að endurhæfa sig, eins og ég. Við
vorum hérbáðiri sumar. Hann er
rétt nýlega farinn heim til sin
austur I Biskupstungur.
Sifelld þjálfun
— Og þú sjálfur. Þú hefur ekki
misst móðinn eða verið nærri þvi
að gefast upp?
— Nei, fjarri þvi. Ég hef aldrei
misst móðinn.
— Varstu ekki Iþróttamaður,
áður en þú slasaðist?
— Jú og það tel ég að hafi
bjargaö mérmjög mikiö iþessum
þrengingum. Ég treysti alltaf dá-
litið á mátt minn og megin, ég
hafði alla tið lagt verulega rækt
við skrokkinn á mér, hafði kennt
honum að hlýða og var likamlega
sterkur, áður en ég varö fyrir
slysinu. Égvar hlaupariog keppti
á vegum Héraðssambandsins
Skarphéðins, bæði á Suöurlandi, i
Reykjavlk og nokkrum sinnum
erlendis. Viku áður en ég
slasaðist tók ég þátt i svokölluðu
Kambaboðhlaupi I sveit Skarp-
héðins, og náði sjötta beztum
tima á mótinu. -v Já, það er dálit-
ið kaldhæðnislegt, þetta: Fyrir
slysið var ég áreiðanlega með
léttfærustu mönnum á tslandi en
á tveim sekúndum breyttist ég i
einn þeirra sem hvað erfiðast
eiga með að hreyfa sig. Eða öllu
heldur: Ég gat ekkerthreyftmig,
— var farlama maður.
— Þú ert þá — sem iþrótta-
maður — ekki neitt hræddur við
að detta, þegar þú ert að æfa þig
hér?
— Þaö er engin hætta á þ vi ég er
I svo góðum höndum. Ég fékk
mjög góðan þjálfara hér, Belgiu-
mann, sem heitir Michel. Hann er
sjúkraliöakennari að mennt, og
frábær maöur á sinu sviöi. Hann
hefur verið sérstakur þjálfari
minn siðan ég kom hingaö og aðr-
ir ekki komið þar nærri nema
þegar hann var i sumarleyfi eöa
ef hann varðlasinn. — Um leiö og
ég minnist á Michel, hinn góða
þjálfara minn, langar mig að
koma á framfæri þakklæti minu
til Hauks Þórðarsonar, yfirlæknis
á Reykjalundi, fyrir alla fram-
göngu hans i mlnum málum, sið-
an ég slasaöist.
— Varð þér ekki mikið um
æfingarnar fyrst i stað?
— Mér fannst það skelfing
óþægilegt, þegar ég var fyrst
settur I hjólastól, — brotinn i
vinkil, — þvi ég var oröinn svo
vanur þvi að liggja endilangur og
eiginlega stirðnaður I þeim
stellingum. Fyrstu dagarnir og
meira að segja fyrstu vikurnar
hér á Reykjalundi, voru mér
erfiður timi. Ég var orðinn vanur
þvi að liggja i rúmi, en þurfti nú
allt i einu að fara á hverjum degi
niður I kjallara og gera þar marg-
vislegar æfingar. Ég var alltaf
steinuppgefinn, þegar þessu var
lokið.
Þannig gekk þetta fyrstu
vikurnar hér. Smám saman
vandist ég þessu og eftir þvi sem
þróttur minn óx voru viðfangsefni
min aukin. í mailok fékk ég að
fara i sundlaugina hérna og þá
fyrst fór að koma verulegur
skriöur ábataminn.I júnifékk ég
ofnæmi fyrir penisillinlyfjum og
þá varð ég að hætta að stunda
sundið. Þannig tapaði ég þrem
vikum úr. En ég gat farið I vatniö
á ný tiunda júli og þá fór mér
aftur aö fara fram. Nú fór ég aö
geta hreyftfæturna i vatninu. Um
miðjan sqitember varð ég hins
vegar fyrir nýju óhappi sem gerði
þaö að verkum að ég hef ekki
getaö stundað sund siðan, en það
gerði ekki eins mikið til vegna
þess að nú var ég kominn svo vel
á veg, aö ég gathreyft mig I fastri
göngugrind og spelkum, ogupp úr
tuttugasta sept. gat ég farið að
nota hjólagrind. En þá byrjuðu
nýir erfiðleikar þvi að þetta var
svo erfitt. Sem dæmi má nefna að
fyrstu dagana gekk ég ákveðna
vegalengd eftir gangi á þrjátiu og
fimm minútum en nú f er ég þenn-
an sama spöl á tiu minútum og
tæplega þó. — Núna, þegar ég er
að tala þetta inn á segulbandið
hjá þér er þriðji nóvember. Ég er
að byrja aö ná valdi á hækjunum
það er aö segja með þvi aö hoppa
en gengið get ég ekki með hækj-
um.
öll sveitin eins og ein
Qölskylda
— Nú hefur þér að minnsta
kosti um sinn, verið kippt út úr
umhverfi þinu. Kviöir þú ekki þvi,
sem framtiðin kann að bera i
skauti sinu?
— Nei,. Islenzkir bændur eru
nú einu sinni þannig aö þeir gef-
ast ekki upp fyrr en I fulla hnef-
ana. Heilsa mln hefur tekið
stöðugum framförum og ég er
ekki svartsýnnien svo, að ég setti
nærri f jörutiu lömb á I haust. Hitt
er rétt að ég hef ekki getaö unniö
neitt á búi minu þetta árið og get
það ekki enn en ég réði strax til
min ágætan mann sem hefur
annazt búib siðan ég slasaðist og
svo eru foreldrar minir og skyldu-
lið mér betri en enginn. — Fyrst
við erum að tala um þetta vil’ég
koma á framfæri hér minu inni-
legasta þakklæti til allra sem
hafastuttmig með ráöum ogdáð,
og þar á ég fyrst og fremst viö
fjölskyldu mina^skyldfólk og vini
og slðast en ekki sizt félaga mina i
Héraðssambandinu Skarphéðni.
Það var annars einkennilegur
munurá þvi að vera sveitamaður
og kaupstaðarbúi. þegar eitthvað
verulegt bjátar á. Ég held aö i
borgum verði fáir sliks varir
nema nánustu ættingjar og vinir
og svo vinnufélagar. En þegar
sveitamaður slasast eða veikist
alvarlega, þá á hann samúð og út-
réttar hendur allra sveitunga
sinna. Ég hygg, að mesti
stuðningurinn sem mér hefur
Framhald á bis. 25
ann varð fyrir slysi og lamaðist mjög mikið, en hefur náð
öðugri þjálfun og sjálfsaga