Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 13.11.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 13. nóvember 1977 25 Nóg að gera hjá Skagaleikflokknum Kjartan Ragnar Guðmundsson læknir, dr. med. d. 5. okt. 1977. HaustiB 1925 gengu fimm sunn- lenzkir piltar inn i 3. bekk Gagn- fræöaskólans á Akureyri (er siBar varð menntaskóli) og tóku gagn- fræðapróf á næsta vori eftir eins vetrar dvöl i skólanum. 1 þessum hópi var Kjartan R. Guðmunds- son frá Ytri-Skógum undir Eyja- fjöllum. Þetta haust lágu leiðir okkar Kjartans saman i skólan- um i fyrsta sinn. Fljótlega urðum viö nánir félagar er leiddi til ein- lægrar vináttu sem hélzt óslitið alla tiö. Mér er þungt um hjarta þegar hann er horfinn minn ljiifi vinur sem reyndist mér æ sem bezti bróðir og svo mun um fleiri sem þekktu hann og reyndu hann, hinn sviphreina bjarta son Eyja- fjalla. — Margt leitar á hugann frá liðnum árum. Jeg staldra við minningarnar frá vetrinum okkar á Akureyri. Allar eru þær manni kærar enda jafnan á langri leiö borið yl i br jóstið er horft var til baka. Margar áttum viö gleði- stundimar — bekkjarsystkinin i 3. bekk og bjart var yfir þeim friöa hópi, er átti ljúfa drauma æskuáranna og vonglöö augu er horft var fram á veginn. — Kjartan var fæddur 14. aprfl 1906 i Ytri-Skógum og ólst þar upp i föðurgarði, annar að aldri í röð 5 systkina. Vaxinn var hann af sterkum stofni merkra og mikilla ætta gáfu- og atgervisfólks beggja vegna. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Báröardóttir og Guðmundur Kjartansson, bóndi og smiður er bjuggu i Ytri- Skógum langa tið. Bæði voru þau Eyfellingar húnfrá Ytri Skógum, hann frá Drangshliðardal. Margrét og Guðmundur voru mikil mannkostahjón er nutu að verðleikum virðingar og trausts sveitunga sinna og annarra er af þeim höfðu kynni. — Og — „eplið fellurekki langtfrá eikinni”. Þeir góðu kostir, er pryddu foreldra Kjartans voru honum gefnir og um þann arf stóð hann trúan vörö og ávaxtaði allt sitt lif. —Eftir gagnfræðaskólaprófið á Akureyri lá leiðin i Menntaskól- ann I Reykjavik. Þar tók hann stúdentspróf vorið 1930 meö 1. eink. Það er vist að hvaða leiö sem Kjartan hefði valiö sér aö loknu stúdentsprófi hefði oröið honum greiöfær, svo mjög sem hann var gæddur skörpum gáfum og fjölþættum hæfileikum. Hann valdi læknisfræðina og aldrei mun hann hafa iðrazt þess. Hann stundaði nám i læknadeild Há- skóla Islands og lauk kandidats- prófiifebr. 1936 með hárri 1. eink. A næstu árum var hann settur héraðslæknir á nokkrum stöðum úti á landsbyggðinni, m.a. i Hornafjarðarhéraði og Hólma- vikurhéraði jafnhliða Reykja- fjaröarhéraði auk þess gegndi hann læknisstörfum tima og tima i forföllum lækna. Kjartan valdi sér geö- og taugasjúkdóma að sérgrein og aflaöi sér þekkingar á þvi sviöi við erlendar stofnanir viðs vegar. Fullyrða má aö hann hafi verið með lærðustu læknum hérlendis i sérgrein sinni. Sem sérfræðingur i taugasjúkdómum vann hann bæði sjálfstætt og á sjúkrahúsum, m.a. á Land- spltalanum um árabil Jafnframt stundaði hann kennslu i lækna- deild Háskóla Islands og lektor við háskólann var hann frá 1959 siðar prófessor. Kjartan R. Guömundsson var þeirrar gerðar að hann gaf sig allan og óskiptan þvi er hann tók sérfyrir hendur, hvort heldur var inárhi eöa störfum. Það lætur þvi að iikum, að hann hafi gefiö mikið i lifestarfi sinu af sinni fjölþættu þekkingu og það þvi fremur sem tilfinningar hans sjálfs voru opnar og næmar og löngunin mik- il til að hjálpa og likna. — Óefað fylgja honum þakklátir hugir hinna fjölmörgu sjúklinga hans sem mættu skilningsrikum og hlýjum vini þar sem Kjartan var. Kjartan var gæddur mikilli lifs- orku og viljastyrk átti hann i miklum mæli. Sá styrkur var honum sjálfum ómæld náðargjöf I hinu mótdræga og þungbæra i lif- inu sem Kjartan fór ekki varhluta af, frekaren flestir aðrir. Kjartan var kvæntur Rut, nuddkonu, danskrar ættar, en missti hana snögglega eftir aðeins 13 ára sambúö. Sá missir var Kjartani þungbær og skildi eftir ógróið sár til hinzta dags. — Ég votta systkinum hans vinum minum innilega samúð mina. — „Vinar burt sem vikinn er, * veitist jafnan ljúft að minnast, — yndislegt að óska sér aftur mega sjást og finnast J.M.Guðj. Bókmenntir Þaö er varla hægt að tala um trúleysi og ótta siðustu áratuga án þess að minnast á þau von- brigði sem fjöldi manns hefur oröiö fyrir i sambandi viö kommúnismann. Menn trúðu þvi aö skipulagið leysti allan vanda, gerðimennfullkomna og farsæla. Sumir héldu að réttlát skiptagjörö og góður efnahagur leysti menn frá öllum slæmum tilhneigingum. „Þar sem fólki liður vel eru ekki framdir glæp- ir”. En reynslan sýnir aö þaö er mikið satt i hinu fornkveðna að „fátækan vantar margt en ágjarnan allt”. Kannski er eftirómur þessara vonbrigöa I þvi sem Gústaf Óskarsson segir um frelsun Tibets og rödd hróp- andans i Kambódiu. Það er nauðsynlegt aö gera sér grein fyrir hættum og hald- leysi þess sem ekki má treysta. En ungt fólk á aö treysta á sjálft sig. Og einhvern veginn finnst mér að þessi kver sem hér voru nefnd séu forboði þess að innan skamms sameinist hin unga kynslóð I þeirri trú og tilfinn- ingu og vissu aö framtið og vel- ferð mannkynsins er undir þvi komin að það læri að lifa bræðralagið. Það er draumur- inn forni og fagri og það er tak- markiö mikla. Þaö er leiðin til fyrirheitna landsins, — guðs- rikisins. Og á þeirri leið eru for- réttindin þröskuldur. H.Kr. o Ég hef aldrei hlotnazt siöan þetta kom fyrir hafi komiö frá sveitungum min- um, félögum og vinum viðs vegar aö. Þaö er eins og allt sveitar- félagið hafi orðið ein f jölskylda i kring um mig, siöan ég slasaðist. Og efst er mér i huga þakklæti til þeirra sem hafa annazt bú mitt i fjarveru minni. „Ég er bjartsýnn” — Þú heldur búskapnum áfram með fulltingi aðstoðarfólks þins að minnsta kosti til vorsins? — Já, ég ætla aö minnsta kosti að sjá hverju fram vindur I vetur. Ég hef hug á þvi að nota þennan tima til þess að mennta mig eitt- hvað. Sú skólaganga sem ég hef notiö er sambærileg viö það sem nú á dögum er krafizt af tólf ára börnum. En auövitað segir sjálf skólagangan ekki allt um kunn- áttu manna. Menntun er llka hægt að auka á annan hátt en með beinni setu á skólabekkjum og það er það sem ég hef hug á að gera en framaö þessu hafa æfing- arnar tekiö allan tima minn og þrek. Þegar þeim er ldcið á dag- inn, hef- ég verið oröinn svo þreyttur að ég hef oröiö að leggj- ast til hvildar. Lengi eftir aö ég slasaðist þoldi ég ekkert að lesa, sjálfsagt vegna höfuðhöggsins sem ég hafði hlotiö en nú er sá þröskuldur yfirstiginn og ég get lesið þrautalaust. Hægri hönd min er orðinn nægilega styrk til þess aö skrifa með henni en sú vinstri er miklu lélegri og yfirleitt er ég allur miklu verr á mig kom- inn vinstra megin. Mér er ljóst aö læknisfræðileg- ar likur til þess að ég nái fullum bata eru einhvers staðar innan við tiu af hundraöi. Ég veit lika að mikill munur er á þvl hvort menn geta gengið, unnið I sæti sinu og bjargað sér aö mestu sjálfir — eða hvort þeir eru færir um aö vinna erfiðisvinnu til dæmis sveitaverk. Þar er langur vegur á milli. A hitter að Ilta að batiminn siðan ég slasaðist hefur verið svo undraveröur aö ekki er gott að segja hversu langt ég kann að ná áöur en lýkur. Sá árangur sem þegar hefur náðst gefur ástæöu til bjartsýni, enda er ég bjartsýnn, þegar ég horfi fram á veginn. —VS Ný plata Hauka Frá hljómplötuútgáfunni Hauk- um h.f. er komin út hljómplatan ,,..svo á réttunni” með hljóm- sveitinni Haukum. 1 hljómsveit- inni eru Ingólfur Sigurðsson, Gunnlaugur Melsteð, Svein Arve Hovland og Valgeir Skagfjörð. Hér er um að ræða aðra hljóm- plötu Hauka en hin fyrri hét „Fyrst á röngunni” og kom út á s.l. ári. Lögin á þessari plötu eru öll frumsamin og textarnir is- lenzkir. Hljóðritun hennar fór fram iHljóðrita hf. i Hafnarfirði i mai og júni i sumar. Upptöku annaðist Tony Cook. Aðstoðar- menn á plötunni eru nokkrir, m.a. Engilbert Jensen og Kristinn Svavarsson. Mikil gróska er nú i starfsemi Skagaleikflokksins á Akranesi. Undanfarið hefur Skagaleikflokk- urinn sýnt leikritið Höfuðbólið og Hjáleiguna eftir Sigurð Róberts- son og hefur það verið sýnt sex sinnum á Akranesi, tvisvar i Kópavogi og tvisvar á Suðurnesj- um við góða aðsókn og ur.dirtekt- ir. 1 dag, 12. nóvember, verða tvær sýningar á Sauðárkróki, og á sunnudag sýnir leikflokkurinn á Blönduósi. Siðar i vetur hefur Skagaleikflokknum verið boðið i leikför til Finnlands og hefur hann tekið þvi boði. plexig/as '& Höfum ávallt fyrir- liggjandi frá röhm í Vestur-Þýzkalandi úrval af plexiglas plastgleri í mörgum þykktum og litum. Plexiglas og Makrolon 1-10 mm þykkt og 3ja mm mótað — hentar vel til margvíslegustu nota — svo sem: Undir stóla á vinnu- stöðum, í handrið, glugga á skipsbrýr, hringstiga — og ótal margt fleira. Sníöum eftir ykkar óskum og teikningum. Bílasmiðjan hf. Laugavegi 176 Símar 3-37-04 & 8-21-95 Reykjavík Framleiðum eftirtaldár gerðir ' "l^*S rj te \ HRINGSTIGA: V rrf lim Teppastiga, tréþrep, r-! mn r Æ rifflað járn og úr áli. B PALLSTIGA mm 'JW iMargar gerðir af inni- og pX útihandriðum. .121 Vélsmiðjan Járnverk |p:' * Ármúla 32 — Sími 8-46-06 Kaupmenn — Kaupfélög Jólin nálgasf Tökum upp daglega Gjafavörur Leikföng o.fl. o.fl. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.