Tíminn - 13.11.1977, Side 33

Tíminn - 13.11.1977, Side 33
Sunnudagur 13. ndvember 1977 33 íiann við með fyrirlitn- ingu i rómnum. Annars sagði Derssu að hættan af úlfum yrði minni er lengra kæmi austur. Þar yrði snjór- inn dýpri og lausari i sér. tJlfarnir vildu helzt þjóta um hjambreiður og isilögð vötn og ár. Hestamir vom svo ör- magna af þreytu að systkinin urðu að hvila þá i þrjá daga. í þorpinu Limskaja voru aðeins 8 ibúðarhús eða öllu heldur kofar og 40 manns áttu þarna heima. Þessar byggingar voru mjög likar ibúðum fanganna i Verchojansk. Fljótið var eini þjóðveg- urinn eða samgöngu- leiðin þangað. Allt i kring voru óbyggð hrjóstrug svæði. Það var hrein hending að bömin skyldu hitta á þorpið um kvöldið. Ámi frétti það siðar, að næstu byggðir voru i 100 rasta (Röst = km. Rússnesk röst rúml. 1 km.) fjarlægð. Dálitinn spöl frá þorp- inu sá Árni einkennilega sjón, og gat alls ekki getið sér þess til hvers- konar gálgatimbur það var. Fjórir staurar eða trjábolir meira en þriggja metra háir vom reknir niður i jörðina likt og simastaurar og mynduðu ferhyrning. Uppi i toppi trjánna hékk stór, löng kista eða kassi. Þegar Arni spurði, til hvers þetta væri, eða hvað væri i kistunni, var svarað: „Dáið fólk”. „Jörðin alltaf gaddfreðin. Við geymum þá dánu upp i loftinu. Dýrin ekki ná til þeirra þar”. Arni fékk Derssu og nokkra fleiri karlmenn til að fylgja þeim næstu 200 km upp eftir fljótinu. Hann vildi ekki vera mjög liðfár, ef úlfar réðust aftur á þau. Þetta reyndist þó óþörf vark- ámi. Þau sáu ekki einn einásta úlf á allri leið- inni og ekkert merkilegt kom fyrir þau á þessari leið. Þau höfðu náð svefnpokunum og tjald- inu aftur litt skemmdu og voru þvi vel varin fyrir kuldanum. 8 Seint um kvöldið hinn 10. desember komu þau ltács til Nelkan. Það var dálitið stærra þorp og bjuggu þarna um 100 manns og þar á meðal tiu til tuttugu Rússar. Þarna er fljótið Maja ekki lengur skipgengt og er þá leiðin mjög erfið yfir Stanovoi-fljótið austur að Ajan við Okotska-hafið. Það reyndist rétt, sem Derssu hafði sagt. Snjórinn varð þvi meiri sem austar kom. 1 Nel- kan var snjórinn meira en metri á dýpt og uppi i fjöllunum var snjóþung- inn enn meiri. Inn yfir fjallgarðinn berst rakt loft frá Kyrrahafinu og kólnar og fellur niður sem snjór, er það kemur yfir á fjallgarðinn. Þess vegna er næstum ófært yfir Stanovoi-fjöllin að vetrinum. Derssu þekkti rikan kaupmann i Nelkan. Hjá honum fengu systkinin gistingu á meðan þau undirbjuggu áframhald ferðarinnar. Kaup- maðurinn lofaði að greiða götu þeirra sem hann gæti. „En ferðin yfir fjall- garðinn verður erfið”, sagði kaupmaðurinn og hristi höfuðið alvarlegur i bragði. „Dagarnir eru stuttir i desember og oft skella á stórviðri i fjöllunum sérstaklega þegar nálgast ströndina. Sleðann getið þið aðeins notað fyrstu 80 km. Það sem eftir er leiðarinnar — um 120 km — verðið þið að fara á skiðum. Ef færi er gott er ekki vist að skiðaferðin taki marga daga. En þegar þið nálgist ströndina getið þið átt allra veðra von”. Árni og Berit voru orðin svo lifsreynd að þau gerðu sér engar gyllivonir um ferðina. En þau áttu ekki um neitt annað að velja. „Ef þið ætlið að ná til Ajan og Vladivostok áður en hafnirnar leggur þá verðið þið að hraða för ykkar”, sagði kaup- maðurinn, „Ég hef heyrt að höfnin i Ajan hefði byrjað að leggja eina nóttina I fyrri viku og eins og kuldinn er yfirleitt mikill i vetur þá getur allt orðið Isilagt innan litils tima”. Derssu bauðst til að fylgja stystkinunum alla leið til Ajan en öku- maðurinn vildi snúa aftur, þegar hann gæti ekki komizt lengra með hestana. Við þessu var ekkert að segja en vegna þess að þau höfðu dálit- inn farangur, þurftu þau helzt að fá fylgdarmann auk Derssu alla leiðina. Loks var Derssu svo heppinn að hitta á mann, sem vildi gera þetta en hann lét þó ganga eftir sér og setti upp gifurlegt kaup. Maðurinn var af sama ættstofni og Derssu en kunni ekki eitt einasta orð i rússnesku. Árni varð að kaupa nesti að nýju i Nelkan i stað þess, er þau misstu. „Prlmus og oliu þurfti hann lika að kaupa. Auk þess varð hann að kaupa skiði fyrir þau bæði og voru þau bæði breiðari og styttri en venjulega gerist. Skiðin voru lika þung og runnu illa en voru góð i lausum mjúk- um snjó til að ganga á þeim. Að siðustu keypti hann tvo bambussleða og kaðla og bönd til að binda farangurinn á sleðana. Forðist slysin og kaupið WEED keðjur í tíma BCDBGJíiJeOJaj Lii' Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33 9. Leiðin frá Nelkan lá beint i austur yfir skógi- vaxinn háls. Snjórinn var mikill en sleðaslóð var yfir hálsinn og gekk þeim þvi vel. Fylgdar- maðurinn hafði keypt sér nýjan hest i Nelkan i stað þess er úlfamir drápu og þótt þau væru fimm i sleðanum, gekk ferðin greitt. Sleðamir með farangrinum vom lauf léttir i drætti og vom festir aftan i hinn sleðann. Ferðin gekk slysa- laust meðan ökufært var, en daginn eftir er farnir vom um 80 km., komust hestamir ekki lengra. Fyrir dalbotn- inum risu hin háu Steno- voi-fjöll hátt i loft, þver- brött og ógnandi. Systkinunum virtust þau óálitleg en áfram urðu þau að halda. Þetta var eina leiðin. Þau kvöddu fylgdar- manninn sem sneri aftur og lögðu upp gangandi. Farangrinum var skipt á sleðana. Annan sleðann þann sem léttari var drógu þau Berit og nýi fylgdarmaðurinn en hinn sleðann drógu þeir Ámi og Derssu. Er þau komu yfir ána Brábum koma blessuá jólin. Jólasveinninn er kominn í glugga Rammagerðarinnar til að minna á að ... nú er rétti tíminn til að láta Rammagerðina ganga frá jólasendingum til vina yðar og ættingja erlendis í Rammagerðinni er mikið úrval af fallegri gjafavöru viö allra hæfi, m.a. silfur, keramik, skinna- og ullarvörur, moccakápur- og jakkar, bækur, hljómplötur og þjóðlegir, útskornir munir. Komið tímanlega. Sendum um allan heim! Þér veljið gjafirnar. Rammageróin pakkar og sendir. Allar sendingar eru fulltryggðar. RAMMAGERDIN Hafnarstræti 19. KOSTA-KAUP Niðsterk Exqusit þrflijól á aðeins kr. 5.900. Smásöluverð. Þola slæma meðferð. Sver dekk, léttara ástig. HEILDSÖLUBIRGÐIR: INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, slmar 84510 og 845T0

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.