Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 16
16 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR
KOSNINGAR N-listinn hlaut meiri-
hluta atkvæða í Garði en aðeins
tveir flokkar buðu fram að þessu
sinni.
Á N-listanum eru níu konur og
fimm karlmenn, þar af eru konur í
þremur efstu sætunum. Oddný G.
Harðardóttir, oddviti N-listans,
segir að ekki hafi verið erfitt að
virkja konurnar. „Það er búið að
telja okkur konum trú um að
ástæðan fyrir því að við erum ekki
á listum sé sú að við viljum ekki
vera með. En það var ekki vanda-
mál hér, heldur var þvert á móti
mikil ásókn kvenna í sæti.“ Að
sögn Oddnýjar var kveikjan að
þessu sú að tuttugu konur úr öllum
flokkum ákváðu að setjast niður
og velta fyrir sér hvernig hægt
væri að gera hlutina betur. Oddný
segir að þeim hafi þótt þörf á að
bæta vinnulag og lýðræðislega
aðkomu bæjarbúa að málum. I-
listamenn höfðu samband við hóp-
inn um samstarf og úr varð nýtt
framboð, N-listinn. H-listanum
var einnig boðið að vera með en í
ljós kom að þeir ætluðu ekki að
taka þátt í kosningunum. Einstakl-
ingar af H-listanum höfðu þó
aðkomu að N-listanum.
„Við leggjum áherslu á fagleg
vinnubrögð og gegnsæja stjórn-
sýslu. Sömuleiðis að í öllum mála-
flokkum verði sett fram aðgerðaá-
ætlun og kostnaðaráætlun fyrir
kjörtímabilið,“ segir Oddný.
- sdg
Nýtt framboð N-listans með meirihluta í Garði:
Konur í þremur efstu sætum
ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR Oddný mun
taka við embætti bæjarstjóra í Garði.
������������������������������������������������������������
�������������������������������������������������������������
��� �����������������������������������������������������������
����������������������������� ����������������������
������� �������������������
�����������������
��������
���
����������������������
����������������
�����������������������
�������������������������
���� ����������������������������������
ÍRAK Forsætisráðherra Íraks,
Nouri al-Maliki, sagðist í gær
munu tilkynna þinginu innan
þriggja daga hverja hann skipar
sem nýja varnar- og innanríkis-
ráðherra. Mjög er þrýst á forsæt-
isráðherrann að skipa í þessar
mikilvægu stöður í kjölfar vax-
andi átaka stríðandi fylkinga í
landinu.
Ráðherrann segist einnig hafa
sagt stjórnskipaðri nefnd að ræða
við bandaríska herinn um meintar
árásir hermanna á óbreytta borg-
ara í Haditha í fyrra. Nú í ár hafa
yfir 4.000 Írakar, margir þeirra
óbreyttir borgarar, látið lífið í
stríðstengdu ofbeldi. - sgj
Forsætisráðherra Íraks:
Skipun ráð-
herra í nánd
EFNAHAGSMÁL Samsetning vöru-
skiptajöfnuðs hefur tekið stakka-
skiptum. Það sýna nýútgefnar tölur
Hagstofunnar fyrir aprílmánuð.
Undanfarna mánuði hefur hallinn
verið rekinn áfram af neyslu en nú
stjórnar hann að miklu leyti af auk-
inni fjárfestingu. „Það er í raun
betra því fjárfesting skilar sér í
auknum útflutningstekjum í fram-
tíðinni,“ segir Ásgeir Jónsson, aðal-
hagfræðingur KB banka.
Skýr merki eru um áhrif stór-
iðjuframkvæmda í vöruskiptajöfn-
uðinum þar sem mikil aukning
hefur verið í innflutningi á fjár-
festingarvörum. Hins vegar hefur
orðið snarpur viðsnúningur í inn-
flutningi á fólksbílum og varanleg-
um neysluvörum en undir þann
flokk falla meðal annars húsgögn
og ýmis rafmagns- og heimilis-
tæki. „Almenningur virðist vera að
endurmeta ástandið. Minnkandi
einkaneysla helst í hendur við
væntingarvísitölu Gallup sem birt
var á dögunum og sýnir að neyt-
endur hafa ekki verið svartsýnni
síðan í desember 2002,“ segir
Ásgeir.
Í mars voru fluttir inn bílar
fyrir 3,5 milljarða en í apríl fyrir
rúma tvo milljarða. Það er mikill
samdráttur og telst líklegt að mett-
un sé orðin á markaði með fólks-
bíla. Ásgeir segir ekki ólíklegt að
það taki tvö til þrjú ár þangað til
innflutningur tekur að aukast aftur
miðað við það sem sagan sýnir.
Þegar gengi krónunnar féll árin
2000 til 2001 hafi innflutningur á
bílum og varanlegum neysluvör-
um hrunið. Það sama hafi gerst á
árunum 1987 og 1998.
Greiningardeild KB banka
þykir líklegt að innflutningur
neysluvara muni halda áfram að
dragast saman þegar líður á árið
þó töluverð aukning verði áfram í
fjárfestingavöru. Hér skipta þrír
þættir mestu máli – mettunaráhrif
einkaneyslu, veiking krónunnar og
háir vextir. Aukin verðbólga og
minni væntingar neytenda spila
einnig inn í.
holmfridur@frettabladid.is
MARKAÐUR MEÐ FÓLKSBÍLA AÐ METTAST Í mars voru fluttir inn bílar fyrir 3,5 milljarða
króna en í apríl fyrir rúma 2 milljarða.
Neysla fólks
dregst saman
Gengisfall krónunnar og neikvæð umræða um ís-
lensk efnahagsmál hafa valdið samdrætti í innflutn-
ingi á bílum og almennum neysluvörum.
MÓNAKÓ, AP Albert II, fursti af
Mónakó, hefur gengist við að vera
faðir 14 ára stúlku sem býr með
móður sinni í Kaliforníu. Lögmaður
furstans greindi frá þessu í viðtali
við franska blaðið Le Figaro í gær.
Stúlkan heitir Jazmin Grace
Rotolo, en hún er annað óskilgetna
barnið sem Albert gengst opinber-
lega við faðerninu á. Hitt er hinn
þriggja ára gamli Alexandre, sem
hann átti í lausaleik með flugfreyju
frá Tógó. - aa
Albert II Mónakófursti viðurkennir að vera faðir:
Gengst við stúlku
EKKI VIÐ EINA FJÖL FELLDUR Albert fursti í
búðum kappakstursmanna í Mónakó um
liðna helgi. NORDICPHOTOS/AFP
HÁSKÓLAR Jón Baldvin Hannibals-
son, fyrrverandi sendiherra og
ráðherra, hefur verið ráðinn
stundakennari við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst.
Hann mun ásamt
Eiríki Bergmann
Einarssyni kenna
námskeiðið
Ísland í evrópsku
samstarfi, sem
kennt verður í
nýju meistara-
námi í Evrópu-
fræðum, sem
skólinn býður
upp á í fyrsta sinn
á Íslandi. Í námskeiðinu er skoðað
hvernig Ísland tengist ESB gegn-
um EES-samninginn og Schengen-
samstarfið. Einnig verður farið í
námsferð til Brussel og alþjóðleg-
ar stofnanir heimsóttar. -sgj
Viðskiptaháskólinn á Bifröst:
Jón Baldvin
ráðinn kennari
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
VARÐ FYRIR KONUNGLEGRI BIFREIÐ
Þessi tyrkneska stúlka, sem heitir Aysegul
Goksen, varð fyrir bifreið sænsku konungs-
hjónanna, Karls Gústafs og Silvíu, á götu
í Istanbúl í gær. Stúlkan féll til jarðar, en
reyndist ekki alvarlega meidd.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FÍKNIEFNI Á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum er leitað að eit-
urlyfjum innvortis hjá 30 til 40
manns á ári hverju og í 7 til 10 til-
vikum finnast efni. Þetta kom
fram í svari heilbrigðisráðherra
við fyrirspurn Ástu R. Jóhannes-
dóttur alþingismanns um ein-
staklinga með eiturlyf innvortis.
Jafnframt kom fram í svari
ráðherra, að annars staðar á land-
inu, einkum á Seyðisfirði, er leit-
að hjá innan við 10 manns á ári að
eiturlyfjum innvortis. Engin efni
hafa fundist við leit þar enn sem
komið er.
Ekki er kunnugt um að nein
sjúkrastofnun hafi synjað óskum
um að koma einstaklingi til
aðstoðar við að losna við eiturlyf
sem hann hefur haft innvortis, að
sögn heilbrigðisráðherra og þykir
afar ólíklegt að svo sé.
Samkvæmt upplýsingum frá
starfsfólki í heilbrigðisþjónust-
unni koma einstaklingar nánast
aldrei sjálfviljugir vegna þessara
aðstæðna til heilbrigðisstofnana.
Nær allir eða allir leita til heil-
brigðisþjónustunnar fyrir tilstilli
lögreglu við þessar aðstæður.
Ráðuneyti heilbrigðis- og trygg-
ingamála og dómsmála skoða nú
lagaákvæði sem fjalla um þagn-
arskyldu, tilkynningaskyldu og
vitnaskyldu varðandi eiturlyfja-
burð innvortis.
-jss
Heilbrigðisráðherra um vöktun á smygltilraunum:
Leitað innvortis hjá
fjörtíu manns á ári