Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 39
[ ] Á löngum laugardegi þessa helgi verður hinn árlegi blóma- dagur haldinn á Skólavörðustíg ásamt öðrum uppákomum. Hinn árlegi blómadagur Skóla- vörðustígsins verður haldinn á laugardaginn og er þetta í þriðja sinn sem þessi dagur er haldinn. Á blómadeginum er sumarið boðið velkomið, verslanir setja blómaskreytingar í glugga og íbúar Skólavörðustígsins skreyta líka á viðeigandi hátt. Gestir og gang- andi fá skemmtilegar blómagjafir og börnin fá ávexti og grænmeti en öllu því er dreift til gesta úr sér- stökum hjólbörum. Þema dagsins í ár er náttúru- legt umhverfi sem er vel við hæfi enda er Yggdrasill að halda upp á 20 ára afmæli sitt og býður því til veglegrar veislu. Meðal þeirra sem leggja hönd á plóginn með ýmiss konar uppá- komum verða börn frá Waldorf- skólanum með föndur og leiki, gjörningur Hins hússins, Afró- dans frá Kramhúsinu og ýmislegt fleira skemmtilegt. Verslunin KVK á Laugavegi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja á löngum laugardegi og verður með útsölumarkað í portinu hjá sér en þangað ætla stelpurnar úr Gyllta kettinum að mæta líka með flíkur til sölu. Klukkan 15 verða svo tónleikar með hljómsveitinni Sometime og léttar veitingar verða í boði. - jóa Blómlegur laugardagur Hinn árlegi blómadagur Skólavörðustígsins er haldinn á morgun. Verslunin Fatboy opnaði nýlega á Laugaveginum en verslunin selur nútíma útgáfu af gömlu grjónapokunum. Danfríður Árnadóttir, verslunar- stjóri Fatboy, kann frekari skil á Fatboy-stólunum. „Þetta er end- anlega útgáfan af gömlu grjóna- pokunum, einungis af stærri gerð. Pokarnir eru gerðir úr mjög slit- sterku, blettavörðu og vatnsheldu nælonefni og síðan mótar maður hann eftir vild.“ Aðalsmerki versl- unarinnar er því þessir pokar en þar eru einnig fáanlegir stólar og minni eyjur. Nýju stólarnir, eða grjóna- pokarnir, eru mun þægilegri og betri en fyrirmyndir sínar og aðlagast betur líkama hvers og eins. „Í pokanum er mikið loft og pokinn aðlagast vel þínum stell- ingum, til dæmis ef þú hallar þér aftur þá færðu vissan stuðning. Um leið og þú leggst í pokann þá ferðu ekki neitt eða sígur eins og þú gerðir í gamla grjónapokan- um. Hann er einnig vel stöðugur og þú þarft ekki að vera upp við vegg eða annað slíkt,“ útskýrir Danfríður. Pokarnir sjálfir eru eins og áður segir frá Fatboy en einnig er hægt að fá poka með Marimekko mynstri. Pokarnir voru hannaðir af finnskum hönnuði en þeir eru þó framleiddir í Hollandi. „Þeir voru fyrst búnir til árið 2000. Finnski hönnuðurinn segir að hann hafi hannað þá inn í 21. öld- inu og að þeir séu endanleg lausn á grjónapokunum.“ Danfríður er ánægð með við- brögðin það sem af er og segir að það sé búið að vera brjálað að gera. Hún gerir ráð fyrir að eitthvað eigi eftir að bætast við vöruúrvalið á næstunni og meðal annars séu væntanleg hengirúm. Í tilefni af löngum laugardegi mun Fatboy síðan reyna að poppa aðeins upp verslunina og mun plötusnúður þeyta skífum yfir daginn. Hægt er að nálgast frek- ari upplýsingar um pokana, til dæmis um gerð þeirra og annað, á heimasíðunni www.fatboy.is steinthor@frettabladid.is Grjónapokar 21. aldar Grjónapúði með Marimekkomynstri er feikivinsæll í Fatboy. Danfríður Árnadóttir verslunarstjóri lætur sér líða vel í nýstárlegum grjónapúða. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN HJÖRTUR Litadýrðin ræður ríkjum í Fatboy. Kolaportið er fínn endapunktur á góðum göngutúr niður Laugaveginn. Verið er að breyta húsinu og ekki er víst hversu lengi gamli sjarminn helst. Opið mán-fös frá 10-18 og lau. 10-16 Laugaveg 53 • S: 552 3737 Tilboð föstudag og laugardag 20% afsl. Af skóm og sumarjökkum Diza Laugavegi 44 s: 561 4000 opið virka daga frá 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 13-17 J Ú N Í T I L B O Ð Diza Bútasaumsbækur valdir titlar á 990-1490 kr. Mjúúúkar bómullarnáttbuxur 1990 kr. Peysur, 3 gerðir á 3.900 kr Viðskiptavinir athugið! Full búð af nýjum vörum og opið um helgar í sumar. brúðkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.