Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 91
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 FÓTBOLTI Andriy Shevchenko er formlega orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea en hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið á miðviku- dagskvöld. „Ég lít á þetta sem mikla áskorun og hlakka til að reyna að sanna mig í þessari deild,“ sagði Shevchenko sem er dýrasti leikmaður í sögu Chelsea, keyptur á um 30 milljónir punda frá ítalska liðinu AC Milan. Hann er einnig sá dýrasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. „Ég fer frá einu stórliði til ann- ars og er kominn í hóp með meist- urum. Ég held að ég sé kominn hingað á réttum tíma. Það er raun- hæft markmið að sigra í meistara- deildinni á næsta tímabili en það er margt annað sem skiptir máli. Félagið stefnir á að vinna enska meistaratitilinn þriðja árið í röð og mér líkar vel við það að í Chelsea er stefnt á sigur í öllum leikjum,“ sagði Shevchenko sem er 29 ára. Shevchenko er frá Úkraínu og hefur sannað sig sem einn allra fremsti markaskorari samtímans. Hann hlaut gullknött Evrópu 2004 fyrir að vera valinn besti knatt- spyrnumaður Evrópu. Hann er markahæsti leikmaður meistara- deildarinnar frá upphafi og er svo sannarlega martröð varnarmanns- ins, er alltaf í toppformi og margir vilja meina að hann sé hættuleg- astur á lokamínútunum. „Ef ég hefði hugsað um pening- ana þá hefði ég ekki komið hingað heldur verið áfram hjá Milan. Það er mér mikið gleðiefni að mál mín eru frágengin fyrir heimsmeist- aramótið, nú get ég farið til Þýska- lands sem stoltur leikmaður Chelsea,“ sagði Shevchenko sem hóf feril sinn hjá Dynamo í Kænu- garði. Hann er þriðji leikmaður- inn sem Chelsea hefur keypt síðan tímabilinu lauk, fylgir Michael Ballack og Salomon Kalou. Þá ætlar Jose Mourinho að krækja í brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos frá Real Madrid og portúgalska markvörðinn Hilario. - egm Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko er genginn í raðir Chelsea: Dýrastur í sögu enska boltans TIL CHELSEA Shevchenko er hér í leik með AC Milan gegn Chelsea árið 1999 en hann er nú kominn í búning Chelsea. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Miklar líkur eru taldar á því að Fabio Capello snúi baki við vandræðum Juventus og taki við Real Madrid. Capello fór á fund með forráðamönnum Juventus í gær, en ekkert hefur verið gefið upp hvað gerðist þar. Capello sást á fundi með Ramon Calderon í vikunni en hann er í framboði til forseta Madrídarliðs- ins. Sá síðarnefndi hefur lofað því að ef hann verði kjörinn, muni hann ráða Capello til sín. Þjálfar- inn viðurkenndi að hafa setið fund- inn, en neitaði að greina nánar frá málum. Real Madrid hefur enn ekki ráðið nýjan knattspyrnustjóra en eftir yfirvofandi forsetakosningar hjá klúbbnum, ætti málið að skýr- ast á næstu vikum. - hþh Fabio Capello: Á leiðinni til Real Madrid? CAPELLO Hefði án efa áhuga á því að fara til Spánar ef hann færi frá Juventus. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Suður-Afríski landsliðs- maðurinn Quinton Fortune á í við- ræðum við skosku meistarana í Glasgow Celtic. Þessi 29 ára leik- maður var látinn á frjálsa sölu hjá Manchester United en honum tókst ekki að vinna sér inn fast sæti hjá liðinu vegna meiðsla í hné. Fortune getur spilað á miðjunni eða sem vinstri bakvörður en Bolt- on Wanderers og Manchester City hafa einnig áhuga á að fá hann. „Ég vil fara að spila reglulega á ný og er nokkuð spenntur fyrir Celt- ic. Roy Keane hefur lagt inn gott orð en ég mun líka skoða aðra möguleika,“ sagði Fortune. - egm Fortune á leið frá United: Fortune ræðir við Celtic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.