Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 45
Myndlist rokkar
Keramik hönnun
Hreyfimyndagerð
Teikning
SUMARNÁMSKEIÐ
UNGA FÓLKSINS
13-23 ára
www.myndlistaskolinn.is / s: 551 1990
LEIKLIST
SOKKABANDIÐ
Ritskoðarinn
EFTIR ANTHONY NEILSON
Sýnt í Sjóminjasafninu við Granda-
garð / Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson /
Hljóðmynd: Hallur Ingólfsson / Leik-
arar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma
Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur
Stefánsson
Niðurstaða: Leikararnir unnu sína vinnu vel
en leikritið skildi ekkert eftir sig.
Það setti að mér gamalkunna til-
finningu að koma inn í hið hráa
rými úti á Granda þar sem Sjó-
minjasafn Íslands er til húsa.
Kaldir steinveggir, glært bygg-
ingaplast, kertaljós og andi sem
kveikti minningar um hin gömlu
grasrótarleikhús sem sýndu áleit-
in verk niðri í djúpum daunillum
kjöllurum eða uppi á fúnum háa-
loftum vítt og breitt um bæinn
fyrir um tveimur áratugum. Allir
að reyna að afhjúpa einhvern
sannleika um okkur sjálf eða
varpa nýju ljósi á þjóðfélagið.
Öllum svo mikið niðri fyrir og
mál að segja eitthvað merkilegt.
Kannski fyrst og síðast að snerta
eða hreyfa við fólki. Halló!
Vaknið! Ekki fljóta sofandi að
feigðarósi. Málefnin brýn og þörf
á að benda á agnúa og vankanta
mannfélagsins. Hefja mannsand-
ann upp yfir hversdagslegt amst-
ur, staldra við, líta í kringum sig,
temja sér gagnrýna hugsun og
láta ekki aðra segja sér hvað er
svart og hvað er hvítt.
Klám er eitt þeirra fyrirbæra
mannfélagsins sem leikhúslista-
menn ættu auðvitað að láta til
sína taka. Það er ekkert nýtt fyr-
irbæri og löngu gengin menning-
arsamfélög voru gegnsýrð af því
sem við köllum klám í dag. Holds-
ins lystisemdir hafa ávallt verið
manninum hugleiknar og því
engin nýlunda að klám skuli vaða
yfir heiminn þegar svo einfalt er
að dreifa því og svo margir sækj-
ast eftir því. 15000 heimsóknir á
dag á einni klámsíðu á netinu í
Bandaríkjunum færir okkur heim
sanninn um það. Leikrit um fyrir-
bærið hlýtur því að vera fagnað-
arefni og ætti að geta gefið okkur
tækifæri til að velta því fyrir
okkur hvert stefnir. Hvaða áhrif
hefur það á okkur. Hefur það yfir-
leitt nokkur áhrif? Hafa ekki
klámbylgjur komið og farið í ald-
anna rás? Er ásókn í kynlíf eitt-
hvað öðruvísi nú en áður?
Sú orðræða sem er að finna í
leikriti höfundarins (sem mér
skilst að hafi hneykslað breska
gáfumenn) er á köflum býsna ber-
sögul og áleitin og víða bregður
fyrir glettilega skemmtilegum
húmor þar sem höfundi tekst að
snúa út úr fyrir sjálfum sér aftur
og aftur. En mikið meira er það
ekki. Kannski er það ekki að þykj-
ast vera neitt meira og það er í
góðu lagi mín vegna. Mér þykir
hins vegar lítið spennandi að
hlusta á orðræðu sem snýst nær
eingöngu um kynlíf og á köflum
voru orðin farin að hljóma eins og
kennslustund í anatómíu.
Ég verð að viðurkenna að ég
hugsaði um það meðan á sýningu
stóð til hvers þetta leikrit væri
sett á svið. Hvað vakti fyrir höf-
undi annað en að „sjokkera“ liðið.
Ég þarf nokkuð meira til að sjokk-
erast og eitt af því erfiðasta sem
hægt er að framkvæma á sviði er
einmitt það sem snýr að kynferð-
islegum tilburðum. Kynferðisleg-
ir tilburðir hjá leikurum á sviði
verða alltaf einhvern veginn pín-
legir sama hver á í hlut. Ég man
aldrei eftir því að slíkt hefði
nokkru sinni haft djúpstæð áhrif
á mig nema í örfáum undantekn-
ingartilfellum en þá voru athafn-
irnar stílfærðar. Hér er reynt að
pína áhorfandann til þrautar með
því t.d. að láta hann vera ofan í
leikurunum sem er þekkt stíl-
bragð og virkar oft. Það má jafn-
vel segja að verk höfundarins
geri beinlínis kröfu um það en þá
er komið að þætti leikstjórans
hvernig hann vinnur úr textanum
með leikurunum.
Ekki ætla ég mér þá dul að
benda á hvar betur hefði mátt
fara − leikritið skildi ekkert eftir
hjá mér svo mikið er víst. Ég var
engu nær nema hvað ég fann til
með veslings litla manninum sem
glúpnaði frammi fyrir hispurs-
lausri kvikmyndagerðarkonu sem
vildi fá klámmyndina sína metna
að verðleikum. Enginn „venju-
legur“ karlmaður hefði staðist
hinar fimlegu atlögur konunnar
ef við tökum mið af þeim tvö-
hundruð og fimmtíu sem stóðu í
biðröð eftir að fá það hjá Önnu
Bellu Chong sem gerði ekki annað
en að bjóða líkama sinn til notk-
unar. En ritskoðarinn bældi (Stef-
án Hallur) stenst hana ekki (Elmu
Lísu) til lengdar frekar en aðrir.
Sem betur fer eru ekki allir eins
og fólkið sem við sjáum í leikrit-
inu og sem betur fer er ekki allur
heimurinn á kafi í þessu bölvaða
klámi. Margir hafa miklu þarfara
við tíma sinn að gera. Líkast til
endar með því að allir fá of stóran
skammt af öllu saman og við horf-
um upp á nýja Viktoríutíma renna
upp þegar fram líða stundir.
Hvað leikarana varðar þá unnu
þeir vinnuna sína og hinn nýút-
skrifaði Stefán Hallur sýnir að
hann er efni í prýðilegan leikara.
Elma Lísa túlkar áreynslulaust
sína persónu og hvað varðar hlut-
verk eiginkonunnar sem leikið
var af Arndísi Hrönn Egilsdóttur
þá hefði hreinlega mátt sleppa
því, en það er ekki við leikkonuna
að sakast.
-Valgeir Skagfjörð
SOKKABANDIÐ SÝNIR RITSKOÐARANN EFTIR ANTHONY NEILSON Hispurslaus kvikmynda-
gerðarkona táldregur hlédrægan eftirlitsmann.
Hvað sjáum við?
„Dansverkin tvö eru mjög ólík.
Annað sem er samstarfsverkefni
mitt og þriggja annarra, nefnist
„No he was white“ og er það afar
líflegt, enda er söngur og húmor
fyrirferðarmikill í verkinu. Hitt
verkið sem ég kalla „Rauðar lilj-
ur“, samdi ég hins vegar alfarið
ein en það tekur fyrir áleitin efni
samanber öfgafulla ástríðu og
þráhyggju og sýnir þessa mann-
legu bresti í ofsafenginni og oft
gróteskri mynd. Þetta dansverk
samdi ég ekki alls fyrir löngu í
meistaranámi mínu við Tilburg í
Hollandi sem ég er að ljúka um
þessar mundir“, segir Sveinbjörg
Þórhallsdóttir einn stofnanda
Panic Production og Nútímadans-
hátíðar Reykjavíkur.
„Verkin voru unnin á gjörólík-
an hátt en „No, he was white“ varð
þannig til að við unnum ákveðinn
spuna út frá tilteknu þema sem
var verkamannablús. Hver og ein
okkar lagði upp með að vinna út
frá persónulegu áhugasviði sem
snertir mannlegan veruleika og
tilfinningar. Hin heimsþekkta
þýska leikkona, Anne Tismer
hafði til dæmis áhuga á að skoða
hreyfingar fólks í verkamanna-
vinnu og afréð að búa til spuna út
frá því. Undirbúningsvinnan fólst
því í að fylgjast með ýmsum að
störfum,“ heldur Sveinbjörg
áfram og hlær. „Ég hef aftur á
móti lengi haft áhuga á ballöðum,
ekki hvað síst vegna þess að mér
finnst þær oft sprenghlæilegar.
Verkefni mitt var því að skoða
texta í nokkrum velvöldum ballöð-
um og vinna út frá þeim. Margrét
Sara Guðjónsdóttir dansari og
svissneska leikkonan Rahel
Savoldelli unnu út frá öðru þema
og loks komum við allar saman og
suðum snilldarverk í samein-
ingu.“
Að sögn Sveinbjargar eru
„mörk dans og leiks óljós í verk-
inu „No, he was white“ og verkið
er í senn hrátt og einlægt þar sem
eintal einmana sálar og samspil
þátttakenda renna saman í brota-
kennda heild. Verkið var frum-
sýnt í Berlín febrúar og fékk það
einróma lof gagnrýnenda þar í
landi. „Þetta verk hefur þróast
töluvert frá því það var frumsýnt
og tekið á sig nýja mynd en ég get
lofað að hún er engu síðri en sú
fyrri,“ heldur Sveinbjörg áfram.
Dansverkið vann hún út frá verk-
um Svövu Jakobsdóttur og Tom
Waits en titill verksins er fengin
úr samnefndu ljóði eftir kappann.
„Verkið er mjög kraftmikið og
krefjandi fyrir dansarana þar
sem leitast er við að ögra þeirra
líkamlegu hömlum. Það eru frá-
bærir dansarar í þessu verki. Þær
Saga Sigurðardóttir og Tanja Frið-
jónsdóttir sem eru nýútskrifaðar
úr Armhem-skólanum í Amster-
dam.
„Ég studdist við dramatúrg í
„Rauðum liljum“ og undirbjó allt
mjög vel áður en dansarnir voru
kallaðir til. Þessu var öfugt farið í
hinu verkinu þar sem enginn leik-
stjóri eða danshöfundur var feng-
inn til og ekki var stuðst við
ákveðið handrit. Þessi aðferð að
spinna meira bæði út frá persónu-
legri reynsu og eins sammann-
legri og matreiða síðan verk úr
því í sameiningu, er leið sem er
mjög vinsæl í nútímadansi og fer
sífellt vaxandi.“ Sveinbjörg lætur
þess getið í lokin að tónlistin í
dansverkinu Rauðar liljur verður
flutt af Eiríki Orra Ólafssyni og
Kristínu Önnu Valtýsdóttur sem
halda utan um þann hluta og að
sögn Sveinbjargar „gera það
snilldarlega“.
Sýningarnar fara báðar fram í
Hafnarfjarðarleikhúsinu í Strand-
götu 50, 10. og 11. júní næstkom-
andi.
Nánari upplýsingar er að finna
á www.hhh.is
-brb
ÚR DANSVERKINU, „NO, HE WAS WHITE“ Samstarfsverkefni Sveinbjargar Þórhallsdóttur,
Margrétar Söru Guðjónsdóttur, Rahel Avoldelli og Anne Tismer.
Rauðar liljur og
verkamannablús
ÚR DANSVERKINU „RAUÐAR LILJUR“ Verk
samið af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, flutt
af Sögu Sigurðardóttir og Tönju Friðjóns-
dóttur ásamt fleirum.
Önnur ljóðabók Rutar Gunnarsdóttur, Bleikt
eins og kærleikurinn, er komin út hjá Lafleur
útgáfunni. Fyrri bók hennar, Orðin sem liggja í
loftinu, kom út haustið 2004 og sýndi höfundur-
inn þar djúpan þroska og innsæi.
Rut lést nýlega eftir hetjulega baráttu við
krabbamein. Ljóðin sem birtast í nýju bókinni
eru sum tekin úr fyrri bók hennar en önnur
nýrri sendi Rut frá sér á banabeði sínum. Við-
fangsefni ljóðanna eru fegurð og sannindi lífs-
ins, kærleikurinn og sorgin og ótal birtingar-
myndir þeirra tilfinninga. -khh
Kærleiksbók
ÖNNUR LJÓÐABÓK RUTAR
GUNNARSDÓTTUR Miðlar kær-
leika í orðum.