Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 28
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR28 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS* [Hlutabréf] ICEX-15 5.737 +0,49% Fjöldi viðskipta: 114 Velta: 637 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,90 +0,00% ... Alfesca 3,97 +1,28%... Atorka 5,75 -0,86% ... Bakkavör 49,50 +0,20% ... Dagsbrún 6,13 +2,17% ... FL Group 19,40 -0,51% ... Flaga 4,18 +0,97% ... Glitnir 18,10 +0,56% ... KB banki 785,00 +0,90% ... Landsbankinn 22,10 +0,91% ... Marel 69,90 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,50 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,20 +0,00% ... Össur 110,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Tryggingamiðst. +2,76% Dagsbrún +2,17% Alfesca +1,28% MESTA LÆKKUN Atorka -0,86% Avion -0,55% FL Group -0,51% MARKAÐSPUNKTAR... Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði annan daginn í röð í gær í kjölfar þess að Bandaríkjastjórn lýsti sig viljuga til beinna samningaviðræðna við Írans- stjórn vegna kjarnorkuáætlunar hennar. Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta á þriðjudag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Grein- ingardeild Glitnis segir hækkunina hafa komið mörgum á óvart enda hafi flestir búist við óbreyttum stýrivöxtum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáir methagvexti innan sambandsins á árinu. Hagvöxtur mældist 0,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og er búist við að hann verði 0,7 prósent út árið. Viðvar- andi hagvöxtur hefur ekki verið jafn mikill síðan í júní árið 2000. Samskip veitti í gær tveim nýjum kaupskipum móttöku og lagði horn- stein að nýjum höfuð- stöðvum í Rotterdam. Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Hingað til hefur starfsemi flutningafyrir- tækjanna Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest, sem öll eru í eigu Samskipa, verið rekin undir nafni Geest. Þetta var tilkynnt í Rotter- dam í gær en þar tóku Samskip við tveimur nýjum kaupskipum sem sérsmíðuð eru fyrir félagið til gámaflutninga til Evrópu. Skipin hlutu nöfnin Samskip Pioneer og Samskip Courier. Gámafloti Samskipa telur nú um þrettán þúsund gáma og eru tuttugu og sjö gámaskip í föstum áætlanasiglingum á vegum félagsins milli Íslands, Bret- lands, Írlands, Spánar, Skandin- avíu, Eystrasaltslandanna, Rúss- lands og meginlands Evrópu. Skrifstofur Samskipa eru nú fimmtíu og níu talsins í tuttugu og þremur löndum og starfs- menn um fjórtán hundruð. Rotterdam-höfn er þunga- miðja starfsemi Samskipa og lagði Michael F. Hassing for- stjóri hornstein að nýjum höfuð- stöðvum Samskipa á gamla hafn- arsvæðinu í Rotterdam í gær. - jsk Starfsemi Samskipa undir einu nafni með haustinu KÁTIR SAMSKIPAMENN Samskip hleyptu af stokkunum tveimur nýjum skipum. Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 millj- óna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári. Tekjur Flögu Group námu 7,4 milljónum dala, tæpum 532 millj- ónum íslenskra króna, sem er 10 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Rósa Steingrímsdótt- ir, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Flögu, segir afkomuna í takt við væntingar. Samdráttinn megi aðallega rekja til skipulagsbreyt- inga hjá Medcare og SleepTech, dótturfélögum fyrirtækisins, en dreifing félaganna fluttist til Bandaríkjanna. Höfuðstöðvar fjármálasviðs og hluti tækniþjón- ustu verða eftir sem áður á Íslandi. Rósa segir breytingarnar hafa gengið hratt fyrir sig en þær hóf- ust seint á síðasta ári. Áætlað er að viðsnúningur náist á öðrum og þriðja ársfjórð- ungi þegar kostnaðar vegna skipu- lagsbreytinga gætir ekki lengur. „Við erum mjög bjartsýn á fram- tíðina því þetta er ört vaxandi markaður,“ segir Rósa. - jab FRÁ FLÖGU Búist er við að viðsnúningur verði á afkomu Flögu á öðrum og þriðja ársfjórðungi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Tap Flögu minnkar Tap sama sem hagnaður Tap þarf ekki alltaf að þýða tap. Eins furðulega og þetta kann að hljóma þá varð það raunin þegar uppgjör Hampiðjunnar var gert ljóst. Útgerðarfyr- irtækið HB Grandi er skráð sem hlutdeildarfélag í bókum Hampiðjunnar og þar sem Grandi tapaði miklum fjármunum á fyrsta ársfjórðungi nam tap Hampiðjunnar af þessum tíu prósenta eignarhlut um 150 milljónum króna á sama tímabili. Hins vegar hækkaði eignarhlut- urinn um 120 milljónir króna að markaðsvirði vegna hækkunar á markaðsvirði HB Granda. Hampiðjan bókfærir hlutinn á 930 milljónir króna en mark- aðsvirði hlutarins stóð í tæpum tveimur milljörðum króna við lok fjórðungsins. Myndaðist því „dulinn“ hagnaður upp á 120 milljónir. Að byrgja brunninn Marc Faber er skarpskyggn svissneskur hagfræði- prófessor sem talar enga tæpitungu. Hann hefur viðurnefnið Doktor Dómsdagur, sem lýsir því hversu bjartsýnn hann er. Hann hefur þó oft reynst giska sannspár um það sem koma skal í hagkerfum og á mörkuðum heimsins. Í nýjasta pistli sínum segir hann að ef Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefði verið í námi hjá sér hefði hann fellt hann og losað heiminn við það að slíkur maður hefði stýrt Seðlabanka Bandaríkjanna. „Ég hefði sagt honum að prentiðn lægi betur fyrir honum en hagfræði. Í prentsmiðju hefði hann getað prent- að allt frá klámi til bóka um kristna bókstafstrú.“ Í stað þess segir Faber Bernanke taka við af Greenspan í prentun peninga. Í ljósi þessara ummæla er það kannski huggun harmi gegn að það hefur ekki verið á færi hagfræðipróf- essora að koma í veg fyrir hverjir yrðu höfuð Seðlabanka Íslands. Peningaskápurinn ... Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M 2 2 10 6 Á SKJÁEINUM í kvöld kl. 21.00 Bachelorette * í gær klukkan 13.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.