Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 22
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR22
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Þótt sumarið láti bíða eftir sér fyrir
norðan þetta árið er ekki þar með
sagt að sumarferðamennirnir geri
hið sama. Fyrsti tjaldferðamaður
ársins kom til Ólafsfjarðar í vikunni
og lét Nýsjálendingurinn sá vel af
tveggja daga dvöl sinni þar þó að
enn sé snjóþungt fyrir norðan. Það
varð honum reyndar til happs að
mokað hefur verið á tjaldsvæðinu
þar sem fyrirhugað er að koma þar
upp leiktækjum fyrir sjómannadag-
inn.
„Hann var að koma hjólandi frá
Siglufirði,“ segir Gísli Rúnar Gylfa-
son, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, en
ferðamaðurinn leitaði til hans til að
fá upplýsingar um eitt og annað á
staðnum. „Ég spurði hann hvort
honum væri ekki kalt en hann kvað
svo alls ekki vera og sagði veðrið
hlýtt þó snjór væri á jörðu. Hann
hafði reyndar séð myndir af Netinu
frá Ólafsfirði í vetrarham svo honum
þótti þetta kunnuglegt þó vissulega
væri hann nokkuð hissa á því að enn
væri snjór á þessum árstíma.“
Þegar kappinn ætlaði svo að
borga fyrir gistinguna tók Haukur
Sigurðsson, forstöðumaður íþrótta-
miðstöðvarinnar, til sinna ráða.
„Þetta er harður tappi greinilega.
Kom hjólandi frá Siglufirði og blés
ekki úr nös, gisti svo í snjónum og
lét vel af dvölinni svo ég tók það ekki
í mál að hann borgaði neitt fyrir.
Enda er ekki búið að opna tjaldstæð-
ið enn.“
Hann segir að Nýsjálendingurinn
ætli að hjóla hringinn. „Hann var vel
búinn, var með góðan svefnpoka og
hlíf utan um hjólið svo þaðfæri ekki
illa í snjónum,“ segir Haukur að
lokum. - jse
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
Út er komiðí Frakklandi
fyrsta bindið í teikni-
myndaröðinni Islandia eft-
ir Marc Vedrines. Ferðalag
um Vestfirði og þá sér-
staklega um Strandir fyllti
listamanninn andagift og
gefur afrakstur ferðarinn-
ar að líta í þessari bók.
Forlagið Dargaud gefur
bókina út en það er stærsta
forlag teiknimyndasagna í
Frakklandi.
Marc Vedrines er kvæntur
íslenskri konu, Sigríði Eysteins-
dóttur að nafni, og hefur því oft
komið hingað til lands. Í einni
slíkri ferð fóru þau hjúin í mikla
Vestfjarðaferð og varð hann fyrir
miklum áhrifum á Ströndum enda
komst hann þar í tæri við galdra
fyrir milligöngu Sigurðar Atla-
sonar, sem oft er kallaður galdra-
maðurinn á Ströndum. „Hann
kom hingað og skoðaði kotbýli
kuklarans með það í huga að gefa
sem raunsannasta mynd af
bústöðum almúgafólks á 17.
öld,“ segir Sigurður galdramað-
ur. Í kotbýli þessu í Bjarnar-
firði, sem er 27 kílómetrum
norðan Hólmavíkur, er galdra-
sýning. Þar er leitast við að
færa gesti til þess tíma sem
galdrar og ofsóknir skóku
samfélagið fyrir vestan.
Það er einmitt sögusvið þess-
arar sögu en hún fjallar um
franskan svein sem ræður sig
á fiskiskip sem heldur til
veiða við Íslandsstrendur. Fer
piltur svo að spyrja fólkið á
Ströndum og vill fá hjálp til
að skilja dularfullar sýnir
sem hafa fylgt honum frá
bernsku. Sú eftirgrennslan á
eftir að koma honum í bobba
í þessu vestfirska samfélagi
á 17. öld þar sem galdrar og
galdraofsóknir tröllríða
samfélaginu. Kemst hann
svo að raun um að tengsl eru
milli þessara dularfullu
sýna og íslenskra galdra.
Hélène Werlé, kynninga-
fulltrúi hjá Dargaud segir að
menn séu vongóðir um að
bækurnar fái góðar viðtökur
hjá frönskum lesendum.
Sigrún Davíðs, tengdamóðir
Marcs, segir hann vera hugfang-
inn af Íslandi og öllu sem íslenskt
er. „Til dæmis er hann sérlega
hrifinn af matnum hér svo það er
alveg stórkostlegt að gefa honum
að borða sem er náttúrulega
draumur hverrar tengdamóður,“
segir hún og hlær við.
Útlit er fyrir að Frakkar fái að
kynnast mun meiru af vættum og
veruleika Íslands fyrir tilstilli
Marcs. Ekki er nóg með það að
tvö hefti eiga eftir að koma út um
ævintýrin á Ströndum heldur er
von á annarri bókaröð frá Íslandi.
„Hann fór fyrir skömmu til Vest-
mannaeyja en þá var Krassinsky
kollegi hans með í för en hann er
víðþekktur,“ segir Sigrún. „Þeir
voru svo heillaðir að nú hyggjast
þeir gefa út bókaröð sem á að
vera byggð á þeim áhrifum sem
Vestmannaeyjar höfðu á
SÖGURPERSÓNUR VIRÐA FYRIR SÉR NORÐ-
URLJÓSIN
Strandagaldrar í franskri bók
FYRSTA BINDI Í TEIKNI-
MYNDARÖÐINNI ISLANDIA Franskir teiknimynda-
aðdánedur fá 17. aldar Ísland beint í æð í nýjustu bók Marc Vedrines sem virðist heillast af öllu
sem Íslenskt er. Bókin er innblsáin af áhrifum sem hann varð fyrir á ferðum sínum um Strandir.
MARC VEDRINES Þessi Íslandsvinur virðist
hrífast af flestu sem íslenskt er og mun
næsta bókaröð vera innblásin af áhrifum
frá Vestmannaeyjum.
Jón Eggert Guðmundsson
strandgöngugarpur hóf seinni-
partinn í gær göngu yfir Ólafs-
fjarðarmúla sem er mikil ófæra
og var hann því alls óviss um
hvernig til myndi takast. Vegin-
um þar hefur ekki verið haldið
við frá því Ólafsfjarðargöng voru
opnuð fyrir umferð árið 1991.
En fleiri ögranir hefur hann
fundið á vegi sínum en ófærur
því í vikunni fann hann hryggsúlu
í vegarkanti sunnan Akureyrar.
Beinin voru of stór til að geta
verið úr kind og of lítil til að geta
verið úr hrossi svo hann afréð að
skila hryggnum til lögreglunnar á
Akureyri í von um að þeir leystu
úr þessari ráðgátu. Þess má geta
að Jón Eggert gekk fyrir
nokkrum árum að beinum
skammt frá Straumsvík en þau
reyndust vera úr konu frá 17. öld.
Á leiðinni að múlanum fór
hann nokkra króka til þess að
vera nær ströndinni og komst þá
að því að kortabókin sýndi vegi
sem ekki reyndust vera til. En
hvað sem því líður segist hann
ávallt ganga á guðs vegum.
Dularfull
bein á vegi
gönguarps
JÓN EGGERT GUÐMUNDSSON Hér sést
göngugarpurinn með hryggsúluna dular-
fullu sem hann fann sunnan Akureyrar.
Fyrir nokkrum árum fann hann bein úr
konu frá 17. öld þegar hann var í göngutúr
nálægt Straumsvík.
Fyrsti tjaldferðamaður
ársins í Ólafsfirði
FYRSTI ERLENDI FERÐAMAÐURINN Á
ÓLAFSFIRÐI Í ÁR Hann kallar ekki allt
ömmu sína þessi vaski Nýsjálendingur sem
gisti tvær nætur í snjónum á tjaldstæðinu á
Ólafsfirði eftir að hafa hjólað frá Siglufirði.
Umsjónarmaður tók það ekki í mál að rukka
garpinn fyrir gistinguna.FRÉTTABLAÐIÐ/GÍSLI
Gott vinnuheilræði
„Það getur enginn unnið af
gleði með uppsagnarbréfið í
vasanum.“
Elín Albertsdóttir ritstjóri Vikunar. Eftir
að henni var sagt upp og boðið að reyna
að ná auglýsingasölunni upp á þremur
mánuðum og halda þá starfinu.
Fréttablaðið 1. júní.
Þessi tónlist nú til dags!
„Það vakti alltaf fyrir mér
að semja nútímatónlist sem
hljómar ekki eins og
nútímatónlist.“
Atli Heimir Sveinsson tóskáld. Sinfónía
nr. 2 eftir hann var frumflutt í gær.
Morgunblaðið 1. júní.
„Já, það er nú helst að frétta að ég var að
ljúka við upptökur á væntanlegri breiðskífu
hljómsveitarinnar Jakobínarínu,“ segir Lárus
Jóhannesson, einnig þekktur sem Lalli í 12
Tónum, þegar blaðamaður bjallaði í hann.
Lalli hefur í nógu að snúast þessa dagana,
enda gengur búðin og plötuútgáfan vel um
þessar mundir. „Upptökur á plötunni voru
afar spennandi en hún kemur síðan út ein-
hvern tíma seinna á árinu,“ segir Lalli glaður
í bragði, en platan var tekin upp af upptöku-
stjóranum góðkunna Ken Thomas, sem hefur
unnið með mörgum Íslendingum í gegnum
tíðina, til dæmis Sykurmolunum og Sigurrós.
Lalli tekur virkan þátt í yfirstandandi útrás
íslenskra fyrirtækja og ætlar á næstu dögum
að reyna fyrir sér í höfuðborg Dana. Hann er
bjartsýnn á gang mála þar. „Upp á síðkast-
ið hef ég verið meira og minna í því að
skipuleggja nýju plötubúðina sem við í 12
Tónum erum að opna úti í Kaupmannahöfn.
Formleg opnun hennar er ráðgerð þann 8.
júní og það hefur verið töluverð vinna í því
og mikið fjör.“
En Lalli gefur sér líka tíma til að slappa af.
„Ég var í ansi góðum gír á Sirkus í gær, en
þar tróðu upp stórsjarmörarnir í Langa Sela
og Skuggunum. Þeir voru þrusugóðir og hafa
greinilega engu gleymt. Gaman að sjá þá
aftur.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? LÁRUS JÓHANNESSON Í 12 TÓNUM
Ný verslun í Kaupmannahöfn
LÁRUS JÓHANNESSON Í 12 TÓNUM
Upptökur á plötunni voru afar spennandi.