Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 26

Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 26
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR26 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Þegar Þorgeir Þórarinsson frá Selvogi var ungur drengur á fyrri hluta síðustu aldar dreymdi hann um að eignast áraskip líkt Farsæli, sem þá var gerður út frá heimabyggð hans. Það var Steinn Guðmundsson frá Eyrarbakka sem smíðaði skipið fyrir Pál Grímsson, útvegsbónda frá Nesi í Selvogi. Sá Farsæll er nú varðveittur á sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Þetta er tólfróið skip með sérstöku lagi sem Steinn innleiddi á báta sína og hefur það því verið kallað Steins- lag. Það bátalag var hannað með aðstæður á verstöðvum á Suðurlandi í huga og þótti gefast vel þar. Ekki fór svo að Þorgeir eignaðist slíkan Far- sæl en nú gera synir hans, Hafsteinn og Grétar, út 60 tonna bát sem ber þetta heiti. Þorgeir, sem féll frá fyrr á þessu ári, var lengi útgerð- armaður frá Grindavík og jafnvel eftir að synir hans tóku við útgerðinni gat hann ekki slitið sig frá sjónum og reri á trillu til nokkurra ára þótt hann stæði þá á sjötugu. Fimm manna áhöfn er á Farsæli og segir Grétar góðan starfsanda ríkja enda hafa flestir unnið þar lengi. Ýmislegt er gert til að viðhalda þessum góða starfsanda. Til dæmis fóru kapp- arnir nýlega ásamt konum sínum til Kúbu og skemmtu sér hið besta. Myndir frá Kúbu ber að líta á tölvuskjá í brúnni og líta menn oft á hana meðan þeir láta hugann reika yfir ólguhafið. Einnig fara nokkrir saman á skytterí meðan aðrir renna fyrir lax saman. Um þessar mundir landar Farsæll í Grindavík en þorsksaflinn fer til vinnslu í fiskverkunina Nýfisk í Sandgerði en aðrar tegundir fara á fiskmarkaðinn. Hinn helming ársins er Farsæll hins vegar á kolaveiðum í Faxaflóa en þá er landað í Keflavík og fer aflinn þá til vinnslu í K&G þar í bæ. ATVINNUREKANDINN: ÚTGERÐIN FARSÆLL Dreymdi um að eignast Farsæl Staðsetning: Milli Eldeyjar og Reykja- ness Næsta höfn: Grindavíkurhöfn Fjarlægð frá næstu höfn: átta sjómíl- ur, eða tæpir fimmtán kílómetrar Helstu tegundir: Þorskur, ufsi og ýsa Breidd: Tvær sjómílur, eða tæpir fjórir kílómetrar Einkenni: Getur verið afar straum- þung. Varhugaverð í suðaustanátt. Dýpt: Mikið misdýpi. Er allt frá áttatíu til tuttugu faðma. Reykjanesröst Það er rjómablíða þegar Grétar Þorgeirsson skip- stjóri tekur á móti Jóni Sigurði Eyjólfssyni um borð í Farsæli GK 162 við Grindavíkurhöfn. Svo er látið úr höfn og stefnan tekin á Reykjanesröst. Reykjanesröst er í Húllinu sem er sundið milli Eldeyjar og Reykja- ness. Hún er straumþung og getur öldugangur verið afar krappur þar í vissum áttum. Til allrar ham- ingju er þó nokkuð gott í sjó þenn- an dag því 60 tonna bátur er ódæll íverustaður þegar ekki er rótt í röstinni. Það er létt yfir karlinum í brúnni, Grétari Þorgeirssyni, á útstíminu en restin af áhöfninni nýtir þann klukkutíma sem það tekur að komast á miðin í kojunni. Sjómannsgenin „Ég er búinn að vera til sjós frá því ég var unglingur og ég vildi hvergi annars staðar vera,“ segir Grétar. „Ég gæti ekki hugsað mér að vinna í landi; að sitja við sím- ann frá níu til fimm er ekki fyrir mig.“ Hann á ekki langt að sækja sjó- mannslundina því faðir hans, Þor- geir Þórarinsson, var mikill útgerðarmaður frá Grindavík á árum áður. Grétar er einn sex Þor- geirssona en þeir eru allir til sjós nema einn. Einn bróðirinn, Haf- steinn, er stýrimaður á Farsæli. „Við ákváðum það að vera aðeins tveir bræður á sama bátnum því það er aldrei að vita hvað getur gerst,“ segir Grétar og verður djúpt hugsi stundarkorn. „En þó myndi fólk kannski ekki spá í það ef fimm bræður væru saman í bíl, sem er í raun mun hættulegri en báturinn, en ef þeir eru á sama bát þykir fólki það hin mesta goðgá.“ Ræs! Ekki þarf að sigla lengi áður en allt er farið að iða af fiskalífi. „Hvað eru menn að sækja í norska síldarstofninn? Það liggur við að það sé hægt að veiða þetta af bryggjunni. Sjáðu bara,“ segir Grétar og bendir á mælana sem sýna þykkar síldartorfur þó ekki hafi verið siglt lengra en hálfa mílu frá höfn. Ekki líður á löngu áður en hrefnur sjást gæða sér á sjávarsilfrinu. „Það er nóg til af síld og þorski líka. Hann er bara ekki alltaf mættur þegar Hafró á stefnumót við hann,“ segir skip- stjórinn og hlær við. „Sjáðu bara,“ segir hann og bendir á mælana. „Þetta er þorskur.“ Því næst sting- ur hann nefinu niður í lúkar og áhöfnin vaknar við hressilegt ræs. Mokveiði Hallur Gunnarsson netamaður fer út á dekk og setur bauju fyrir borð og svo aðra þegar stímt hefur verið í góðan hring en þá fer dragnótin á eftir. Þegar búið er að draga í fjörutíu mínútur er nótin dregin inn og þá ríkir eftirvænt- ing hjá mannskapnum. Nótin flýt- ur upp og þá kætast karlar. „Þetta eru svona sex eða sjö tonn,“ segir Hafsteinn og reyndist síðari talan vera rétt. Viðar Geirsson vélstjóri hífir aflann um borð í hollum, ofan í karið þar sem Sveinn Eyfjörð Jakobsson matsveinn losar um hann. Þá er ekkert annað að gera en að taka sér hníf í hönd og byrja að blóðga og flokka en innan um þann gula er ýsa, ufsi, langa, karfi og koli. Eftir rúman hálftíma eru tonnin sjö komin niður í lest og voðin er komin útbyrðis öðru sinni. Grétar er í stöðugu síma- sambandi og fær fiskifréttir frá næstu bátum. Honum til mikillar undrunar hafði áhöfnin á Benna Sæm aðeins fengið rúmt tonn en þeir köstuðu rétt sunnan við Far- sæl. Farsælingar báru vel úr býtum í sínu seinna kasti þennan dag, fimm tonn. „Það er best að hætta þessu fyrst maður er ekki með meiri þorskskvóta,“ segir Grétar þá og stefnan er tekin heim á leið. Langar ekki í löngu Sveinn tók eina væna löngu og matreiddi listilega. Blaðamanni var þó ýmislegt ofar í huga en að borða fiskmeti með hrásalati og kokkteilsósu eftir vinnu og velting í slorinu. Sveinn var hins vegar ekki á því að láta kauða komast upp með slíkan gikkshátt svo ekki varð undan vikist. Það var svo ekki til að auka kæti kokks þegar blaðamaður skilaði löngunni eftir fáeina bita. „Það var ekki heiglum hent að sigla inn í Grindavíkurhöfn áður en þessi hafnargarður kom,“ segir Grétar þegar siglt er inn í höfn. Eitt sinn áður en hafnargarðurinn kom varð Farsæll vélarvana úti við höfnina og strandaði. Það eru mestu raunir sem hann hefur kom- ist í á Farsæli en þó hefur hann komist í hann krappari á sinni sjó- mannsævi því nítján ára gamall fór hann útbyrðis eftir að hafa fest löppina í trolli. Það er föstudagur og eftir lönd- un heyrast Pink Floyd-lög hljóma úr brúnni svo dynur í bátnum. Það þýðir bara eitt: föstudagshrein- gerningar. HALLUR ÚTI Á DEKKI Margt er þessum netamanni til lista lagt en hann hefur sett upp sjávardýrasafn á Sjómannastofunni Brimi í Grindavík. Þar ber að líta trölla- krabba og fleiri uppstoppuð kvikindi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR VIÐAR VÉLSTJÓRI Viðar er hrekkjalómurinn um borð og á það til að hringja í skipstjór- ann og gera at í honum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR KARLINN Í BRÚNNI Grétar kann hvergi betur við sig en á sjó og það er oft kátt á hjalla þegar hann er að tala við kollega sína á næstu bátum. Allt er látið vaða í slík- um samtölum og skipstjórar jafnvel kallaðir rastaskrattar, drullur eða voðlausir. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Röstin gefur rausnarlega SVEINN EYFJÖRÐ JAKOBSSON OG HAFSTEINN ÞORGEIRSSON Aflinn er kominn um borð og Sveinn og Hafsteinn hafa tekið upp hnífinn og eru farnir að blóðga. Það tók áhöfnina ekki nema um hálftíma að koma sjö tonnum niður í lest. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.