Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 44
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR4 Fótboltaáhugamenn vita lítið sem ekkert um hann. Langflestir leikmenn á HM vita lítið sem ekkert um hann. Sven-Göran Eriksson hafði aldrei séð hann spila áður en hann valdi hinn sautján ára gamla eld- fljóta framherja í lokahópinn. Það er ein- mitt þess vegna sem Walcott gæti orðið leynivopn Englendinga á HM. Michael OwenPeter Crouch Steven Gerrard Frank Lampard Joe Cole Ashley Cole David Beckham Rio FerdinandJohn Terry Paul Robinson HEIMSÁLFA: Suður-Ameríka ÍBÚAFJÖLDI: 6 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 33 ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1930, 1950, 1958, 1986, 1998, 2002 ÞJÁLFARI: Anibal Ruiz (f. 30 des. 1942) KOMST Á HM – með því að hafna í fjórða sæti í Suður-Ameríku riðlinum. ■ LYKILMAÐUR: ROQUE SANTA CRUZ Hinn 24 ára gamli sóknarmaður Bayern München hefur átt við þrálát meiðsli að stríða nú í bráðum tvö ár en hefur lýst því yfir að hann verði klár í slaginn þegar HM hefst. Það er kannski eins gott, þar sem hann er svo til eini náttúrulegi markaskorari þjóðar sinnar, nánast jafnvígur á báða fætur, mjög teknískur og jafnan eitraður inni í vítateig andstæðinganna. ■ VISSIR ÞÚ ... Að í keppninni árið 1998 vakti Paragvæ mikla athygli, bæði fyrir góðan árangur og ekki síður vegna þess að í marki liðsins stóð skrautlegur aukaspyrnusérfræðingur, Jose Luis Chilavert að nafni. Paragvæ tapaði ekki leik í riðlakeppn- inni og mætti Frökkum í sextán liða úrslitum þar sem fyrsta gullmarkið í sögu HM varð liðinu að falli. Tæpum tveimur vikum síðar voru Frakkar orðnir heimsmeistarar. ■ STÓRA SPURNINGIN: Líkt og hjá Wayne Rooney og Englandi er talið að árangur Paragvæ í Þýskalandi muni velta að stóru leyti á frammistöðu Santa Cruz í framlínunni. Hann sleit kross- bönd í hné í október í fyrra og frestaði skömmu síðar aðgerð til að geta verið viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. Samfara þeirri ákvörðun seinkar bata hans umtalsvert. Verður hann búinn að ná sér fullkomlega í hnénu áður en HM hefst? B - RIÐILL Leikmannahópurinn 1. Paul Robinson, 27 ára, Tottenham 2. Gary Neville, 31 árs, Manchester United 3. Ashley Cole, 26 ára, Arsenal 4. Steven Gerrard, 26 ára, Liverpool 5. Rio Ferdinand, 28 ára, Manchester United 6. John Terry, 26 ára, Chelsea 7. David Beckham, 31 árs, Real Madrid 8. Frank Lampard, 26 ára, Chelsea 9. Wayne Rooney, 21 árs, Manchester United 10. Michael Owen, 27 ára, Newcastle 11. Joe Cole, 25 ára, Chelsea 12. Sol Campbell, 32 ára, Arsenal 13 David James, 36 ára, Manchester City 14. Wayne Bridge, 26 ára, Chelsea 15. Jamie Carragher, 28 ára, Liverpool 16. Owen Hargreaves, 25 ára, Bayern München 17. Jermaine Jenas, 23 ára, Tottenham 18. Michael Carrick, 25 ára, Tottenham 19. Aaron Lennon, 19 ára, Tottenham 20. Stewart Downing, 22 ára, Middlesbrough 21. Peter Crouch, 25 ára, Liverpool 22. Scott Carson 21 árs, Liverpool 23. Theo Walcott, 17 ára, Arsenal ■ ÞJÁLFARI Sven-Göran Eriksson (f. 5. feb. 1948). Leikirnir á HM verða þeir síðustu hjá Englendingum undir stjórn Svíans Erikssons, sem eins og frægt er orðið var rekinn í vor eftir að hafa stjórnað liðinu í hálft sjötta ár. Segist hafa yfir að ráða sterkasta landsliðshópi Englands í áraraðir og stefnir Með hann innanborðs eru Eng- lendingar nefndir til sögunnar sem eitt af sigurstranglegustu liðum keppninnar. Án hans spá margir því að Englendingar muni eiga í erfiðleikum með að komast upp úr B-riðlinum. Einn besti leik- maður heims og hreinlega ómetanlegur fyrir enska liðið. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ 4-4-2 SVÍÞJÓÐ HEIMSÁLFA: Evrópa ÍBÚAFJÖLDI: 8,9 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 16. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1934, 1938, 1950, 1958, 1970, 1974, 1978, 1990, 1994, 2002 ÞJÁLFARI: Lars Lagerbäck (f. 16. júlí 1948) KOMST Á HM – með því að vera annað af tveimur liðum sem náðu bestum árangri þjóða sem höfnuðu í 2. sæti síns riðils. Svíþjóð fór því ekki í umspil. LYKILMAÐUR: ZLATAN IBRAHIMOVIC Sannkallaður töframaður með boltann og hefur sannað sig sem einn sá allra besti í heimi á undanförnum árum. Ef Ibra- himovic nær að einbeita sér að fótboltanum eru Svíar í mjög góðum málum, ef ekki þá er líklegt að það bitni á öllu liðinu. VISSIR ÞÚ.... Að Svíar hafa komist tíu sinnum í loka- keppni HM. Besti árangur þjóðarinnar er frá árinu 1958 þegar liðið komst alla leið í úrslitaleikinn á heima- velli sínum í Svíþjóð. Þar varð liðið að lúta í lægra haldi fyrir gríðarlega sterku liði Brasilíu, 5-2. STÓRA SPURNINGIN: Sóknartríó Svía telja flestir jafn- vel öflugra en það sem liðið hafði árið 1994; þá Martin Dahlin, Kennet Andersson og Thomas Brolin. Það ár komust Svíar alla leið í undanúrslit. Geta Freddie Ljungberg, Henrik Larsson og Zlatan Ibrahimovic náð slíkum árangri í Þýskalandi í sumar? TRÍNIDAD OG TÓBAGÓ HEIMSÁLFA: Mið-Ameríka ÍBÚAFJÖLDI: 1,1 milljón SÆTI Á HEIMSLISTA: 47. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: Aldrei ÞJÁLFARI: Leo Beenhakker (f. 2. ágúst 1942) KOMST Á HM – með því að hafna í 4. sæti Ameríkuriðilsins. ■ LYKILMAÐUR: DWIGHT YORKE Fyrrum stjarna hjá Manchester Utd sem allir ættu að kannast við. Mikilvæg- ari en nokkur annar leikmaður í sínu landsliði þar sem hann er ekki aðeins fyrirliði heldur nokkurs konar and- legur leiðtogi liðsins. Hann tekur allar spyrnur og allar ákvarðanir og stjórnar leik Trínidad og Tóbagó frá A til Ö. ■ VISSIR ÞÚ.... Að eftir að ljóst var að Trínidad og Tóbagó væri á leið á HM var auglýst á heimasíðu knattspyrnu- sambandsins þar í landi eftir knattspyrnumönnum sem gætu átt ættir að rekja til landsins og hefðu áhuga á að fara með liðinu til HM. Chris Birchall, leikmaður Port Vale í Englandi, svaraði kallinu en amma hans fæddist í landinu. Hann er nú einn af lykilmönnum liðsins. ■ STÓRA SPURNINGIN: Engar væntingar eru gerðar til Trínidad og Tóbagó í HM í Þýskalandi, liðið hefur engu að tapa og hefur auk þess einhverja mögnuðustu stuðnings- menn allra þjóða í keppninni á bak við sig. Hversu langt mun leikgleðin, ásamt Dwight Yorke, sem er í raun allt annar leikmaður þegar hann spilar með landsliðinu, fleyta Trínidad og Tóbagó í Þýskalandi? Leikmannahópurinn 1. Shaka Hislop, 37 ára, West Ham 2. Ian Cox, 35 ára, Gillingham 3. A. John, 31 árs, New England Revolution 4. Marvin Andrews, 31 árs, Rangers 5. Brent Sancho, 29 ára, Gillingham 6. Dennis Lawrence, 32 ára, Wrexham 7. Christopher Birchall, 22 ára, Port Vale 8. Cyd Gray, 30 ára, San Juan Jabloteh 9. Aurtis Whitley, 29 ára, San Juan Jabloteh 10. Russell Latapy, 38 ára, Falkirk 11. Carlos Edwards, 28 ára, Luton Town 12. Collin Samuel, 25 ára, Dundee United 13. G. Cornell, 26 ára, Los Angeles Galaxy 14. Stern John, 30 ára, Coventry 15. Kenwyne Jones, 22 ára, Southampton 16. Silvio Spann, 25 ára,W Connection 17. Atiba Charles, 29 ára, W Connection 18. Densill Theobald, 24 ára, Falkirk 19. Dwight Yorke, 35 ára, Sydney FC 20. Jason Scotland, 27 ára, St. Johnstone 21. Kelvin Jack, 30 ára, Dundee FC 22. Clayton Ince, 34 ára, Coventry 23. A. Wolfe, 23 ára, San Juan Jabloteh PARAGVÆ Leikmannahópurinn 1. Justo Villar, 29 ára, Newells Old Boys 2. Jorge Nunez, 28 ára, Estudiantes 3. Delio Toledo, 32 ára, Zaragoza 4. Carlos Gamarra, 35 ára, Palmeiras 5. Julio C. Caceres, 27 ára, River Plate 6. Carlos Bonet, 29 ára, Libertad 7. S. Cabanas, 26 ára, Jaguares Chiapas 8. E. Barreto, 22 ára, NMEC Nijmegen 9. R. St. Cruz, 25 ára, Bayern München 10. R. Acuna, 34 ára, D. La Coruna 11. D. Gavilan, 26 ára, Newells O. Boys 12. D. Gomez, 34 ára, S. Luqueno 13. Carlos Paredes, 30 ára, Reggina 14. Paulo Da Silva, 36 ára, Toluca 15. Julio Manzur, 25 ára, Santos 16. Cristian Riveros, 34 ára, Libertad 17. J. Montiel, 18 ára, O. Ascuncion 18. N. Valdez, 23 ára, Werder Bremen 19. J. Dos Santos, 23 ára, B. München 20. Jose Cardozo, 35 ára, Toluca 21. Denis Caniza, 32 ára, Cruz Azul 22. Aldo Bobadilla, 30 ára, Libertad 23. Nelson Cuevas, 26 ára, Pachuca ■ STÓRA SPURNINGIN Nær Wayne Rooney sér af meiðslunum í tæka tíð? Ef svo er, hversu mikið munu meiðslin há honum? Ef svo verður ekki, hver leysir hann af í hlutverki skapandi sóknarmanns sem einnig þarf að skora nokkur mörk? ■ LYKILMAÐUR Wayne Rooney Leikmannahópurinn 1. Andreas Isaksson, 25 ára, Rennes 2. Mikael Nilsson, 28 ára, Panathinaikos 3. Olof Mellberg, 29 ára, Aston Villa 4. Teddy Lucic, 33 ára, Häcken 5. Erik Edman, 28 ára, Rennes 6. T. Linderoth, 27 ára, FC Kaupmannahöfn 7. Niclas Alexandersson, 35 ára, Gautaborg 8. Anders Svensson, 30 ára, Elfsborg 9. Freddie Ljungberg, 29 ára, Arsenal 10. Zlatan Ibrahimovic, 25 ára, Juventus 11. Henrik Larsson, 35 ára, Barcelona 12. John Alvbage, 24 ára, Viborg 13. Petter Hansson, 30 ára, Heerenveen 14. F. Stenman, 23 ára, Bayer Leverkusen 15. Karl Svensson, 22 ára, Gautaborg 16. Kim Källstrom, 24 ára, Rennes 17. Johan Elmander, 25 ára, Bröndby 18. Mattias Jonson, 32 ára, Djurgården 19. Daniel Andersson, 29 ára, Malmö 20. M. Allbäck, 33 ára, FC Kaupmannahöfn 21. C. Wilhelmsson, 27 ára, Anderlecht 22. Markus Rosenberg, 24 ára, Ajax 23. Rami Shaaban, 31 ára, Frederikstad ■ VISSIR ÞÚ ... Að síðan England, sem oft er nefnt mekka alþjóðlegrar knattspyrnu, varð heimsmeistari árið 1966 á heimavelli hefur liðið ekki komist lengra en í undanúrslit. Bestum árangri frá 1966 náðu Englending- ar árið 1990 þegar þeir töpuðu fyrir V-Þjóðverjum í vítaspyrnu- keppni í undanúrslitum. V- Þýskaland stóð seinna uppi sem sigurvegari keppn- innar. ENGLAND HEIMSÁLFA: Evrópa ÍBÚAFJÖLDI: 50 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 10. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1950, 1954, 1958, 1962, 1966, 1970, 1982, 1986, 1990, 1998, 2002 ■ KOMST Á HM – með því að hafna í efsta sæti í undanriðli 6 í Evrópu. © GRAPHIC NEWS © GRAPHIC NEWS © GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS Flest bendir til þess að England og Svíþjóð komist upp úr B-riðlinum. Sven Göran-Eriksson mun stýra Englendingum gegn löndum sínum í Svíþjóð, en sá leikur kemur lík- lega til að skera úr um hvort liðið hreppir efsta sætið í riðlinum. „Gengi okkar Svía gegn Eng- landi hefur verið frábært og þeir hafa ekki borið sigurorð af okkur í langan tíma. Það er alltaf áhuga- vert að mæta þeim og þeir hafa frábært jafnvægi í liði sínu, og magnaða leikmenn í hverri stöðu. Við erum sannfærðir um að við munum halda okkar striki og fyrr eða síðar hefðum við hvort sem er þurft að mæta þeim í keppninni, það eru örlög okkar,“ segir Lars Lagerbäck, þjálfari Svía. Dwight Yorke fer fyrir liði Trinidad og Tobago, sem vann Ísland meðal annars 2-0 í æfinga- leik í febrúar. Yorke er ennþá frá- bær leikmaður, en hann verður að fá næga hjálp frá löndum sínum ef liðið á að skáka stórveldunum tveimur. Paragvæ rétt slapp inn á HM og er ekki talið líklegt til afreka á mótinu. Fella Englendingar loks Svíagrýluna? ■ FYLGSTU MEÐ Theo Walcott Gary Neville
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.