Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 46
■ ÞJÁLFARI: Jose Pekerman (f. 3 sept. 1949) „Ef það
væri undir mér komið myndi Pekerman verða þjálfari
Argentínu til dauðadags.“ Þessi orð lét Julio Grond-
ona, forseti argentínska knattspyrnusambandsins,
falla fyrir ekki svo löngu og bera þau vott um
það traust sem Pekerman hefur í heima-
landi sínu. Pekerman hefur yngt töluvert
upp í liðinu og mætir til leiks í Þýskalandi
með stórkostlega knattspyrnumenn í
sínum röðum.
■ KOMST Á HM – með því að hafna í 2. sæti Suður-
Ameríkuriðilsins, á eftir Brasilíu.
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR6
C - RIÐILL
Leikmannahópurinn
1. Roberto Abbondanzieri, 34 ára, Boca Juniors
2. Roberto Ayala, 33 ára, Valencia
3. Juan Sorin, 30 ára, Villarreal
4. Fabricio Coloccini, 24 ára, D. La Coruna
5. Esteban Cambiasso, 26 ára, Inter Milan
6. Gabriel Heinze, 28 ára, Manchester United
7. Javier Saviola, 25 ára, Sevilla
8. Javier Mascherano, 22 ára, Corinthians
9. Hernan Crespo, 31 árs, Chelsea
10. Juan Roman Riquelme, 28 ára, Villarreal
11. Carlos Tevez, 22 ára, Corinthians
12. Leonardo Franco, 29 ára, Atletico Madrid
13. Lionel Scaloni, 28 ára, Deportivo La Coruna
14. Rodrigo Palacio, 24 ára, Boca Juniors
15. Gabriel Milito, 26 ára, Real Zaragoza
16. Pablo Aimar, 27 ára, Valencia
17. Leandro Cufre, 28 ára, Roma
18. Maxi Rodriguez, 25 ára, Atletico Madrid
19. Lionel Messi, 19 ára, Barcelona
20. Julio Cruz, 32 ára, Inter
21. Nicolas Burdisso, 25 ára, Inter
22. Luis Gonzalez, 25 ára, Porto
23. Oscar Ustari, 20 ára, Independiente
© GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS
© GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS
Roberto Abbondanzieri
Gabriel Heinze
Juan Roman Riquelme
Maxi Rodriguez Carlos Tevez
Javier Mascherano
Julio Cruz
Juan Pablo Sorín
Esteban Cambiasso
Roberto AyalaNicolas Burdisso
LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ 4-3-3
C-riðilinn verður mjög jafn og
ómögulegt er að segja til um hvaða
lið komast áfram. Ekkert lið er
öruggt um að lenda í neðsta sæti
og ekkert lið mun sigla auðveld-
lega í gegnum leikina sína þrjá.
Ef velja ætti sigurstrangleg-
asta liðið, hallast flestir að Arg-
entínu. Þeir hafa mestu söguna
með sér og kyngimagnaða leik-
menn í hverri stöðu. Margir halda
svo upp á Hollendinga, með goð-
sögnina Marco van Basten við
stjórnvölinn. „Okkur líður nánast
eins og á heimavelli. Öll liðin í riðl-
inum verða erfið viðureignar,
meira að segja Fílabeinsströndin
sem eru að keppa í fyrsta skipti á
HM, þeir hafa menn sem eru að
spila með Arsenal og Chelsea,“
segir van Basten.
Serbar og Svartfellingar hafa
sterkt lið með markaskorarann
mikla Mateja Kezman fremstan í
flokki. Þeir spila agaðan en árang-
ursríkan fótbolta og geta vel gert
góða hluti í sumar. Fílabeins-
ströndin vann Afríkuriðilinn og
mun setja skemmtilegan svip á
keppnina með litríkri knattspyrnu
og stórskemmtilegum stuðnings-
mönnum.
Mun dauðariðillinn
standa undir nafni?
ARGENTÍNA
HEIMSÁLFA: Suður-Ameríka
ÍBÚAFJÖLDI: 38,7 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 9.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM:
1930, 1934, 1958, 1962,
1966, 1974, 1978, 1982,
1986, 1990, 1994, 1998,
2002
■ LYKILMAÐUR:
Juan Roman Riquelme
Miðjumaðurinn sem Jose Peker-
man hefur byggt argentínska liðið
í kringum. Hann er höfuðið í skap-
andi og stórskemmtilegum sókn-
arleik liðsins; stórkostlegur leik-
maður sem býr yfir ótrúlegri
tækni og sendingagetu. Hann
skortir tilfinnanlega hraða en
samherjar hans treysta á að hann
stjórni leik liðsins.
■ FYLGSTU MEÐ: Lionel Messi
Hefur á síðustu mánuðum hlotið viðurnefnið „hinn
nýi Maradona,“ bæði hjá fjölmiðlum um allan heim
og hjá Maradona sjálfum. Afar smávaxinn vinstri fótar
vængmaður sem þykir búa yfir þeim hæfileika að geta
nánast límt boltann við tærnar á sér. Gæti vel orðið einn af
spútnikleikmönnum HM.
■ VISSIR ÞÚ ... Að Argentína
komst í úrslit fyrstu heimsmeist-
arakeppninnar í Úrúgvæ árið
1930 en tapaði fyrir heimamönn-
um. Næstu þrjátíu ár var Arg-
entína með frábært lið og vann
Ameríkukeppnina m.a. 12 sinn-
um en náði aldrei að sýna sitt
rétta andlit á HM. Liðið vann
loksins árið 1978 og síðan
aftur 1986, í síðara
skiptið þökk sé snilli
Diego Maradona.
■ STÓRA SPURNINGIN Býr Riquelme yfir nægilegum
hraða og reynslu til að leiða þjóð sína til heimsmeistaratitils
eða voru það mistök hjá Jose Pekerman að velja ekki Juan
Sebastian Veron í hópinn, sem er margreyndur með landsliði og
félagsliðum og fæddur leikstjórnandi?
HOLLAND
HEIMSÁLFA: Evrópa
ÍBÚAFJÖLDI: 16,2 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 3.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1934, 1938, 1974, 1978,
1990, 1994, 1998
ÞJÁLFARI: Marco van Basten
KOMST Á HM – með því að hafna í fyrsta sæti í
undanriðli 1 í Evrópu.
■ LYKILMAÐUR: RAFAEL VAN DER VAART Fyrrum ungl-
ingastjarna hjá Ajax og núverandi leikmaður Hamburger
í Þýskalandi, svo segja má að hann sé að nokkru leyti
á heimavelli á HM. Frábær leikstjórnandi sem getur á
góðum degi staðist öllum öðrum leikmönnum snúning
en á það að sama skapi til að detta niður í algjöra meðal-
mennsku á köflum.
■ VISSIR ÞÚ ... Að margir telja Hollendinga hafa átt skilið
að verða heimsmeistarar á HM í Þýskalandi árið 1974?
Þá tapaði liðið fyrir heimamönnum í úrslitaleik 2-1. Undir
forystu Johan Cruyff spiluðu Hollendingar einhverja
skemmtilegustu og flottustu knattspyrnu sem um getur og
mörkuðu upphaf þess sem síðar var nefnt „hinn fullkomni
fótbolti.“ Í næstu heimsmeistarakeppni, árið 1978, töpuðu
Hollendingar aftur í úrslitum fyrir gestgjöfunum, en sá
leikur fór 3-1 fyrir Argentínu eftir framlengdan leik.
■ STÓRA SPURNINGIN: Mun Van Basten sjá eftir því að hafa
treyst á ungu leikmennina og sleppt því að velja reynslubolta
á borð við Edgar Davids og Clarence Seedorf í sinn hóp?
SERBÍA &
SVARTFJALLALAND
HEIMSÁLFA: Evrópa
ÍBÚAFJÖLDI: 10,7 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 44.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1930, 1950, 1958, 1962,
1974, 1990, 1998
ÞJÁLFARI: Ilija Petkovic (f. 22. sept. 1945)
KOMST Á HM – með því að hafna í efsta sæti í undan-
riðli 7 í Evrópu, á undan Spáni.
■ LYKILMAÐUR: MATEJA KEZMAN Þrátt fyrir að honum
hafi gengið illa með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni
efast enginn um hæfileika Kezman við að skora mörk.
Finnur sig ævinlega afar vel í leikjum landsliðsins og
samherjar hans þar treysta á að hann skori mörkin.
■ VISSIR ÞÚ ... Að Mateja Kezman er einn af líklega
örfáum Serbum sem voru mjög ánægðir með að liðið
skyldi dragast í „Dauðariðilinn“ svokallaða með Arg-
entínu og Hollandi. Kezman segir að það að vera með
þessum sterku fótboltaþjóðum taki alla pressu af liði
Serba og að enginn muni búast við því að liðið komist
upp úr riðlinum. Það geri leik þeirra afslappaðri.
■ STÓRA SPURNINGIN: Varnarleikur Serbíu & Svart-
fjallalands í undankeppninni var með ólíkindum og
liðið fékk aðeins á sig eitt mark í tíu leikjum. Mun liðið
ná sama árangri í lokakeppninni, gegn mun sterkari
andstæðingum?
FÍLABEINSSTRÖNDIN
HEIMSÁLFA: Afríka
ÍBÚAFJÖLDI: 17 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 32.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: Aldrei
ÞJÁLFARI: Henri Michel (f. 28 okt. 1947)
KOMST Á HM – Með því að hafna í fyrsta sæti í
undanriðli 3 í Afríku, á undan Kamerún.
■ LYKILMAÐUR: DIDIER DROGBA Fíla-
beinsströndin hefur sterkan leiðtoga í vörninni
í Kolo Toure og frábæran varnarsinnaðan miðjumann í
Didier Zokora. En það er hlutverk Drogba, fyrirliðans
og þekktasta leikmanns liðsins, að draga vagninn og
hvetja samherja sína til dáða.
■ VISSIR ÞÚ ... Að í áttundu tilraun hefur Fílabeins-
ströndin loksins unnið sér þáttökurétt í lokakeppni HM.
Með árunum og áratugunum hefur landsliðið verið í
hægri en stöðugri framför og fyrir fjórum árum mátti
engu muna að liðinu tækist að komast á HM. Túnis
stakk sér hins vegar fram fyrir á lokasprettinum og fór
á HM 2002 á kostnað Fílabeinsstrandarinnar.
■ STÓRA SPURNINGIN: Hliðstæður Fílabeinsstrand-
arinnar við spútniklið Senegal frá því í síðustu Heims-
meistarakeppni eru margar. Liðið er til að mynda að
storu leyti byggt upp á frönskum ríkisborgurum sem
eiga foreldra ættaða frá Afríku. Mun Fílabeinsströndin
ná að gera sömu hluti í Þýskalandi og Senegal gerði
fyrir fjórum árum í Suður-Kóreu og Japan?
Leikmannahópurinn
1. Jean-jacques Tizie, 34 ára, Esperance
2. Kanga Akale, 23 ára, Strasbourg
3. Arthur Boka, 25 ára, Auxerre
4. Kolo Toure, 25 ára, Arsenal
5. Didier Zokora, 26 ára, Saint-Etienne
6. Blaise Kouassi, 31 árs, Troyes
7. Emerse Fae, 22 ára, Nantes
8. B. Kalou, 28 ára, Pais St. Germain
9. Arouna Kone, 23 ára, PSV Eindhoven
10. Yapo Gilles Yapi, 24 ára, Young Boys
11. Didier Drogba, 28 ára, Chelsea
12. Abdoulaye Meite, 26 ára, Marseille
13. Marc Zoro, 23 ára, Messina
14. Bakary Kone, 25 ára, Nice
15. Aruna Dindane, 26 ára, Lens
16. G. Gnanhouan, 27 ára, Montpellier
17. Cyrille Domoraud, 35 ára, Creteil
18. Kader Keita, 25 ára, Lille
19. Yaya Toure, 23 ára, Olympiakos
20. Guy Demel, 25 ára, Hamburger SV
21. Emmanuel Eboue, 23 ára, Arsenal
22. Romaric, 23 ára, Le Mans
23. Boubacar Barry, 27 ára, Beveren
Leikmannahópurinn
1. Dragoslav Jevric, 32 ára, Ankarspor
2. Ivan Ergic, 25 ára, Basel
3. Ivica Dragutinovic, 31 árs, Sevilla
4. Igor Duljaj, 27 ára, Shaktar Donetsk
5. Nemanja Vidic, 25 ára, Man. United
6. G. Gavrancic, 28 ára, Dynamo Kiev
7. Ognjen Koroman, 28 ára, Portsmouth
8. M. Kezman, 27 ára, Atletico Madrid
9. Savo Milosevic, 33 ára, Osasuna
10. Dejan Stankovic, 28 ára, Inter
11. P. Djordjevic, 34 ára, Olympiakos
12. Oliver Kovacevic, 32 ára, CSKA Sofia
13. Dusan Basta, 22 ára, Crvena Zvezda
14. Nenad Djordjevic, 27 ára, Partizan
15. Milan Dudic, 27 ára, Crvena Zvezda
16. Mirko Vucinic, 23 ára, Lecce
17. Albert Nadj, 32 ára, Partizan
18. Zvonimir Vukic, 27 ára, Partizan
19. Nikola Zigic, 26 ára, Crvena Zvezda,
20. Mladen Krstajic, 32 ára, Schalke 04
21. Danijel Ljuboja, 28 ára, Stuttgart
22. Sasa Ilic, 29 ára, Galatasaray
23. V. Stojkovic, 23 ára, Crvena Zvezda
Leikmannahópurinn
1. E. Van der Sar, 36 ára, Man. United
2. Kew Jaliens, 28 ára, AZ Alkmaar
3. K. Boulahrouz, 25 ára, Hamburger
4. Joris Mathijsen, 26 ára, AZ Alkmaar
5. G. van Bronckhorst, 31 árs, Barcelona
6. D. Landzaat, 30 ára, AZ Alkmaar
7. Dirk Kuyt, 26 ára, Feyenoord
8. Phillip Cocu, 36 ára, PSV Eindhoven
9. R. van Nistelrooy, 28 ára, Man. Utd
10. R. v.d. Vaart, 23 ára, Hamburger SV
11. Arjen Robben, 22 ára, Chelsea
12. Jan Kromkamp, 26 ára, Liverpool
13. A. Ooijer, 36 ára, PSV Eindhoven
14. John Heitinga, 23 ára, Ajax
15. Tim de Cler, 28 ára, AZ Alkmaar
16. Hedwiges Maduro, 21 árs, Ajax
17. Robin van Persie, 23 ára, Arsenal
18. M. van Bommel, 29 ára, Barcelona
19. J. Hesselink, 28 ára, PSV Eindhoven
20. Wesley Sneijder, 22 ára, Ajax
21. Ryan Babel, 20 ára, Ajax
22. Henk Timmer, 35 ára, AZ Alkmaar
23. Maarten Stekelenburg, 24 ára, Ajax