Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 52
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR12
■ ÞJÁLFARI:
Raymond Domenech (f. 24. jan. 1952)
Var áður þjálfari u-21 árs landsliðs Frakka
en tók við af Jacques Santini eftir von-
brigðin á EM 2004. Hefur oft verið gagn-
rýndur fyrir val sitt á liðinu, bæði vegna
þess að hann hefur sleppt því að velja
menn sem kannski áttu það skilið og vegna þess að hann
hefur valið leikmenn án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því.
Í Þýskalandi þarf hann að láta verkin á vellinum tala sínu
máli.
■ KOMST Á HM – með því að hafna í fyrsta sæti í undan-
riðli 4 í Evrópu.
G - RIÐILL
Leikmannahópurinn
1. Mickael Landreau, 27 ára, Nantes
2. J. Boumsong, 27 ára, Newcastle
3. Eric Abidal, 27 ára, Lyon
4. Patrick Vieira, 30 ára, Juventus
5. William Gallas, 29 ára, Chelsea
6. Claude Makelele, 33 ára, Chelsea
7. Florent Malouda, 26 ára, Lyon
8. V. Dhorasoo, 33 ára, Paris St. Germain
9. Djibril Cisse, 25 ára, Liverpool
10. Zinedine Zidane, 34 ára, Real Madrid
11. Sylvain Wiltord, 32 ára, Lyon
12. Thierry Henry, 29 ára, Arsenal
13. Mikael Silvestre, 29 ára, Man. Utd.
14. Louis Saha, 28 ára, Man. United
15. Lilian Thuram, 34 ára, Juventus
16. Fabien Barthez, 35 ára, Marseille
17. Gael Givet, 25 ára, Monaco
18. Alou Diarra, 25 ára, Lens
19. Willy Sagnol, 29 ára, Bayern
Munchen
20. David Trezeguet, 29 ára, Juventus
21. Pascal Chimbonda, 27 ára, Wigan
22. Frank Ribery, 23 ára, Marseille
23. Gregory Coupet, 34 ára, Lyon
Leikmannahópurinn
1. Woon Jae Lee, 33 ára, Suwon Bluewings
2. Y. Kim, 30 ára, Seongnam Ilhwa Chunma
3. Dong Jin Kim, 24 ára, FC Seoul
4. Jin Cheul Choi, 35 ára, Chonbuk Hyundai Motors
5. Nam Il Kim, 29 ára, Suwon Bluewings
6. Jin Kyu Kim, 21 árs, Jubilo Iwata
7. Ji Sung Park, 25 ára, Manchester United
8. Do Heon Kim, 24 ára, Seongnam Ilhwa Chunma
9. Jung Hwan Ahn, 30 ára, MSV Duisburg
10. Chu Young Park, 21 árs, FC Seoul
11. Ki Hyeon Seol, 27 ára, Wolves
12. Young Pyo Lee, 29 ára, Tottenham
13. Eul Yong Lee, 31 árs, Trabzonspor
14. Chun Soo Lee, 25 ára, Ulsan Hyundai
15. Ji Hoon Baek, 21 árs, FC Seoul
16. K. Ho Chung, 26 ára, Gwangju Sangmu
17. Ho Lee, 22 ára, Ulsan Hyundai
18. S. Kim, 30 ára, Seongnam Ilhwa Chunma
19. Jae Jin Cho, 25 ára, Shimizu S-Pulse
20. Y. Kim, 27 ára, Seongnam Ilhwa Chunma
21. Young Kwang Kim, 23 ára, Chunnam Dragons
22. Chong Gug Song, 27 ára, Suwon Bluewings
23. Won Hee Cho, 23 ára, Suwon Bluewings
Leikmannahópurinn
1. Pascal Zuberbühler, 35 ára, Basel
2. Johan Djourou, 19 ára, Arsenal
3. Ludovic Magnin, 27 ára, VfB Stuttgart
4. Philippe Senderos, 21 árs, Arsenal
5. Xavier Margairaz, 22 ára, FC Zürich
6. Johann Vogel, 29 ára, AC Milan
7. Ricardo Cabanas, 27 ára, FC Cologne
8. Raphael Wicky, 29 ára, Hamburger SV
9. Alexander Frei, 27 ára, Rennes
10. Daniel Gygax, 25 ára, Lille
11. Marco Streller, 25 ára, FC Cologne
12. D. Benaglio, 23 ára, Nacional Madeira
13. Stephane Grichting, 27 ára, Auxerre
14. David Degen, 23 ára, Basel
15. Blerim Dzemaili, 20 ára, FC Zürich
16. T. Barnetta, 21 árs, Bayer Leverk.
17. C. Spycher, 28 ára, Eintracht Frankfurt
18. Mauro Lustrinelli, 30 ára, Sparta Prag
19. Valon Behrami, 21 árs, Lazio
20. Patrick Müller, 30 ára, Lyon
21. Fabio Coltorti, 26 ára, Grasshopper
22. Johan Vonlanthen, 20 ára, NAC Breda
23. P. Degen, 23 ára, Borussia Dortmund
Leikmannahópurinn
1. Ouro-nimini Tchagnirou, 29 ára, Djoliba
2. Dare Nibombe, 26 ára, Mons
3. Jean-paul Abalo, 31 árs, Apoel Nicosia
4. Emmanuel Adebayor, 22 ára, Arsenal
5. M. Tchangai, 28 ára, Benevento
6. Yao Aziawonou, 28 ára, Young Boys
7. Moustapha Salifou, 23 ára, Stade Brest
8. Kuami Agboh, 29 ára, Beveren
9. Thomas Dossevi, 27 ára, Valenciennes
10. Cherif Toure Mamam, 23 ára, Metz
11. Robert Malm, 33 ára, Stade Brest
12. Eric Akoto, 26 ára, Admira
13. R. Forson, 26 ára, JA Poire sur Vie
14. A. Olufade, 26 ára, Al Sailiya
15. A. Romao, 22 ára, Louhans-Cuiseaux
16. Kossi Agassa, 28 ára, Metz
17. Kader Mohamed, 27 ára, Guingamp
18. Yao Junior Senaya, 22 ára, YF Juventus
19. L. Assemoassa, 26 ára, Ciudad Murcia
20. Affo Erassa, 23 ára, Moulins
21. Karim Guede, 21 árs, Hamburger SV
22. Kodjovi Obilale, 22 ára, Etoile Filante
23. T. Assimiou, 18 ára, Bayer Leverkusen
© GRAPHIC NEWS
Fabien Barthez
Lilian Thuram William GallasWilly Sagnol
Sylvain Wiltord Claude Makelele
Mikael Silvestre
Zinedine ZidanePatrick Vieira
Thierry Henry David Trezeguet
LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ 4-4-2
FRAKKLAND
HEIMSÁLFA: Evrópa
ÍBÚAFJÖLDI: 60,2 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 8.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM:
1930, 1934, 1938, 1954,
1958, 1966, 1978, 1982,
1986, 1998, 2002
■ LYKILMAÐUR:
Thierry Henry
Þrátt fyrir að allir séu sammála
um að Henry sé einn sá allra besti
í heimi hefur hann einhvern veg-
inn aldrei náð að sýna sitt rétta
andlit með landsliðinu á undan-
förnum árum. Henry þarf að spila
með Frakklandi eins og hann gerir
með Arsenal, ef svo fer mun liðið
fara langt í keppninni.
■ FYLGSTU MEÐ: Zinedine Zidane
Orðinn 33 ára og frekar lúinn mun Zidane spila sína síðustu fót-
boltaleiki á ferlinum í Þýskalandi. Hann mun án efa gefa allt sitt
í leikina, enda þráir hann ekkert meira en að enda ferilinn með
stærsta titli fótboltans. Ef örlögin fengju að ráða yrði HM í Þýska-
landi keppnin hans Zidane.
■ VISSIR ÞÚ....
Að Frakkar eru áberandi þegar
rýnt er í sögubækur HM? Sjálf-
ur titillinn var lengi á leiðinni, en
sem kunnugt er urðu Frakkar
heimsmeistarar 1998. Færri vita
að það var Frakki, Jules Rimet
að nafni, sem kom HM á
laggirnar fyrir tæpum átta-
tíu árum. Auk þess var
það Frakkinn Lucien
Laurent sem skoraði
fyrsta markið í sögu
HM.
■ STÓRA SPURNINGIN:
Munu hinir sumir öldnu en mögnuðu fótboltamenn Frakklands ná aftur
jafnvel saman og þeir gerðu fyrir 6-8 árum, þegar franska liðið var það
besta í heimi? Ljóst er að kynslóðaskipti munu eiga sér stað í franska lið-
inu eftir HM en mun núverandi kynslóð kveðja með viðeigandi hætti?
SVISS
HEIMSÁLFA: Evrópa
ÍBÚAFJÖLDI: 7,3 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 35.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1934, 1938, 1950,
1954, 1962, 1966, 1994
ÞJÁLFARI: Koebi Kuhn (f. 12 okt. 1943)
KOMST Á HM – með samanlögðum sigri á Tyrkjum
í umspili
■ LYKILMAÐUR: ALEXANDER FREI Besti sóknarmaður
liðsins og markahæsti leikmaður Sviss í undankeppninni.
Frei er mjög fljótur og sterkur framherji og sá fyrsti sem
getur talist verðugur arftaki Stephane Chapuisat í sókn
Svisslendinga. Hefur skorað 23 mörk í 42 leikjum.
■ VISSIR ÞÚ... að áður en Sviss tapaði fyrir Tyrkalandi í síð-
ari leik liðanna í umspili fyrir HM hafði liðið leikið 14 leiki á
heilu ári án þess að tapa, sem er til marks um þá uppbygginu
og framför sem hefur átt sér stað? Landsliðið í dag er að
nokkru leyti byggt á leikmönnum sem urðu Evrópumeistarar
u-17 ára liða 2002.
■ STÓRA SPURNINGIN: Þjálfarinn Kuhn lýsti því yfir á
síðasta ári að ástæðan fyrir velgengni Sviss væri „fjöl-
skylduandinn“ sem ríkti innan liðsins. Flestir muna hins
vegar eftir ofbeldinu sem leikmenn liðsins sýndu í umspil-
inu gegn Tyrkjum í slagsmálunum eftir síðari leikinn. Mun
það óorð verða til þess að sundra „fjölskylduandanum“?
S-KÓREA
HEIMSÁLFA: Asía
ÍBÚAFJÖLDI: 48,3 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 29.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1954, 1986, 1990,
1994, 1998, 2002
ÞJÁLFARI: Dick Advocaat (f. 27. sept. 1947)
KOMST Á HM – með því að hafna í öðru sæti í einum af
lokariðlunum í undankeppni Asíu.
■ LYKILMAÐUR: PARK JI-SUNG Hefur sannað sig hjá
Manchester United í vetur sem mjög frambærilegur
vængmaður sem getur komist framhjá velflestum
bakvörðum heims. Óhemju snöggur og teknískur
vængmaður sem skorar mörk með reglulegu millibili.
■ VISSIR ÞÚ... að Suður-Kórea er sigursælasta þjóðin frá
Asíu á HM frá upphafi? Liðið hefur nú verið með í öllum
lokakeppnum HM frá árinu 1986 og í síðustu keppni
vann liðið eftirminnilega sigra á ekki minni þjóðum en
Ítalíu og Spáni en tapaði síðan fyrir Þýskalandi í
sextán liða úrslitum.
■ STÓRA SPURNINGIN: Forkálfar knattspyrnusam-
bandsins hafa greinilega mikla trú á hollenskum
þjálfurum því við stjórnvölinn nú er Dick Advocaat.
Fyrir fjórum árum var það Guus Hiddink sem var
þjálfari liðsins og náði eftirtektarverðum árangri. Nær
Advocaat að toppa þann árangur forvera síns og landa?
TÓGÓ
HEIMSÁLFA: Afríka
ÍBÚAFJÖLDI: 5,4 milljónir
SÆTI Á HEIMSLISTA: 61.
ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: Aldrei
ÞJÁLFARI: Otto Pfister (f. 24. nóv. 1937)
KOMST Á HM – með því að hafna í fyrsta sæti í undanriðli
1 í Afríku, á undan Senegal.
■ LYKILMAÐUR: EMMANUEL ADEBAYOR Þessi fyrrum
leikmaður Monaco var keyptur til Arsenal í upphafi árs
fyrir sjö milljónir punda og fékk dýrmæta reynslu hjá
enska liðinu í fjarveru Thierry Henry fyrr á tímabil-
inu. Adebayor er yfirburðamaður í liði Tógó, hann var
langmarkahæstur hjá liðinu í undankeppninni með 11
mörk, þar af markið ómetanlega gegn Senegal sem
kom liðinu á HM.
■ VISSIR ÞÚ... að Þjóðverjinn Otto Pfister er elsti þjálf-
arinn á HM í Þýskalandi í sumar? Pfister verður sjötug-
ur á næsta ári og er 27 árum eldri en Marco van Basten
hjá Hollandi, sem er yngsti þjálfarinn á HM.
STÓRA SPURNINGIN: Eftir slakt gengi í Afríkukeppn-
inni fyrr á árinu ákvað knattspyrnusamband Tógó að
reka hinn nígeríska Stephen Keshi, þjálfarann sem kom
liðinu á HM, úr starfi og við tók Pfister fyrir réttum
þremur mánuðum. Mun sá tími vera nægur fyrir hann
til þess að slípa saman nýja hugsun hjá buguðu liði?
© GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS
Frakkar voru í riðli með Dönum,
Senegal og Úrugvæ á HM 2002.
Flestir bjuggust við því að þáver-
andi Evrópumeistarar ættu greiða
leið í sextán liða úrslitin. Skemmst
er frá því að segja að þeir skoruðu
ekki mark í keppninni og fóru
heim með eitt stig og skottið á
milli lappanna. Það skal því eng-
inn dæma G-riðilinn of snemma.
„Þessi riðill verður ekki auð-
veldur fyrir okkur. Við stefnum á
að læra á mótinu,“ heyrist Stephen
Keshi, þjálfari Tógó, segja á meðan
hinn franski kollegi hans, Raymond
Domenech, er kokhraustur. „Það
muna allir hvað gerðist á síðasta
heimsmeistaramóti. Ég er þó sann-
færður um ágæti okkar liðs og
fyrsti leikurinn okkar, gegn Sviss,
verður algjör lykilleikur. Ef við
vinnum hann ættum við að komast
áfram,“ segir Domenech en nokk-
uð hefur borið á óróa í herbúðum
frönsku leikmannanna fyrir mótið.
Tógó kemur á HM fyrst og
fremst til að njóta sín og mun
væntanlega ekki blanda sér í neina
baráttu um sæti í sextán liða
úrslitunum. Svisslendingar geta
orðið örlagavaldar en þeim hefur
vegnað vel gegn Frökkum. Suður-
Kóreumenn komust alla leið í und-
anúrslit á heimavelli á síðasta HM,
hafa frábæra leikmenn og geta
því vel komið á óvart.
Bæta Frakkar fyrir
vonbrigðin 2002?