Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 68
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Okkar elskaði Páll Jónsson Hóli, Hvítársíðu, lést mánudaginn 29. maí. Edda Magnúsdóttir Jón Magnús Pálsson Hrafnhildur Hróarsdóttir Finnbogi Pálsson Hrönn Vigfúsdóttir Páll Bjarki Pálsson Eyrún Anna Sigurðardóttir Erlendur Pálsson Guðrún Harpa Bjarnadóttir Þorbjörg Pálsdóttir Ragnar Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og afi, Magnús S. Jósepsson bóndi, Fremri-Hrafnabjörgum, Hörðudal, Dalasýslu, sem andaðist 24. maí sl. á Hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður borinn til grafar frá Snóksdalskirkju laugardag- inn 3. júní kl. 11.00 árdegis. Ólafía K. Hjartardóttir Hinrik Hinriksson Ólafía H. Bjargmundsdóttir Ólafía M. Hinriksdóttir Halldóra G. Hinriksdóttir Páll L. Sigurðsson Bjargey Una Hinriksdóttir Róbert E. Jensson Hinrik Ingi Hinriksson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, Jóhann Eggert Jóhannsson vélstjóri og pípulagningameistari, Lerkihlíð 9, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 2. júní, kl. 13:00. Unnur Guðmundsdóttir Guðjón Jóhannsson Auður Inga Ingvarsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Jón Þór Sigurðsson Ægir Jóhannsson Gróa Másdóttir barnabörn og barnabarnabörn Valdimar Jóhannsson Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Þorvarðarson skipstjóri, Kleppsvegi 62, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi 29. maí, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 2. júní, kl. 13.00. Helga Jónsdóttir Aðalbjörg S. Gunnarsdóttir Björg Gunnarsdóttir Finnbogi Sigurðsson Ágústa Gunnarsdóttir Þorvarður Gunnarsson Þórlaug Ragnarsdóttir Jón Gunnarsson Sigríður G. Sverrisdóttir Helga Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ragna Grönvold Ragnars lést að morgni mánudagsins 29. maí. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Hjartavernd njóta þess. Guðrún Grönvold Preben P. Petersen Ragnar Grönvold Linda Káradóttir Gústaf Grönvold Magnús Grönvold og barnabörn. ANDLÁT Bergur Magnús Guðbjörnsson, Reynigrund 47, Akranesi, varð bráðkvaddur sunnudaginn 28. maí. Einar Nikulásson, forstjóri, Breiðagerði 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 28. maí. Fanney Daníelsdóttir, Túngötu 4, Húsavík, lést á heimili sínu mánudaginn 29. maí. Hafþór Sigurgeirsson, til heimilis á Holtateigi 2, Akureyri, lést af slysförum laugardaginn 27. maí. Helga Þóra Kjartansdóttir, Hvera- lind 4, Kópavogi, lést á Landspít- alanum í Fossvogi mánudaginn 29. maí. Páll Jónsson, Hóli, Hvítársíðu, lést mánudaginn 29. maí. Steingrímur Sigvaldason lést á hjúkrunarheimilinu Grund þriðju- daginn 30. maí. JARÐARFARIR 11.00 Aðalbjörg Jóakimsdóttir, frá Hnífsdal, Drápuhlíð 27, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 11.00 Margrét Friðriksdóttir, ljósmóðir, Grettisgötu 46, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 11.00 Þórey Ólafsdóttir, Háagerði 51, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Gunnar Þorvarðarson, skipstjóri, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju. 13.00 Guðjóna Guðnadóttir, Hrauntungu 119, Kópavogi, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. 13.00 Jóhann Eggert Jóhanns- son, vélstjóri og pípulagn- ingameistari, Lerkihlíð 9, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju. 13.00 Ragna Grönvold Ragnars verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. 13.30 María Jónsdóttir, Víðilundi 20, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Kjartan J. Hallgrímsson, Tjörnum, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Hofsós- kirkju. 14.00 Tryggvi Jónsson, Einbúa, Bárðardal, verður jarðsung- inn frá Þorgeirskirkju að Ljósavatni. 14.00 Þorkell Bjarnason verður jarðsunginn frá Skálholts- kirkju. 15.00 Þorgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi bankastarfs- maður, til heimilis í Hörðalandi 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins, á 65 ára afmæli í dag. Hún ætlar að sýna danskri fjölskyldu sinni lömbin og snjóinn í Svarfaðar- dalnum í dag og kannski gefa þeim gott að borða í tilefni dagsins. „Það var nú bara algjör tilviljun að það hittist þannig á að þau koma á afmælinu,“ segir Guðrún. Frænka hennar er systkinabarn við hana og hefur alist upp í Danmörku og kemur með alla fjölskylduna, eiginmann sinn, son, tengdadóttur og barnabörn ásamt bróðurdóttur og kærasta hennar. „Þetta er hópur sem hefur lengi langað að koma hingað til Íslands. Við ætlum að fara norður í Svarfaðardal þar sem við eigum jörð og sýna þeim litlu lömbin sem eru að fæðast þessa dagana, fal- legu fjöllin og náttúruna.“ Guðrún segist hafa verið minnug á afmælin sín, sérstaklega á sínum fyrri árum. „Ég er frekar mikið fyrir að hitta fólk og eiga góðar stundir en afmæli eru oft tilvalin tilefni til þess. Kannski var ég meira afmælisbarn framan af ævinni því mér finnst ég gleyma því frekar núna að ég eigi afmæli,“ segir hún og furðar sig á gleymskunni í sér. „Kannski er þetta einhver varnarháttur í mér, eins og ég vilji ekki fylgjast með því þegar ég eldist. En mér finnst ég samt ekki vera að eldast heldur vera alltaf á allra besta aldri. Mér finnst hvert ár sem ég lifi vera mikill ávinn- ingur og er mjög þakklát fyrir það.“ Aðspurð minnist Guðrún þess sér- staklega að hafa átt skemmtilegt sex- tugsafmæli. „Þá gengum við hjónin á Hvannadalshnúk ásamt vinafólki okkar og fleirum. Ég ætlaði þá að halda upp á afmælið en svo vildi til að það bar upp á hvítasunnu og margir búnir að ákveða eitthvað annað. Ég fékk þá boð um að fara með á Hvannadalshnúk þannig við slógum til enda fannst mér það skemmtileg leið til að halda upp á afmælið.“ Guðrún segist hafa staðið á tindinum á sjálfum afmælisdeginum sem hafi verið góð tilfinning þrátt fyrir hríðina sem geisaði á hnúknum og blindaði allt útsýni. „Svo reyndi ég aftur við Hvannadalshnúk en þá var svo hvasst að ekki var stætt á toppnum. Ég á því eftir að reyna í þriðja sinn og fá gott útsýni.“ Aðspurð um hvort sjötugs- afmælið sé ekki tilvalinn dagur fyrir þriðju gönguna segir Guðrún að ekkert sé útilokað í þeim efnum. „Kannski verður það líka fyrr,“ bætir hún svo við. GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR: 65 ÁRA Í DAG Alltaf á allra besta aldri GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR FORSTJÓRI KRABBAMEINSFÉLAGSINS Á sextugsafmæli sínu kleif Guðrún Hvannadalshnúk sem hún segir skemmtilega leið til að halda upp á afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1707 Stóra bóla berst til landsins. Hún geisaði í tvö ár og þriðjungur Íslendinga lést úr henni. Þetta var mann- skæðasta sótt síðan „svarti dauði” herjaði á landann þremur öldum áður. 1865 Borgarastyrjöldinni í Banda- ríkjunum lýkur. 1924 Indjánum í Bandaríkjunum er veittur ríkisborgararéttur. 1934 Dalvíkurskjálftinn eyðilegg- ur 22 hús á Dalvík og á annað hundrað skemmast í nágrannabyggðum. 1957 Hrafnista DAS í Reykjavík er tekin í notkun. 1979 Jóhannes Páll páfi annar heimsækir heimaland sitt, Pólland. RAY COMBS (1956-1996) LÉST ÞENNAN DAG. „Aldrei lenda í rifrildi við manneskju með geðklofa og segja: Hver heldur þú eiginlega að þú sért?“ Bandaríski brandarakarlinn Ray Combs framdi sjálfsmorð inni á geðspítala aðeins fertugur að aldri. Þennan dag árið 1953 var Elísabet önnur Bretadrottning krýnd þjóðhöfðingi yfir Stóra- Bretlandi í íburðarmikilli athöfn. Þúsundir gesta voru viðstaddar krýninguna í Westminster Abbey í Lundúnum. Tugir milljóna hlustuðu á athöfnina sem var útvarpað um allan heim eða fylgdust með þegar krýningin var sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Milljónir gegnumblautra áhorfenda hylltu hina 27 ára drottningu og eiginmann hennar, hinn þrítuga Filippus prins, þegar þau keyrðu um borgina eftir athöfnina í gylltum hestvagni. Elísabet fæddist árið 1926, dóttir Georgs prins sem var annar sonur Georgs V konungs. Sá dó árið 1936 og tók elsti sonurinn Játvarður III við konungstigninni. Hann afsalaði sér þó titilinum til að giftast Wallis Simpson sem var bandarísk og fráskilin. Því varð það svo að faðir Elísabetar varð Georg VI Bretakonungur. Elísabet var í Kenía þegar faðir hennar dó í febrúar 1952. Hún tók þá strax við þjóðhöfðingja- tigninni en var ekki krýnd fyrr en rúmlega ári síðar. Vinsældir Elísabetar hafa varla dvínað á þeim fimm áratugum sem hún hefur setið á valdastóli. Hún hefur ferðast meira en nokkur annar þjóðhöfðingi Breta og var sú fyrsta sem heimsótti Suður-Ameríku og löndin við Persaflóa. Hún á fjögur börn, þau Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. ÞETTA GERÐIST: 2. JÚNÍ 1953 Elísabet önnur krýnd drottning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.