Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 74
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR42
menning@frettabladid.is
! Kl. 20.00Leikritið Þuríður og Kambsránið
eftir Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson,
sem nýlega hlaut verðlaun sem
athyglisverðasta áhugaleiksýning
leikársins 2005-2006, verður sýnt í
Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Jón St.
Kristjánsson.
> Ekki missa af...
leikritinu Dans sem unglingadeild
Leikfélags Kópavogs sýnir leikritið í
Hjáleigunni í Kópavogi. Nýtt verk eftir
Hrund Ólafsdóttur sem jafnframt leik-
stýrir verkinu.
blúshátíð á Akureyri um helgina. Fram
koma Lamont Cranston Blues Band,
Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar
og Blúsmenn Andreu. Einvalalið og
öndvegisblús.
gjörningi listamannsins Paul Hurley
í Hafnarhúsinu milli kl. 17-19 í dag.
Gjörningurinn er hluti af alþjóðaverkef-
inu Site Ations - Sense in Place og mun
listamaðurinn sýna verkið „Becoming
Snail“ sem felur í sér verulega forvitni-
lega ummyndun og óvanalega hegðun.
Jónína Erna Arnardóttir píanó-
leikari er einn af skipuleggjend-
um tónlistarhátíðar Isnord sem
fer fram í Borgarnesi um hvíta-
sunnuhelgina en þar verður mikið
um dýrðir, til dæmis verður rímna-
tónlist flutt í hinum sögufræga
Surtshelli og tónverk Jónanna
fjögurra munu hljóma í Reyk-
holtskirkju.
„Þetta kom til af því að á sínum
tíma var ég við nám í Noregi og
hafði mikinn áhuga á norrænni
tónlist. Mér finnst við almennt
ekki nógu dugleg að spila norræna
og íslenska tónlist hér á landi svo
mér datt í hug að efna til þessa
tónlistarfestivals í Borgarfirði þar
sem áherslan væri á fyrrgreinda
tónlist,“ segir Jónína Erla. „Hátíð-
in var haldin í fyrsta skipti í fyrra
en nú ákváðum við að leggja
áherslu á forna eða fornaldartón-
list í tilefni af opnun Landnáms-
setursins hér í Borgarfirði.“
Þrennir tónleikar verða haldnir
og hefst dagskráin í Reykholts-
kirkju í kvöld þar sem Egilssaga
verður flutt í tónum. „Ég frétti af
verki sem enskt tónskáld hafði
samið við texta úr Höfuðlausn –
mjög flott verk sem okkur tókst að
grafa upp eftir tónskáldið Gavin
Briars. Davíð Ólafsson bassa-
söngvari syngur Egil ásamt
Kammerkór Vesturlands og félag-
ar úr Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands leika með .“
Á morgun verða síðan tónleikar
í Surtshelli þar sem rímatónlistin
mun óma í stórkostlegu landslagi
en flytjendur verða Diddi fiðla,
Bára Grímsdóttir og Steindór
Andersen.
Dagskránni lýkur síðan í Borg-
arneskirkju á mánudaginn þar
sem íslensk tónlist verður í önd-
vegi. „Við leituðum uppi lög sem
íslensk tónskáld hafa samið við
forna texta og þar er það aðallega
Jón Leifs en einnig fleiri. Fyrst
við vorum orðin svona þjóðleg þá
ákváðum við að spila verk Jón-
anna – eins og það er rætt um
Bach, Beethoven og Brahms
getum við talað um fjóra stóra
Jóna í íslenskri tónlist svo auk
Jóns Leifs munum við leika verk
eftir Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirs-
son og Jón Nordal.“ Á tónleikun-
um syngur Gunnar Guðbjörnsson
tenór en Jónína Erna leikur með
ásamt Eygló Dóru Davíðsdóttur
fiðluleikara.
Nánari upplýsingar um tónleik-
ana má nálgast á heimasíðunni
isnord.is.
-khh
Fagrir og fornir tónar
DAVÍÐ ÓLAFSSON BASSASÖNGVARI Syngur hlutverk Egils Skallagrímssonar í tónverki Gavin
Briars sem byggir á Höfuðlausn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORVALDUR
Spennusögur Viktors Arnar
Ingólfssonar njóta mikilla
vinsælda hérlendis og nú
vex vegur hann einnig á
meginlandinu. Þýskir les-
endur fagna þýðingunni á
nýjustu bók hans, Aftureld-
ingu, sem strax skaust upp
þarlenda metsölulista.
Viktor Arnar er að vonum ánægð-
ur með viðtökurnar í Þýskalandi
en önnur bók hans, Flateyjargáta,
sem kom út þar í landi í fyrra er
líka á góðri siglingu. Bækurnar
tvær verma sæti á topp tíulista
útgefandans Lübbe og Aftureld-
ing komst strax ofarlega á almenna
sölulista þar í landi. „Um leið og
þær sölutölur birtust og tilkynnt
var að hún hefði komist í 30. sæti á
sölulistanum þá kom tilboð frá
forlaginu í bókina Engin spor sem
ég gaf út árið 1998. Hún mun koma
út í þýskri þýðingu eftir ár og þeir
eru strax farnir að huga að kápu
og þýskum titli á hana,“ segir höf-
undurinn.
Allt önnur útgáfustarfsemi
Viktor Arnar útskýrir að útgáfu-
málum í Þýskalandi sé öðruvísi
háttað en hér á landi. „Þar eru
bækur sem bókabúðir kaupa frá
forlögunum samasem seldar, búð-
irnar hafa ekki skilarétt eins og
hér. Markaðssetningin snýst um
að fá bókabúðirnar til þess að taka
inn titlana. Þess vegna er svo mik-
ilvægt að vera hjá útgáfu sem
hefur trú á manni. Það er svo gíf-
urlegt magn af bókum sem koma
út, það koma tugir titla út á hverj-
um degi hjá þessum stóru forlög-
um,“ segir Viktor Arnar.
Stefnt er að því að Afturelding
komi einnig út í Hollandi á næst-
unni.
Fyrstu skrefin
Spennusögurnar heilluðu Viktor
Arnar frá upphafi. „Ég ætlaði mér
aldrei annað en að skrifa glæpa-
sögur,“ segir Viktor Arnar sem nú
er að skrifa sína sjöttu skáldsögu.
„Ég var að skrifa fystu söguna í
kringum 1978, þá rétt liðlega tví-
tugur og þá hafði ekki komið út
glæpasaga hér síðan fyrir stríð,“
segir hann kíminn. Nokkrum árum
síðar þótti það tíðindum sæta að
tveir aðrir höfundar stigu fram og
gáfu út glæpasögur og Viktor
Arnar gantast með hann hafi verið
á undan þeim Gunnari Gunnars-
syni og Jóni Birgi Péturssyni í
glæpasagnaútgáfunni.
Viktor Arnar vill þó minnst
ræða um fyrstu bækurnar sínar
sem voru skiljanlega bernsku-
verk. „Ég grínast stundum með
það við bókasafnsfræðingana að
ég heimsæki bókasöfnin og fari
reglulega í hillurnar til þess að
fela þessar gömlu og færi þær til
svo enginn finni þær. Það er nátt-
úrulega grín en mér finnst ekkert
skemmtilegt þegar fólk sem hefur
lesið nýrri bækurnar fer að leita
að meira efni og finnur bara þær.“
Sjálfur kveðst höfundurinn lesa
alls kyns bækur.
Söguleg glæpaalda
Mörgum hefur orðið tíðrætt um
öldu eða tísku í íslenskum bók-
menntum þar sem glæpasögum er
hampað sem aldrei fyrr. Viktor
Arnar útskýrir að þá þróun megi
að hluta til þakka stofnun og
starfssemi Hin íslenska glæpafé-
lags sem flýtti talsvert fyrir þeirri
byltingu sem varð á viðtökum
glæpasafna hérlendis. Félag þetta
var stofnað árið 1999 og hefur allt
frá upphafi stuðlað að viðgangi og
kynningu glæpasagna hér á landi
og átt í samstarfi við sambærileg
félög á Norðurlöndunum, meðal
annars um úthlutun verðlaunanna
sem kennd eru við Glerlykilinn.
„Daginn sem félagið var stofnað
hitti ég í fyrsta sinn annan glæpa-
sagnahöfund, þá hitti ég Arnald
Indriðason,“ segir Viktor Arnar.
Varðandi uppgang glæpasög-
unnar áréttar Viktor Arnar að
glæpasöguhöfundar séu ekki að
taka lesendur frá „fagurbók-
menntunum“ heldur búi þeir til
nýja lesendur. „Aðrir rithöfundar
og aðrar bókmenntagreinar njóta
góðs af lestrinum. Á mínum yngri
árum las ég glæpasögur út í eitt og
hafði lítinn áhuga á öðru en síðar
fékk maður áhuga á því að kynna
sér öðruvísi bækur.“ Hann bætir
því við að sumir glæpasöguhöf-
undanna sem hann las þá hafi fylgt
honum alla tíð, höfundar eins og
Sjövall og Wahlöö og P. D.
James.
Ótrauður áfram
Viktor Arnar segir að næsta bók
muni að öllum líkindum koma út á
næsta ári eða árið á eftir. Auk rit-
starfanna starfar Viktor hjá Vega-
gerðinni en hann er menntaður
byggingingatæknifræðingur.
„Maður verður að fylgja þessu
eftir, þegar maður er kominn í
stöðu sem allir vilja vera í. Bæk-
urnar þurfa að koma örar og þá
reynir á að vinna skipulegar en
áður. Nú getur maður ekki nostrað
jafn mikið við þetta. Bókin Engin
spor var á borðinu hjá mér í 10
ár, maður var lengi að velta sér
upp úr hlutunum, persónurnar
voru orðnar eins og fjölskylduvin-
ir og það var gaman að geta leyft
sér það. Þegar maður er kominn
með sögu sem manni finnst
skemmtileg þá tímir maður vart
að láta hana frá sér. Nú get ég ekki
leyft mér þann lúxus og kannski
þarf maður líka að setjast niður og
vinna þó maður sé ekki alveg í
stuði.“ kristrun@frettabladid.is
Afturelding gerir það gott
Á morgun opnar Gunnsteinn
Gíslason sýningu á verkum sínum
í Óðinshúsi á Eyrarbakka. Á sýn-
ingunni eru liðlega þrjátíu verk,
öll unnin á síðustu tveimur árum.
Gunnsteinn hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga heima og
erlendis. Myndverkin á þessari
sýningu eru tileinkuð íslenskri
náttúru og aðkomu mannsins
að henni. Undanfarin 5 ár hefur
Gunnsteinn haft vinnustofu að
í Ólabúð á Eyrarbakka, sem er
merk verslun frá fyrrihluta 20.
aldar en þar er að finna upprunalegar innréttingar
verslunarinnar.
Gunnsteinn Gíslason lauk prófi í frjálsri myndlist
frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, BA-gráðu
í Mural design frá Listaháskóla Edinborgar og prófi
í kennslufræðum myndlistar frá Konstfackskolan í
Stokkhólmi. Samhliða myndlist-
inni hefur Gunnsteinn starfað við
kennslu í myndlist m.a. við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti, Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
og gegnir nú dósentsstöðu við
Kennaraháskóla Íslands.
Gunnsteinn Gíslason var skóla-
meistari Myndlistar- og handíða-
skóla Íslands 1994-1998 og vann
á sínum tíma að undirbúningi
Listaháskóla Íslands.
Gunnsteinn vinnur aðallega á
sviði veggskreytinga, í múrristu
og járn. Hann hefur unnið vegg-
skreytingar í margar opinberar byggingar og fyrirtæki
hér á landi og erlendis. Verk hans eru að finna á
listasöfnum og í einkaeign.
Sýningin í Óðinshúsi verður opin á föstudögum,
laugardögum, sunnudögum og helgidögum frá
klukkan 14-18 til 18. júní.
Listræn aðkoma mannsins
VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON RITHÖFUNDUR
Myndlistarkonan
Erla Þórarinsdótt-
ir opnar í dag sýn-
ingu á verkum
sínum í galleríi
Animu við Ingólfs-
stræti 8. Á sýn-
ingunni eru ný og
tímalaus verk en
fram kemur í
fréttatilkynningu
að efnisgerðir
þeirra séu úr
steini, silfri, ljósi,
tíma og bronsi.
Sýninguna kallar
Erla „Dældir og
duldir“ og vísar
heitið til „dældar-
inar sem á sam-
svörun við duld hugans sem fyllir
hana innihaldi og jafnvel dældin
sem fyllist dæld finnur líkamlega
duld og þannig heldur þetta
áfram“.
Sýningin verður opnuð kl. 17 en
hún stendur til 24. júní. -khh
Dældir og duldir
ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR SÝNIR Í GALLERÍI ANIMU Listakonan
vinnur með ólíkar efnisgerðir, stein, silfur, ljós tíma og brons.