Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 82
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR50 G O T T F Ó LK M cC A N N Tónlistarmaðurinn Will Oldham sendir frá sér nýja plötu með haustinu undir nafninu Bonnie „Prince“ Billy. Valgeir Sigurðsson í Gróðurhúsinu stjórnaði upptökum á plötunni. „Ég held að þetta sé að einhverju leyti nýtt sánd hjá honum. Það er kannski ástæðan fyrir því að hann vildi breyta til og gera þetta svona,“ segir Valgeir Sigurðsson sem stjórnaði upptökum á nýj- ustu plötu tónlistarmannsins Bonnie „Prince“ Billy. Upptökur fóru fram í Gróðurhúsinu, hljóð- veri Valgeirs í Breiðholti, og mætti Bonnie til leiks með fimm manna hljómsveit. Will Oldham, eins og tónlistarmaðurinn heitir réttu nafni, er þekktur fyrir tón- list sína sem oft er flokkuð sem alt-kántrí. Maðurinn er sannkall- að goð í óháða tónlistargeiranum. Unnu báðir með Björk Valgeir segir að röð atvika hafi leitt til þess að hann og Will Old- ham ákváðu að vinna saman. „Við hittumst baksviðs á tónleikum í Bandaríkjunum. Hann var forvit- inn um það sem ég hafði verið að gera, enda spáir hann mikið í fólki og því sem það gerir. Eftir það vorum við í tölvupóstssambandi og ræddum möguleika á því að vinna eitthvað saman. Svo hitt- umst við aftur þegar ég og Björk vorum að vinna tónlistina fyrir kvikmyndina Drawing Restraint en hann söng eitt lag þar,“ segir Valgeir. Eftir að þeir höfðu unnið í fyrsta skipti saman í hljóðveri héldu þeir sambandi og á síðasta ári kom að því að Oldham ákvað að taka næstu plötu sína upp hér á landi. „Platan var tekin upp á tveim- ur vikum í desember og svo kom hann aftur í janúar og við hljóð- blönduðum plötuna.“ Þær sögur fara af Will Oldham að hann sé ekki allra. Valgeir er því vitan- lega spurður hvernig samvinna þeirra hafi gengið. „Nei, hann er vissulega ekki allra, það er kannski það sem gerir hann að því sem hann er. Það var samt mjög gott að vinna með honum. Við lentum í smá byrjunarörðugleikum, við þurftum að læra hvor á annan. Þetta var brothætt í fyrstu og um tíma var alveg spurning um hvort þetta myndi hafast. Svo small þetta mjög vel saman,“ segir Val- geir. Hann segir að það hafi vissu- lega verið ákveðin áhætta fyrir Oldham að koma hingað til lands til að taka upp plötu og þar að auki með heila hljómsveit með sér. Sú áhætta virðist þó hafa borgað sig vel. Miklar væntingar til plötunnar Nýja platan mun heita Then the Letting Go og kemur út í september. Hún er fyrsta hefð- bundna plata Wills Oldham í nokk- ur ár, en hann hefur undanfarið einbeitt sér að endurgerðum og samstarfsverkefnum. Síðast gerði hann kóverplötu með hljóm- sveitinni Tortoise, þar á undan gerði hann plötu með Matt Sween- ey og enn fyrr endurgerði hann eigin lög sem hann hafði áður gefið út undir nafninu Palace Music. Oldham er þekktur fyrir að velja sér nýja samstarfsmenn í hvert sinn sem hann gerir plötu. Að þessu sinni fékk hann þó bróð- ur sinn Paul til að spila á bassa en þeir hafa oft unnið saman áður. Þótt Valgeir hafi stjórnað upp- tökum á plötu Oldhams og mixað hana er alls óvíst hvernig hans verður getið á kápu plötunnar. „Ég hef heyrt að á smáskífunni sem kemur í júlí sé ég skráður sem hluti af hljómsveitinni. Það verður því bara að koma í ljós hvað hann titlar mig á plötunni,“ segir Valgeir sem kláraði endan- lega útgáfu plötunnar fyrir skemmstu og sendi út til Oldham. Þetta er því orðinn ansi langur tími sem hann hefur unnið að plötunni. „Það er komið rúmt ár síðan við byrjuðum að tala saman um þetta verkefni. Maður er því orðinn ansi samdauna plötunni.“ Valgeir segir erfitt að meta það hvort samstarfið með Old- ham sé stærsta verkefnið hans til þessa. Samstarf hans og Bjarkar Guðmundsdóttur komi þar sömu- leiðis til álita. „Það samstarf þró- aðist í mörg ár og þetta verkefni var öðruvísi að því leyti. Maður veit náttúrlega ekki hvert þessi plata á eftir að fara. Ég veit það eitt að það eru margir mjög spenntir fyrir henni, menn eiga von á miklu.“ Heldurðu að þið eigið eftir að vinna meira saman? „Það er ekkert útilokað en hefur ekki verið rætt. Ég myndi alla vega ekki segja nei.“ hdm@frettabladid.is Tók upp nýja plötu Will Oldham VALGEIR SIGURÐSSON Þrátt fyrir byrjunarörðugleika gekk honum vel að stjórna upptökum á næstu plötu Will Oldham. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA WILL OLDHAM Eða Bonnie „Prince“ Billy eins og hann kallar sig á næstu plötu sinni, sem tekin var upp á Íslandi. MEÐ HNÍF OG GAFFLI heitir viku- legur þáttur í Fréttablaðinu þar sem Þráinn Bertelsson lýsir upplifun sinni af því að sitja til borðs á ein- hverju veitingahúsi sem venjuleg- ur matargestur, en ekki sem sér- hæfður sælkeri. Í byrjun var ætlunin að gefa veitingahúsum ein- kunnir fyrir umhverfi og stemn- ingu, þjónustu og matseld, en reynslan hefur sýnt að sú einkunna- gjöf er full flókin fyrir stutta umfjöllun. Því verður horfið að því ráði að Þráinn gefur þeim stöðum sem hann telur verðskulda viðurkenn- ingu eina til fimm kórónur. „Ég vel að gefa kórónur fremur en kokkahúfur,“ segir Þráinn, „vegna þess að þegar fólk nýtur lífsins er talað um að skemmta sér konunglega. Og þar að auki eru það ekki kokkarnir einir sem ráða því hvort heimsókn á veitingahús er konungleg upplifun eða ekki. Þar kemur fleira til, svo sem umhverfið, innrétting, stemning og öll umgjörð máltíðarinnar. Gest- inum á að líða vel. Henni eða honum á að líða eins og kóngi eða drottningu í ríki sínu,“ útskýrir Þráinn. „Í öðru lagi er það þjónust- an. Gestinum á að finnast að hann sé velkominn, að húsráðendur fagni því að fá hann í heimsókn, að hann sé í góðum og öruggum hönd- um og allir fúsir til að gera honum til hæfis.“ Í þriðja lagi sé það síðan maturinn sem á að vera úr góðu hráefni, matreiddur af kunnáttu og áður en hann gælir við bragð- laukana á hann að gleðja augað. „Ég fer út að borða í þeirri von að hver staður verðskuldi fimm kórónur,“ segir Þráinn. „Ég er búinn að fjalla um fjóra staði. Ósushi í Lækjargötu fær eina kórónu, Salt við Pósthússtræti fær þrjár, Við fjöruborðið á Stokkseyri fær líka þrjár og Ítalía á Laugavegi 11 fær eina. Ef mér líður eins og hrepp- stjóra eftir máltíðina fær staðurinn eina stjörnu, og þótt ég persónulega vildi heldur vera hreppstjóri en kóngur ætla ég að halda áfram að leita að stöðum sem verðskulda fimm kórónur.“ ■ Kórónur og konungleg skemmtun ÞRÁINN BERTELSSON Ætlar að leita uppi staði sem láta honum líða eins og kóngi og verðskulda þar af leiðandi fimm kórónur. „Þátturinn heitir Pressan og í honum verður farið yfir fréttir liðinnar viku,“ segir Róbert Marshall sem mun leysa Egil Helgason af hólmi á NFS í sumar. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá á sunnudaginn. Egill Helgason ætlar að dveljast á Grikklandi í sumar og segir Róbert að það hafi verið ódýr og þægileg redding að hann leysti hann af. Róbert er sem kunnugt er forstöðumaður NFS. „Ég hef gert þetta áður en það er orðið nokkuð langt síðan,“ segir Róbert en rúmt ár er komið síðan hann lét af störfum sem frétta- maður á Stöð 2. Aðspurður segir hann að nýi þátturinn verði blanda af yfirferð yfir fréttir vikunnar með gestum í sjónvarpssal, en einnig verði kafað dýpra ofan í stórviðburði á borð við atburðina á Vatnajökli í vikunni. ■ Marshall á skjáinn RÓBERT MARSHALL Stjórnar nýjum þætti á NFS í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.