Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 88
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR56 FÓTBOLTI Laun leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru nú loksins farin að lækka hægt og bítandi eftir stöðuga hækkun í áratug. Frakkinn Thierry Henry er kannski ekki farinn að finna fyrir þessari lækkun en flestir aðrir leikmenn í deildinni sjá laun sín lækka lítillega eftir að veski þeirra var farið að þenjast óhemju mikið út. Þetta er gleðiefni fyrir fót- boltaheiminn en fjárhagsstaða félagsliða fer batnandi. Nýr samningur Henry við Ars- enal færir honum um 130.000 pund í vikulaun og Michael Ballack, landsliðsfyrirliði Þýskalands, verður með eitthvað svipað hjá Chelsea eftir að heimsmeistara- mótinu lýkur. Samanlagður launa- kostnaður í deildinni lækkaði um heil þrjú prósent tímabilið 2004/05 samkvæmt skýrslu sem gefin var út í gær. Annars staðar í Evrópu fer launakostnaður einnig lækk- andi og fór hann niður um tvö pró- sent á Ítalíu. Dan Jones, hjá endurskoðunar- fyrirtækinu Deloitte, segir þetta mjög jákvæða þróun á viðskipta- hlið fótboltans. „Síðasta áratug höfum við séð laun í ensku úrvals- deildinni fara yfir öll mörk og hækka um að meðaltali tuttugu prósent milli ára. Nú er að komast á meira jafnvægi milli innkomu og útgjalda, ekki bara í Englandi heldur í allri Evrópu. Ástandið virðist vera mun betra en það var fyrir fimm árum,“ sagði Jones. Fjárhagur liða á Englandi er bestur af öllum þjóðum Evrópu þó ástandið fari ört batnandi á Ítalíu og Þýskalandi. Tekjur liðanna í Bundesligunni og Seríu-A hefur hækkað um sautján og sextán pró- sent en samkvæmt skýrslunni er forysta Englands á peningalista Evrópu afgerandi. „Tekjumöguleikar enskra liða virðast vera meiri en í öðrum deildum í Evrópu. Það má fastlega reikna með að fjárhagsstaða liða í úrvalsdeildinni eigi eftir að styrkj- ast enn frekar á komandi árum. Sumir héldu að launakostnaður myndi halda áfram að hækka endalaust en nú hefur annað komið í ljós, toppnum hefur verið náð,“ sagði Alan Switzer, einn af sér- fræðingum Deloitte. - egm Launakostnaður minnkar Samkvæmt nýrri skýrslu fara laun knattspyrnumanna lækkandi á ný. Fjárhags- staða liða fer batnandi samfara því og á sú þróun eftir að halda áfram. ÚT OG INN Michael Ballack mun fá góð laun hjá Chelsea sem að sama skapi fær háar fjárhæðir úr sjónvarpssamningum. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fréttaskýringaþátturinn „Newsnight“ varpaði sprengju inn í breskt knattspyrnulíf í gær- kvöldi með innslagi sínu um enska félagið Arsenal. Ef innslag þáttarins á við rök að styðjast er ljóst að Arsenal hefur brotið lög alþjóða knattspyrnusambands- ins, FIFA, og gæti átt yfir höfði sér harða refsingu. Brottvikning úr meistaradeildinni er möguleg refsing. Þátturinn greindi frá því að lögreglurannsókn í Belgíu hefði leitt í ljós að Arsenal hefði lagt eina milljón punda í belgíska félagið Beveren. Arsenal neitar ásökunum og segist ekki hafa sett krónu í félagið. BBC hefur aftur á móti undir höndum gögn frá rannsóknaraðilum sem þeir segja sanna sitt mál. Arsenal á að hafa lagt pening- ana inn hjá Beveren árið 2001 er liðið var í miklum fjárhagsörðug- leikum og félagið neitaði ávallt að greina frá því hvaðan það hefði fengið pening. Á sama tíma losaði félagið sig við flesta belg- íska leikmenn félagsins á kostn- að leikmanna frá Fílabeinsströnd- inni. Belgísk yfirvöld töldu í fyrstu að þarna væri mafían að verki og var því nokkuð brugðið er þeir komust að því að pening- arnir væru ættaðir frá Arsenal. Beveren og Arsenal hafa verið í samstarfi á undanförnum árum um að spila æfingaleiki og lána leikmenn en Arsenal hefur ávallt neitað að hafa lagt peninga í félagið. Belgísk yfirvöld sögðu enn fremur í skýrslu að ákveðið hefði verið að fara í viðskiptin þar sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Jean Marc Guillou, framkvæmdastjóri Beveren, ættu í mjög góðum samskiptum. Sýndir hafa verið samningar sem David Dein, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá Arsenal, hefur skrifað undir og eigi að sanna sekt Arsenal í málinu. Arsenal sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem félagið hafnar því að hafa nokkurn tímann átt eitthvað í félaginu. Félagið viður- kennir þó að hafa sett peninga í Beveren árið 2001 en það hafi eingöngu verið lán til að hjálpa félaginu að ná fjárhagslegum stöðugleika. - hbg BBC flettir ofan af enska knattspyrnuliðinu Arsenal: Arsenal gæti misst sæti sitt í meistaradeild Evrópu DAVID DEIN Öll spjót standa nú að yfir- manni knattspyrnumála hjá Arsenal. FÓTBOLTI Guido Rossi heitir maður- inn sem fær það vandasama verk að endurheimta orðspor ítalskrar knattspyrnu eftir stöðugar fréttir um svindl, mútur og ólögleg veð- mál. Hann er nýtekinn við sem forseti knattspyrnusambandsins og hann játar að staðan sé verri en hann hafði ímyndað sér. „Ég átti ekki von á því að stað- an væri svona rosalega slæm. Það er ómögulegt að bæta fyrir þenn- an skaða og við verðum að byggja upp orðsporið á nýjan leik,“ sagði Rossi sem vonar að ítalska lands- liðið í knattspyrnu fái að vera í friði á HM vegna málsins. Rossi hitti Marcello Lippi landsliðsþjálfara að máli á dögun- um til að fara yfir stöðu mála í ítalskri knattspyrnu en fastlega má reikna með því að Ítalir verði í mörg ár að hreinsa mannorð fót- boltaheimsins. Hinn nýi forseti ítalska knattspyrnusambandsins, Guido Rossi, opnar sig: Staða knattspyrnumála verri en ég hafði ímyndað mér NÓG AÐ GERA Guido Rossi fær að vinna fyrir kaupinu sínu næstu árin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.