Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 4
4 10. júní 2006 LAUGARDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ����������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur dæmt par á fertugs- aldri í fangelsi og fjársekt. Konan er dæmd í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa í desember haft í fórum sínum amfetamín, sprautu og nál sem hún vafði inn í sellófan- vafning, faldi í leggöngum sínum og smyglaði inn á Litla-Hraun. Hún er jafnframt dæmd fyrir tvo þjófnaði á símum á Selfossi í júlí. Maðurinn er dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa veitt efnunum viðtöku og falið fyrr- nefndan sellófanvafning í enda- þarmi sínum. Hann hafði einnig í vörslu sinni nokkuð af amfetamíni sem hann gleypti til að fela það. Efnin gengu ekki niður af honum og þurfti hann að dvelja á sjúkra- húsi í 8 daga á meðan þau skiluðu sér út í líkamann. Hann er einnig dæmdur fyrir þjófnað á raftækj- um en sýknaður af ákæru um brot á lögum mannflutninga í loftförum með því að hafa reykt í flugvél á leið til Keflavíkur í september. Dómurinn segir að loftferðalög hafi ekki að geyma lýsingu á slíkri háttsemi, en það geri tóbaksvarn- arlög. Samkvæmt þeim er athæfið hins vegar aðeins refsivert ef við- komandi hlýtur áminningu flug- stjóra sem hann hlýðir ekki. Svo var ekki í þessu tilviki. Maðurinn, sem er 33 ára, hefur frá árinu 1990 hlotið 27 refsidóma fyrir ýmis brot. Frá því í desem- ber 2001 hefur hann verið dæmd- ur til fangelsisvistar níu sinnum, samanlagt í sextíu mánuði að nýj- asta dómnum undanskildum. - sh Karlmaður hlýtur tíunda fangelsisdóminn á tæpum fimm árum: Tíu fangelsisdómar frá 2001 EFNAHAGSMÁL Forystumenn Alþýðusambandsins hittu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir H. Haarde utanríkisráðherra í gær og gerðu þeim grein fyrir því hvernig verkalýðshreyfingin teldi að ríkisstjórnin þyrfti að koma að endurskoðun kjarasamn- inga til að sátt ríkti á vinnumark- aði út næsta ár. Verkalýðshreyfingin telur að ríkisstjórnin verði að leggja sitt af mörkum til lausnar málsins. „Við- brögðin hafa verið þau að mönnum sýnist í öllu falli rétt að setjast yfir þetta og láta á það reyna en við erum enn að skoða þetta,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. „Það er afar mikilvægt að ríkis- stjórnin komi myndarlega að þessu en það er enn á byrjunar- reit. Við bíðum bara eftir við- brögðum frá ríkisstjórninni. Hve- nær það verður veit ég ekki en við gerum ráð fyrir því að upp úr helginni fari atburðarásin að verða hraðari,“ segir hann. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, telur að áhugi sé á því að ná samkomulagi. „Ég met það svo að ríkisstjórnin vilji gjarnan gera það sem hún telur mögulegt af sinni hálfu þannig að það er almennur vilji til að láta reyna á samkomu- lag,“ segir hann og telur líklegt að um miðja næstu viku verði farið í lokahnykkinn og tekið af skarið um hvort sátt náist eða ekki. Verkalýðshreyfingin hefur haft áhuga á skattaaðgerðum og breyt- ingum á vaxtabóta- og barna- bótakerfinu en Vilhjálmur telur að fasteignamarkaðurinn eigi að vera efstur á blaði, hækka vexti á íbúða- lánum og lækka lánshlutfallið. Lánshlutfallið er bundið í lögum þannig að lögum þarf þá að breyta um leið og þing kemur saman í haust. „Þessar aðgerðir eru lykil- atriði til að geta náð verðbólgunni niður á næsta ári,“ segir hann. Þá telur Vilhjálmur mikilvægt að gott eftirlit verði með því að allir fari eftir lögum og reglum á vinnumarkaði. „Ég hef orðið var við ákveðna hræðslu við það að menn reyni að starfa á skjön við lög, hvort sem það eru lágmarks- laun eða skattsvik. Það þarf að passa upp á það að framkvæmda- geirinn sýkist ekki.“ Vilhjálmur útilokar ekki að hækka krónutöluna í tilboði SA úr tólf þúsund í fimmtán þúsund. „Ég hef litið svo á að það sé sameiginlegt viðfangsefni að finna út nákvæm- lega hvaða tala þetta eigi að vera.“ ghs@frettabladid.is Beðið eftir útspili frá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin þarf að stuðla að sátt á vinnumarkaði, að sögn verkalýðs- forystunnar. Hækka þarf vexti á íbúðalánum og lækka hámarkslán, fresta skattalækkunum og breyta bótakerfinu. Vænst er svara í næstu viku. FARIÐ YFIR STÖÐUNA Verkalýðshreyfingin fór yfir stöðuna á eigin leynifundi eftir fund forseta og varaforseta ASÍ með formönnum stjórnar- flokkanna í gær. Jákvæður tónn er í mönnum og vongleði um að samkomulag takist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 9.6.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 73,63 73,99 Sterlingspund 135,74 136,4 Evra 93,22 93,74 Dönsk króna 12,499 12,573 Norsk króna 11,922 11,992 Sænsk króna 10,1 10,16 Japanskt jen 0,6459 0,6497 SDR 108,86 109,5 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 129,2766 LITLA-HRAUN Parið kom fíkniefnum fyrir í líkamsopum til að fela þau frá vörðum Hraunsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL Í gær var mál- efnasamningur meirihlutans í bæjarstórn Akureyrar kynntur. Bæjarstjóri fyrstu þrjú árin verð- ur frá Sjálfstæðisflokki en síðasta árið frá Samfylkingu. Meirihlutaflokkarnir munu vinna markvisst að lækkun leik- skólagjalda á kjörtímabilinu og stefnt er að því að Akureyrarbær verði áfram með lægstu þjónustu- gjöldin í leik- og grunnskólum miðað við samkeppnissveitarfélög. Á næsta ári verða svo skattar lækk- aðir á atvinnurekstur með lækkun holræsagjalda og almenningssam- göngur gerðar gjaldfrjálsar. - hs Málefnasamningur í höfn: Frítt í strætó á Akureyri SLYS Tveir karlmenn voru fluttir á slysadeild eftir alvarlegan árekst- ur fólksbíls og jeppa á gatnamót- um Smárahvammsvegar og Hlíð- arsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í gærdag. Kalla þurfti út tækjabíl slökkviliðsins sem þurfti að klippa að minnsta kosti annan bílstjórann úr bíl sínum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu og slökkviliðs voru bílstjór- arnir einir í bílunum og var annar þeirra alvarlega slasaður. Ekki fengust nánari upplýsing- ar um tildrög slyssins eða ástand þeirra slösuðu. - sh Alvarlegt bílslys í Kópavogi: Tveir slasaðir eftir árekstur SAMKEPPNI Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, sem er hagsmunasamtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í íslensku atvinnulífi, segir hug- myndir Samkeppniseftirlitsins um húsleitir á heimilum stjórn- enda ganga ansi nærri einkalífi fólks og valda samtökunum áhyggjum. „Þar eru stjórnendur fyrir- tækjanna ekki einungis truflaðir heldur einnig fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. Hagsmunirnir séu ekki meiri en húsfriðurinn. Þórður Sveinsson, lögfræðing- ur hjá Persónuvernd, segir að ekki verði tekin afstaða til hugmynd- anna nema þær verði lagðar fyrir Alþingi: „Það sem er óvenjulegt við valdheimildina er að ekki er um að ræða lögreglu heldur stofn- un á vegum ríkisins. Hún fer ekki með lögregluvald. Það er ákveðið atriði sem þyrfti að skoða og hvort nægir hagsmunir séu í húfi til þess að það geti réttlætt svona lagasetningu.“ Halla segir að hún hafi áhyggj- ur af því að notað sé sem rök- stuðningur að húsheimildirnar leyfist innan Evrópusambands- ins. Viðskiptalífinu á Íslandi hafi vegnað vel og betur en þar: „Ég held að hluti af ástæðunni sé að hér hefur regluverkið verið minna.“ Samrunaferli fyrirtækja sé erfitt og verður enn erfiðara verði óæskilegar hömlur settar á fyrirtækin. - gag Viðskiptaráð Íslands: Vill ekki hús- leit á heimilum HALLA TÓMASDÓTTIR Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur í máli Þórhalls Ölvers Gunnars- sonar á hendur íslenska ríkinu og fanga á Litla-Hrauni vegna árásar sem hann varð fyrir í fangelsinu árið 2002. Samkvæmt dómnum fær Þór- hallur þjáningarbætur vegna þess að hann fékk viðhlítandi tann- læknaþjónustu fyrr en nokkru eftir árásina. Dómurinn hafnar kröfu hans um bætur á þeirri for- sendu að öryggisgæslu hefði verið ábótavant. Dómurinn viðurkennir einnig bótaábyrgð fangans sem á hann réðst. Bótaupphæð er ekki ákvörðuð í dómnum. - sh Hæstiréttur staðfestir dóm: Ríkið bótaskylt vegna árásar Innbrot Tveir lögreglumenn gengu fram á góðkunningja lögreglunnar í Vesturbæ um klukkan hálfsex á föstudagsmorgun. Voru mennirnir með fartölvu á sér en þeir höfðu brotist inn í heimahús í hverfinu og voru þeir færðir niður á lögreglustöð. Einnig var brotist inn í fyrirtæki í Vesturbænum og þaðan stolið tveimur tölvum og einum skjá en þjófarnir eru ófundnir. LÖGREGLUFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.