Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 30
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR30 Á nýafstaðinn leiðtoga- fund Eystrasaltsráðsins í Reykjavík mættu níu rík- isstjórnaleiðtogar og tveir utanríkisráðherrar og kváðu aldrei eins margir forsætis- ráðherrar hafa verið saman komnir á Íslandi fyrr. En hvað er þetta Eystrasaltsráð og hvers vegna er Ísland aðili að því? Það kann jú að koma mörgum spánskt fyrir sjónir, strendur eyríkisins Íslands eru í vel yfir 1000 kílómetra fjarlægð frá strönd- um Eystrasaltsins. Í samantekt á vef utanríkisráðu- neytisins á tilurð og starfsemi Eystrasaltsráðsins segir: „Eftir lok kalda stríðsins vökn- uðu ríkin við Eystrasaltið til nýrr- ar vitundar um sameiginlega arf- leifð á sviði stjórnmála, viðskipta, mennta og menningar. Sú vitund skerptist enn með sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens. Eystrasaltið var um aldir mið- punktur margvíslegra samskipta þessara ríkja. Mörg lutu þau á tíma Kalmarsambandsins sömu stjórn eða þróuðu um aldir með sér við- skipti innan sambands Hansa- borga. Á þessum sögulega grunni og í ljósi þeirrar staðreyndar að hrun kommúnismans í Evrópu fól í sér margvíslega uppstokkun á sviði stjórnmála og viðskipta í álf- unni, buðu utanríkisráðherrar Dan- merkur og Þýskalands starfs- bræðrum sínum í ríkjum er liggja að Eystrasalti, þ.e. í Eistlandi, Lett- landi, Litháen, Finnlandi, Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi, að Noregi og framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins viðbættum, til fundar í Kaupmannahöfn 5.-6. mars 1992. Á þessum fundi var Eystrasalts- ráðið stofnað. Fyrirmynd að skipu- lagi og starfsemi ráðsins var að verulegu leyti sótt til hefðbundins samstarfs Norðurlandanna.“ Lýðræði og mannréttindi Stofnskrá Eystrasaltsráðsins endurspeglar það meginhlutverk ráðsins að stuðla að stjórnmálaleg- um og efnahagslegum stöðugleika í norðausturhluta Evrópu. Í því felst að leitast er við að treysta mannréttindi og aðstoð við þróun og uppbyggingu lýðræðis og rétt- arríkis í þeim aðildarríkjum er áður bjuggu við kommúnisma og að efla samkennd með nýfrjálsum íbúum þessara ríkja. Markmið samstarfs á sviði efnahags- og við- skiptamála er að bæta viðskipta- umhverfi til eflingar fjálsum við- skiptum. Með því er ætlunin að ýta undir hagvöxt og bæta efnahags- leg velferð íbúanna. Á vettvangi ráðsins fer einnig fram margvíslegt annað samstarf, til dæmis á sviði samgangna og fjarskipta, umhverfismála, orku- mála, heilbrigðismála, réttarfars og upplýsinga- og ferðamála. Engin umfjöllun er um hefðbundin varn- ar- og öryggismál á vettvangi Eystrasaltsráðsins. Á Eystrasaltssvæðinu eru nú um fimmtíu milljónir íbúa - og eru þá aðeins taldir íbúar strandhéraða fjölmennustu landanna, Rússlands, Póllands og Þýskalands. Aðild Íslands að ráðinu Á grundvelli sögulegra tengsla og nýrra áherslna Norðurlanda um grannsvæðasamstarf lögðu íslensk stjórnvöld áherslu á aðild Íslands að Eystrasaltsráðinu á árunum 1994-1995. Ísland var eitt stofn- ríkja Barentsráðsins árið 1993 og hefur tekið fullan þátt í samstarfi ríkja um málefni norðurslóða. Kaflaskil urðu í því samstarfi með stofnun Norðurskautsráðsins í september 1996. Ísland fékk aðild að Eystrasalts- ráðinu á utanríkisráðherrafundi þess í maí 1995. Með aðild að Eystrasaltsráðinu vildu íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að stuðla að stjórnmálalegum og efnahagslegum stöðugleika í Evr- ópu og efla samskipti við Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Rúss- land. Í því sambandi er vert að minnast sögulegra tengsla Íslands og Eystrasaltsríkjanna þriggja er hlutu sjálfstæði árið 1918, sama ár og Ísland. Einnig var áhugi á því af Íslands hálfu að fylgja eftir sókn- arfærum í útflutningsviðskiptum en viðskipti Íslands við Eystra- saltsríki hafa aukist verulega síðan þau endurheimtu sjálfstæðið. Ísland hefur með ýmsum hætti tengst Eystrasaltssvæðinu í gegn- um aldirnar. Ísland var til að mynda hluti af Kalmarsambandinu og verslunarsvæði Hansaborganna, en Hafnarfjörður var um langan aldur verslunarstöð Hamborgar og Lübeck. Um Eystrasaltið liggja einnig verslunar- og siglingaleiðir Íslendinga, með gömlum og nýjum mörkuðum fyrir íslenskar afurðir. Uppbygging ráðsins Ráðherranefnd Eystrasalts- ráðsins er skipuð utanríkisráð- herrum aðildarríkjanna og kemur hún saman til fundar einu sinni á ári í viðkomandi formennskuríki. Leiðtogafundir eru að jafnaði haldnir á tveggja ára fresti. Sá næsti verður væntanlega í Lett- landi árið 2008. Stjórnarnefnd ráðsins, eða CSO („Committee of Senior Officials“), hefur það hlutverk að samræma starfsemi ráðsins, einkum starf vinnuhópa, og kemur hún að jafn- aði saman einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Ennfremur er hlutverk hennar að annast sam- skipti Eystrasaltsráðsins og ann- arra svæðisbundinna stofnana og samtaka á Eystrasaltssvæðinu, sem og við aðrar alþjóðastofnanir. Eystrasaltsráðið hefur náin sam- skipti við Evrópusambandið, Evr- ópuráðið, Öryggis-og samvinnu- stofnun Evrópu og Norðurlandaráð. Einnig er hlutverk stjórnarnefnd- ar að fylgjast með ástandi og þróun einstakra málefna í aðildar- ríkjum ráðsins. Þrír fastir vinnuhópar starfa innan Eystrasaltsráðsins og gefa þeir stjórnarnefndinni reglulega yfirlit um starfsemi sína. Vinnu- hóparnir fjalla um mannréttindi og uppbyggingu lýðræðislegra stofnana, efnahagssamvinnu, kjarnorkueftirlit og geislavarnir. Að auki eru starfandi ýmsar und- irnefndir og sérfræðingahópar er fjalla um margvísleg málefni. Meðal annars starfs sem sinnt er innan vébanda Eystrasaltsráðs- ins má nefna hina norðlægu vídd, sem stofnað var til innan Evrópu- sambandsins í formennskutíð Finna í Evrópusambandinu árið 1999. Sú stefna miðar að eflingu svæðisbundins samstarfs, ekki síst á sviði umhverfismála, í Norðaust- ur-Evrópu og Eystrasaltsráðið hefur gegnt virku hlutverki við framfylgd hennar. Á leiðtogafund- inum í Reykjavík lýstu leiðtogarn- ir yfir vilja til að styðja áfram við norðlægu víddina sem ramma utan um þetta svæðisbundna samstarf. Aðrir málaflokkar sem Eystra- saltsráðið sinnir eru forvarnastarf gegn skipulagðri glæpastarfsemi, samstarf háskóla á Eystrasalts- svæðinu (undir heitinu „Eurofac- ulty“) og samstarf á sviði ferða- þjónustu. Í lokaályktun Reykjavíkur- fundarins á fimmtudaginn er komið inn á flest mál sem ráðið hefur látið sig varða. Hún skiptist í fjóra kafla, framtíð samstarfs Eystrasaltslanda, hagvaxtarhvetj- andi aðgerðir og orkumál, og loks mál er varða „mannlega þáttinn“ og lýðræðisgildi, svo sem vernd barna og baráttu gegn mansali og annarri skipulagðri glæpastarf- semi. Eystrasaltsráðið heldur úti eigin vef, www.cbss.org. Þar má nálgast allar nánari upplýsingar um starf- semi þess. audunn@frettabladid.is Böndin treyst milli N-Evrópuþjóða ALDREI FLEIRI RÍKISSTJÓRNALEIÐTOGAR Níu forsætisráðherrar, tveir utanríkisráðherrar og sendifulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins stilltu sér upp til „fjölskyldumyndatöku“ á fundarstaðnum á Hótel Nordica í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLASTÓÐ Fjölmennt lið fjölmiðlamanna fylgdi leiðtogunum hvert fótmál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HALLDÓR Í FORSÆTI Að stýra leiðtogafundinum var meðal síðustu embættisverka Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TVÍHLIÐA FUNDIR Tveir gestanna, forsætisráðherrar Póllands og Rússlands, notuðu tæki- færið til að eiga tvíhliða fundi með íslenskum starfsbróður sínum, Halldóri Ásgrímssyni. Á myndinni t.h er hann með Pólverjanum Kazimierz Marcinkiewicz og á hinni með Rússan- um Mikhaíl Y. Fradkov, fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.